Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 3
 Laugardagttr 7. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ „Paradísar- heimt” varö súluhæst stTksTé IS a fT endur Morgunblaðsins, sem þátt tóku í getrauninni, voru ekki aiiir jafnvissir og Ragnar, enda ekki von. Hvorki meira né minna en 55 bækur voru tilnefndar og fimm þeirra hlutu fleiri atkvæði en „Para- dísarheimt“. * ♦ * „Skyggna konan“ hlaut flest atkvæði, liðlega 200. Þessi bók seldist upp nokkrum dög- um fyrir jól og hefur það e. t. v. ráðið miklu um það hve atkvæðahá hún varð. Bó'* al- ar sögðu líka, að þeir hefðu getað selt mun meira, ef upp- lagið hefði verið stærra. Samt var bókin prentuð tvisvar. raunar44 IHarg- tinblaðsins Á ANNAÐ þúsund lesendur Morgunblaðsins spreyttu sig á „Jólagetrauninni“. Nú eru úr- slitin ljós. Bókin, sem mest seldist á síðasta ári, var Para- dísarheimt Halldórs Kiljans Laxness — og hæsti vinning- urinn í getrauninni hlaut 18 ára blómarós úr Kópavogi, Sigríður Guðmundsdóttir. Það voru bóksalarnir, sem dæmdu. Eftir vörutalninguna fyrstu daga ársins komust ílestir að þeirri niðurstöðu, að Parardísarheimt hefði selzt í flestum eintökum — og eftir nánari athugun var ekki um að villast. Við hringdum í Laxness og sögðum honum tiðindin: — Þetta kemur mér mjög ínlnnal. á óvart, sagði hann. Eg hef ekki heyrt um þetta fyrr, hef ekki fengið neina statistik yfir bókasölu. Ég bjóst ekki við þessu, því bókina gaf ég út um hásláttinn, í júlí. Sá tími er ekki líklegur til mikillar bókasölu. Mjög ánægjuleg frétt. — Nei, það er mjög ólíklegt, að ég gefi út nýja bók á þessu ári. Ég er ekki svo fljótur að vinna, sagði Laxness. ♦ * * Dómur bóksalanna var sá, að ljóðabók Davíðs Stefáns- sonar, ,,1 dögun“, annað bindi sjálfsævisögu Kristmanns, „Dægrin blá-‘, „Skyggna konan“ — bókin um Margréti frá Öxnafelli, „Ast á rauðu ljósi“, eftir Hönnu Kristjáns- dóttur og „Fagra land“ Birgis Kjaran hefðu selzt mjög vel. Af barna og unglingabókum virtist „Geimstöðin", þýdd bók í útgáfu Snæfells, hafa selzt einna bezt. Einnig nýja bókin hans Armanns Kr. Ein- arssonar. „Og fjörkálfur stóð fyrir sínu“. * * * Sá bókaútgefandi, sem að líkindum gleðst mest yfir þess ari niðurstöðu, er Ragnar Jóns son. Frá bókaútgáfu hans, Helgafelli, komu bæði „Para- dísarheimt“ og „1 dögun“. Svar hans varð hins vegar allt annað en Kiljans: — Ég vissi þetta fyrir sagði Ragnar. Mér kemur það ekki á óvart. Þetta eru bækur, sem alltaf seljast. Það þarf enga jólaös til. En þeir liðlega þúsund les- Kiljan — Alsír Frh. af bls i • Milliliðalaust ,,Eg sný mér til yðar allra," •agði de Gaulle, „milliliðalaust". Hann fullyrti að ef Frakkar reyndust ekki einhuga um Alsír- vandamálið, væri sú hætta yfir- ▼ofandi, að allt færi í bál og brand og „óreiðu og niðurlæg- ingu“. Skoraði hann á alla franska þegna að greiða stefnu •inni í Alsírmálinu atkvæði — en við þessa þjóðaratkvæða- greiðslu eru menn beðnir að •egja já eða nei við tveim spurn- ingum: — Hvort Alsírbúar skuli hafa sjálfsákvörðunarrétt um framtiðarstjórnskipulag sitt — og í öðru lagi, hvort frönsk yf- irvöld skuli veita Alsír meiri heimastjórn en áður, á meðan beðið er eftir því að skilyrði fyr- ir atkvæðagreiðslu þar í landi um framtíðarstjórnskipulag, verði fullgilt. En de Gaulle hef- ir krafizt þess, að friður verði saminn milli uppreisnarmanna og Frakka í Alsír, áður en slík atkvæðagreiðsla fer fram. 9 tlrsiit e. t. v. ljós á sunnudag Almennt er gert ráð fýrir, að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer í dag, á morgun og sunnudag í Alsír og Frakklandi (aðeins á sunnudag í heimaland- Örn, gjaldkeri Mbl., afhendir Sigríði verðlaunin. Heildarupplagið var þó hvergi nærri jafnmikið og af bókum Kiljans, Daviðs og annarra þeirra stærstu. „t dögun“, ljóðabók Davíðs, mun t. d. hafa verið gefin út í sex þús- und eintökum, en „Ast á rauðu ljósi“, sem líka seldist upp fyrir jól og hlaut næst- flest atkvæði í getrauninni, var hins vegar 1 liðlega tvö þúsund eintökum. „Ast á rauðu ljósi“ hlaut tæplega 200 atkvæði, enda var eftirspurnin slík, að pantan- ir um ein 500 eintök voru óaf- greiddar, þegar upplagið var þrotið hjá forlaginu og allt uppselt í bókabuðum. * * * Næst í röðinni að atkvæða- tölu var bók Kristmanns, „Dægrin blá.