Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 6
6 Sunnu3agur 8. Janöar 196i MORGUISBLAÐIÐ Blaðað i í sl3 nzka almarta UM áramótin horfa menn spyrj- andi fram til nýja ársins; hvað mun I»að feia í skauti sínu? Flest af því, sem menn vildu vita, er auðvitað hulið, en sumt er þess eðlis, að það má segja fyrir með fullri vissu. Það á við nm sjálfa umgerð ársins, ef svo má segja, skiftingu þess í daga, vikur, mánuði og árstíðir, svo og nm hátíðir og fleira, sem hlýtir föstum reglum, en þetta er það efni sem almanakið flytur ár- lega. Ýmsir gera sér að reglu að hef ja nýtt ár með því að glöggva sig á íslenzka nlmanakinu og sumir, einkum eldra fólk að ætla n>á, kynnir sér vel efni þess. Hinir munu þó miklu fleiri, sem ekki gera það og láta sér koma ýmislegt á óvart að óþörfu. Er það ekki ótítt að menm leiti með ærinni fyrirhöfn upplýsinga um hluti, sem þeír gætu fræðzt um fyrrhafnarlaust með því að opna almanakið. Æði mörgum virðist alveg ó- kunnugt um það hvaða vitneskju er að finna í almanakinu og því virðist ekki úr vegi að rekja hér efni þess í fáum orðum. 1 lögum frá ’21 segir að „Háskóli íslands skuli hafa einkarétt til að gefa út og selja eða afhenda með öðrum hætti almanök og dagatöl á íslandi". Árlega kaup- j ir Þjóðvinafélagíð þennan rétt og kemur almanakið út á þess vegum, en reiknað fyrir ís’and og búið til prentunar af tveimur >áskó1?«,'<»nnurum, þeim próf. ! f.eifi Ásgeirssyni og próf. Trausta S'narssyni. Fjöldi daga-' tala, sem ýmsir aðilar gefa út :neð sérstöku feyfi eru byggð á ';=s=u almanaki. Á 1. síðu er sögð afstaða árs- 'ns til h’aunár- o»- sumarauka, r;o ov hnrttst'ða Revkja'.-íkur. Á ", síðu er gefinn upp tíminn sem liðien er frá nokkrum merk isvið'-urðum íslandssögunnar 1 Þar eru og sunnudagshókstafur, '’yllinital og paktar, sem þýð -r>gu hafa við reikning tímatais. Þó er gefinn lengstur og skemmstur sólareaneur í R°vkja vík og Iokg þeir myrkvar sem verða á árinu. Á 3.—14. síðu er daeatalið. hið alþjóðlega mánaðartal, kirkju-! árið (kirkjulegar hátíðir) og hið j íslenzka viku-, mánaða- og miss eratal. Hér er sagt hvenær tungl er í hásuðri frá Reykjavík dag hvern, hvaða daga tungl er hæst og lægst á lofti og hvenær það er nýtt og fullt. Þessar upplýs- ingar miðast m.a. við notkun tunglskinsins. Á hverjum mið- vikudegi er gefinn tími sólarupp rásar og sólarlags, en fyrir dag- ana þar á milli er hægt að áætla tímana með mínútu nákvæmni Á 15. síðu er tafla. sem sýnir hvenær sólin er í hásuðri frá Reykjavík hvem dag ársins. Af þessari töflu má sjá hinn svo- nefnda tímajöfnuð, en töf.una má nota til að finna suður ef stuðzt er við rétta klukku, eða til að setja klukkuna rétta eftir sólinni, ef suðurstefnan er þekki Á 16.—17. síðu er tafla um flóð í Reykjavík og á næstu síðu tafla til að finna flóðtima margra annarra staða á landinu.' Hér kemur og kafli um stöðu og birtu reikistjarnanna og tafla, er sýnir hvenær björtustu reiki- stjömurnar eru í hásuðri. Auð- velt er hverjum notanda alman aksins að þekkja bjartar reiki- stjörnur eftir þessum upplýs- ingum og á það að vera óþarft sem nú hendir ósjaldan, að menn villist á reikistjörnum og gervitunglum eða jafnvel ljósum frá flugvélum. Sem stendur eru 2. reikistjörnur mjög áberandi; Venus er nú bjartasta stjama á himni, í hásuðri um kl. 16 rétt yfir sjóndeildarhring (11° hæð). Mars er i suðri um miðnætti og hátt á lofti (53°), hægra megin við tvíburana. Sem stendur er ekki aðrar reikistjörnur