Alþýðublaðið - 23.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1929, Blaðsíða 2
2 íft&ÞÝÐUBMAÐIÐ Þvi var slitið i gær kl. 4 sið- degis. ____•>,.. í gær hófst þingfundur í AI- þýðuhúsinu Iðnó kl. 1 e. h', Var lokið \dð umræður um skipu- lagsmál flokksins og samþykt að skipa nefnd til að semja tillögur um tilhögun hinnar tvíþættu bar- áttu flokksins: baráttu stéttafé- laganna fyrir bættu kaupi og kjörum og hinnar almennu stjórn- málabaráttu allra alþýðusamtaka- Stjórnir fjórðungssambandanna þriggja tilnefni sinn manninn hver í nefndina og sambands- stjórnin fjóra menn. Nefndin Ijúki störfum fyrir næsta reglulegt sambandsþing, sem haldið verður haustið 1930, og leggi tillögur sínar fyrir það. Þá voru afgreidd- ar tillögur kaupgjaldsnefndar og gengið frá öðrum þeim málum, er biðu afgreiðslu. Að þessu loknu þakkaði forseti þingsins, Héðinn Valdimarsson, fulltrúum þingstörfin, óskaði ut- anbæjarfulltrúunum góðar heim- ferðar og heimkomu og samtök- um alþýðunnar vaxtar og þroska. Tóku fulltrúar og gestir undir það með því að hrópa ferfalt húrra fyrir Alþýðusambandi ls- lands og syngja baráttusöng jafn- aðarmanna. * Var svo þinginu slitið. Þingið stóð í rétta 7 daga. Fulltrúar voru 47. Um 40 máJ voru rædd og athuguð og á- lyktanir samþyktar í flesturo þeirra. Það, sem einkendi þetta þing sérstaklega, var áhugi fulltrúanna, ‘‘ sigurvissan og stórhugurinn og txúin á mátt alþýðusamtakanna, Það, sem á hefir unnist, eykur þrótt og þor til að sækja lengra fram. Þótt oft sýndist sitt hverj- um um það, á hver dægurmál- anna skyldi leggja mesta áherzlu í svip eða hverri aðferð beita til að koma fram þessari kröfu eða hinni, voru albr á einu máli um það, að islenzk alþýða yrði ein- huga að fylkja sér til baráttu fyr* ir bættum kjörum og auknum réttindum, til sóknar að markinu: Yfirráðin tii alþýðnnnar. Alþýðuflokkurinn er samfylk- ing íslenzkrar alþýðu til þessarar baráttu. Alþýðufélögin eru nú þegar milli 50 og 60 og félagar i þeim 6000—7000. Með vaxandi þrótti alþýðusamtakanna magnast ótti og andstaða auðvaldsins, og því meira kapp leggur það á að sundra alþýðunni, rugla stéttar- vitund hennar og kljúfa samtök- in. Undir stéttarvitund og sam- heldni íslenzkrar alþýðu er það komið, hver verða kjör hennar á ókomnum árum, hvenær og á hvern hátt stéttabaráttunni lýkur með því, aö jafnaðarstefnan kemst í framkvæmd. Á grundvelli jafnaðarstefnunn- ar, undir merki Alþýðuflokksins, sækir islenzk alþýða fram. Braskiðmeðbæjarlandið. Borgarstjóraliðið gefur enn 1000 krónnr af sameign bæjarmanna. V erðhækkunarskattnr. I fundargerð fasteignanefndar 15. þ. m. er ritað eftirfarandi: „Haraldur Árnason býdur for- kaupsrétt ad Þvottalaugarblettl XH, sem hann œtlar ao selja fyrir 5000 krónur. Bæjarstjórnin hefir endurkaupsrétt fyrir 3600 kr. auk girdingar, sem mun vera um 400 króna virdi.