Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 22
22 MORGUNHLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nov. 1960 sl. liðið dgnaði sigri Tékka í stdra En Tékkarnir sigruðu með 17 gegn 16 ÞAÐ var ekki fvrr en á síð- ustu mínútum, að tékknesku meistararnir frá Gottwaldov náðu að tryggja sér sigur yfir „tilraunalandsliðinu“. — Leikurinn var fyrsti leikur hérlendis á fullbreiðum hand knattleiksvelli og því sögu- legur. Úrslit hans urðu 17 mörk gegn 16 Tékkum í vil. Leikur íslendinganna var framan af fálmkenndur og óöruggur en í síðari hálfleik brjá mjög til bóta og vann þá ísl. liðið upp 5 marka for- skot sem Tékkar höfðu náð. hr Áhugi fólksins íþróttahúsið á Keflavíkurflug- velli, stærsta íþróttahús landsins, var þétt skipað áhorfendum. Sögðu forráðamenn að 14—1500 manns væru í húsinu. Sýnir það glöggt hinn vaxandi áhuga fyrir handknattleik og afnot af þessu húsi gera knattleiksíþróttunum kleift að efna til löglegra lands- leikja hérlendis. Áhugi fólks ýtir undir slíkt. Fólk taldi það ekki eftir sér að fara til Kefla- víkur til leiksins. Var nær óslitin bílaröð á veginum og má hik- laust telja að um 300—400 bílar hafi verið við húsið meðan á leik stóð. ■k Léleg byrjun hjá ísl. liðinu ísl. liðið var óákveðið í byrjun. Tékkar skoruðu fyrst, ísl. liðið jafnaði og Tékkar skoruðu aftur. Síðan náðu íslendingar forystu Víkingur i vann i Á undan leik Tékkanna og „tilrauna“-landsliðsins síðastl. sunnudag léku Víkingsstúlkur í 2. aldursflokki við stöllur sínar í Keflavík. Víkingur vann 4:2. Mesta athygli vakti Þórdís Guðmundsdóttir, Vík- ing — og hér sézt hún skora glæsilega. 3—2 en nsestu 5 mörk skoruðu Tékkar. Var leikur ísl. liðsins á þessum kafla mjög slakur. Grip mistók- ust, uppbygging leiksins var næsta lítil, hvorki línuspil né langskot heldur samleikur utan varnarmúrs án tilgangs. En þetta skánaði heldur er á leið hálfleik inn. Minnst var forskot Tékk- anna (7—5) en við hlé skildu 4 mörk, staðan var 10—6. ★ Góður kafli leiksins Á fyrstu 6 mín síðari hálfleiks hélt sama stefnuleysið áfram hja ísl. liðinu. Tékkarnir juku for- ■skotið í 5 mörk á þeim tíma 13—8. Þeir höfðu nokkra yfir- burði í leik. En þá var eins og ísl. liðið hristi af sér slenið. Liðið skor- ar 5 næstu mörk. Það fann leiðina inn á markteiginn og Karl Ben. og Birgir skora það- an og Ragnar bætir því 11 við með sólóhlaupi upp völlinn. Einar kemst í dauðafæri en er hindraður og Gunnlaugur skorar úr vítakastinu sem fyrir hindrunina er dæmt. Einar jafnar svo 13—13 frá markteig Tékka. Enn átti ísl. liðið gott færi er Karl Jóh. náði sólóupphlaupi — en missti af marki sökum fljót- færni. Og eftir þetta stórátak — að jafna 5 marka forskot var liðið gerbreytt að svip, leikmenn fjörlegir, ákveðnir og sæknir. Tékkarnir ná aftur forskoti er Provaznik skorar af línu en litlu síðar jafnar Örn Hall- steinsson frá markteig. Og síðan er það ísl. liðið sem tek- ur forystuna er Gunnlaugur skorar úr vítakasti. 15—14 fyrir ísl. liðið. ★ Illa haldið á forystunni Með öruggari leik hefði ísl. liðið á þessum tíma ef til vi:l getað náð meiru. Liðið var í sókn og Tékkarnir uggandi. Með ró- semi hefði mátt auka á þá spennu, en bráðlæti Péturs Ant- onssonar í að skjóta í vonlausri stöðu fékk Tékkunum knöttinn og hann hafnaði í marki íslands 15—15. Litlu síðar ná Tékkar öðru marki — Provaznik skoraði óvaldaður á markteig. Og nú töldu Tékkar öruggast að tefja. En ísl. liðið náði knettinum eftir misheppnað skot og 2 min fyrir leikslok jafnar Karl Ben. fyrir ísl. liðið. Spenningurinn varð gífurlegur — en sigurinn féll í hlut Tékka. Gregorovic komst í gott færi á markteig og skoraði sigurmarkið. k Liðin Með ákveðnari leik í upphafi hefði ísl. liðið án efa yljað Tékk- unum enn betur. Kaflinn sem þeir náðu í f.hl. síðarí hálfleiks var sterkari en Tékkarnir naðu nokkurn tíma. En það skorti mjög á öryggi og ákveðið tak- mark í leik íslendinga á öðrum tímum og það varð liðinu dýrt. Skiptingar leikmanna voru og sainum vægast sagt einkennilegar — og raunar valið í liðið í nokkrum stöðum. Hjalti var ekki eins öruggur nú og á föstudag — en Sólmund ur betri en áður. Einar, Gunn- laugur, Ragnar, Guðjón og Pétur áttu góðan varnarleik en voru þó ekki nógu ákveðnir. Var mik- ill munur á ákveðni Tékkanna í vörn sinni enda hika þeir ekki við að leika ólöglega og því