Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 7. janúar 1961 Það var fdlkið í Tíbet sem byrjaði EINS og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu, hefur ísland fengið óvenju- lega heimsókn. Sex kínversk ir læknar hafa dvalizt hér á landi undanfarna þrjá daga, en ráðgert var að þeir færu til Norðurlanda í dag, síðan til Moskvu og flygju þaðan heim til Peking. Læknarnir eru þessir: Dr. Hsueh Kung-cho, varafor- seti Kínversku læknavísinda-* akademíunnar, próf. Chang Hsi- chun, prófessor í lífeðlisfræði í Peking, próf. Lan Hsi-chun, próf- essor í skurðlækningum í Shang hai, próf. Chu I-tung, próf. i meinafræði í Shanghai, próf. Liang Chih-ctuan, próf. í lífeðlis- fræði í Peking og dr. Chu Shou- ho, barnasjúkdómalæknir í Pek- ing. Þeir hafa skoðað sjúkrahús og aðrar stofnanir hér í bæ, sem hafa heilbrigðismál með höndum og tóku það sérstaklega fram í samtali við fréttamann Morgun blaðsins í gær, að Heilsuvernd- arstöðin væri bezt skipulagða heilsuverndarstöð, sem þeir hefðu hingað til séð í Evrópu. Eins og fyrr segir náði frétta- maður Morgunblaðsins tali af sexmenningunum í gær. I fylgd með honum var prófessor Jóhann Hannesson ,sem túlkaði reiprenn andi á og úr kínversku, en aðrir viðstaddir voru dr. Jakob Bene- diktsson, formaður Kínversk-ís- lenzka menningarfélagsins og Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, formaður Læknaféjags Reykja- víkur. Kurteisi I upphafi barst talið að veðr- inu og sagði prófessor Jóhann, að Kínverjunum hefði ekki fund izt sérlega mikið til um frostin hér, því í Peking kemst frostið stundum upp í 10 stig, en þar er venjulega lítill snjór. í Pek- ing er nú vetur. Kínverjarnir sögðust hafa lagt af stað að heiman 18. nóvember og hafa þeir dvalizt í nokkrum Evrópulöndum að undanförnu. Þá barst talið að kínverska letrinu og tóku þeir fram, að eldra fólk notaði fremur kín- verska letrið, sem því þætti bæði fallegra og listrænna en það latn eska, unga fólkið notaði báðar gerðirnar jöfnum höndum. Eins og siður er kom Ijósmynd ari Morgunblaðsins í Tjarnar- kaffi að taka mynd af hópnum, þar sem hann sat og drakk te. Ljósmyndarinn var beðinn um að taka góða mynd, helzt svo góða, að kínverska prófessors Jóhanns sæist á henni. Liggur við að það hafi tekizt, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Síðan bauð formaður nefndar- innar prófessor Jóhanni kín- verska sígarettu, sem heitir Tung Fung eða Austanvindur- inn. Prófesfíor Jóhann sagði um leið og hann púaði frá sér mik- inn reyk: „Þetta eru miklu betri sígarett ur heldur en okkar“. „Nú, hvers vegna? eru þær sterkari? spurði fréttaritari Mbl. Próf. Jóhann leit á hann og sagði ákveðinn: ,Ef þú skilur lögmál kurteis- innar, þá skilur þú þetta“. um. Landhelgisdeilunni hefðu þeir t.d fylgzt með af miklum á- huga, því um hana hefði verið mikið skrifað og sjálfir kváðust þeir fylgjandi 12 mílna landhelgi, eins og komið hefði fram. Þá gátu þeir þess, að í háskólum væru lesnar bækur um Island og til væru menn í Kína sem lærðu íslenzku, vegna þess „ihversu hún er óumbreytanleg, og allir vita að hún er móðurmál margra Evrópumála, sem við þurftum að kynnast sem nákvæmlegast“, eins og þeir sögðu. Auðvitað á I Fréttamaður Morgunblaðsins hittir f að máli kínversku læknana i Reykjavik Þar með var málið útrætt. En Austanvindurinn jók stemning- una, því prófessor Jóhann viður- kenndi (auðvitað á íslenzku) að hann hefði ekki bragðað sígar- ettu um nokkurt skeið, þegar hann er ekki bundinn af aust- rænum kurteisisvenjum, reykir hann pípu. Kínverjarnir voru spurðir að því, hvort þeir hefðu nokkuð þekkt til fslands áður en þeir komu hingað, og kváðust þeir hafa vitað ýmislegt, bæði um land og þjóð, því oft væru frétt- ir frá íslandi í kínverskum blöð- þetta við um málfræðinga en ekkj lækna, bættu þeir við og lögðu áherzlu á eftirfarandi. „Okkax stefna er að hafa vin- samleg samskipti við allar þjóð- ir og til þess að ná því marki þarf að læra mál og þýða bæk- ur“. Þá skaut prófessor Jóhann inn í: „Við höfum sömu stefnu í kristninni, biblíuna þýðum við á margar