Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Kristján Sveinsson læknir: Hornhimnubólga sem atviniiusjúkdómur við losun ur síldarskipalestum ETTIRFAHANDI grrein birtist í nýútkoomnu Læknablaði og hefur Morgunblaðið fengið leyfi Krist- jáns Sveinssonar læknis til að birta hana: A sl. sumri barst bréf til Val- týs Albertssonar læknis frá próf. dr. med. E. W. Balder í Miinster í Þýzkalandi. Var þar spurzt fyr- ir um, hvort vart hefði orðið við hornhimnubólgu (keratitis) hjá sjómönnum okkar, sem vinna við síldveiðar og síldar- vinnu, þ. e. síld, sem legið héfði lengi í sumarhitanum í lestum skipanna, skemmzt þar og rotnað. Það lítur ef til vill ein- kennilega út að skrifa um sjúk- dóm, sem menn þekkja ekki í þessu sambandi. En eftir beiðni Valtýs læknis og tilmælum heil- brigðisstjórnarinnar til hans vil ég reyna að lýsa þessum sjúk- dómi nokkru nánar. A síðari árum hefúr talsvert borið á sjúkdómi þessum, kera- toconjunctivitis, í hafnarborg- um Vestur-Þýzkalands. Eftir síðari heimsstyrjöldina hafa Þjóðverjar aukið mjög síldveið- ar sínar í Norðursjónum. Veiða þeir í reknet unga og feita síld, sem fer til mjöl- og lýsisvinnslu, og til þess að lýsið skemmist sem minnst, verður að salta og kæla það varlega. Fyrir kemur, að skipin fiska lítið eða fá óhagstætt veður, svo að ferðin getur varað 6—14 daga. Sé heitt í veðri, fer síldin að rotna, og við hreyfingar skipsins pressast lýsi úr síldinni. Oft vantar milligerðir í lestirn- ar, svo að þetta verður hálfgerð síldarkássa, og hitinn í lestun- um gerir þetta að gróðrarstíu fyrir bakteríur. Stundum mynd- ast svo mikið rotununarloft í lest- unum, að lestarhlerarnir þeytast í loft upp, er losað er um þá. Það tekur oft 7—11 klst. að losa þessi skip, og má vel ímynda sér, hvernig vinnuskilyrði eru í lestum þessum, þrungnum af rotnunarlofti, þar sem hálfbráð- inn síldargrautur slettist oft framan í verkamennina. Eftir 6—24 tíma byrjar augn- slímhimnan að roðna, eykst svo eftir stuttan tíma í bráða, sárs- aukafulla augnabólgu, og sam- támis kemur mikill auknloka- krampi, sem stafar frá grunn- um smásárum í hornhimnuyfir- borðinu eða stærri sáraskellum og bólgublettum. Bólga þessi og sár batna með venjulegri með- ferð á 2—6 dögum. En komist bólgan í djúplög hornhimnunn- ar, geta komið fram djúp sár, sem valda svo ógagnsæi með æðainnvexti og á þann hátt miklum sjónmissi eða jafnvel blindu. Þar sem ammoníak og brennisteinssambönd geta vald- ið svipuðum hornhimnubólgum, héldu menn fyrst, að þar væri að leita orsakarinnar, en kom- ust svo að því með dýratilraun- um, að svo var ekki. Fyrir hundruðum ára var mönnum sennilega ljóst, að í rotnandi eggjahvítuefnum mynduðust eiturefni. Aristoteles talar um örvaeit- ur Skýþanna, sem búið var til úr úldnum slöngum og manna- blóði. Hve mikið og hve fljótt þessi rotununarefni myndast, fer eftir því hvaða eggjatvítuefni er um að ræða og hvaða bakteríur eru að verki; enn fremur fer það eftir raka, ljósi, lofti og hita. Það myndast Ptomain-efni, sem tilheyra hinum margbrotnu amínum, þar af myndast met- hylamín, sem er lofttegund, di- og trimethylamin, sem eru fljót- andi efni, en breytast auðveld- lega í lofttegundir vegna lágs suðumarks, og myndast meira eða minna við rotnun allra eggjahvítuefna. Mönnum var fyrst ekki ljóst, hvaða rotnunarefni yllu þessum augnbólgum. Sjúklingar héldu því fram, að síldarmauk hefði sletzt framan í sig og lent inn í augun. En þar sem þetta kom oftast í bæði augun, þótti senni- legra, að lofttegund væri sjúk- dómsvaldurinn. Sýklar, sem valda bólgu í augum fundust ekki í sldinni (mest af bact. proteus). Dýratilraunir sýndu, að hægt er að framkalla sjúkdóminn bæði með því að dreypa þessum ptomain-efnum í conjunctiva og láta lofttegundir þeirra verka á augun, og koma þar aðallega til greina methylamín, mono-, di- og sérstaklega trimethylamín. Sjúkdómsmeðferð: Bezt hef- ur reynzt við bólgur þessar cor- tison-smyrsl, og árangurinn orð- ið beztur, ef hægt er að hefja lækningu sem fyrst, helzt innan 12 tíma, eftir, að brunaerting byrjaði. Bólgan fer síður í dýpri vefinn