Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. janúar 1961 - Kmverjar Framh. af bls. 6. „Og kristindómur er á undan- haldi, þó mönnum sé frjálst að vera kristnir, ef þeir vilja“. Þegar hér var komið sögu, var minnzt á heilbrigðismál og sögðu læknarnir að ungbarnadauði í Kína væri 30 af 1000 og er átt við börn innan eins árs. Til sam- anburðar má geta þess að ung- barnadauði er lægri á íslandi en í nokkru öðru landi, eða 17 af þúsundi 1959. Fólksfjölgunin í Kína er 12 millj. á ári hverju, en ekki kváðust læknarnir óttast þessa fjölgun á nokkurn máta, því matvælaskortur væri enginn í landinu og þar væri mikið olnbogarúm, svo auðvelt væri að auka til muna ræktun og framleiðslu. England væri t. d. miklu verr statt en Kína, því það væri þéttbýlla land. Lögðu þeir áherzlu á í þessu sambandi, að unnt væri að fá fleiri upp- akerur en nú er gert. Þess má geta, að fólksfjölgun- in er tiltölulega heldur minni í Kína en hér á landi eða tæp 2%, (hér rúm 2%). Þá minntist fréttamaður Morg unblaðsins á Asíu-inflúensuna, talið væri að hún hefði komið upp í Kína nokkrum mánuðum áður en hún barst til Singapore og þaðan út um allan heim, en um það væri ekki vitað vegna þess að Kínverjar ættu ekki að- ild að alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni og því látið undir höfuð leggjast að tilkynna um veikina. Þessi athugasemd þótti Kín- verjunum hin fáránlegasta og var ekki annað að sjá en þeir litu á það sem heilaga skyldu sína að berja niður jafn-þjóð- hættulega skoðun og þá, að jafn- vafasamur sjúkdómur og Asíu- inflúensan hefði átt upptök sín í Kína: „Hlægilegt', sögðu þeir, sem útleggst: „Auðvaldsáróður. Samkvæmt því sem siðar kom fram, er ekki ósennilegt að þeir sexmenningar telji Asíu-inflúensuna hafa átt upptök sín í Bandaríkjunum. Nálar gegn botnlanga Og enn var rætt um læknis- fræði, nú um forna kínverska lækningalist. Auðvitað byggðist hún að sumu leyti á hjátrú og hindurvitnum eins og þegar vín var sett á tígrisdýra- eða bjarn- dýrabein og notað sem lyf við ýmsum kvillum, en þó var fjöl- margt í þessari gömlu list, sem enn lifir góðu lífi. Fer nú fram athugun á gömlum jurtum og læknisbrögðum og er það skoð- un kínversku vísindamannanna að hin forna lækningalist megi enn koma að gagni, að rannsókn þessari lokinni. — Prófessor Lan Hsi-chun, prófessor í skurðlækn- ingum í Shanghai, skaut því inn í þessar bollaleggingár um gömlu lækningalistina, að hann hefði læknað fjölda manns af bráðri botnlangabólgu með taugastung- um einum, árangurinn væri um 85%. Síðan sýndi hann viðstödd um nálarnar, sem hann notaði, og eru þær mun injórri en títu- prjónar. Arinbjörn Kolbeinsson lýsti þessari aðferð á þann hátt, að prjónunum sé stungið í vissa taug í fæti, við það myndaðist reflex, sem hefði þau áhrif á botnlangann að hann herptist saman og tæmdist inn í görnina. Segist Kínverjinn hafa sannað þetta með röngtenmyndum. Ef sjúklingurinn fær . ekki bata á næsta sólarhring eftir þessa frum stæðu aðgerð, þykir nauðsynlegt að skera hann upp. Samtal um pólitík Á þessu stigi málsins var ekki j talið að fréttamaður Morgun- blaðsins mundi ofbjóða kínversk um kurteisisvenjum, þó hann spyrði nokkurra pólitískra spurninga. Hann sagði þ'ú: „Þið hafið lítið samband við Bandaríkin?" „Já“, sagði dr. Chu Shou-ho, barnasjúkdómalæknir í Peking, sem nú varð fyrir svörum. „Er mikil andstaða í Kína gegn Bandaríkjunum?" „Já, gegn bandarísku ríkis- stjórninni“. „Þér vitið að sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum. banda ríska þjóðin er mjög and- stæð kinversku ríkisstjórninni". „Jæja, en það er allt annað, Bandaríska ríkisstjórnin segir fólkinu ekki rétt til um þróun- ina í Kína og hún er á móti kínversku þjóðinni. En kín- verska stjórnin er ekki á móti bandarísku þjóðinni". MuUersmótið á