Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. janúar 1961 Hagstofunni ruglað inn í rangfœrslur • Tíminn er nú farinn að rugla Hagstofu fslands inn í rangfærslur sinar um útflutninginn og afkomu þjóðarbúsins árið 1960. Ólafur Thors, forsætisráðherra, komst m. a. þannig að orði í áramótaræðu sinni, að áætla mætti tekjutap þjóðarbúsins vegna aflabrestsins og verð- fallsins a. m. k. 500 millj. kr. og að þetta tekjutap hefði orðið til þess að ekki hefði verið hægt um þessi áramót að létta byrðum af almenningi eins og ríkisstjórnin hefði óskað og vonað. Timinn heldur því hinsvegar fram í gær, að verzlun- arskýrslur Hagstofu Isiands sýni allt annað. AUtai uppseii Castro bónleiður til búðar Washington, 6. jan. — UMRÆÐU Öryggisráðsins um kæru Kúbustjórnar á hendur Bandaríkjunum, vegna yfir- vofandi innrásar á Kúbu, lauk svo, að engin ályktun var gerð í málinu. — Mæltu flestir full- trúar gegn tillögum Kúbu- manna og töldu þær algerlega órökstuddar. — Tillaga, sem f jallaði um það, að bæði rikin skyldu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til að jafna ágrein ing sinn — og að engin utan- aðkomandi öfl skyldu reyna að hafa áhrif á deiluna — fékk ekki einu sinni sam- þykki. Fulltrúi Sovétríkjanna var sá eini, sem lýsti yfir stuðn- ingi við ásakanir Kúbustjórn- • Málgagn Framsóknarflokksins fer hér með algerar staðleysur. Forsætisráðherra talaði um tekjutap þjóðarbúsins. Tíminn talar um breytingar á útflutnings- verðmæti, sem breytzt getur allavega frá ári til árs. Hag- stofan reiknar út útflutningsverðmætið, en ekki verðmæti þjóðarframleiðslunnar. Það er verkefni Framkvæmdabank- ans, og um það liggja ekki fyrir endanlegir útreikningar fyrir árið 1960. • 1 sambandi við aukningu þorskaflans, sem Tím- inn ræðir um, má einnig benda á það, að töluvert fleiri bátar stunduðu þorskveiðar á árinu 1960 en á árinu 1959. En aukning aflans svarar engan veginn til aukinnar rúmlestatölu bátanna. Það er heldur ekki hægt að miða við meðalafla, þegar öll veiðitækni er að gerbreytast, veiðarnar eru stundaðar með fleiri bátum og dýrari veið- arfærum. • Fullyrðingar Tímans um „strand viðreisnarinnar" eru eins og fyrri daginn gersamlega órökstuddar. Þær staðreyndir verða ekki sniðgengnar, að sparifjár- myndun hefur aukizt verulega og gjaldeyrisaðstaða þjóð- arinnar út á við hefur stórbatnað. Það er hinn heilla- vænlegi árangur viðreisnarstefnunnar, sem núverandi rík- isstjórn hefur markað. '■ KARDEMOMMUBÆRINN virð- is alltaf njóta jafnmikilla vin- sælda hjá ungum og gömlum. Uppselt hefur verið á öllum sýn- ingum fram að þessu. Einkenn- andi hefur verið á sýningum að undanförnu, hvað margir full- orðnir hafa verið á þeim og virð- ast þeir skemmta sér engu sið- ur en börnin. Næsta sýning verð ur á sunnudag kl. 3. Þegar Kardemommubærinn var sýndur á sl. vetri efndi Þjóðleik- húsið til verðlaunakeppni hjá börnum og var samkeppnin tvennskonar. 