“ Meiri hluti fasteignanefndar, í- haldsmennirnir, lagði til, ad bœr- inn hafnadi forkaupsréttinum og gœfi pannig Haraldi pessar 1000 krónur, en Ágúst Jósefsson lagði til, að bærinn keypti landið sam- kvæmt erfðafestuskilmálunum. Mál þetta kom fyrir bæjar- Stjórnarfund í fyrrad. og urðu unj það langar umræður og ali- snarpar með köflum. Ágúst Jósefsson tók fyrstur til máls. Sýndi hann fram á, að eftir því, sem bærinn stækkar og íbúum hans fjölgar hækka lóðir í bænum og lönd umhverfis hann stórkostlega í verði. Einstakir menn, sem eiga lóðir eða hafa afnotarétt, svo sem erfðafesturétt, til lands, græða stórfé á verð- hækkuninni án eigin aðgerða. Þrengsön aukast. Löndin lenda í braski. Þetta verður bærinn að fyrirbyggja, að því er erfðafestu- löndin snertir, með þvi að neyta kaupréttar síns, ef erfðafesturétt- inn á að selja fyrir hærra verð en bærinn getur tekið hann fyrir. En það verð hefir í samningún- um verið miðað við áætlaðan meðal ræktunarkostnað. Lagöi Ágúst fram svolátandi tillögu: „Bœjarstjórnin sampykkir ad nota endurkaupsrétt sinn áb Þvottalaugarbletti XII og kaupa landid fyrir 3600 kr. auk girb- ingaverds.“ Borgarstjóri andmælti tillög- unni og gaf í skyn, að vafi væri á því, hvort bærinn hefði rétt til að taka landið fyrir 3600 krón- ur. Virtist álíta að bærinn yrðj að greiða fyrir það 5000 krón- ur, eða m. ö. o. hefði forkaups- rétt fyrir hæsta verð. Sjálfur hefir hann þó gert samninginn. Þá stóð upp Magnús alþingis- hátíðarforstjóri Kjaran, og var honum mikið niðri fyrir. Valdi hann ritstjóra Alþýðublaðsins ó- þvegin orð og kvað skrif AI- j)ýðul)laösins um braskið með bæjarlandið og gjafir borgar- stjóraliðsins vera „svívirðilega kosningabrellu“. Haraldur benti honum á, að Alþýðublaðið hefði birt orðréttar bókanir fasteigna- nefndar og ályktanir bæjar- stjórnar og hlyti því almenningur að dæma gerðir og gjafir borg- arstjóraliðsins eftir þeim. Ef það yrði íhaldsmönnum til falls, sem það áreiðanlega yrði, mættu þeir sjálfum sér um kenna; þeir lægju þá á verkum sínum; Kjaran væri þetta auðvitað viðkvæmt mál, þar sem honum hefðu verið gefn- ar 1000 krónur og hann sjálfur greitt atkvæði' ineð gjöfinni í fyrstu, þótt hann síðar hefði setið hjá, er honum var bent á, að hann mætti ekki greiða atkvæði í máli, er snerti sjálfan hann. — Sefaðist skap Kjarans lítið við þetta. Borgarstjóra svaraði Haraldur því, að ef nokkur minsti vafi væri á því, hvbrt bærinn hefði rétt til að taka landið fyrir það verð, sem endurkaupsrétturinn er miðaður við, væri enn meiri á- stæða til/aö samþykkja að taka landið fyrir það verð. Ef erfða- festuhafi vildi ekki una því, yrði dómsúrskurður að ganga í mál- inu. Séu samningarnix loðnir, þarf að breyta þeim, gera þá á- kveðna framvegis. Bæjarstjórnin verður ein að meta það, hvenær hún telur sig þurfa landsins og þá að hafa rétt til að taka það fyrir verð, sem miðast við meðal ræktunarkostnað. Ella á hún á hættu að verða að kaupa rétt, sem hún hefir látið fyrir ekkert, fyrir márgfalt braskverð, ef hún þarf landið til annars en gatna og bygginga. Ólafur Friðriksson sýndi fram á, að margir myndu telja það býsna hart, ef bæjar- stjórn samþykti að leyfa sölu á erfðafesturétti fyrir t. d. 5000 krónur, en tæki svo landið skömmu síðar af kaupandanum fyrir 3000 krónur eða minna. Þá stóð upp Pétur Halldórsson. Flutti hann langa tölu og hélt sér að efni málsins. Kvaðst hann þess fullviss, að allir bæjarfull- trúarair myndu standa upp og mötmæla því sem einn maður, að sú verðhækkun, sem yrði á landi