Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 8. janúar 1961 MORCVNnr FramleiðsJuaukning og velmegun í Evrdpu I FYRSTA sinn á þessari öld hefur sameinginleg stálfram- leiðsla hinna sex landa Sam- eiginlega markaðsins í Ev- rópu farið fram úr stál- framleiðslu Randaríkjanna. Á fjögurra mánaða tímabili — frá byrjun ágúst til nóvv- emberloka nam stálfram- leiðsla þeirra alls 24.8 millj. tonna, en það var nær 4% meira en framleiðslan í Bandaríkjunum. Tímabil þetta var að vísu óvenjulega óhagstætt banda- ríska iðnaðinum, því að sakir litillar 'eftirspurnar var aðeins nýtt um 50% af framleiðslu- getu hans. En að hverju leyti var þetta tímabil óvenjulegt í evrópska iðnaðinum? J>að var óvenjulegt, en með öðrum hætti en í Bandaríkjunum. Margir, sem með þessum málum fylgj- ast, einkum í Bretlandi, hafa borið kvíðboga fyrir því að brátt tækju að sjást merki þess, að velmegun færi að minnka í Evrópu. Og þegar eftirspurnin eftir evrópskum bifreiðum tók að minnka utan álfunnar á miðju árinu þóttu mönnum blikur á lofti, sem bentu til þess, að endir yrði bundinn á velmegun Evrópubúa um árs- lok 1960. Enn sem komið er hafa þær spár reynzt víðs fjarri veruleik- anum. Að vísu hefur eðli vel- megunarinnar verið með nokk- uð öðrum hætti síðustu mánuð- ina en fyrr var. Vaxandi fjárfesting Síðasta skýrsla Efnahagsnefnd ar Evrópu í Genf sýnir að sú gróska, sem fleytt hefur efna- hag í Evrópu fram með fleygi- ferð síðan í ársbyrjun 1959, byggðist í upphafi fyrst og fremst á aukinni eftirspum eftir útflutningsvöru og geysi- mikilli sölu neyzluvarnings á heimamarkaði, auk þess sem húsbyggingar jukust — meðal annars vegna hagstæðra lánveitinga. Upp á síðkastið hefur sam drátturinn í Bandaríkjunum haft sín áhrif á útflutninginn, en kröfur neytenda heima fyr- ir aukizt minna en áður. En nýtt afl hefur komið í stað hinna fyrri — þar sem er vax- andi fjárfesting í verksmiðju- iðnað í Evrópu. Svo virðist sem reynsla síðustu ára hafi vakið lifandi áhuga manna á nýjum iðnaðarháttum og tekjum, sem aukið geta afköátin. Má að nokkru rekja þetta til vinnu- veitenda í Þýzkalandi og Hol- landi, sem voru vanir því frá styrjaldarlokum ,?ð geta fengið það vinnuafl, sem þeir þörfn- uðust en lentu svo í miklum vandræðum fyrir einu til tveim- ur árum vegna manneklu. Samkvæmt skýrslum E.C.E. virðist sem takmörkuð fram- leiðslugeta hafi haft minni á- hrif á framleiðsluna en menn óttuðust í upphafi ársins 1960. Hin hættulegu verðbólguöfl, sem voru mönnum tilefni al- varlegra umræðna sl. vor hafa ekki látið á sér bæra. Satt er að vísu, að verðlag hefur nú tilhneigingu til að leita upp á við, en raunverulegar hækkan- ir hafa orðið hóflegar. Athyglisverð athugun, sem ECE hefur gert á þessu ástandi sýnir, að það hefur orðið til þess að efla traust ríkisstjóma í Evrópu á getu sinni til að halda verðbólguöflunum í skefjum. — Það hefur gert þær djarfari og þær hafa nú orðið minni til- hneigingu til þess að grípa til örvæntingarfullra óyndisúrræða í því skyni, að halda