7—10 ára börn áttu að teikna mynd úr Kardemommu bænum og böm á aldrinum 10 til 13 ára áttu að skrifa ritgerð um leikhúsferðina. Nú hafa úr- slitin verið birt og hlaut Guðrún Ragnarsdóttir 7 ám til heimilis að Framnesvegi 34, Reykjavík verðlaun fyrir Ijómandi fallega mynd, sem hún teiknaði af Kasp- er, Jesper og Jónatan. Verðlaun- in voru heildarútgáfa af verkum H. C. Andersen. Engin verðlaun voru veitt að þessu sinni fyrir ritgerð. Dómnefndina skipuðu Guðlaugur Rósir/_;ranz, Þjóðleik hússtjóri, 7 ’dur Skúlason, listmálari og iuor Vilhjálmsson, rithöfundur. Myndin er af Kasper, Jesper og Jónatan en þeir eru leiknir af Ævari Kvaran, Baldvin Hall- dórssyni og Bessa Bjarnasyni. Sörensen rakara, en hann er leik- • inn af Jóni Sigurbjörnssyni. Gísli J. Johnsen afhendir Hrafn- istu ffiöf Tíu fxís. manns á álfabrennu Fáks Hátalarakerfið bilað Doktorsvörn Finnboga Guðmundssonar ídag EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu efndi Fák- ur til álfabrennu með til- heyrandi dansi á skeiðvellin- um við Elliðaár í gærkvöldi. Var veður dásamlegt og munu um tíu þúsund manns hafa lagt leið sína þangað inn eftir, að því er lögreglan tjáði blaðinu í gærkvöldi. ★ Nokkuð bar á því að fólk týndi treflum, vettlingum og fleiru þarna innfrá, því þegar bálið var tendrað hitnaði loft verulega og fækkuðu menn þá við sig fötum. Einstaka foreldri týndi barni sínu, en öll munu þau hafa komið til skila um það er lauk. Ekki vissi lögreglan til þess, að slys hefðu orðið á mönn um eða bílum á skemmtuninni. ★ Hins vegar þótti það nokkuð spilla skemmtan manna, að há- talarakerfi, sem sett hafði verið upp, bilaði strax, eða hafði aldrei komizt í gang. Þrengdi fólk sér meira miðsvæðis af þess um sökum og hafði lögreglan nóg að gera að bægja mönnum frá sjálfu sýningarsvæðinu. Þúsundum bíla var ekið inn að skeiðvellinum og var þeim lagt á hverjum háum hól um- hverfis, meðan á sýningu stóð. Tók bílana um hálfa klukkust. að komast burt eftir sýninguna. Handtók Lumumba krefst nú, að hann sé látinn laus LEOPOLDVILLE, 6. jan. — (Reuter) — Gilbert Pongo, sá maður, sem stjórnaði handtöku Patrice Lumumba fyrir um það bil mánuði, Varðarkaffi í Valhöll f dag kl. 3-5 síðc hefur nú fallið í hendur fylgismanna Lumuraba — og krafizt þess, að Lumuba verði látinn laus. — Jafn- framt hefur Pongo lýst því yfir, að Mobutu herstjóri í Kongó, sé verkfæri „belli- bragða“ heimsvaldasinna í Kongó. ★ Pongo var handtekinn af Lumumba-mönnum, þegar menn Mobutu reyndu að ná Kivuhér- aði úr höndum Lumumba-sinna Framhald á bls. 19. I DAG kl. 3 stundvíslega ver cand. mag. Finnbogi Guðmunds son ritgerð sína Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar til dokt orsnafnbótar í heimspeki. Dokt- orsvörnin fer fram í hátíðasal Háskóla Islands, og er öllum heimill aðgangur að henni. And- mælendur af hálfu heimspeki- spekideildar eru dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor og dr. Jón Gíslason, skólastjóri. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf ritgerð Finnboga Guðmunds- sonar út í desembermánuði sl. I Er það allmikil bók, tæpar 400 blaðsíður í stóru broti. Bókin er | í 12 köflum og með viðauka. Kafl arnir nefnast: Verk og viðhorf, Aðdragandi, Ferill, Ur sögu er- j lendra Hómersþýðinga og Bóka- kostur Sveinbjarnar Egilssonar, Nafnaþáttur, Ljóðaþýðingar, Obundnar þýðingar, Einkunna- þáttur, Fornmálsáhrif, Fáeinir þættir: Talmál, Fuglar, gróður, ' veður o. fl. Nýyrði og Lokaorð. í viðaukanum eru kaflar úr bréf- um Sveinbjarnar Egilssonar, skólaþýðingar og ljóðaþýðingar hinar eldri. Höfundur segir í formála bókar innar, að ritgerð þessi sé fram- hald athugana á Hómersþýðing- um Sveinbjarnar Egilssonar, er hann gerði á námsárum sínum í háskólanum. I kennaraprófi í íslenzkum fræðum, er hann lauk vorið 1949, fjallaði heimaritgerð Útsölumenn Moigunblaðsins Kóp^vogur : Ce.óur Sturlaugsd. Sími 14947 hans um ferill þýðinganna. Það varð þó ekki af ýmsum ástæð- um fyrr en veturinn 1956—57, að hann hélt þar áfram, sem hann var kominn vorið 1949. Fór hann þá enn yfir handrit Svein- bjarnar í Landsbókasafninu, jafnframt því sem hann kom sér niður í grísku Hómers. Næsta vetur (1957—58 var hann í Noregi, sem sendikennarj í ís- lenzku í Osló og Björgvin, og átti þá greiðari aðgang að ýms- um bókum. Um vorið skrapp hann til Kaupmannahafnar og kannaði m. a. bréf Sveinbjarnar í söfnum þar. Finnbogi Guðmundsson helgar verk sitt minningu foreldra sinna. „Hef ég leitazt við að vinna það í fróðleiksanda föður míns og af bjartsýni móður minn- ar, er rétt lifði að sjá því farsæl- lega lokið“, segir í formála bók- arinnar. NU UM hatíðamar hafa margir einstaklingar og félagshópar mun að eftir gamla fólkinu að Hrafn- istu og glatt það með gjöfum og heimsóknum. Má þar nefna sjómannakonur, félag austfirzkra kvenna og Rebekkusystur. Ennfremur af- henti nú nýlega hr. stórkaup- maður Gísli J. Johnsen fyrir hönd June Munktell verksmiðj- anna, peningagjöf að upphæð kr. 6.000.00, sem renna skal í ferða- sjóð vistmanna. A sl. ári hefir fjöldi manns heimsótt Hrafnistu með margs- konar efni til flutnings, gamLa fólkinu til gleði og afþreyingar, bæði andlegs og veraldlegs efn- is þar á meðal Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson. öllum þessum vinum Hrafnistu er hér með fluttar beztu þakkir fyrir velvild á liðnu ári og ósk um gott og farsælt ár. Sigurjón Einarsson, forstjóri Kartöflur komnar í búðir NU ERU kartöflur komnar í búð irnar aftur, og hafa verzlanir al- mennt tekið við þeim til sölu eft- ir áramótin. Lætur Grænmetis- verzlun landbúnaðarins verzlun- um kartöflurnar í té pakkaðar í fimm kílóa pokum og stærri. Kartöfluverkfallið leystist sið- ustu dagana fyrir jólin, með þeirri málamiðlan, að verzlanir fengju kartöflurnar pakkaðar, en verð þeirra hækkar sem pökkun- arkostnaðinum nemur. FROST um allt land í gær, mest 14 stig á Þingvöllum og Nautabúi, en minnst ’. Stór- höfða, 1 stig. Smáél voru á Norðausturlandi, en annars þurrt og víða bjart veður. Lægðin suður af Grænlandi hreyfðist austur og mun sennilega ekki hafa teljandi áhrif á veður hér á landi. Veðurspáin kl. lð I gærkvöldi SV-mið: Vaxandi austan átt og þykknar upp, allhvass og rigning á morgun. SV-land til Vestfjarða, Faxaflóamið til Vestfj.miða: Vaxandi austan og síðar SA átt, þykknar upp. Norðurland og norðurmið. Hægviðri, viða léttskýjað. NA-land, Austfirðir og mið in. Norðan kaldi, smáél. SA-land og miðin: NA kaldi, léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.