Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. janúar 1961 MORGUlSfíLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: V/ð móðurkné JLitið yfir tjarnirnar þar sem veiðimennirnir eru að verki. Lengst tii hægri leika sér ungar stúlkur á skautum á tjórn, sem tekin verður í notkun á næsta vori. A vetrarver- tíð á Laxalóni frekara viðtaLs svo að við snerurn okkur að því að mynda. Nokkrar telpur voru að leika sér á skautum á tjörn þarna skammt frá, aðrar skautuðu eftir svelluð- um veginum. Smiðshjónin í Nasaret hafa farið pílagrímsför til Jerúsalem, og að þessu sinni hafa þau lofað elzta syninum að fara með sér. Þau eru á heimleið, er þau gera þá uppgötvun, að hann er ekki með þeim og ekki með samferða fólkinu, frændum og vinum frá Nasaret. Hvar gat barnið hafa gleymt sér? Einmitt þessi dreng ur, sem þau höfðu aldrei þurft að hafa áhyggjur af. Þau snúa við og í helgidóminum finna þau hann. Þangað hafði dregið hann sú þrá, sem í honum var sterkari en allar aðrar. Á heimleiðinni hugsar María um liðna daga. Hún minnist kyrr látra stunda heima í Nasaret, þegar hún var að kenna þessum syni að leggja litlu lófana sam- an og biðja fyrstu bænina. Þá hafði hún oft staðið undrandi andspænis þessu barni. Oft hafði hana líka furðað, er hún leiddi hann við hlið sér til litlu kirkj- unnar heima, hvílík kyrrð var yfir honum og friður, er hann sat hljóður við hlið hennar þar, og hve kotrosknar voru spurn- ingar hans, er heim kom, hve trúarheimurinn var honum op- inn, þessu barni. Og María hugsar um þessa daga í Jerúsalem. Er pílagrím- arnir höfðu farið um borgina, skoðað mannvirki hennar og ann Óli litli sonur eigandans á^- ÞAÐ var að minnsta kosti 12 st. frost í fyrradag þegar við renndum tveir blaðamenn upp að Laxa- lóni við Grafarholt til þess að vera viðstaddir vetrarvertíð eða sláturtíð á regnbogasilungi. — Sælir strákar, sögðum við, við þrjá smáhnokka, sem voru á vappi í kringum silungapollana. — Sælir. — Eru karlarnir þarna að gefa silungunum? — Nei, þeir eru að slátra, sögðu strákarnir. Við prikuðum okkur áfram eftir glerhálum bökkunum eins og beljur á svelli, dauð- hræddir um að detta ofan í spriklandi silungagerið í tjörnunum. Að vísu var ís yfir tjörnunum, og þótt frostið væri svona mikið, treystum við því ekki að hann væri mannheldur. Á þessum tíma, þegar ís er yfir tjörnunum er silungsbrönd- unum ekki gefið. Þær bera sig ekki eftir björginni í kulda. — Góðan daginn, sögðum við. — Mump! Humm! sögðu tveir menn, sem bogruðu yfir kassa fullum af regn- bogasilungi, hálffrosnum. — Þið eruð á vertíð? spurð um við. Hvorugur sagði neitt. Ungi maðurinn með skinnhúfuna leit upp, en sá gamli, með húfuna öfuga, hélt áfram að bogra við kassann. — Er þétta ekki nálfgert kuldaverk? — Nokkuð, sagði sá með dfugu húfuna. — Veiðið þið silung með neti, háf eða einhverju slíku? — 1 kassann þarna, sagði húfumaðurinn, benti niður fyr ir tjörnina og hélt áfram að tína upp krapaðan silunginn. — Er allur silungurinn af þessari stærð? —■ Nei. — Hvað eru margir silung- ar í hverri tjörn? Þeir félagar voru búnir að taka upp handbörurnar og héldu af stað með byrði sína heim að frystihúsinu. Sá gamli var á eftir og sagði: — Það veit enginn. ★ Heima í frystihúsinu var stúlka að slægja og þvo sil- unginn upp úr volgu vatni, síðan var hann settur í smekk legar plast-umbúðir, raðað í pönnu og síðast fór hann inn í frystinn. — Vinnið þið margar hérna? — Nei, ekki núna, bara ég ein. Stundum erum við fjórar. — Eruð þér búnar að vinna við þetta lengi núna? — Nei, ég byrjaði í dag. Það hefir ekki verið unnið við þetta síðan í nóvember. Okkur leizt þeir vertíðar- menn ekki árennilegir til Óli litli (t v.) og félagi hans með tvo regnbogasiiunga. Laxalóni Skúla Pálssonar var þegar reiðubúinn að lofa okkur að mynda sig og einn félaga hans, þar sem þeir halda á regnbogasilungum. Næst snerum við okkur að vertíðarmönnum þar sem þeir komu kjagandi með nýja byrði. Þeir gengu eftir hitaveitustokknum, sá með öfugu húfuna á eftir. Allt í einu nam hann staöar og kail, aði til okkar: — Helzt ekki! Nei ekki! — Ekki hvað? — Ekki myndatöku! Við önsuðum þessu ekki^ Komnir á vertíð höfðum við enga samúð hvorki með mönrnjj um með öfugan sixpensara nt£ niðurbretta skinnhúfu. Við tókum meira að segja tvær myndir af þeim. Því miður var Skúli Páls-< son ekki heima er við komum* en við hringdum til han.s seinna og lögðum fyrir hanr nokkrar spurningar. Hann tjáði okkur að regn-< bogasilungurinn væri um 30: cm. langur er hann er tekinnj til útflutnings og 250—300 gr.