fram- leiðslunni niðri, þegar er þeir sjá örla á verðbólgu. Þær eru jafnframt líklegar til að bregða fljótt við og lækka skatta og létta á öðrum þeim aðgerðum, er til hefur verið gripið til þess að veita meira fé í farveg efnahagslífsins, jafnskjótt og merki sjást þess, að útþenslan sé tekin að linast. Hið síðast- nefnda getur orðið afar mikils vert, ef samdrátturinn heldur ■A & 0 0- 0 0 0 0-.I isem viim um Fvrir gestaboð E F T I R nokkur augnablik koma gestirnir. Húsfreyjan hefur skipt um föt, farið í sinn fallegasta kjól, lagað hárið og snyrt sig. Allt er tilbúið, .það eina sem hún á eftir að gera er að leggja síðustu hönd á matinn, áður en hann er borinn fram. Og þá er það mikið atriði að klæðast góðum hlífðarfötum, sem vernda húsfreyjuna fyr- ir blettum, reyk og gufu úr pottum og frá ofni. Húsfreyjan getur verið nokkurn vegin örugg um að eyðileggja ekki föt sín og hárgreiðslu, ef hún saumar sér svuntuna, hettuna og manséttumar, sem sýndar eru á meðfylgjandi mynd. Svuntan hylur kjólinn vel, hettan fellur þétt að höfðinu og er það stór að hún kless- ir ekki hina nýtízkulegu og loftmiklu hárgreiðslu og mansétturnar vernda erm- arnar fyrir að verða fyrir hnjaski. ★ Nota má hvaða efni sem vera skal í alla hlutina, svo sem poplin, léreft eða næl- on; hettuna og mansétturnar má jafnvel sauma úr plasti. Efnismagnið er 114 meter af 90 cm breiðu efni, og auk þess ca. 3 m af nælonblúndu léttum blúndum eða lykkj- um. Svuntan Smekkurinn, böndin og' sjálf svuntan eru klippt, eins og sýnt er á meðfylgj- andi sniði. Hálsböndin eru hneppt í hnakkanum. Smekk urinn saumaður tvöfaldur og hálsböndin saumuð í saum- far smekksins. — Svuntan rykkt og fest á langhlið strengsins, bönd- in saumuð við strenginn, brotin saman, saumuð og snúin við. Strengurinn er Munstrið á svuntunni fæst með því að teikna það á 10x10 cm. 1=14 smekkur, 2= pappír, hver femingur er 14 strengur, 3=14 svunta, 4=vasinn, 5=hálsband, 6= band. Brjótið efnið og klippið munstrin út á efninu tvö- földu, að viðbættu 114 cm. breiðu saumfari, þó 5 cm. eft- ir neðri brún 3. Iðjuver í Essen í Þýzkalandi. áfram í Bandaríkjunum út árið 1961. En fram til áramóta 1961 —62 eru ekki líkur fyrir, að ríkin á meginlandi Evrópu þurfi að grípa til slíkra óeðli- legra ráðstafana. Þrír fimmtu hlutar Ef við enn einu sinni not- um stálið, sem nákvæman mæli kvarða á efnahagshorfurnar, þá má lesa greinilega aukningu úr síðustu skýrslum Kola- og Stál- brotinn yfir samskeytin og saumaður niður í höndun- um. Blúnda er fest yfir smekkinn þveran, 10 cm frá efri brún hans, og smekkur- inn saumaður við strenginn. Áður en vasinn er saum- aður á, er blúnda saumuð á brún hans, auk þess teygju- snúrubraut, 3 cm frá brún- inni og teygja dregin þar í gegn. Hettan Teiknið hring á efnið 50 cm í þvermál og klippið hann út. 5—6 cm breiður hringur eða skáband (helzt úr þynnra efni) er saumað- ur á réttunni við yztu brún hringsins, síðan snúið við. Á hringsræmuna er saumuð teygjusnúrubraut, 3 cm frá yztu brún og teygja dregin