Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 12
^ 1Z MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 8. janúar 1961 wipittMftMfr Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ébm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. GÓÐAR AFLAHORFUR i L í TTGERÐIN er hafin. Róðr-1 ar hefjast nú frá hverri útgerðarstöðinni af annarri og fleiri og fleiri bátar taka þátt í veiðunum. Sums stað- ar hefur að vísu orðið nokk- tir dráttur á, að útgerðin hæfist vegna hinna boðuðu tilrauna til verkfalls 15. þ.m. Þess er að gæta að lögum samkvæmt eru ákveðin kjör á bátaflotanum, þar til nýir samningar hafa tekizt. Þess vegna er hægt að hefja róðra, þrátt fyrir verkfalls- hótanirnar. Menn velta því nú fyrir sér, hvort takast muni að stöðva flotann hinn 15. þ.m., en líkur benda nú til þess, að þeir, sem atvinnu hafa af því að draga fisk úr sjó og afla verðmætanna, munu taka fram fyrir hendur hinna, sem atvinnu hafa af því að koma illu af stað svo að þeir geti setið í samn- ingaþjarki. Er vissulega von- andi að hinir fyrrnefndu taki ráðin í sínar hendur. Það eykur og líkurnar á því, að útgerð hefjist með eðlilegum hætti, að afláhorf- ur eru mjög góðar og ekki er útlitið einungis gott á línuveiðum, heldur hafa nú borizt fréttir af mikilli síld, sem vonandi heldur áfram að veiðast næstu daga og vikur. LÍF Á ÖÐRUM ) HNÖTTUM? k SÍÐARI árum eru ýmsir fræðimenn á sviði stjarnfræði og geimvísinda farnir að halda því fram, að líf sé á mörgum öðrum stöð- um í himingeimnum en jörð- inni. Yísindamenn hafa þeg- ar hafið tilraunir til þess að finna sannanir fyrir því, að líf finnist á öðrum hnöttum, og nota nýjustu útvarps- tækni til þess að leita fyrir sér um hugsanleg merki frá stjörnum, sem eru í um það bil 15 Ijósára fjarlægð frá jörðinni. Þessi rannsóknar- starfsemi er ennþá á frum- stigi og vísindamennirnir gera sér að sjálfsögðu ljóst, að leit þeirra kunni að verða löng, áður en þeir verða var- ir nokkurra sannana, sem staðfesta tilveru þess, sem að er leitað. Hins vegar reikna þeir ákveðið með, að sá tími muni koma að slík- ar sannanir finnist. Það er svo hin stóra spurn ing, hver mundu verða áhrif þess, ef vísindamönnum tæk- ist að komast í samband við skyni gæddar verur á öðr- um stöðum í himingeimnum. Skáld og rithöfundar hafa á liðnum tíma gert sér ýmsar hugmyndir um lífið úti í geimnum og hugsanleg sam- skipti jarðarbúa og lífvera frá öðrum hnöttum. En nú er svo komið að hin raun- hæfu vísindi hafa tekið mál- ið í sínar hendur. Geim- rannsóknunum fleygir fram, fjöldi gervihnatta, sem skot- ið hefur verið frá jörðinni, eru á sveimi um himingeim- inn og senda margvíslegar upplýsingar til jarðar. Fyrr en varir verða mönnuð geimskip send út í geiminn. Furðulegasta ævintýr mann- kynsævinnar er að gerast. Enginn jarðarbúi veit hve- nær sú stund kann að renna upp, að samband náist við miklu þroskaðri og full- komnari lífverur en mann- kyn jarðarinnar er í dag. Hver verða áhrif þess á líf og framþróun á jörðinni? „VIÐ ELSKUM ÖLL MAO" l/'IÐTAL það, sem Morgun- ’ blaðið birti í gær við kínversku læknana, sem hér voru á ferð í boði Kínversk- íslenzka menningarfélagsins, er hið athyglisverðasta. Formaður „menningarfélags- ins“ Jakob Benediktsson mátti m. a. hlusta á eftirfar- andi uppfræðslu Kínverj- anna. „Okkar stjórn gerir allt rétt, hún þarf ekki^ð breyta um stefnu.“ „Tíbet er aðeins hérað úr Kína, en ekki ríki. Það er hlægilegt að tala um innanríkismál Tíbet.“ „Það er ekkert að marka Dalai Lama. Heimsvaldasinnarnir standa á bak við hann. Hann er ekki frjáls maður. Þess vegna varð hann að flýja Tíbet.“ „Það var fólkið í Tíbet sem byrjaði. Tíbet var frelsað 1950 úr höndum Shang Kai Sheks.“ „í Kína er skoðun fólksins og stjórn- arinnar alltaf hin sama.“ „Við elskum öll Mao.