Morgunblaðið - 08.12.1960, Side 17

Morgunblaðið - 08.12.1960, Side 17
Fimmtudagur 8. des. 1960 MOftC T’WrtTAÐlh 17 Loftur Loftsson, útgerðarmaður — Kveðja LOKIÐ er æfi ötuls og góðs verzlunar- og útgerðarmanns. Loftur Loftsson, lengst af kenndur við Sandgerði, verður til grafar borinn í dag. — Loftur Loftsson er fæddur 15. febrúar 1884, í Götu á Akranesi, sonur Lofts Jónssonar og Val- gerðar Eyjólfsdóttur. Lofti auðn aðist ekki að sjá föður sinn, því hann druknaði 8. jan. 1884, eða rúmum mánuði áður en Loftur fæddist. Faðir hans var þá aðeins 33 ára. 1 uppvexti sínum stundaði Loftur hverja þá vinnu sem til íéllst, en aðallega þó verzlunar- störf, var innanbúðar, eins og kallað var. Fljótlega beindist hugur Lofts lengra en til innanbúðarstarf- anná. Árið 1906 kaupir hann, ásamt fjórum öðrum Akurnes- ingum, 12 tonna mótorbát. Var það annar mótorbáturinn, sem kom til Akraness. Gerðu þeir þennan mótorbát út á vetrar- vertíðinni, frá Hólmanum í Vog- um. 1907 hyggja þeir vinirnir og jafnaldrarnir Loftur og Þórður Ásmundsson til verzlunarrekst- urs á Akranesi. Til frekari und- irbúnings slíks rekstrar fór Loftur þá nokkra mánuði til Reykjavíkur, til þess að læra þar ýms verzlunarfræði ' og tungumál. Það þurfti nokkuð fé til að stofna verzlun, en þessir ungu menn áttu enga peninga, svo heitið gæti, en þeir áttu trúna á landið og lífið og kraft- inn í sjálfum sér og það var nóg, því aðrir höfðu líka trú á þeim — og sumir þeirra áttu peninga til að iána þeim, eða góð ráð, eða aðra hjálp beina og óbeina. Verzlunin byrjaði hjá þeim árið 1908. Brátt urðu þeir fé- lagarnir mjög vinsælir, bæði heima og heiman. Þeir höfðu mikla verzlun upp um allan Borgarfjörð, Hvalfjörð og víðar. Fluttu þeir vörurnar á bátum til Seleyrar, Borgarfirði og á ýmsa staði í Hvalfirði. Bændur þurftu þá, eins og nú, mikið af fi.ski. Eitt árið, nánar til tekið 1913, skrapp Loftur til Sandgerðis til að kaupa þar fisk af Matthíasi Þórðarsyni, sem þá átti Sandgerðisstöðina. í viðræðum við Matthías kom það fram, að Matthías vildi vera laus við þann rekstur og selja stöðina. Er ekki að orðlengja það, að þeir Loftur og Þórður kaupa stöðina af Matthíasi, á- samt fjórum mótorbátum, sem stöðin átti. Þár með hefst rekst- ur þeirra í Sandgerði, ásamt útgerð og fiskkaupum. Þegar hér var komið skipta þeir fé- lagar með sér verkum, þannig, að Þórður sér um allan rekstur- inn á Akranesi, en Loftur sér um allan rekstur utan Akra- ness. Árið 1914 flytur Loftur til Reykjavíkur og hefur skrifstofu þar. Sandgerði var á þessum tíma lítil útgerðarstöð, hafði engin vegasambönd, engan síma og litla bryggju, en menn hpfðu trú á staðnum sem góðum út- gerðarstað — en það þurfti að, gera margt og mikið til að bæta aðstöðuna og það sá Loftúr fylli- lega, enda lét hann gera það sem fært var, næstu árin á eft- ir. Aðkomubátunum fjölgaði, voru oft í viðlegu þetta 12 til 20 bátar á vetrarvertíðinni. Auk þessa hafði Loftur svo fiskkaup í Reykjavík og síldarútgerð á Norðurlandi. Árið 1919 varð þeim, eins og fleirum, allerfitt þegar saltsíldin féll sem mest. Fyrir varfæmi Lofts, fram yfir ýmsa aðra, hefði þó getað verr farið á þeim vettvangi. Einnig urðu þeir fyrir nokkru tapi vegna saltfisksverðfalls. Árið 1919 skipta þeir félag- arnir með sér eignum og tekur þá Loftur að sér allt fyrirtæk- ið utan Akraness. Rak hann það þá áfram með svipuðum hætti og áður. Síðan hefur Loftur alltaf stundað útgerð og fiskkaup með viðurkenndum dugnaði og ár- vekni. Frá því 1936 hefur hann rekið útgerð sína frá Keflavík og nú síðast í félagi við son sinn Ólaf. Útgerðarsaga íslendinga hefur fylgt sama lögmáli og gildir á hafinu, að hún er alltaf í bylgj- um. Það eru bylgjutoppar og dalir. — Það gengur vel