Morgunblaðið - 24.12.1960, Síða 5

Morgunblaðið - 24.12.1960, Síða 5
Laugardagur 24. des. 1960 MORCVNBLAÐlb 5 EG vakna fyrir allar aldir í hermannaskálanum í Narsars suaq. Eg heyri að einhverjir af ferðafélögunum eru komn- ir á stjá frammi á ganginum. Eg snarast fram úr, verð að hafa hraðan á því mér hafði verið úthlutað fyrri ferðinni með flóabátnum út að Eiði og um fram allt vildi ég ekki verða strandaglópur. Stéttar- bróðir minn svaf svefni hinna réttlátu í hinu rúm- inu og bærði ekki á sér. Eg var heldur ekkert að ónáða hann. Hann hafði verið svo heppinn að hljóta seinni ferð ina. Ætlunin var að þvo sér og raka sig og vera hinn snyrti- legasti í tilefni sunnudagsins. Ég hentist fram á snyrtinguna með handklæði og rakáhöld. En •þar stóðu menn heldur sútar- legir og bölvuðu vatnsleysinu. Með nokkrum dropum var hægt að væta handklæðishornið og strjúka framan úr sér stirurnar. Þar með var sleginn botninn í þessa morgunsnyrtingu. Enginn rakstur. En ekki þýddi að fást um það. Við urðum að brosa með skeggbroddana framan í þær grænlenzku í dag. Hressingin beið á borðinu þeg- ar við komum út á hótelið. BíJs- ins var von á hverri stundu sem étti að flytja okkur niður á bryggju. Þar beið okkar flóa- báturinn Berfak, snyrtilegur farkostur, sem kunnur mun héð- an að heiman, því hann strand- aði fyrir nokkrum árum á aöndunum við suðurströndina. Eitthvert annað nafn bar hann þá, en enginn mundi nú lengur hvað það var. Molakaffl um borð Veðrið var dásamlega fagurt þennan morgun. Sólin var að koma upp. Það stirndi á ísjak- ana á Eiríksfirði og glampaði á spegilsléttan sjóinn. Stefnan var tekin út milli jakanna. Menn glóruðu ýmist út af stjórnborða eða bakborða, og veltu fyrir sér fjallanöfnunum og náttúrunni. Aðrir gáfu skipverjum gætur, einkum litu karlmennimir til snoturrar hnátu, innfæddrar. Einhver sagði það væri kona skipstjórans. Annar sagði það vitleysu, þetta væri í hæsta lagi hjákonan hans, því hann væri giftur danskri. Sjálf- ur var hann danskur. Forvitni mín var ekki svo mikil að ég fengi úr þessu skorið. Um borð fengum við molakaffi hjá hnát- unnif bezta kaffi. Ferðaþáttur frá Grænlandi Er við vorum því næst hálfn- aðir út að Eiði sáum við lítinn árabát með nokkrum mönnum í koma róandi frá vesturlandinu, og að okkur virtist í veg fyrir okkur. Svo virtist sem þeir veif- uðu, en því var engu anzað. Bát- urinn var fullhlaðinn og reglur eru strangar í því efni á Græn- landi. Ekki var langt komið á- leiðis er vélstjórinn kom upp á þilfar með gítarinn sinn og tok nú að leika og syngja af miklum móði. Var þetta skemmtileg til- breyting, enda kunni hann margt laga, sem við könnumst við. Þeir læra af íslenzka út- varpinu. Vætti sig af riddaramennsku Er við komum að Eiðinu norð- anverðu lagðist báturinn út á og ofurlítil flatbotna bytta var sett á flot og átti með henni að ferja fólkið í land; því þarna er of aðgrunnt fyrir flóabátinn. Byttan var óglæsilegur farkost- ur og óttuðumst við að henni myndi hvolfa á hverri stundu. Uppi í fjöru var stærri bátur og var honum hrint á flot og fóru sumir með honum. En það var glatt á hjalla og hlegið að öllum tiltektum. Flestir sluppu þó lítt blautir á land. Eitt par henti þó slys nokkurt. Riddara- legur ferðafélagi ætlaði að þrífa eina dömuna í fangið og bera hana milli báts og lands. En daman mun hafa verið þyngri en riddarinn reiknaði með og þörungarnir sleipir á Grænlandi eins og hér heima, svo að hjúin höfnuðu í vætunni, riddarinn steyptist fram yfir sig með hroðalegum afleiðingum fyrir bæði. Þetta varð til mikils að- hláturs, en enginn hlaut skaða af, þótt ekki geti Eiríksfjörður beinlínis talizt hlýr að svamla í honum. Er allir voru komnir á land upp brugðu menn fyrir sig hest- um postulanna og nú var hald- ið yfir Eiðið. Sólin var brenn- andi heit svo svitinn rann af þeim er voru i sæmilegum hold- um hvað þá hinum! Er við komum á brekku- brúnina yfir Görðum var hringt kirkjuklukkunum og gáf- um við hæðardraginu þegar nafnið „Tíðaskarð". Stóru pottarnir Fyrst héldum