Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1960, Blaðsíða 20
17 DAGAR TIL JÓLA 0¥gtittMftá)í& 17 DAGAR TIL JÓLA 281. tbl. — Miðvikudagur 7. desember 1960 Fyrsti brezki togarinn i s/ipp hér í nær 3 ár BREZKI togarinn Stoke City frá Grimsby stendur nú uppi í Slipp hér í Reykjavík, vegna botnleka og er búizt við að viðgerðinni verði lok- ið í dag. 0 Sjór í vélarrúmi Hann hafði verið nýkominn á miðin og ekki farinn að kasta trollinu, þegar illviðri skall á. Leitaði togarinn þá vars undir Látrabjargi. Þar lá hann lengi vel. Tók skipstjórinn þá eftir því, að sjór var kominn í skipið. Var nokkur sjór í vélarrúmi. Var þá farið inn til Patreksfjarðar, en þar voru ekki aðstæður til við- gerðar, svo skipstjórinn sigldi til Enn ekki hægt að gera við sæsímastrenginn Fyrir nokkru skýrði Mbl. frá því að yfir stæði viðgerð á sæsíma- strengnum milli íslands og Fær- eyja. Hafðf viðgerðarskipið þá beðið langa lengi eftir hagstæðu veðri til að fást við viðgerðina. Þá var talið að bilanirnar væru á tveim stöðum, 65—70 mílur út í hafi, úti fyrir Seyðisfirði. En þegar til kom, höfðu orðið meiri skemmdir á strengnum. Veður spilltist um það bil sem viðgerðarskipið var að ljúka fyrirhluta viðgerðarinnar og það verð frá að hverfa án þess að geta lagfært sæsímastrenginn fullkomlega. Hann var eftir sem áður ónothæfur til skeytasend- inga til og frá landinu og veður- far hefur verið þannig þarna úti í reginhafi, að síðan hefur ekki gefið til þess að framkvæma fullnaðarviðgerð. Er nú rúmur mánuður síðan að sæsíminn varð óvirkur. Mun Helga á skipið að heita RÉTTUM tíu dögum eftir að vél- skipið Helga sökk út af Grinda- vík með sildarfarm, er skipstjóri og eigandi skipsins, Ármann Frið riksson, búinn að eignast annað skip og er nú að búa það á veiðar. Þetta gerðist á laugar- daginn var. Því hafði verið spáð af kunn- ugum, að þess myndi skammt að bíða að Ármanni Friðrikssyni hefði tekizt að ná sér í annað skip. Þegar, fáeinum dögum eft- ir að Helga sökk, voru farnar að berast fregnir af því að Ár- mann væri farinn að huga eftir nýju skipi. Það fylgdi fregninni að hann myndi jafnvel ætla sér til Noregs, en aðrir sögðu að það myndi skip vera falt hér heima: Landsbankinn ætti nú eitt bezta skip flotans, Haförn frá Hafnar- firði. í símtölum við Mbl. í síðustu viku varðist Ármann allra frétta af tilraunum sínum til skipa- kaupa. Á laugardaginn var náðist sam komulag milli Ármanns og banka stjórnar Landsbankans um það að Ármann Friðriksson keypti skipið. Þá lá Haförn við bryggju í Hafnarfirði. Nú er skipið kom- ið hingað til Reykjavíkur og liggur vestur við Grandagarð. aldrei fyrr hafa liðið svo langur tími, að ekki væri hægt að lag- færa bilanir á sæsímanum. Skeytasendingar héðan frá ís- landi til allra landa Evrópu fara undir eðlilegum kringumstæðum gegnum þennan sæsima. Nú verða öll þessi skeyti að ,,fara í loftinu“, eins og í gamla daga, áður en sæsíminn var lagður. Eins og er mun ekkert liggja fyr- ir um það, hvenær hægt verður að framkvæma viðgerðina, enda eru það veðurguðirnir sem ráða, en ekki tækni 20. aldarinnar, hvenær tóm fæst til. Reykjavíkur. Að vísu var lekinn ekkj svo mikill að bráð hætta væri, en vegna öryggis skipshafn arinnar ákvað hann að leita hingað inn og reyna að fá við- gerð. • Lítil viðgerð Þegar Stoke City var tekinn upp í slippinn hafði enginn brezkur togari verið tekinn þar upp í nær 3 ár. í slippnum kom í ljós að plata í botni undir vél- arrúmi var rifin. Standa vonir að viðgerðinni verði lokið í g. « Svo fisklausir eru „tjallarnir" á Stoke City, að á morgnana hefur kokkurinn þurft að fara í fiskbúðirnar til þess að kaupa í soðið handa áhöfn togarans. Ef togarinn kemst út i dag þykir líklegt að hann fari á veiðar, ef veður þá leyfir. tii 1 da« Aðalfundur Varðar- félagsins í kvöld Sigurður Bjarnason talar um 15. alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna AÐALFUNDUR Landsmála- félagsins Varðar verður hald inn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Fara þar fram venjuleg aðalfund- arstörf. Þá talar Sigurður Bjarnason ritstjóri