að sjá. Þá kemur kafli um gang tungls og sólar á íslandi, en það er leiðarvísir um það hvernig heimfæra eigi á aðra staði á landinu þær upplýsingar um sól og tungl, sem gefnar eru fyrir Reykjavík. Þetta, sem nú var talið, er allt fastir liðir í almánakinu ár eftir ár. Það á einnig við um öftustu (24.) síðuna, þar sem birtur er útdráttur úr lögum um tímatal og almanök, svo og hvenær pásk ar verða næsta ár. En ótalin er stutt groin, um 2 bls. serr er sér stök fyrir hvert ár. Fjallar hún oft um vísindalegar nýjungar á Framhald á hls. 23. •^ViðJiöfðurnhlakkað ÍÍL P.S. skrifar: Kæri Velvakandi- Eg og kona mín, ásamt tveim börnum okkar, vorum meðal þúsunda Reykvíkinga, sem lögðu leið sína inn á Skeiðvöll á þrettándanum. Börnin okkar tvö höfðu vart um annað talað allan daginn en álfabrennuna. Þau hlökk- uðu afskaplega til að sjá alla álfana, púkana og drísildjöfl- ana, og þá ekki síður Grýlu gömlu og Leppalúða. Tilhlökk un þeirra var svo mikil, að hún vakti barnið í okkur sjálf um úr dvala. Ég hygg að margir foreldrar hrífast þann- ig með börnum sínum og sjái hlutina með sömu augum og þau, a. m. k. um tíma. Það er ekki eins’ djúpt á barnið í okkur fullorðna fólkinu og margur heldur. Við lifum okk ar eigin æsku og bernzku að nokkru leyti upp aftur með börnum okkar. Við hjónin hlökkuðum sem sagt lítið minna til álfabrennunnar en börnin okkar tvö. Þegar við komum á Skeiðvöllinn, höfðu þúsundir manna safnazt í all- stóran hring um bálköst, sem logaði glatt og kastaði ævin- týrabirtu ó umhverfið. En mönnum er auðvitað ekkert nýnæmi á báli eftir áramótin. Allir biðu þess, að álfarnir og púkarnir kæmu fram á svið- ið urruhverfis bálköstinn. ♦ Álfarnir hurfu í mannhafið Þess var heldur ekki langt að bíða, að þeir, sem stóðu framarlega í hringnum um- hverfis bálið yrðu þeirra var- ir. Ailir aðrir, sem stóðu aft- ar í hringnum, fóru að mestu á mis við þann viðburð. Stöku sinnum var hægt að grilla i húfu eða skott, en þa,ð var ekki meira. Þarna voru engar upphækkanir, nema stöku náttúruhóll, sem gat aðeins veitt fáum betra útsýni. Menn með börn settu þau á háhest, svo a. m. k. þau færu ekki alls á mis. Þeir, sem voru með fleiri en eitt barn, urðu að reyna að skipta útsýninu á milli þeirra, en það er alls ekki þægilegt í öðru eins mannhafi og þrengslum og þarna voru. Svo þegar flestir feður voru komnir með barn á axlirnar, fóru þau vitanlega að skyggja hvert á annað, að ekki sé lalað um stálpaða ung- linga, sem voru of stórir til að verða teknir á háhest. Þeg- ar leið á brennuna, fór mann- fjöldinn að nálgast bálið æ meir til að reyna að sjá bet- ur. Því til fyrirstöðu voru nokkrir lögregluþjónar, sem máttu sín lítils gegn þúsund- um manna, og urðu að láta undan síga. Við þetta þrengdi svo að blessuðum álfunum, að þeir næstum hurfu inn í mann hafið, og líklegt er að ein- hverjum hafi þótt hitinn frá bálinu nokkuð nærgöngull. Þetta lenti sem sagt að meira og minna leyti í öngþveiti og upplausn. * Fóru vonsviknir heim Ekki bætti það úr skák, að MARGIR, bæði karlar og konur, segja: „Ég er allt af störfum hlaðinn. Ég hefi aldrei stundarhvíld .... I>ú kvartar yfir því að ég skyldi ekki svara bréfi þínu? En hvernig hefði ég getað komið því við? Geturðu ekki skilið það, að ég er að örmagnast af þreytu?