þar í gegn. Manséttumar Klippið tvo ferhyrninga, 20x30 cm og saumið þá báða saman í styttri hliðunum með grunnum saum. Annar endinn er faldaður og teygja dregin þar í gegn (við úln- liðinn), en hinn endinn er skreyttur með blúndu. FISKISÚPA Uppskrift af sænskri fiskisúpu, ódýrri og fljótlagaðri: 1 kg. ný síld, ca. 2 1 vatn. 4 lár- viðarblöð, 4 kartöflur, 3 gulrætur, hökkuð steinselja, 1 dl. rjómi, pip- ar og salt. Síldin flökuð og beinin tekin úr. Hvert flak skorið í fimm bita og þeir soðnir i vatninu ásamt lár- viðarblöðunum, en aðeins stutta stund. Síldin tekin gætilega upp úr pottinum, soðið síað. Pá er kartöfl- urnar og gulræturnar skornar í bita og soðnar í soðinu. 3>egar ailt er soðið er súpan brögðuð til með pipar og salti, rjóminn þeyttur i — og rétt áður en súpan er borin fram er síldin sett í súpuna. Að lokum er mikið af steinselju stráð yfir. sambands Evrópu (sem ríkin sex eru aðilar að) en hún fjall- ar m. a. um pantanir, sem stál- verksmiðjur hafa fengið í nóv- embermánuði. Um sumarmánuðina virtist etfirspurnin á plötustáli vera minni en framleiðslan. Eftir- spurnin, sem hafði aukizt á fyrstu mánuðum ársins tók að minnka, en frá því snemma í haust hefur vélaiðnaðurinn og aðrir stálnotendur pantað meira hjá verksmiðjunum og er nú útlit fyrir að eftirspurnin sé það stöðug, að jafnvægi sé milli afkasta og eftirspurnar. Pant- anir liggja fyrir þrjá mánuði fram í timann og tryggir það verksmiðjunum fulla starfsemi a. m. k. fram til vors. Bandaríkin eru sá aðili, sem notið hefur mest góðs af vel- meguninni í V-Evrópu á sl. ári. Af hinni gífurlegu útflutnings- aukningu Bandaríkjanna árin 1959 og 1960 — sem nam um 4 bilij. dollara árlega — hafa þrír fimmtu hlutar farið til V estur-Evrópu. Minnkandi innflutningur Banda ríkjamanna frá Evrópu og auk- inn útflutningur þeirra þang- að hlaut að bæta viðskipta- jöfnuð þeirra við Evrópu, en vegna fjárfestingar Bandaríkja- manna í iðnaðarverum í ýms- um löndum Evrópu virtist hann fljótt á litið þeim óhagstæður. Bretar standa í stað Bretland hefur haft minnstan hag af þessari þróun mála. í raun og veru hefur brezkur út- flutningur dregizt saman á s1 ári í hlutfalli við aðrar þjóðn, þrátt fyrir hinn b astrandi Evrópumarkað við bæjardymar og þrátt fyrir þá staðreynd, að neyzla Breta heima fyrir hefur verið skert í því skyni að örva útflutninginn. Þessi skerðing hefur haft tilætluð áhrif heima fyrir, en ekki varðandi útflutn- inginn. Afleiðingin er sú, að Bretar hafa dregizt aftur úr löndum á meginlandinu — ekki aðeins í útflutningi, heldur einnig í framleiðslunni. Meðan iðnaðarframleiðsla landa sameiginlega markaðsins hefur aukizt á síðustu mánuð- um ársins, þótt í minna mæli sé en fyrri hluta ársins, hefur framleiðsla Breta staðið í stað. Og nú bendir ýmislegt til þess að hún kunni jafnvel að minnka á næstu mánuðum, en fram- leiðsla landa hins sameiginlega markaðs í Evrópu haldi áfram að aukast. (Öll réttindi áskilin — Observer)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.