tungur“, hvort þeir þekktu hana? „Við þekkjum hana‘, svöruðu þeir. I’róf. Jóhann Ilannesson talar við formann kínversku sendi- nefndarinnar í Tjamarkaffi. Kristindómur á undanhaldi Þá voru þeir spurðir um taois- mann. Þeir sögðu að mönnum væri frjálst að rannsaka taois- mann og aðrar heimspekilegar og trúfræðilegar stefnur, og væri það gert við háskólann í Peking. Þeir sem vildu hafa taoismann að trúarbrögðum, gætu það eftir sem áður. Það gengi ekki í ber- högg við kommúnismann. Einn- ig mættu þeir, sem vildu ber}- ast gegn taoismanum gera það eftir vild. Aftur á móti lögðu þeir áherzlu á, að Búddhadómurinn væri frá fornu fari útbreiddari en taois- minn og hefði sterkari ítök í þjóðinni, þó væri nú svo komið, að Búddhamunkum hefði mjög fækkað í Kína og fáir ungir menn gerðust munkar. Framhald á bls. 18. * Góa gefur snjó á snjó Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga í Skagafirði skrifar Velvakanda vegna vísunnar, sem fjallað var um í dálkin- um 30. des. sl. Segir hann vísu þessa hafa verið alkunna í 'Skagafirði fyrir 70 árum, þegar hann man fyrst eftir sér og þá þannig höfð: Góa gefur snjó á snjó snjó umvefur flóa tó. Tóa grefur móa mjó mjóan gefur skó á kló. Segir hann að þannig telji hann víst að Bólu-Hjálmar hafi látið vísuna frá sér fará, sennilega um 1840, og þannig sé hún oddrímuð og alrímuð. Með því að byrja vísuna „Of- an gefur o. s. frv...., eins og heimildir eru um að hún sé skráð í handritum Bólu- Hjálmars sjálfs, þá hrynji allt rímkerfið. Þá er vísan hvorki oddrímuð eða alrímuð“, seg- ir hann, „og þetta verður ekki skilið á annan veg en þann að Hjálmar hefur talið aukastuðla svo vítaverða að hann vill heldur leggja aldýrt rím til hliðar heldur en að láta aukastuðla sjást í ljóðum sínum. Er það næsta furðu- legt, ekki sízt þegar þess er gætt að eina vísan, sem B. H. taldi sig aldrei hafa náð að snilli, er einmitt með auka- stuðlum. En það er vísa Látra-Bjargar: „Slingur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring....“. — Bólu-Hjálmar taldi sig hafa gert margar tilraunir til að yfirstíga slíkt listaverk, en það hafi sér aldrei tekizt". Að lokum lýsir Þorsteinn því yfir, að hann vilji alls ekki sætta sig við að vísa þessi sé eftir Stefán Ólafsson, en uppsamin af Hjálmari tveimur öldum síðar. Og er það vafalaust þannig um marga af aðdáendum Bólu- Hjálmars, sem heyrt hafa þessa vísu við hann kenndan frá barnæsku. * Notagildi og falleg ar línur Um jólin kom það fyrir hér í bænum, að kviknaði í húsi með þeim hætti að kerti brann niður í kertastjaka, sem reyndist svo botnlaus og engin vörn. Féll loginn því niður á hillu og bjargaðist húsið einungis fyrir einstakt snarræði gamals manns, sem dembdi vatni og hnífapörum FERDINANH úr uppþvottabalanum yfir eldinn. Ekki efast ég um að þetta hafi verið allra snotrasti kertastjaki. En sá, sem smíð- aði hann og teiknaði, hefur ekki verið að búa til áhald til að halda kerti og verja umhverfið fyrir skemmdum af loganum, heldur eingöngu skrautmun. Undanfarin ár hef ég séð dálítið af slíkum hlutum, stjökum, þar sem enginn botn er undir kertinu, þar sem því er tyllt lauslega á málmgrind og jafnvel litla plaststjaka, sem bráðna und- an hita. En gamanið fer af þegar það getur kostað fólk allar eigur sínar eða jafnvel lífið. • Verður að haldast í hendur Fegurðarskyn manna gerir það að verkum að þeir vilja hafa alla hluti í kringum sig fallega. Og á seinni árum hefur smekkur fyrir einfald- ar, fallegar línur í öllum hlut um farið vaxandi. Hefur þetta einkum breiðzt út frá Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi, þar sem innanhússarki- tektúr er á mjög háu stigL En þeir, sem kunna sitt fag, láta auðvitað notagildi og þægindi húsmuna ganga fyr- ir og skapa hlutinn síðan í fallegri mynd — og hafa vald á að láta þetta allt haldast i hendur. Fúskarar xáða ekki við viðfangsefnið, annað hvort af getuleysi eða kæru- leysi. Og þá verða þeir sem ætla að velja hlutinn og kaupa hann auðvitað að hafa vit fyrir sér. Það eru þeir, sem nota hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.