morgun SKÍÐAMÓT það, sem kennt er við brautryðjanda skíða- íþróttarinnar, L. H. Miiller, og er svigmót, fer fram á vegum Skíðafélags Reykja- víkur nk. sunnudag við Skíðafélags Reykjavíkur, fyrir tæpum tveimur árum. Þegar fé'.ag hefir unnið bik- ar þennan fimm sinnuin fær það hann til eignar. Þátttakendur í fyrstu sveit- inni fá aukaverðlaun. Ennfremur stendur til að sá keppandi sem fær bezta saman- lagðan brautartíma, fái sérstök verðlaun sem gefin verða í til- efni þessa fyrsta „Múllersmóts“. Sl. tvo vetur varð eigi af keppni þessari vegna snjóleysis Múllers-bikarinn. f Skíðaskálann í Hveradölum og hefst kl. 2 e. h. — Mótið mun standa yfir í rúmlega 2 tíma. Keppt verður í fjögra manna jsveitum og munu tvær sveitir vérða frá hverju félaganna, Ár- tnanni, Í.R. og K.R. Samtals verða því 24 kepp- endur sem fara tvær ferðir hver. 1 Sú sveit sem ber sigur úr být- um fær afhentan farandbikar þann, „Múllersbikarinn", sem gefinn var af fjö'lskyldu L. H. Múliers 1 tilefni 45 ára afmælis við Skíðaskálann þegar mótið skyldi fram fara. Búast má við harðri keppni þar sem allir eða flestir beztu svigmenn Reykvíkinga leiða hér saman hesta sína. í slíkri sveitakeppni þarf keppandi sérstaklega að gæta öryggis til þess að sveitin verði eigi úr leik auk þess sem hver einstakur verður að leitast við að ná sem beztum brautartíma. jr I stuttu máli SVIÞJOÐ og Rússland léku lands leik í íshokkí í dag. Svíar unnu með 6 mörkum gegn 4 (3:2 — 2:0 j —1:2). Þetta er fyrri leikurinn j af þeim landsleikum, sem lönd- in hafa samið um í þessari grein. Sigur Svía var verðskuldaður og byggðist á traustu og jákvæðu spili Svíanna. Rússarnir voru; daufir og kraftminni en þau landslið sem Rússar hafa áður sent út af örkinni. FINNINN Kalevin Kærkinen sigraði í stökkkeppni er fram fór j í Insbruck í dag. Stökk hann í síðara stökki 84 metra á góðum ’ stíl og setti brautarmet. Með þessu stökki tryggði hann sigur sinn yfir Olympíumeistaranum Helmuth Recknagel og munaði 1 Vi sligi á þeim (228 stig á móti 226%) Norðmaðurinn Olaf Solli Varð fjórði með 220 stig. Aðalfundur Víkings AÐALFUNDUR Víkings var haldinn sl. sunnud. í félagsheim- ilinu við Hæðargarð. Fjölmennt Var á fundinum og var forseti Í.S.Í. meðal fundarmanna. Félaginu hefur nú verið skipt í deildir og höfðu þær áður hald ið sína stofnfundi og kosið sér stjórn. Form. knattspyrnudeildar er Ólafur P. Erlendsson, form. Handknattleiksd. Hjörleifur Þórð arson og form. Skíðadeildar Jónas Þórarinsson. Afgreidd voru mörg mál á fundinum og fluttar skýrslur frá 3 nefndum sem séð hafa um heim sóknir og utanfarir á vegum fé- lagsins. Skýrsla stjórnarinnar var sérstaklega góð og ber vott um góðan hag félagsins. Aðalstjórn félagsins fyrir næsta starfsár var kosin: Ólafur Jónsson, form.; Gunnar Már Pét ursson, varaform.; Gunnlaugur Lárusson, ritari; Haukur Eyjólfs- son, gjaldkeri Pétur Bjarnason, spj aldskrárritari. í varastjórn eru: Haukur Óskars son, Árni Árnason, Ólafur Jóns- son rafvirki Við teborðið „Teljið þér ekki að ástandið geti batnað?" „Ekki nema Bandarikjastjórn breyti um stefnu". „En Bandaríkjamenn mundu kannski svara spurningunni öðruvísi, þeir mundu segja: Ekki nema kínverska stjórnin breyti um stefnu. Hvað segið þér við því?“ „Hví skyldum við breyta okk- ar stefnu, okkar stjórn gerir allt rétt. Hún þarf ekki að breyta um stefnu." „Margir segja nú samt, að ykkar stjórn hafi ekki farið rétt að, til dæmis í Tíbet“. „Það er ekki okkar skoðun. Tíbet er aðeins hérað úr Kína, en ekki ríki. Það er hlægilegt að tala um innanríkismál Tí- bet“. „Dalai Lama er ekki á sömu skoðun, þér vitið það“. „Það er ekkert að marka Dalai Lama. Heimsvaldasinnarn ir standa á bak við hann. Hann er ekki frjáls maður. Þess vegna varð hann að flýja Tíbet“. „En Kínverjar gerðu hernað- arárás á fólkið í Tíbet, er það ekki rétt?