Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. janúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ Sími 35936 Nýlega opinberuðu trúlofun *ína ungfrú Jónina Steindórs- dóttir, Nýbýlavegi 48 A, Kópa- vogi og Víkingur Sævar Sigurðs- son, Bjargi við Tómasarhaga. í gær voru gefin saman í hjóna band, ungfrú Kristín Möller, Eski hlíS 18 og Kristján Ragnarsson, Háteigsv. 14. — Heimili þeirra verður að Háteigsvegi 8. Á jóladag opinberuðu trúlofun slna ungfrú Margrét Thorlacíus, Nýlendugötu 20 A og Ólafur Berg sveinsson, Ránargötu 20. Breiðfirðingabúð. Stúlka óskast að tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum. — Stúdentsmenntun æskileg. — Tilboð sendist tilrauna- stöðinni fyrir 20. janúar. H.Í.P. Dansleikur í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. ★ Hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi til kl. 2. ★ Ragnar Bjarnason syngur. Miðasala frá kl. 8,30 í anddyri hússins Flugfélag íslands h.f.: — Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 15:50 í dag frá Homb., Kaupmh. og Ósló. Fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:30 i fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar og Vestmannaeyja. — Á morgun: Til Akureyrar, Fagurhóls- *nýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Siglu fjarðar og Vestmannaeyja. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Riga. — Askj* lestar á Austurlandshöfnum. — Þú ert yndislega falleg stúlka. — Uss, þetta mundirðu líka segja þó að þér finndist það ekki. — Já og þetta myndi þér líka finnast þó ég segði það ekki. — Svo þú hefur kennt konunni þinni að spila póker? — Já, það var ágætis hug- mynd, því að á laugardaginn vann ég næstum helminginn af kaupinu mínu aftur. lÚtM, SENOIBILASTDÐIN SANDGERÐI og NÁGRENNI Sníð og máta kven- og barnafatnað. — Fljót af- greiðsla. Kristín Sigurðar. Suðurgötu 28, Sandgerði. Sími 7456. ("Geymið augiýsinguna) Get tekið nokkra menn í þjónustu. — Uppl. í síma 50921. -atriVTiBaWTínii’.' tp Samy Wild og Kari-Kari systur Sýna helgidans Eldguðsins í kvöld Ibúð 3ja herb. fbúð «1 leigu IS. jan. á hitaveitusvæði í mið bænum fyrir reglusamt fólk. Tilb. sendist Mbl. fyr ir 11. þ.m. merkt „Miðbær- — 1022“ Franskur stúdent tekur að sér frönsku- kennslu í einkatímum. — Tilb. merkt: „Frönsku- kennsla — 1172“ berist Mbl. fyrir miðvikudag. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — ar hin óhlutræna myndtúlkun byrjaði að fóta sig í danskri list á stríðsárunum seinni, var Svavar búsettur hérlendis. Hann var í hópi þeirra, sem stóðu að „Haustsýningunni" og barðist á sömu víglínu og þeir Richard Mortensen, Ejler Bille, Egill Jacobsen, Carl Henning Pedersen og Asger Jorn. Þannig lagði hann sinn skerf til þess að vinna óhlut- rænni málaralist þegnrétt í dönsku listalífi. Því þekkjum við þennan íslending og vitum að hann er góðum gáfum gæddur. Um skeið hefur okk- ur þó ekki gefizt kostur á að sjá mikið safn mynda hans á einum stað, né getað fylgzt með þróunarferli hans, síðan hann hvarf til síns heimalands í stríðslok. Nú hefur Kunst- foreningen fengið þá góðu hug mynd, að bjóða honum að halda yfirlitssýningu, þar sem okkur gefst tækifæri til að sjá bæði elztu og nýjustu myndir hans. Um skeið var Svavar Guðna son nemandi Fernand Léger í París, og má sjá merki þess í elztu myndum hans. Þær eru kantaðar og konstrúktívar — og höfundur þeirra virðist ganga vitandi vits og með köldu mati að verki sínu. En ekki leið á löngu áð- ur en heitt skap og knýjandi þörf til hispurslausrar atlögu gerðu vart við sig. Rétt fyrir stríð hafði Svavar þróað með sér myndstíl, sem færði hann í flokk þeirra málara, sem skömmu síðar urðu félagar hans í Haustsýningunni. Með