“ Mín reynsla er sú, að það fólk sem segist vera ofhlaðið störfum, framkvæmi ekki mikið. Það veit bara ekki, hvernig það á að vinna. Það stagast á því, að dagarnir séu of stuttir, en hvernig notar þetta fólk tímann? Á hverjum morgni eyðir það dýrmætum mínút- um og stundum klukkustundum, í heilabrot um það, á hverju sé bezt að byrja. Sannir starfsmenn verja eins litlum tíma í slíkar hugsanir og mögulegt er. Þeir vita, að aðalatriðið er að byrja. Þegar hluta af verkinu hefur verið lokið, verður auðveldara að gera sér grein fyrir því hvað eftir er. Það er blátt áfram furðulegt hvað góður starfs- maður getur gert mikið á fáum klukkustundum. Ef rithöfundur skrifaði aðeins tvær blaðsíður á dag, þá myndi hann við ævilok sín hafa skrifað meira en Balzac eða Dickens. Sumt væri kannski ekki gótt, en það yrði úr nógu að velja. Miklir stjórnmálamenn eða miklir kaupsýslumenn framkvæma meira á tveimur klukkustundum, en venjulegur maður á tveimur mánuðum. Hvers vegna? Vegna þess að þeir einbeita sér að höfuð- atriðunum, vegna þess að þeir gleyma sér ekki við þýðingarlítil aukaatriði, vegna þess að þeir vita hvernig á að skipta verkum á milli undirmanna sinna, vegna þess að þeir halda tíma-spillum í fjarlægð. Þetta síðasta atriði er mikilvægt. Ef þú ert að vinnna verulega áríðandi verk, þá skaltu gera það ijóst, að þú viljir ekki láta trufla þig. Þú kannt að segja, að þetta sé hörð regla og að meðal þessarra tímaspilla kunni sumir að vera verðir meðaumk- unar og athygli. Vissulega, en hittu þá ekki í vinnutíma þínum. Fólk taldi hinn mikia Goethe ómannúðlegan, vegna þess að hann neitaði að sóa hinum „dýrmæta tíma sínum“. Kannski. En. einungis slíkur ómannúðleiki gerði honum kleyft að gefa mannkyninu Faust. Mjög mikilvægu verki, hvort heldur það er list- fræðilegt, stiórnmálalegt eða eitthvað annað, ætti að fórna öllu öðru. Hörð regla en gullvæg eigi að síður. „Lífið er stutt en listin löng“. Gerðu það því ekki styttra með því að gefa burt hinar dýrmætu stund- ir þínar. Neitaðu ekki sjálfum þér um verðskuld- aðar tómstundir, en meðan þú vinnur, áttu að vinna kappsamlega — og vel. hátalarakerfið var óvirkt, svo hvorki var hægt að nota það til að halda uppi einhverri skipulagningu, eða til að flytja sönginn og hljómlist- ina að eyrum manna, annarra en þeirra, sem stóðu næst hljómsveitarpallinum. Það var blátt áfram eins og söng- fólkið bærði varirnar, en ekk ert hljóð kæmi af vörum þess. Fyrir sönginn og aðra skemmt un höfðu hundruð og þúsund jr manna þó greitt aðgangs- eyri, sem var 25 kr. fyrir full orðna en 10 kr. fyrir börn. FERDIIMAIXiR Eg gizka á að þarna hafi ver- ið á milli 10 og 15.000 manns, svo eitthvað hafa þeir, sem stóðu fyrir þessu fengið í aðra hönd. En hvað fengum við i aðra hönd, hundruð karla, kvenna og barna, sem sáum minnst af því sem fram fór og heyrðum enn minna. Það er ekki nóg að girða af svæSi og selja aðgang að því, þaS verður einnig að skipuleggja svæðið þannig, að allir geti með einhverju móti notiS þeirra skemmtana, sem þeir hafa greitt að fullu fyrir. ÞaS er lágmarkskrafa að öll tæki, sem til greina koma við slík- ar útiskemmtanir sem þessa, séu brúkleg til sinna nota. Ég heyrði á tali fjölda manna, að þeir fóru vonsviknir heim, miklu fyrr en ella. Mér, konu minni og börnunum, fannst við hafa verið svikin, vegn* þess að við höfðum hlakkað einlæglega til þessarar kvöld- stundar með álfunum. Eg tel rétt að þetta komi fram, því ég veit að ég tala fyrir munn margra, sem þarna voru, og eins til þess að betur verði til vandað næst, þegar álfarnir fara á k»-eik. P.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.