Alþýðublaðið - 23.11.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1929, Blaðsíða 4
4 ALÞÝBtTBLAÐIÐ Púður, Andlitskream, Tannpasta, Tannsápa, Tannvatn, R ksápa, Rakkreaip, Handsápur. Btðjið m Ðessar heimsfrægu vðmr. Umboðsmenn Egsert Kristjánsson <& Co. Reykjavík. hæfilega milli þeirra til hljóm- leika. Menn eru beðnir að takg það fram í tilkynningunum, live marga hljómleika þeir vilji halda, í hvoru húsinu og hváða daga. (FB.) Um dtafffíiiK ®gg waglHia, Neeturlæknir er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. Næturvöiður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjabúðinni „Ið- unni“. Messur á morgun: í dömkirkjtmni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 2 barna-guðsþjónusta séra Fríðrik Hallgrímsson, kl. 5 messar séra Fr. H. í fríl'tirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa. J Spítalakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. — Sam- komur: SjómannastofUnnar M. 6 e. m. í Varðarhusinu. Á Njáls- götu 1 M. 8 e. m. Ekki hefir „Mgbl.“ enn þá svarað fyrirspum minnj til þess um það, hvaða sundlaug hér á landi það átti við, sem menn hefðu sýkst í, né hver sú veiM hafi verið. Sannar það með þögninni, að þetta var að eins til- búningur blaðsins, sem það getur ekki staðið við. ipróttamadur. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum M 3 og 35 mín. síðdegis og er log- tíminn til kl. 8 og 50 mín. að morgni. Þessi Ijóstími gildir ti) næsta fimtudagsmorguns. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund á morgun M. l5/g |e. h. í alþýðuhúsinu Iðnó. Skýrt verður frá undirtektum útgerð- armanna línubátanna um kjörin. Stjórnir félaganna komu saman á fund í dag M. 2. — Haraldur Guðmundsson flytur erindi um skattamál, ef tími vinst til. Áríð- andi er, að menn mætí siundvís- lega, því að fundartíminn er tak- markaður. Stúkan „Verðandi“ heldur skemtun í kvöld kl. 9. Árshátíð Sjómannafélags Reykja- víkur fór mjög vel fram og var svo vel sótt, að salurinn var fullsMp- aður. Veðrlð. Kl. 8 í morgun var 7—2 stiga hiti, heitast í Grindavík, 6 stig í Reykjavík. Otlit fyrir váxandi austlæga átt um land ált. Hér um slóðir í dag og nótt: Vaxandi norðaustan-kaldi. Viðast úrkomu- laust. Hjónaband. I dag verða gefin saman í hjónaband Steinunn Sívertsen (SigHrðardóttir prófessors) og Gustav A. Jönasson lögreglufull- trúi. Kolaskip kom hingað í gær til „Allian- ce“, Ólafs Ólafssonar og Þóröar Ólafssonar. Hingað kom það frá Viðey, en þangað flutti það nokk- uð af farminum. Heilsufarsfréttir. (Frá landlækninum.) S. 1. viku, 10.—16. þ. m., var heldur meira en áður um kvefsótt og hálsbólgu hér í Reykjavik. Veiktust 97 af hálsbólgu og 50 af kvefsótt. Hettusóttin ágerðist stórum. Veiktust 67 þá viku, en 31 næstu viku áður. — Þessa viku dóu 10 manns hér í Reykjavík. Stúdentafræðslan. Erindi séra Sig. Einarssonai’ í templarasalnum í Bröttugötu (áð- ur Gamla Bíó) í kvöld kl. 8V2 skýrir frá rannsóknum á stjúp- börnum, sem fram hafa farið í Þýzkalandi. Þessar rannsóknir eru einn liður í því alþjóðastarfi að þoka uppeldi barna í tímabært horf. — Sr. Sigurður er viður- kendur góður fyrirlesari, og má vænta, að erindið verði hið skemtilegasta. Miðar kosta að eins 50 aura og gefst, hér því bæði ódýr og gagnleg laugar- dágskvöldskemtun. ísfl'ksala. „Arinbjörn hersir“ seldi afla sinn í Englandi í fyrra dag, 635 kassa fyrir 1063 sterlingspund, og „Skúli fógeti" um 850 kassa fyrir 1098 stpd. í gær seldi „Njörður" 660 kassa fyrir 960 stpd. í auglýsingu um kveldskemtun st. „Verð- andi“ í blaðinu í gær átti að standa, að aðgöngumiðar kosti 1 kr. fyrir skuldlausa félaga, en 2 kr. fyrir aðra teraplara. Áheit á Elliheimilið. í nokkru af upplagi blaðsins í gær misprentaðist 4 kr., en átti að vera 2 kr. Með slasaðan snann kom þýzkur togaxi hingað í gærkveldi. Var fóturinn næstum af manninum. Einnig kom enskur togari í gærmorgun með sjúkan mann. Hljómsveit Reykjavíkur er nú að hefja starfsemi sína á þessum vetri. Biður stjórnihennar þess getið. að ef einhverjirjþeir hljóðfæraleikarar kynnu að vera hér í bæ, sem hefðu getu og vilja til að taka þátt í starfseminni og ekki hefði náðst til. þá séu þeir beðnir að koma til viðtals í Hljóm- skálann á morgun (sunnudag) kl. 2—3. Sitt sýnist hverjum. Helgi Péturs skrifar smágrein í „Vísi“ 15. þ. m„ þar sem hann tekur sig til að ættfæra Jóh. Jóh. og telur hann mjög af lögmönn- um kominn, og þar með þykir Helga ekki undur, þótt Jóhannes telji sýslumannsembættið eiga mik- inn rétt á sér. Svo er nú það. Mér sýnist nú skemtilegra fyrir Jóhannes, að Helgi hefði alls ekM minst á hann í sambandi við hina háttvirtu sýslumenn eða lögmenn, úr því sem komið er, sbr. vaxtatökumál Jóhannesar, og trúað gæti ég því, að einhverjir af þeim mörgu, er tápað hafa fé sínu fyrir sMlning Jóhannesar á lögum um meðferð á búafé, þættust lítið gagn hafa af lögmanna-ætterni hans. Annaxs sýnist ekM nema sjálfsagt, að hver og einn sæti ábyrgð sam- kvæmt iQgum fyrir sínar misgerð- ir, enda þótt þeir megi teljast vel ættaðir eða komnir á efri ár. — „Vísir" vildi ekM birta þessar fáu Iínur mínar, en þess vaT ekki von, þ.ví sjálfstæðið er tapað í í- haldið. T..... Áheit á Strandarkirkju. 35 kr. frá G. D. og frá konu 5 kr. Nýtt alþingistnannatal. Fyrirhugað er að gefa út í vetur alþingismannatal 1845— 1930 — (svipað og alþingis- mannatal Jóhanns Kristjánsson- ar), með helztu æfiatriðum þing- manna og myndum allra þeirra, sem myndir eru til af. Vegna þess er þeim tilmælum beint til þeirra, sem hlut eiga að máli: 1) að þeir fyrv. alþingismenn, sem ekM hafa enn sent skrif- stofu alþingis þær upplýsingar um æfiatriði sín, sem þeir hafa verið beðnir um, sendi þær nú Að Langanesi ®gf Kleppi verða framvegis fastar ferðir daglega frá kl. 8 40 f. h, til kl. 11,15 e.h. BIfrðstu. Simar: 1529 og 2292. Góðurmatur. Saltkjöt, Kæfa, Tólg, Hangikjöt, spik- feitt, norðan úr Strandasýslu. Verzlunin FELL, Njálsgötu 43. Sími 2285. LandsDekfu mmskóna, sviirtiK með kpðmleðnpbotnnn- nm, seljnm við iyrir að eins 3,05. Vlð iiöiam ávait stærsta árvralið í borginni ai allS' konar Innisktífatnaði. — Altat eltthvað nýtt. Elríkur Leifsson, skóverzlun. — Laugavegi 25. SOFFfDBÚÐ hefir mest úrval af álnavöru. Morgunkjólatau, Svuntutvista, Sængurveiaefni, Lakatau, Milliskyrtutau, Léreft einbreið og tvíbr., Ullarkjólatau, Káputau, Komið og skoðið. S. Jóhannesdóttur, Soffíubúð, (beSní á aMSti Laad s bankanutn), tafarlaust, ásamt mynd af sér; 2) að ættingjar látinna þing- manna sendi skrifstofunni mynd- ir, sem til kunna að vera af for- feðrum þeirra eða ættmennum, sem verið hafa þingmenn, eða þá bendingar um, hvar hægt muni vera að fá slíkar myndir.— Myndum, sem lánaðar kunna að vera í þessu skyni, verður áð sjálfsögðu skilað aftur og þaíJr gaumgæfilega vemdaðar frá glöt- un og skemdum. Rltstjórl og ábyrgðarmað«i: Haratldw Gíiðmondssoa. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.