og batnar því fljótlega, en sé bólgan komin í dýpri horn himnulögin, eru verkanir cort- on-meðalanna miklu minni. Við‘ þennan sjúkdóm, eins og reyndar aðra, reynast sjúk- aómsvarnirnar beztar. I: Að verja síldina fyrir rotn- un og ptomain-myndun með því að strá salti í síldina eða kæla hana og geyma hana í hæfilega stórum stíum. II: Að losa skipin sem mest með sjálfvirkum tækjum, ef unnt er, sé komin mikil rotnun í síldina. En þurfi menn að vinna í þessum lestum, að loft- ræsta sem bezt og láta menn ekki vinna lengur en 3 tíma í einu eða hætta, áður en nokkur veruleg óþægindi koma fram frá augum; eins að láta menn nota hlífðarglenaugu, verði því við komið. III: Að leita augnlæknis sem allra fyrst, komi augnbólga í ljós. Þar sem menn geta helzt vænzt þess, að þessi augnakvilli komi hér einkum fyrir í sildar- bæjum norðanlands, hefur heil- brigðisstjórnin snúið sér til Helga Skúlasonar, augnlæknis á Akureyri. Segir svo í bréfi hans: ,,Það kemur ósjaldan fyrir, að verkamenn, sem vinna í yfir- byggðum síldarþróm, eða við hreinsun á lýsisgeymum, fá Jörb til sölu Til sölu er góð bújörð á norð urlandi, íbúðarhús úr stein steypu, peningshús járnvarin, allt nýlegt. Skipti koma til greina á íbúð i Reykjavik eða nágrenni. Uppl. í síma 22959 á kvöldin. r^fíÍMt psSffl ■ik. — TMÍuA á-tomaA PPDJR/ETTI OLANS ákafa slímhimnabólgu í augun (conj. acuta) og verða að hætta að vinna fyrir þá sök. Batnar þeim þó venjulega fljótt, og án sérstakrar meðferðar. Tiltölu- lega sjaldan hefur min verið leit- að vegna þessa kvilla". Sam- kvæmt bréfi Helga augnlæknis hefur Halldór Kristinsson, hér- aðslæknir á Siglufirði, ekki orð- ið þessa kvilla var. Helgi læknir getur tveggja manna, sem unnið höfðu við ræstingu lestar í togara, sem ný- kominn var af síldveiðum. Þeir vitjuðu hans vegna conjuncti- vitis acuta og blepharospasmus á háu stigi. Höfðu þeir mörg smásár á hornhimnunni, sem bötnuðu fljótt við lyfjameðferð, og urðu engin ör eftir. Hvorki ég né aðrir augnlækn- ar hér í Reykjavík minnumst þess að hafa orðið þessa kvilla varir. Hlýtur hann því að vera hér mjög sjaldgæfur, ef hann hefur nokkurn tíma komið fyrir- sér syðra. Orsök þess, að augnsjúkdóms þessa verður svo lítið vart hér, er sennilega sú, að oftast eru skip okkar ekki svo mjög lengi með síldina í lestunum og venju- lega er svo kalt í veðri, að síld- in bráðnar og rotnar síðar. Eg hef orðið var við nokkur tilfelli af svipuðum keratococojunciti- vitis með miklum blepharos- pasmus og smáyfirborðssárum á hornhimnu manna, sem vinna við celluosulökk og ,,pólitúr“, í þeim eru efni eins og t. d. methylalkohol, butanol, toluol o. fl., sem sumir virðast hafa ofnæmi fyrir. Þetta kemur þó sérstaklega fyrir, þar sem loft- ræstingu er ábótavant. Sömu- leiðis kemur keratoconjunctivit- is fyrir sem smitandi veirusjúk- dómur, við geilsabruna, kerato- conjunctivitis electrica, o. fl., og er því nauðsynlegt að hafa það í huga, ef maður hittir sjúk- ling með keratoconjunctivitis. Rit: W. Friemann og W. Overhoff. Kl. Monatsblatter fiir Augen- heilkunds. Bd. 128, 4. hefti 1956. M iðstöðvarofnar 100 x 1000 €00 x 300 200 x 500 150 x 600 Hvítt cement Kalk Rappnet Trétex Harðtex Saumur galv. gam. verð. Baðkör 170 cm. Vatnsrör svört - %’ - r - iy4 -1%’ Vatnsrör galv. %’ - 1’ - 1JÆ, - 2%’ Belgískt þakjárn 7’ 8’ 9’ og 10 feta. H. Be?iediktsson hf. Sími 11228. Verzlunarstjori Verzlunarstjóri með bókhaldsþekkingu óskast í stórt fyrirtæki út á landi. — Hátt kaup. — Húsnæði fylgir. — Tilboð merkt: „Reglumaður — 1170“, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. Diesel vörubifreið til solu Tilboð óskast í 7tn. Volvo-vörubifreið yfirbyggða. Bifreiðin er vel með farin og í ágætu lagi. Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 11380. Tilboðum sé skilað til Jóns G. Sigurðssonar Lauga- vegi 105 fyrir 12. þ.m. HEINZ MERKIÐ tryggir yður fyrsta flokks vörugæði 'MJWi |VEGÉTÁBli| i SALAD, ^ ‘N MAYONNAI56 /j «TVARlBtl*» /|5?J V H.XmeIn*z"c*OiLTÞ /, .... allir þekkja E .Jl QHI MS0 N & Kaa BE LL Qí ■ ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.