ofsa — stundum gjörsamlega taumlausum — hellti hann sér yfir léreftið. Myndir þessar einkennast að tindrandi, sindr andi línuspili, sem virðist sprottið fram í ofsagleði. Lit- irnir tendrast með hamrömm- um krafti — hér gefur að líta hvaða skilning beri að leggja í orðið andverkan (kontrast- virking). f hálfan áratug mál- aði Svavar í þessum stíl, og nær þar einna hæst í mynd- inni „fslandslag". Myndin ork ar á áhorfandann sem voldug sýn í hvítu, rauðgulu og grænu. Hún er sem hljómandi þakkaróður til náttúrunnar fyrir ríkdóm hennar og eilífu igjöfli. Frá þessum tíma er og ,,Steðjinn“, þar sem minn- ingin um glóð og neista, þung an málm og dunandi hamars- högg leiðir hugann að eldgosi. Svavar hefur horft djúpt í hina hvítu glóð og áhrifin voru svo rík að frásögnin tók á sig eðli hins gjósandi gígs. Af hamslausum skaphita, hreinlega frumstæðri lita- gleði, er mynd þessi sprottin. En hvernig eru þá hinar nýju myndir Svavars Guðna- sonar. Þær ólíkjast mjög hin- um eldri. Um 1950 setti hann sér að halda skapsmunum sín- um í skefjum. Pensillinn fékk nú ekki að bósa sem fyrr, — frjálsræði og ástríða skyldu nú ekki fá að steypa stömp- um öllu lengur. Og þá var reglustikan tekin fram. Hann leitaði hinna einföldu flatar- mynda og nákvæmt teiknuðu komposisjóna. Hann gerðist non-figurativ-málari í orðsins eiginlegustu merkingu. Sem betur fór tók st hon- um ekki að hylja glæðurnar ösku. Litir hans ráða ávallt yfir nægri orku til þess að við liggur að þeir brjótist yf- ir hinar egghvössu markalín- ur. Og jafnaðarlega ber mynd- n vitni þeim óróleika, sem Svavar ekki fær vísað á bug. Hversu geometriskar sem myndir hans kunna að vera, þá vitna þær þó ávallt um viðkvæmt og rómantískt hjartalag — hörkukraft og óslökkvandi lífsþorsta. Á stundum sýnir Svavar Guðnason að hann getur einn- ig orðið fyrir hinum mildustu hughrifum og grípur þá til hreinfáðar efnismeðferðar, en hin hljóða mildi framleiðir einungis staka tóna, sem gilda sem undirleikur — höfuð- temainu til styrktar. Og þetta tema er svellandi söngur til orðinn af kynnum við hrjúfa og hrikafagra náttúru. Dásam legt lag. Bertel Engelstoft. ÞETTA er ein af myndunum á yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar, sem nú stendur yfir í Listasafni rík- isins á vegum menntamála- ráðs. Mynd þessi heitir „Jóns- messudraumur“ og er máluð 1941. Sýningin á verkum Svav ars var opnuð 10. des. og hafa á þriðja þúsund manns sótt hana og mun henni ljúka í kvöld. Sýning þessi er að mestu leyti sú sama og Kunst foróningen 1 Kaupmannahöfn gekkst fyrir þar í borg í haust, og vakti hún mikla hrifningu. Birtum við hér grein, sem Bertel Engelstoft skrfaði í Politiken um það leyti, sem sýningin var opnuð í Kaup- mannahöfn. ★ Okkur er fortalið að fsland sé úr grjóti, möl og bruna- hrauni — að auðnin teygist yf ir mikinn hluta landsins. Og við vitumi að hin veðurtolls- lega eldfjallaeyja er umlokin hafi, sem freyðir og svarrar, — hinu víðfeðma Atlantshafi. Alvara og myrkur einkenna og þær landslýsingar, sem við höfum fengið frá málurunum Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. En ísland hlýtur að hafa upp á annað að bjóða en dimm fjöll og naktar grjótauðnir, — það sannfærumst við um hjá Svavari Guðnasyni. Myndir hans eru að visu ekki beinar lýsingar á náttúru landsins, heldur tákn um gleði hans yfir himni og jörð. Þær eru hugsýnir sem tengja draum og veruleika. Myndir Svavars eru óhlut- rænar en enginn skyldi halda að þær væru tízkugeipar. Þeg- BREIÐFIRÐIIMGABUÐ Cdmlu dansarnir í kvöld kl. 9. — Hljómsveit Árna Isleifssonar. Dansstjóri: Ifelgi Eysteinsson. Sala aðgöngumiða hefst kl. 8. — Sími 17985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.