við niður að hinum fornu rústum biskups- stólsins. Hér var hitinn eins og í grautarpotti, stafalogn og brennandi sólskin. Staðurinn heitir á grænlenzku Igaliko, sem merkir Stóru pottarnir. Við flettum upp í leiðarvísin- um, sem okkur var afhentur í upphafi ferðarinnar. Þar stend- ur svo um Einarsfjörð: „Garðar voru mesta jörð í Einarsfirði og þar hefir Einar landnámsmaður sjálfsagt búið, en í Grænlendingasögu er bóndinn í Görðum kallaður Þor- varður og sagður kvæntur Frey- dísi Eiríksdóttur rauða, Görðum var háð ailsherjar- þing Grænlendinga (alþing eða Garðaþing), en ekki verður nú bent með vissu á þingstaðinn. Á Garðaþingi vó Þormóður Kolbrúnarskáld Þorgrím trölla (Fóstbræðra saga) og þar var einnig Einar Sokkason veginn, „uppi á brekkunni við búð Grænlendinga" (Grænlendinga þáttur). Biskupsstóll var settur í Görð- um árið 1124 og hét fyrsti bisk- upinn Arnaldur. Veturinn eftir vígslu sat Arnaldur í Odda hjá Sæmundi fróða og reið til al- þingis sumarið 1126 (Annálar). Árið 1341 gerðist norskur maður ívar Bárðarson að nafni, ráðs- maður í Görðum. Eftir hann er merk Grænlandslýsing, rituð um 1380, þar sem hann segir m. a. frá því, að hann hafi verið sendur til Vestribyggðar, en hún hafi þá verið komin í auðn. Síð- asti biskup, sem sat í Görðum, hét Álfur (d. 1378), en þegar seinast spurðist þaðan (1409) var þar officialis Eindriði Andr- ésson. Biskupsstóllinn í Görðum var mjög auðugur, átti allan Einarsfjörð, margar eyjar og veiðisvæði. Þessi auður varð undirstaða hinna miklu bygg- ingaframkvæmda í iGörðum. Jón smyrill og krækiberjavínið Á seinni hluta 12. aldar og snemma á 13. öld var þar reist vegleg dómkirkja úr höggnum sandsteini, 27,10 m 15,80 m að utanmáli, eða aðeins 2 metrum styttri en Niðaróssdómkirkja var á 12. öld. Sérstakur klukku- turn (stöpull) virðist hafa ver- ið við kirkjuna. Norðan við kór hennar fannst beinagrind bisk- ups og veglegur bagall. Talið er víst að biskup þessi sé Jón smyrill (d. 1209), samtímamað- ur Páls Jónssonar Skálholts- biskups (d. 1211). Jón heimsótti eitt sinn Pál í Skálholti og kenndi honum að brugga vín úr krækiberjum, en Páll leysti Jón smyril út með gjöfum (Páls saga). Þykir líklegt að Margrét hin haga í Skálholti hafi skorið bagal Jóns. Önnur merkasta byggingin í Görðum er veizluskáli Garða- biskups, 16,75x7,8 m, eða nær 132 ferm. Var veizluskálinn í Görðum því tvöfalt stærri en skálinn á Flugumýri, sem þó gat rúmað 240 manns, og ekki miklu minni en veizluskáli sjálfs erkibiskupsins í Niðarósi (186 ferm.). Meðal útihúsa í Görðum eru athyglisverðust tvö geysistór fjós, annað 63,5, hitt 41,5 m á lengd, og hafa þau rúmað yfir 100 nautgripi. Dyr á skilrúmi stærra fjóssins eru enn varð- veittar, og vegur steinninn yfir dyrunum hvorki meira né minna en 4 tonn. Niðri við sjóinn eru rústir geymsluhúsa, allvel varðveittar. Stærstu steinarnir í þeim vega 9 tonn. Enn eru glöggir hinir fomu túngarðar í Görðum, um 1300 m að lengd, og reiðgötutTl- ar heim að bænum sjást einnig vel“. Á merarbaki í Görðum Þannig lýsir leiðarvísir okkat' þessum stað á stuttan en skil- merkilegan hátt. Við komum að vígðri lind, sem er skammt frá kirkjurústunum og þar drekk- um við af. Ferskt og tært lind 4 ' vatnið hressir okkur í hitanum Lítill strákhnokki kemur rið- andi á rauðblesóttri meri lág- reistri og gagnlausri, fremur latri en geðillri. Við Bárður Daníelsson bregðum okkur á bak henni og tökum myndir hvor af öðrum til sanninda- merkis. En mér var um og ó að setjast á bak dróginni, því hún sýndi hrekki. Allt slampaðist þetta þó af. Merin er ættuð héð- an að heiman eins og öll hross á Grænlandi. Þessu næst héldum við til kirkju og hef ég áður lýst þess- ari látlausu guðsþjónustu hjá grænlenzkum. Að messugjörð lokinni heim- sótti ég prestinn í þeim tilgangi að hafa við hann stútt samtai. Heldur gekk það stirt, því dönskukunnátta hans var af skomum skammti, jafnvel verri en mín, og er þá mikið sagt. Bvo vildi mér til happs að sonur Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.