sleppti dómarinn nú eins oft og hann dæmdi á slík brot. Á það lag gengu Tékkar en ekki íslend Ragnari haldið gróflega. — Dómurinn fyrir brotið — aukakast utan 3 m línu. ingar að sama skapi. Birgir var mun ákveðnari og drýgri í sókn- inni nú en í Hálogalandi, en Karl Jóh. og Karl Ben. alveg hið gagn stæða. Örn var og í þeim flokki. ★ Tékkneska líðið sýndi á köfl- um skemmtilegan leik. Það var alltaf takmark í leiknum hjá þeim — stórsókn fyrst með hröðu spili og sendingum inn á mark- teig, og á þann hátt fengu þeir flest sín mörk. Síðar komu tafir í leikinn. Einnig það er takmark, gert af yfirlögðu ráði og oft sjáif sagt. Slíka rósemi hugans í spenn andi leik vantar okkar menn. En það var ekki sá glans yfir leik Tékkanna sem ég bjóst við af tékkneskum meisturum. Liðið á 5 „toppmenn1 auk markmanna (Gregorovic, Provaznik, Ruza, Vanecek og Sobora), en aðr- ir eru alllangt að baki þeim. ísl. lið má ekki ætla að með því að standa slíku liði á sporði þá séu allar leiðir til stórsigra opnar. Það er erfiðara að mæta liðum erlendis sem ein- göngu eru skipuð „toppmönn- um“ — en slíkt bíður ísl. lands- liðsins. — A. St. Provarnik lék sig oft „frían“ á Pétur (nr. 9) til varnar. Landslið Tékkanú Tékknesku handknattleiks mennirnir urðu hér sólarhring lengur en upphaflega var ráð fyr ir gert. Þeir hafa því boðizt til að leika einn leik til viðbótar og verður hann í kvöld að Háloga- landi. Mótherjar þeirra verður „landsliðið" það er að segja til- raun með annað og breytt lands lið, en mætti þeim á sunnud. Liðið sem nú mætir þeim verð ur þannig skipað: Markmenn. Hjalti Einarsson, FH; Sólmundur Jónsson, Val; Bakverðir: Pétur Antonsson, FH Einar Sigurðsson, FH; Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR; Framherjar: Reynir Ólafsson, KR; Birgir Björnsson, FH; Karl Jóhannsson, KR; Hermann Samúelsson, ÍR; Geir Hjartarson, Val; Kristján Stefánsson, FH. Sundmót shólonna FYRRA sundmót skólanna á þess um vetri fer fram í Sundhöll Reykjavíkur 29. nóv. n.k. fþrótta bandalag skólanna sér um mótið. Keppt verður i 10x33% m boð- sundi stúlkna í unglingaflokki og 20x33 Vs m bringu-boðsundi pilta í sama flokki. í eldri flokki keppa stúlkur og piltar í sömu greinum. KR stúlknr sigruðu • KÖRFUKN ATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur var fram haldið að Hálogalandi sl. laugardagskvöld. Fóru þá fram þrír leikir yngri flokkanna. Úrslit fengust í einum flokki, 2. fl. kvenna. Þar sigraði b-lið KR a-lið sama félags með 32 gegn 13. B-liðið er skipað stúlk- unum er sigruðu á íslandsmót- inu í vor og hljóta þær nú ann- an sætan sigur. í 2. fl. karla kepptu A-lið Ár- manns og B-lið ÍR. Ármann sigr- aði með 49 gegn 22. f 3. flokki karla vann lið Ár- manns A-lið KR með 11 gegn 10. markteig. En hér kemst (Myndir: Sv. Þormóösson) kveður í kvöld Keppnin hefst kl. 8,15 en á undan aðalleiknum leika piltar úr 2. aldursflokki frá Víking og Fram. Að hagn- ast á brotum Dómari í keppni flokka get ur spillt mjög kappleik 2ja liða, — eins og góður dómari getur leitt leikinn inn á betra svið. Leikur Tékkanna og ísl. liðsins á sunnudaginn, fyrsti leikur á fullstórum velli hér heima, hlaut þau örlög að verða spillt af dómaranum. Það var mjög handahófs- kennt hvað leyft var og hvað ekki. Stundum mátti halda, stundum ekki. Sumir máttu slá — aðrir ekki. í heild var dómurinn frekar dæmi um það hvernig ekki á að dæma heldur en hitt. Það kom fyrir í þissum leik að dómarinn gerði sig sekan um að leiða leikinn ekki til réttra lykta eins og hans aðal hlutverk er. Tvívegis skoruðu íslendingar þó á þeim væri brotið meðan þeir undir- bjuggu skotin og skutu. Úr vítaköstunum skoruðu þeir ekki. Sem sagt Tékkarnir högnuðust á því a3 brjóta gróft. I annað skipti vissi dóm arinn ekki af hverju hann ( stöðvaði leikinn og varð að leita aðstoðar áður en hann kvað upp dóminn. Ótal sinnum sleppti hann brotum sem alsiða er að hegna fyrir. I önnur skipti stöðvaði hann leikinn fyrir „brot“ sem fáir eða engir sáu nema hann. Hann vísaði manni af leik- velli fyrir ,brot“ sem hann hafði oft sleppt fyrr í leikn um hjá öðrum — og má raun- ar deila um hvort hægt sé að telja brot. f heild var leikurinn aga- laus. Það sljóvgaði tilfinningu leikmanna fyrir reglum leiks- ins og gerði leikinn leiðinlegri og lakari. —A.St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.