“ Hún mun hafa selzt mjög vel samkvæmt því sem bóksalar sögðu. Liðlega 60 atkvæði fengu „1 dögun“ og „Fagra land“. Næst kom þá „Parardísarheimt“ með 45 atkvæði og „í heimahögum", eftir Guðrúnu frá Lundi, 44 atkvæði. ♦ * ♦ Þegar búið var að flokka svörin gátum við farið að draga og sem fyrr segir var það ung stúlka úr Kópavogi, Sigríður Guðmundsdóttir, af- greiðslustúlka í blómabúðinni Flóru, sem hlaut fyrstu verð- laun, þrjú þúsund krónur. Hún er til heimilis að Hlé- gerði 27. — önnur verðlaun, tvö þúsund kr., hlaut Magnea J. Magnúsdóttir Bergþóru- götu 6, Reykjavik og þriðju verðlaun, þúsund krónur, hlaut Valborg Soffía Böðvars- dóttir, Borgarholtsbraut 44, Kópavogi. Við verðum að á- líta, að kvenfólkið sé bæði getspakara og heppnara en karlmennirnir. * * * Við höfðum samband við Sigríði og hún kom beint úr blómabúðinni, með rósrauðar kinnar, til þess að veita verð- laununum viðtöku. — Nei, ég var alls ekki viss um að „Paradísarheimt“ yrði söluhæst. Var lengi að hugsa um að hafa það „Skyggnu konuna“, en hætti svo við, því mamma sendi líka getrauna- seðil og hafði þá Skyggnu. — Mikil bókakona? Já, ég veit ekki hvað ég á að segja. Jú, ég les mikið, mjög mikið. Eg ligg yfirleitt í bókum í tóm stundum mínum og uppáhalds höfundarnir eru Kiljan, Sigrid Undset og Kristmann. — Hvað ég ætla að gera við verðlaunin? Nei, ekki í nælon- sokka. Þau fara í ferðasjóð. Eg hef einu sinni farið út fyrir landsteinana, fór til Bandaríkjanna og var þar eitt ár — og mig langar aftur þang að, ætla helzt að fá mér ein- hverja vinnu þar. Fyrst reyni ég kannski að komast til Norð inu), verði sigur fyrir de Gaulle og stefnu hans. Sennilega verða úrslit ljós í aðalatriðum aðfara- nótt mánudags, en lokaúrslit verða tæpast kunngerð fyrr en 13. eða 14. janúar. — Ef þátttaka verður almenn og afstaða kjós- enda eindregin, má vænta þess, að úrslit verði fyrirsjáanleg þeg- ar á sunnudag. urlanda. — Já, auðvitað langar mig til þess að verða flugfreyja. Eg held að þær vilji allar verða flugfreyjur. Það er auð- vitað ágætt að selja falleg ... blóm, stundum mjög skemmti- J* legt — en ekki um alla fram- -- tíð. — Jú, mig langar til að eign ast margar bækur — og þessa stundina langar mig mest í „Ast á rauðu ljósi“. Vinkona mín er búin að lesa hana og segir, að hún sé ægilega spenn andi. Þarna er þá skýringin á þessari miklu sölu á „Ast á rauðu ljósi“. En hvort sem þeim Magneu J. Magnúsdótt- ur og Valborgu Soffíu Böðvars dóttur finnst hún „ægilega spennandi“, þá eru þær vin- samlega beðnar að vitja verð- launa sinnar til gjaldkera Morgunblaðsins. * + * $ ANKARA, Tyrklandi, 6. jan. — í dag kom hið nýja þjóðþing í Tyrklandi, sem Gursel hershöfð- ingi hefur skipað, saman til fundar — en höfuðverkefni þess er að búa landinu nýja stjórnarskrár. Gursel sjálfur var fjarverandi vegna veikinda. En við eigum enn eftir að minnast á nokkrar bækur, því sauntals voru 55 tilnefndar, eins og fyrr sagði. Fimm bæk- ur hlutu 10—20 atkvæði þar á meðal bókin hans Armanns ■§* Kr. Einarssonar og varð hún því hæst unglingabóka. Hinar voru: öldin átjánda, Þrjú vegabréf, María og I Vestur- víking. Sautján bækur fengu 2—10 atkvæði og þar kenndi margra grasa. Meðal þeirra voru Virkisvetur, Doktor Han, Læknir segir frá, Ævisaga Sigurðar búnaðarmálastjóra og Fimm á ferðalagi. * ♦ * Og svo koma þær, sem eitt atkvæði fengu, en þær voru 26 talsins. Þar voru íslenzkar bækur og erlendar, ævisögur, ferðasögur og skáldsögur — svo og nokkrar barnabækur. Einn nefndi „Mannlega nátt- úru“, annar „Sendibréf frá Sandströnd", þriðji „Rómverj ann“, „Tyrkjaránið“, „Frá Thule til Rio”, „Geimstöðin" o. fl., sem bera vott um mjög sundurleitan bókasmekk og ágizkunarhæfíleika lesenda Mbl. Aftast í þessari halarófu koma „Eiríkur gerist íþrótta- maður“, Konni og Baldur gera galdur“ og Ferðabók Vigfús- ar veitingamanns. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar ABALFUNDUR verður haldinn í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar n.k mánudagskvöld kl. 8,30 í Lands- bankasalnum. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Jónas G. Rafnar alþm. gera grein fyrir afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1961 og næða stjórnmálaviðhorfið í dag. Þeir hafa fun« íð rökin Eins og menn minnast frá ræðum um landhelgismálið á AW þingi í nóvembermánuði, fóm Framsóknarmenn þar einhverjar mestu málefnalegar hrakfarir, sem um getur í þingsögunni. Þá skorti gjörsamlega rök fyrir því, að óverjandj væri að semja vi9 Breta nú um miklu minna em það, sem Hermann Jónasson bauð þeim 1958. Nú hefur Tím- inn hins vegar fundið röksniUé ing, Magnús nokkurn Þorgeirs- son, og segir hann í blaðinu i gær: „Stjórnin heldur því fram, af viðræður við Breta nú um málið séu jafn eðlilegar af hendi ís- lands og í upphafi þess 1958 . . . En hér er ólíku saman aM jafna . . . ‘ 1958 neituðu Bretar með þótta umræðum á samningsgrundvelli, sem Hermann spurðist fyrir um, hvort þeir gætu fallizt á. Nú bjóða þeir viðræður á sama ingsgrundvelli (svo). 1958 sýnast þeir hafa trúað á áhrifamátt sinn á aðrar þjóðir — um hernaðarmátt sinn hafa þeir alltaf verið sér meðvitandi. Nú hefur áhrifavaldið brostið og hernaðarmættinum beitt til vanza“. Bretinn þarf að komast burt Röksnillingurinn segir selli sagt: Það á að semja við þann, sem neitar samningum með þótta, en alls ekki við þann sem er við- ræðuhæfur. Hann segir auk þess: Það á að semja við þann sem trúir á áhrifamátt sinn og er öruggur með sjálfan sig, en alls ekki við þann, sem er veikur fyrir og þarf sjálfur að ná ein- hverjum samningum. Og hann bætir við: „Nú er hann (þ. e. Bretinn) kominn í þá klípu, að hans er vandinn mestur að smeygja af sér eigin herfjötri sem hljóðleg- ast og á minnst áberandi hátt“. Og niðurstaðan, sem dregin er af þessum hugleiðingum: Það má ekki undir neinum kringum- stæðum leyfa Bretanum að kom- ast burt úr íslenzkri landhelgi „sem hljóðlegast og á minnst áberandi hátt“. Og í niðurlagi þessarar skringilegu greinar seg- ir svo: „En ef ekki er samið, má búast við sama framferði af Bretanum, þrátt fyrir bitra reynslu frá Súes og víðar“. Maður fortíðarinnar Stöku sinnum skrifar Einar Olgeirsson ritstjórnargreinar í Þjóðviljann. Er það helzt þegar honum þykir mikið við liggja og ritstjóramir vera deigir. Þessar greinar eru auðþekktar á tvennu, annarsvegar gerast þær í for- tíðinni og hinsvegar er nafn Einars Olgeirssonar þetta frá fjórum til tíu sinnum í hverri grein. f gær birtist ein slík og er hún á miöjum aldri Einars- greinanna, þ. e. a. s. tæpra 30 ára frá 1932, í nóvembermánuði. Hinsvegar er óvenjulegt yfirlætis leysi yfir greininni, því að nafn Einars Olgeirssonar er aðeins nefnt þar fjórum sinnum. Átti V3 af 26 tonnum í grein i Alþýðublaðinu segir Ólafur Björnsson, formaður Sjó- mannadeildarinnar í Keflavik: „Já, Þjóðviljinn hefur gert mikið úr því að kalla mig út- geröarmann. Af einhverjum á- stæðum hefur blaðið ekki rætt eins mikið um útgerðarmennsku Tryggva Helgasonar, sem einnig hefur verið í samninganefnd sjó- manna, en hefur hann þó feng- izt mun meira við útgerð en ég. Gerði Tryggvi út 100 tonna bát, er hann átti einn á sama tíma I og ég átti Ví í 26 tonna bát“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.