og lóðum vegna fólksfjölgunar og opinberra aðgerða, en án til- verknaðar eiganda eða erfða- festuhafa, rynni í vasa einstakra manna. Hún ætti öll að renna til hins opinbera. Kvaðst hann um þetta vera sammála jafnaðar- mönnum, og samá væri um flokksmenn hans alla í bæjar- stjórn. Hitt áleit hann ekki rétt hjá jafnaðarmönnum, að um nokkra verulega verðhækkun á erfðafestulöndum gæti verið að ræða umfram það, sem kostaði að rækta þau. Mjólkurverðið réði mestu um verð erfðafestulanda. Haraldur þakkaði Pétri skýr ummæli og kvaðst treysta því, að hann talaði fyrir munn hinna í- haldsbæjarfulltrúanna. Bæjar- stjórnin hefði að vísu eigi vald til að ákveða slíkt með löguin, en alþingi myndi án efa taka mikið tillit til óská bæjarstjórnar Reykjavikur í þessu máli. Bar hann síðan fram eftirfarandi til- lögu: „Bœjarstjórnin sampýkkir ab skora á alpingi ab setja pegar á nœsta ári lög um háan, alt áð 700%, skatt á pá verbhœkkun landa og lóba einstakra manna, sem myndast hefir án sérstakra abgerba eigendanna.“ Kvaðst Haraldur að vísu ekki hafa búist við því, að bæjar- stjórnin myndi fallast á, að taka alla þá verðhækkun, sem stafar af opinberum aðgerðum og fólks- fjölgun, sem skatt, og ef svo væri, mætti fella úr tillögunní „alt að 100%“, því að þá yrðu bæjarfulltrúarnir óefað allir sam- mála um að samþykkja hana. Svo undarlega bTá nú við, að ihaldsbæjarfulltrúamir þóttust ekki við því búnir að greiða at- kvæði um tillöguna, vildu fá frest til umhugsunar, þrátt fyrir yfir- lýsingar Péturs. Lagði einn til, að henni væri vísað til bæjarlaga- nefndar. Það var felt. Þá lagði annar til, að henni væri visað til fjárhagsnefndar, og var það samþykt. Væntanlega verður skjót og sköruleg afgreiðsla þessa máls hjá nefndinni, þar sem fyrir ligg- ur nú þegar yfirlýsing Péturs um skoðun flokksmanna hans á þessu máli. Bæjarstjómin hefir nýlega skorað á alþingi að af- nema sveitarflutning þurfamanna, og gert sér með því sæmd. Afgreiðsla bæjarstjórnarinnar á tillögum Ágústs Jósefssonar og fasteignanefndar var hins veg- ar henni til stórkostlegrar van- sæmdar. Tillaga Ágústs um, að bærinn taki landið með girðingu fyrir 4000 krónur og að gengið yrði úr skugga um hver réttur bæjarins væri samkv. erfðafestu- samningunum, var feld, en til- laga meiri hlutans, um að leyfa Haraldi Árnasyni að selja rétt- indin fyrir 5000 krónur, samþykt með atkvæðum íhaldsmanna, allra nema Þ. Sv., hann greiddí atkvæði með jafnaðarmönnum. gegn tillögunni. En flestu illu fylgir nokkuð gott, Og gott er það, ef umræðumar um braskið með bæjarlandiö verða til þess, að hinu opinbera verði framvegis tryggð verð- hækkun lands og lóða. Bæjarstjóm Siglufjarðar kaus á síðasta fundi sínum einn mann ‘ í stjóm síldarbræðsluverk- smiðju ríkisins. Voru mættir á fundi 5 fulltrú- ar og hlaut kosningu með öllum atkvæðum Guðm. Skarphéðinssoo skólastjóri, fulltrúi Alþýðuflokks- ins. Það skal tekið fram, að 2 af þeim 5, sem mættir voru á fundinum, voru annar Framsókn- arflokksmaður, en hinn ihalds- maður. Er því auðséö á þess- ari atkvæðagreiðslu, að hvorug- ur borgaraflokkanna siglfirzku hafa getað komið auga á nokk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.