um 15. þing Sameinuðu þjóðanna, sem staðið hefur yfir í New York frá 19. september sl. — Hefur þetta þing samtakanna verið eitt hið sögulegasta allt frá stofnun þeirra. Margir af íelztu stjórnmálaleiðtogum heimsins sátu þingið fyrstu vikur þess og til mikilla átaka kom þar milli vesturs og austurs. Má gera ráð fyr- ir að störf þessa þings geti orðið hin örlagaríkustu. Það er því vel til fallið að Varðarfélagið fær einn af fulltrúum íslands á allsherj- arþinginu til þess að ræða um atburði þess. Þróunin í alþjóðamálum hefur ekki síð- ur áhrif á líf og framtíð ís- lenzku þjóðarinnar en ann- arra þjóða, smáþjóða sem stórþjóða. Það er því líklegt að fundur Varðar í kvöld muni verða fjölsóttur. Fáir togarar ÞAÐ er frekar lítið um brezka togara við landið núna, sagði Pétur Sigurðsson, forstj. land- helgisgæzlunnar, er Mbl. innti hann frétta í gser. Undanfarna daga hefur verið illt í sjóinn og lítið hægt að vera við veiðar. Er- lendu togararnir hafa þá margir leitað vars, einkum í fjörðunum fyrir vestan. Enginn prestur um jólin? BÍLDUDAL, 5. des. — Við erum prestlausir hér og kunnum því illa. Menn geta dregið að láta skíra börn sín og gifta sig, en það er hins vegar margt fleirar sem krefst prestsþjónustu — og ekki er hægt að draga á lang- inn. Sem betur fer hefur samt ekki komið til neins slíks. Við verðum líka að halda okkar jól, þó enginn sé presturinn. Ekki verður þeim frestað. Sr. Jón Kr. ísfeld er presturinn okkar, en hann hefur nú fengið ársfrí frá störfum, fór héðan í september. Ólafur Skúlason, æskulýðsleið- togi þjóðkirkjunnar, var hér um hálfs mánaðar skeið. Nú er hann farinn og við vitum ekki til að neinn komi í hans stað. — Hannes, ve/ðv sí/rf- í gœr HAFNARFIRÐI — Góð veiði varð hjá síldarbátunum í gær, en síldina fá þeir sem fyrr út af Grindavík. Mest fá hring- nótabátarnir, en þeir sem eru með reknet afla enn mjög illa. Af bátunum, er komu hingað, var Auðunn með mest eða um 350 tunnur, Fjarðarklettur hafði 300, Faxaborgin 280 og Eldborg in með um 100 tunnur. Flóa- klettur var með um 40 tn. í troll. — Síldin er ýmist söltuð eða fryst. Til Keflavíkur komu 12 bátar með um 3800 tunnur og hafði Kristbjörg mest eða 565 tunnur. Til Reykjavíkur kom Guðm. Þórðarson með mestan afla, sem mun hafa verið um 800 tunnur, og Heiðrún með 600. Mest öll síldin úr þessum tveim bátum var sett í Akureyrarskipið Sig- urð Bjarnason, sem siglir með aflann á erlendan markað. — G. E. Málað hefur verið yfir nafn skips ins framan á brúnni, en á bjarg- hringjum er gamla nafnið. Þegar Ijósmyndarinn var að fara frá skipinu, kom Ármann Friðriksson þar að, og þá tók ljós myndarinn þessa mynd af Ár- manni við hið nýja skip sitt. — Og þú ætlar að fara að skíra .skipið upp? — Já, það á að heita Helga. Og Ármann bætti því við, að þegar búið væri að skrifa undir öll skjöl varðandi kaupin, þá myndi hann láta mála nafnið framan á brúna. Kvaðst hann vonast til að allt væri komið í kring kaupin varðandi og hann gæti haldið til veiða seinni- part vikunnar. Ármann kvaðst vera ánægð ur með skipið. Þetta er miklu stærra skip en Helga var, og fyrir mig og skips- höfnina er þetta miklu meira skip til að stunda útilegu á, á vetrarvertíð, eins og ég hef jafnan gert. íbúðir mann- anna eru ágætar og skipið allt í hinu bezta ásigkomu- lagi og vel útbúið. Það ætti að geta borið um 1800 mál af síld, en en Ármann fer ein- mitt á síldveiðar. Skipið er 193 tonn. Sjór braut bor&stokkinn á Langjökli á 18-20 m. kafla AKUREYRI, 6. des. — Um kl. 6 í gærmorgun, þegar Langjökull var staddur út af Horni í nokk- uð ókyrrum sjó, fékk skipið skyndilega á sig sjó bakborðs- megin með þeim afleiðingum að borðstokkurinn brotnaði inn á 18—20 metra kafla og kastaðist inn á þilfar. — Áhöfnin náði brotna stykkinu og gat fest það. Við athugun kom í ljós, að stálstytturnar sem halda borð- stokknum niður í þilfarið eru eins og klipptar sundur, en sums staðar er suða rifin. — Bráðabirgðalunningu hefur ver- ið komið fyrir, en óvíst er hvar fullnaðarviðgerð fer fram. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.