| að þyngd. Þessum þunga hefirj hann náð á 2—2% ári. Að| þessu sinni fara 2—3 tonn tilr Bandaríkjanna, en þar er að-5, almarkaðurinn fyrir þessa'í vöru og þykir hún hnossgætyí mikið. 1 Sá með öfuga húfuna: — Ekki myndatöku! Skúli sagði okkur áð silunga: rækt færi mjög í vöxt hjá| Dönum. Einnig eru Japanir: komnir með regnbogasilung-* inn á Bandaríkjamarkað og‘ eru erfiðir í samkeppni. Áú Laxalóni eru yfir 20 tjarnir- í notkun. Á þessum tíma erí | rólegt þar efra, en með hækk-¥ andi sól verður þar meira unv| að vera. — Við öfundum þá húfumenn? ekki af starfanum í frostinuS og höldum heim á leið, þvíÍ okkur er orðið hrollkalt. að, sem ferðamenn girntust að sjá, var sem musterið væri hon um innst og efst í huga. Og þeg ar pílagrímarnir fóru á sölu- torgin og öfluðu nauðsynja eða keyptu minjagripi til að hafa með sér heim, hafði hann þrá- sinnis leitað í helgidóminn og dvalizt þar. Nú gekk hún við h'lið hans á leiðinni heim, hljóð og spyrj- andi um þetta barn. Máltækið segir, að snemma beygist krókur að því, sem verða vill. Það sem ríkast varð ein- kenni þessa manns síðar, bjó nú þegar í sálu hans og brauzt út í þeirri athöfn, sem ein bernsku sagan af honum hermir frá. Börn eru enn eins og þau voru þá. í einfaldri athöfn barnsins kann einmitt það að vera að tj á sig, sem verður sterkastí þátt urinn í lífi þess á fullorðinsár- um. Og þetta á ekki aðeins við um hæfileika barnsins og eðlis kosti, heldur einnig um hitt, sem er óæskilegt, um gallana. Allt sem fram kemur í manninum á fullorðinsárum, er til í barninu, og á margan hátt er það að brjót ast fram í athöfnum barnsins og tjáningum og sést ef gaumur er að gefinn. Þess vegna er það þýð ingarmikið, að móðirin og aðrir uppalendur þekki hið góða nógu snemma, til þess að glæða það, og þekki líka nógu snemma hitt, sem til óheilla stefnir, og beini því með varfærni á réttan veg. María fæddi og ól upp þann son, er varð lausnari mannkyns. Stórkostlegt var hennar hlu-t- verk. En stórt er líka það hlut- verk, sem hverri móður er trúað fyrir. Og sagan af Jesú ±2 ára í musterinu ber öllum þeim, sem uppeldi annast mikinn boðskap: Með öllum börnum býr vísir að því, sem birtist með þeim síð- ar, á fullorðinsárum. Þótt börn séu margvísleg, býr með þeim öllum einhver neisti þess, sem bjó í 12 ára sveininum fró Nasar- et og dró hann ómótstæðilega í helgidóminn. Með öllum kynslóð um og lýðum, sem vér vitum um að lifað hafi á jörðu hefir búið innsta þráin, sem beinist frá heimi til himins. Engin kynslóð hefir lifað svo, að guðsþráin hafi ekki borið sér margvíslegt vitni í lífi hennar. Margir hafa reitt gegn trúarþörfinni til höggs, en höggin hafa geigað. Margir þeirra hafa að lokum staðið í sömu sporum og Júlían keisari, sem barðist gegn hinum sigrandi söfnuðum Jesú frá Nasaret, en á að hafa dáið vonsvikinn með þessi orð síðust á vörum: „Þú hefir sigrað, Galílei!“ Þessum heilaga loga hafa mæð urnar framar öðrum viðhaldið, vakað yfir honum og glætt hann í hjörtum barnanna. Það hefir orðið þeirra hlutverk, einkum, að veirðveita þann heita eld, þá helgustu arfleið frá einni kyn- slóð til annarrar. Svo verður að vera enn og með komandi kyn- slóðum. Þar er María, móðirin í Nasar- et, hin mikla fyrirmynd. Það sem drengurinn hennar lærði og nam við móðurkné hennar á kyrrlát- um helgistundum í smiðsheimil inu, glæddi þann loga, er síðar varð ljós kynslóðanna. Enginn veit, að hve miklu leyti það ér hennar starfi, hennar trú, henn ar þolgæði að þakka, að guðsþrá in leiddi hann 12 ára gamlan í musterið í Jerúsalem. , Frá því atviki segir guðspjall þessa helgidags. Það minnir mæð urnar, það minnir alla þá, sem uppeldi hinna ungu hafa með höndum, á miklar og heilagar skyldur. í dag boða prestar Reykjavík urprófastsdæmis fermingarbörn þessa árs til undirbúnings fyrir fermingima. Guð gefi að verk þeirra beri ávöxt. En um árang urinn virðist oft vanséð, hafi María — móðirin — ekki áður verið að verki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.