Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 injasafninu erast gjafir Höfðingleg gjöf úr búi Vilhjálms Finsens MINJASAFNI Reykjavíkurbæj- ar barst nýlega höfðingleg gjöf úr dánarbúi Vilhjálms Finsens. Hafði Vilhjálmur heitinn í erfða skrá sinni ánafnað Reykjavíkur- bæ 16 gömul söðuláklæði og einn altarisdúk. Allt er þetta ísíenzk- ur vefnaður glitofinn. Sum söðuláklæðanna eru ársett, og er hið elzta þeirra frá ’ 1850 en hið yngsta frá 1881. Þau eru öll í mjög góðu ástandi og hin fegurstu að sjá, sum hrein listaverk. 1 nokkur áklæðin hafa nöfn fyrstu eigenda verið ofin. Þannig hefur Sigríður Þorsteins- dóttir átt eitt elzta álkæðið, en ]>að er óársett. G. O. dóttir hefur átt eitt frá 1850, Þrúður Péturs- dóttir annað frá 1860, Margrét Jónsdóttir hið þriðja árið 1876, Dómhildur G.dóttir hið fjórða frá 1881, og eitt, sem er óársett, hefur Elín Karítas Kristinsdóttir átt. Lárus Sigurbjörnsson, safn- vörður, lét þess getið, að forráða- menn safnsins væru gefanda mjög þakklátir, því að hér er um merka hluti að ræða, sem allir bera listrænu og vönduðu hand- bragði fagran vott. Skrifpúlt Páls Melsteds Safninu eru sífellt að bætast góðir gripir að gjöf. Má þar fyrst nefna gjöf Kristjáns Kristjáns- sonar feldskera en hann er sonur Kristjáns Þorgrímssonar konsúls og bæjargjaldkera. Hann gaf m. a. skrifpúlt Páls Melsteds amtmanns. Það hafði Kristján konsúll á sínum tíma keypt á uppboði eftir Halldór Guðmunds son, latínukennara, en kona hans var Stefanía, dóttir Páls amt- manns. Púltið er afar glæsilegt, úr kjörnum rauðaviðí og spón- lagt með enn dýrari viði, senni- lega sedrusviði. Allt er það látúnsslegið og nettur laufaskurð ur á flugu, hjörum og umgjörð- um. Margar hirzlur eru í púlt- inu, bæði stórar og smáar, þ.á.m. þrjú leynihólf. Safninu þykir hinn mesti fengur í púltinu, enda verðmæt og skemmtileg gjöf. Enginn kann að opna skrínið Þá gaf Kristinn safninu lítinn og fallegan peningakassa. Hann er fagurlega útskorinn og með „galdralæsingu" — eða svo- nefndri tappalæsingu. Læsingin er afar flókin og margföld, enda kann nú enginn lengur að opna skrinið. Sést vel, að síðast hefur verið farið í það með því að losa um botninn. Engström og svipan góða Einn skemmtilegan hlut enn gaf Kristinn Kristjánsson. Það er rekstrarsvipa föður hans, hið mesta þing, silfurbúin og ágrafin. Svipuhúninn má skrúfa af, og er þar undir biturt eggjárn, sem til margs hefur mátt nota í ferða- lögum; allt frá því að skera há- karlsbita og til þess að verjast útilegumönnum. 1 svipufætinum leynist rammgjör tappatogari. Er líklegt, að sá hafi komið í góðar þarfir uppi við Rauðavatn sumarið 1911, þegar Kristján, sem var konsúll Svía, fylgdi Albert Engström á leið austur, eins og lesa má um í ferðasögu Engströms, At Hácklefjall. Þar segir m.a.: „Jag hade bakpá konsuls sadel upptáckt ett í vax- duk inlindat föremál av misstánkt form. Mycket riktigt — det var en flaska portvin som nú avsmakades under allmán til- stlutning". Kistill, klukka og hökubein Af öðrum hlutum, sem safninu hafa nýlega borizt, má nefna mjög fallegan kistil, sem bæði er útskorinn og málaður. Hann gaf Gunnar Möller, hrl., en áður var hann í eigu frk. Ragnheiðar Guð johnsen. Hann ber ártalið 1799. A lokið er skorin út mjög skemmtileg mynd og upphafs- stafir, sem gætu bent til þess, að kistillinn hafi verið í eigu Guðjohnsensættarinnar frá upp hafi. Þá hefur Vilhjálmur Þórarins- son, gifr.stj. gefið safninu gamla og vandaða klukku, sem er í eink Þórarinn Guðmundsson hefur gefið hökubeinið af fiðlu Jónasar Helgasonar, og Pétur Leifsson eldgamla ljósmyndavél. „Þannig er safninu alltaf að berast sitt hvað, bæði smátt og stórt, og allt er það þakksamlega þegið-‘, sagði Lárus Sigurbjörns sson við fréttamanninn, sem lét fara vel um sig í sófa Matthíasar Jochumssonar, en hann stendur við skrifborð Bjöms Jónssonar ráðherra. í safninu era nú 882 skrásettir munir, en mjög mikið er enn óskrásett. Eins og allir Reykvíkingar eiga að vita, þá er safnið til húsa á neðstu hæð húss ins við Skúlatún 2, og það er opið kl. 2 til 4 alla daga nema mánudaga. Þarna liggur rekstrarsvipa Kristjáns Þorgrímssonar á gömlu, íslenzku söðul- áklæði. Bak við hana sést í peningaskrínið, sem eng- inn kann að opna. Þá er skrifpúlt Páls Melsteds og ofan á því kistillinn frá 1799. I baksýn eru tvö söðuláklæði frá Vilhjálmi Finsen. Möttulbúningurinn er gefinn af börnum frú Guðrúnar Gúðmundsdóttur, Túngötu 2, ekkju Jósefs Magnússonar sem var verk stjóri hjá Reykjavíkurbæ. Skrifpúlt Páls amtmanns Melsteds með leynihólfunum þremur. ar fallegum kassa. Hana átti áður Edílon Grímsson, skipstjóri í Hafnarfirði, faðir Þórðar lækn is. KlstiHInn frá 1799. RÝMINGARSALA Svefnsófar frá 1900,- nýir gullfallegir svefnsófar til sölu í dag — sunnudag — og næstu daga. Svampur og fjaðrir. Tízkuáklæði. Verkstæðið Grettisgötu 69. Opið kl. 2—9. Málflutningsskrifstofa JÓN N SIGHRÐSSON hæstaréttariögmaður T.augaveg> 10. — Sími: 1493^ Gólfslípunln Barmanlíð 33. — Súui 13657. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen.. Þórshamri við Templarasund. 5.—14. marz 1961. Kaupstefnan i Leipzig J löndum. Iðnaðar- og neyzluvörar frá meira en Stærsta alþjóðlega vörusýningin. Miðstöð hinna vaxandi viðskipta milli austurs og vesturs. Upplýsingar um viðskiptasambönd og leiðbeiningar án endurgjalds. LEIPZIGER, MESSEAMT, Hainstrasse 18 a Leipzig C 1 Deutsche Demokratische Republik Kaupstefnuskýrteini og upplýsingar veitir: 'AUPSTEFNAN - Reykjavik Símar: 24397 og 11576.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.