og það gengur illa — það er sjaldan slétt og fellt. Loftur hefur orðið að taka því, eins og aðrir, þa<$ hefur gengið vel og það hefur gengið illa. Loftur var alltaf tilbúinn að taka upp bardagann aftur, þótt illa gengi í bili og hann hefur sigrað í þessari baráttu. Hann starfaði ótrauður að þess- um málum alveg fram á síðasta dag í þessu lífi. Þetta sem hér hefur verið sagt, eru aðeins nokkrir punktar úr starfi hans. Loftur var mjög dulur maður og seintekinn. Hann var mjög athugull og fljótur að átta sig á hlutunum. í vinahóp var hann glaður og skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. — 20. okt. 1920, giftist Loftur eftirlifandi konu sinni, Ingu Ólafsdóttur frá Þjórsártúni. Eignuðust þau 6 börn og eru 5 þeirra á lífi, þau Ólafur, útgerðarmaður, gift- ur Sveinbjörgu Jónatansdóttur, Loftur fiskifræðingur, giftur Rannveigu Ágústsdóttur, Inga Heiða, gift Gunter Slent, prófess or í Berkeley, Rósa Valgerður, gift Birni Sveinbjörnssyni, sýslu manni og Júlíus E. Huxley, nem andi í Ameríku. Loftur var mjög heimilisræk- inn og hugsaði vel um heimilið. Eg tel mig engan lasta þótt eg segi, að ég þekki engan mann sem var jafn' barngóður og Loft- ur. Þar á ég ekki við, að hann hafi aðeins verið góður sínum börnum, því það út af fyrir sig, tel eg ekki sérstaklega til barn- gæzku, heldur hitt, að það var sama hvaða börn hann sá, hon- um þótti vænt um öll börn — enda hændust böm sérstaklega fljótt til hans. Tengdaforeldrum sínum reyndist hann eins og bezt verður á kosið og var mik- ill kærleikur þeirra í milli. Eg var svo heppinn að starfa hjá Lofti í mörg ár og þaðan á ég margar ánægjulegar endur- minningar. Hann gaf mér ýms ráð og heilræði — eitt man eg sérstaklega, sem var: Ef þú lofar einhverju, þá mundu það og efndu það, því talað orð á að vera jafnvel sterkara en samningur. Loftur hafði hreina og ákveðna trú á Guð og lífið sem við tek- ur, þegar héðan er farið, og fyrst og fremst var hann alltaf tilbúinn undir vistaskiptin. — Eg sendi þér Loftur mínar beztu hugar kveðjur og þakka langa og góða vináttu. Far þú heill,' vinur, í Guðs friði. Huxley Ólafsson. HALLÓ! HALLÓ! „Baby-doll" Telpunáttföt nýkomin. Kvennáttkjólar í úrvali með ermum og stór númer. Undirkjólar, kvenbolir, kven- buxur úr „tricotine", svartar og mislitar í öllum stærðum. Einnig stór númer. Ef ekki er allt eins og það á að vera, þá bara panta, þá kemur það. Allt á okkar viðurkennda lága verði. Nærfataverksmiðjan LILLA HF. Smásalan Víðimel 63. Hef opnað lækningastoíu í Austurstræti 7. Sérgrein: augnlækningar. Viðtalstími 10—12 og 4—6, laugardaga 10—12. Sími 19142. PÉTUR TRAUSTASON. Tilboð Tilboð óskast í gamla vatnstankinn í Keflavík til niðurrifs og brottflutnings. Tankurinn er úr stáli og rúmtak hans er 500 tonn. Tilboð sendist skrifstofu minni eigi síðar en 14. þ.m' og verða þau opnuð þann dag kl. 3 e.h. Bæjarstjórinn í Keflavík, 4. des. 1960. Eggert Jónsson. v. f&iSfWI&te ^c..v. * . v ............. | 1111,,; , , , Automatic gerð 320 er skemmtileg vél, sem auðveldlega saumar hnappagöt, bætir, rykkir, fellir og faldar. NYKOMNAR HIISIAR HEIMSÞEKKTU SINGER SAUMAVÉLAR 4 GERÐIR > *:• V *.« V V V v ♦« m |i P | É t Gerð 306 er zig-zag vél, hentug til að ganga frá saumum og gera linappagöt, auk þess saumar hún faliegt beint spor. ,♦ ♦ ♦ ♦ ♦ •:♦ •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ■ Gerð 201 er létt og hentug í meðförum, saumar beinan saum greitt og áferðar- fallega. Gerð 185 er minni vél á lágu verði, þægi- Ieg fyrir allan venjulegan saum. Komið og reynið SINGER saumavélarnar sjálf Þær létta yður saumaskapinn Spara tíma og peninga SINCER fæst með hagstæðum greiðsluskilmálum AUSTURSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.