Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 5
Miðviktldagur 7. des. 1960 MORCjnvrtr JÐIÐ 5 EINS óg sagt var frá í blöð- unum, fór Kristín Þorvalds- dóttir til London, í byrjun nóvember, til þess að taka fyr ir íslands hönd þátt í „Miss World“ keppninni, sem haldin er þar árlega. Kristín er nú komin heim aftur og átti fréttamaður blaðsins tal við hana fyrir nokkru. — Hvernig þótti þér að taka þátt í keppninni? — Mér fannst það reglulega skemmtilegt. Undirbúningur keppninnar stóð í viku og var aðallega verið að æfa okkur í að ganga á palli þeim er við áttum að koma fram á úrslita- kvöldið. Einnig var farið með okkur um borgina og okkur var sýnt það helzta t.d. þing- húsið og ótalmargt fleira, auk þess voru haldnar margar í- burðarmiklar veizlur fyrir okkur. — Bjugguð þið allar á sama stað meðan á þessu stóð? — Já, okkur var gætt mjög vel og fengum ekki að hreyfa okkur án þess að vakað væri yfir hverju spori. Ein fullorð- in kona var alltaf með sex stúlkna hóp og án hennar máttum við ekkert fara. — Og úrslitakvöldið? — Við vorum eðlilega nokk uð taugaóstyrkar, en allt fór þetta ágætlega fram. Ungfrú Argentína hreppti efsta sætið, en mér fannst og ég held ég megi segja flestum öðrum, ungfrú Brazilía ætti það miklu fremur skilið, en dóm- nefndin hafði kveðið upp úr- skurð sinn og honum var auð- vitað ekki þokað. — Fékkstu einhver tilboð? — Já, meðal annars eitt mjög glæsilegt, um að gerast sýningarstúlka hjá stóru fata- fyrirtæki og voru 100 & viku launin og er það mjög glæsi- legt, en sá galli var á gjöf Njarðar, að ef ég hefði tekið því var ég bundin í fimm ár, þannig hljóðaði samningur- inn. Mér fannst þetta allt of langur tími og hafnaði þvi V ~ tilboðinu. Hvað hefurðu hugsað þér að gera í framtíðinni? — Það er svo til alveg óráð- ið. Ég lauk prófi í hárgreiðslu nú í haust og í vor hef ég hugsað mér að fara utan vil náms, en er ekki búin að á- kveða hvað ég mun leggja stund á. H.f. Elmskipafélag ísland: — Brú- arfoss er í Kristiansand. — Dettifoss er í Rotterdam. — Fjallfoss fer frá Raufarhöfn í dag til Norðfjarðar. — Goðafoss er á leið til N.Y. — Gullfoss fór frá Kaupmh. í gær til Leith og Rvikur. — Lagarfoss er i Hull. — Reykjafoss kom til Rvíkur i morgun. skipið kemur að bryggju um kl. 10. — Selfoss er í Rvík. — Tröllafoss er á leið til Cork. — Tungufoss er í Gauta- borg. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Kaíta hefur væntanlega farið í gær- kvöldi frá Keflavík áleiðis til Patreks- fjarðar. — Askja er í Livorno. H.f. Jöklar: — Langjökull fór í gær frá Akureyri áleiðis tii Gdynia. — Vatnajökull er á leið til Grimsby. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fór frá Rvík í gær austur um land í hring ferð. — Esja fer frá Rvík á morgun vestur um land í hringferð. — Herj- ólfur fer frá Rvík kl. 22 í kvöld til Vestmannaeyja. — Heröubreið kom til Rvíkur i morgun frá Vestmanna- eyjum. Hafskip h.f.: — Laxá er í Rvík. Skipadeiid SÍS: — Hvassafell er á leið til Rvíkur. — Amarfell er í Rvik. — Jökulfell er i Grimsby. — Dísarfell er í Hamborg. — Litlafell er á Aust- f jarðahöfnum. — Helgafell er á Vopnafirði. — Hamrafell er í Hafnar- firði. — Hver er þessi svínfeiti mað- ur þarna? — Það er Sörensen verksmiðju eigandi. En hver haldið þér að ég sé? — Ég veit ekki. — Konan hans. — Og hver haldið þér að ég sé? — Það veit ég sannarlega ekki. — Hvílík heppni. Verið þér sælar, frú. ★ — Ég hafði einu sinni dverg í vinnu hjá mér. Það var nú sann- kallaður dvergur. Þegar hann fékk líkþorn á tærnar, hélt hann að hann væri með höfuðverk. ★ Hún: — Einu sinni sagðir þú, að ég væri þér allur h<^nurinn. Hann: — Ég hef lært mikið í landafræði síðan. ★ — Hefurðu heyrt þá nýjustu um Skotann? Hann var svo nízk ur að hann tók orð sín aftur. ★ Innheimtumaðurinn — Er pabbi þinn heima? — Nei. — En mamma þín? — Nei, hún er líka í klæða- skápnum. Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanl. frá N.Y. kl. 08:30, fer til Stafangurs, Gautaborgar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00. Fiugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:30 í dag. Væntanlegur aftur kl. 16:20 á morgun. — Innan- landsflug í dag: Til Akureyrar, Húsa- víkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. .— A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Söfnin Listasafn Einars Jónssonar verður lokað um óákveðinn tíma. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið þriðjud., fimmtud og sunnud. frá kl. 13,30—16. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla úni 2. Opið daglega kl. 2—4 c.h. nema nánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími 12308 Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. tlán: Opið 2—10, nema laugardaga 2—7 og sunnudaga 5—7. Lesstofa: Opin 10—10, nema laugardaga 10—7 og sunnudaga 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hofsvallagötu 16: Opið alla virka daga 17.30—19.30. Listasafn Ríkisins er lokað um ó- ákveöinn tíma. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga kl. 1—4 þriðjudaga. fimmtudaga og (augardaga kl 1—3 AMERÍSKUR PRÖFESSOR óskar eftir að leigja piano, fyrir dóttur sína, fram í júní eða borga fyrir að- stöðu til æfinga, helzt sem næst Rauðalæk. — SENOIBÍLASTÖÐIN Sími 15780. Sem ný stálhúsgögn til sölu að Sigtúni 35, kjall ara eftir kl. 5 í dag. 2 Verzlunarskó'astúlkur röskar og ábyggilegar óska eftir vinnu í jólafríinu. — Tilb. sendist Mbi. merkt: „Röskar — 1410“ Pels úr bísamskinni, % sidd, til sölu odýrt. Uppl. í srnia 17297. Slúlka óskast annað hvert ltvöld frá kl. 6,30—11,30 við uppþvott og aðstoð í eldhúsi. Björninn Njálsgötu 49 Pússningasandur Góður — ódýr. Sími 50230. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu sn í öðrum blöðum. — Húitveliimgar Reykjavík Munið spilákvöldið að Lidó, annað kvöld kl. 20,30 Sleppið ekki þessu tækifæri til að hljóta heildar- verðlaunin. — Vegleg kvöldverðlaun. Chiquita Loperz og Brenda Rowe skemmta með dans og söng. Húnvetningafélagið. IMýlenduvöruverzlun Vefnaðarvö'ruverzlun Nýlenduvöruverzlun ásamt húsnæði í nýju hverfi er til sölu. Ennfremur vefnaðarvöruverzlun á. góðum stað. Uppl. ekki gefnar í síma. BALDVIN JÓNSSON, HRL., Austurstræti 12. Eldhúsinmréttingar Smíða eldhúsinnréttingar og svefnherbergisskápa. Hagstætt verð. Trésmiðja ÓSKARS JÓNSSONAR Rauðalæk 21 — Sími 32328. Pípulagningarmenn Frœðsluerindi Pétur Pálsson verkfræðingur flytur fræðsluerindi í salar- kynnum Iðnaðarmálastofnunar íslands, nýja Iðnskólan- um kl. 9 e.h. miðvikudaginn 7. des. Félag pípulagningameistara. NÁMSKEIÐ Sölumðistöðvar Hraðfrystihúsanna í fisk- vinnslu hefst í samkomusal Hamars h.f., Hamarshúsinu við Tryggvagötu kl. 10 f.h. fimmtudaginn 8. desember. Verkleg kennsla fer fram í Hraðfrysti- stöðinni við Grandgarð. SÖLUMIRSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.