“ „Nei, það var fólkið í Tíbet sem byrjaði. Við höfum ekki gert neina árás. Tíbet var frels- að 1950 úr höndum Shang Kai Shek, án hernaðaríhlutunar." „Þetta er skoðun stjórnar ykkar“. „í Kína er skoðun fólksins og stjórnarinnar alltaf hin sama. Við höfum nefnilega alþýðu- stjórn". „Hver er þá skoðun ykkar og stjórnarinnar á Shang Kai Shek?„ „Hann er múmía“. Nú skaut prófessor Jóhann inn í: „En það voru Bandaríkja- menn, sem hjáipuðu ykkur til að frelsa land ykkar undan Japönum‘. „Við erum ekki þeirrar skoð- unar“. „Þið vitið að þeir sem þið kallið heimsvaldasinna, tala einnig um ykkur sem heims- valdasinna, þið hafið of lítið landrými og ykkar stefna sé út- þenslustefna, eins og komið hef- ur fram í Tíbet. Þegar árin líða verður orðið svo margt fólk í Kína að þið verðið að hefja landvinninga“. Kínverjarnir hristu höfuð- ið. Fréttamaður Morgunblaðsins hélt þá áfram: „Ef fólksfjölgunin í Kína verður áfram eins og hún hefur verið, verða Kínverjar 10 þús- und mililjónir eftir nokkrar ald- ir, hvar ætlið þið að hafa allt þetta fólk?“ „Fólksfjölgunin verður minna vandamál í Kína en til dæmis í Bretlandi. Við leggjum aldrei undir okkur önnur lönd“. „Er Mao gott skáld?“ „Hann skrifar stórkostleg ljóð“. . „Um konur?“ „Nei, fólk“. „Eru allir KínVerjar hrifnir af Mao?“. „Auðvitað, við elskum hann Ö14“. ,,Eruð þið hrifnari af honum en til dæmis Lao Tse?“ „Já, Lao Tse og Konfúsíus voru góðir heimspekingar á sín- um tíma en eiga lítið erindi við okkur í dag“. Prófessor Jóhann Hannesson tók lítinn þátt í þessum viðræð- um, þó að hann væri vís til að skjóta inn í einu og einu orðL Aftur á móti talaði hann við formann nefndarinnar um barna uppeldi í Kína. Allt í einu sagði hann hátt upp úr eins manns hljóði: „Þegar ég ber saman unglinga skemmtanir hér og í Kina, sé ég að það er dansinn og kvikmynda húsin, sem eru að eyðileggja unglingana á íslandi. Kínverj- ar telja hvorttveggja fordjörfan- legt. Þeir standa á mjög gömlum merg í þessum efnum og dettur ekki í hug að hafa dansleiki". „En kommúnurnar“, spurði fréttamaður Morgunblaðsins, „hafa þær ekki slæm áhrif á barhauppeldið? Losna börnin ekki úr tengslum við foreldra sína“. „Nei, nei,“ svöruðu Kínverj- arnir einum rómi. Börnin eru með foreldrum sínum og komm- únurnar hafa engin áhrif á upp- eldi þeirra. Kommúnurnar eru einungis til þess að auka ræktun og framleiðslu, því við höfum ekki nóg af vélum og verðum að safna saman öllum kröftum í kommúnunum. Kommúnurnar eiga að koma í staðinn fyrir j vélar, okkur skortir nefnilega j vélar. í kommúnunum búa menn fjölskyldulífi og eiga sjálfir nokkrar hænur og eitt eða tvö svín. En framleiðslan er eign kommúnunnar, eða ríkis- ins, eins og vera ber.“ „Það er mikil vinátta með ykkur og Rússum, er það ekki?“ „Jú, auðvitað". „Þeir eru þá ekki álitnir sömu erlendu djöflarnir og til dæmis Bandaríkj arnenn?" „Nei, nei.“ ,,En þeir líta eins út“, skaut próf. Jóhann inn í. „Já, en þeir hafa farið öðru vísi að okkur“. ,Og þið teljið að miklar fram- farir hafi orðið í Rauða-Kína?“ „Já, það hafa orðið miklar framfarir. Nú er enginn drykkju skapur þar lengur og við höfum algerlega útrýmt vændiskonum úr hafnarborgunum". „Og samt segið þið að allir séu hamingjusamir í landi ykk- ar.“ Nú var teið búið og staðið upp frá borðum. Kurteisi Kín- verjanna leyndi sér ekki, þegar þeir þökkuðu fyrir .sig og kvöddu. En vegna siðustu at- hugasemdar blaðamannsins sagði prófessor Jóhann um leið og við gengum út, að blaðamaðurinn hlyti að vera rotinn kapitalisti, þó ekki væri hann heimsvalda- sinni. Af þessum ummælum höfðu Kínverjarnir hina beztu skemmt an og hlógu dátt. Þeir fundu að þeir áttu sterkan bandamann i guðsmanninum, þegar mórallinn var annarsvegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.