“ Er það þessi menning, sem Jakob Benediktsson og félag hans hyggst innleiða á ís- landi? Við þurfum víst ekki að spyrja. Við vitum svarið. íslenzkir kommúnistar eru engir eftirbátar jábræðra sinna erlendis. Þeim finnst meira að segja mörgum hverjum sem Krúsjeff sé alltof linur í trúnni og þess vegna halla þeir sér að Mao, sem er svo eldheitur bar- áttumaður hinna „kommún- istisku hugsjóna“ að hann hefur lýst því yfir að kjarn- orkustyrjöld væri smáfyrir- tæki samanborið við það ef kommúnismanum tækist ekki að leggja undir sig heiminn. Það er ekki und- arlegt þótt slíku fólki þyki ekki alltof mikið koma til gamalla kínverskra spekinga, og ritsnillinga eins og Lao Tze, sem sagði þessi vísuorð: „Þess vegna heldur hinn vitri sér við hið eina og verður fyrirmynd heimsins. Hann hreykir sér ekki, þess vegna ljómar hann. Hann er ekki ánægður með sjálfan sig, þess vegna er eftir hon- um tekið. Hann lofar ekki sjálfan sig, þess vegna er hann lofs verður. Hann veg- samar ekki sjálfan sig, þess vegna ber hann af öðrum.“ Sumir kunna því betur að Austanvindurinn hvísli: „Við elskum öll Mao.“ „SSRUNGI NÆR" JÓHANNES úr Kötlum skrifar afmælisgrein í Þjóðviljann um Tómas Guð- mundsson sextugan. Hann segist ekki hafa efni til að mæra afmælisbarnið eins hressilega og hann hefði viljað, því að „bókaútgef- endur, skólameistarar og læknar (hafa) þanið öll lýs- ingarorð til þvílíkra hástiga að þau virðast sprungi nær“. Skáldið virðist óttast mjög þessa samkeppni um lýsing- arorðin. Hann hefur eins og kunnugt er gengið einna harðast fram í því að þenja íslenzk lýsingarorð til sam- ræmis við rússneskt hástig. Það er því ekki að furða, þó honum þyki nú ískyggilega horfa. Fáir Islendingar hafa átt hástemmdum lýsingar- orðum jafnmikið upp að unna og Jóhannes úr Kötl- um, sem í fjölmörgum ljóð- um sínum hefur verið stalin- astur allra, að Mao einum undanskildum, og er það ekki ómerkilegt afrek út af fyrir sig. Fyrir þennan áróð- ur hefur hann verið hafinn til skýjanna af þeim mönn- um, sem álíta að listin eigi að vera fólgin í því að gera mannvonzkuna að meiri mannvonzku. Jóhannes kallar Tómas Guðmundsson „smáborgara“ eins og til aðgreiningar frá hinum, sem gangast upp í öllu því sem rautt er, hvort sem það er Rauða-Kína eða RauSi rúbíninn. Eftir þessa nafngift hlýtur orðið smá- borgari að hafa unnið sér þegnrétt í hópi eftirsóknar- verðustu orða tungunnar, því Jóhannes úr Kötlum hef- ur vígt það til þessarar merkingar: Listrænt skáld, sem hefur andstyggð á of- beldi kommúnista. Þetta getur maður kallað að „vera sprungi nær“. Hinn umdeildi læknir Píusar páfa — vekur gremju manna á ný PRÓFESSOR Galeazzo Lisi, líf- læknir Píusar páfa XII, sem varð mjög umdeildur í sambandi við lát páfans, er nú aftur á dagskrá — og verður fyrir hnútuköstum sem fyrr. — Það vakti mikla gremju á ttalíu, og raunar víða um heim þegar læknir þessi gerði dauðastríð páfans að blaðaefni aðeins nokkrum dögum eftir lát hans — og áður en jarðarförin fór fram. Græddi læknirinn stór- ar fúlgur á blaðagreinum, sem hann skrifaði um sjúkdóm páfa og dauðastríð. — Próf. Lisi hefir nú gefið út endurminningar sín- ar (Flammarion forlagið í París), sem hann nefnir „í ljósi og skugga Píusar XII“. Bókin hefir þegar vakið mikla eftirtekt — og hlotið gagnrýni margra. ★ Galeazzo Lisi á enn í máli við ítölsku læknasamtökin um það, hvort þau hafi rétt til að víkja honum úr samtökunum. Hefir það mál lengi verið á döfinni, og er ekkj séð fyrir endann á því enn. — Lisi hitti Píus XII í fyrsta skipti, þegar hann var enn kardínáli og utanríkisráðherra Vatikansins. Hafði hann fengið slæma inflúensu, og var Lisi kall- aður til hans. Allt frá þeirri stundu virðist svo sem páfinn, Próf. Galezzo Lisi — skrifar minningar sínar .... sem síðar varð, hafi trúað 1 blindni á Lisi, hæfileika hans og trúmennsku — og komst því læknirinn að mörgu í sambandi við einkalíf og persónulegar skoð anir páfans. ★ Ummæli páfa um stjórnmálaleiðtoga I endurminningum sínum hefir læknirinn t. d. ýmis ummæli eft- ir páfa um fræga stjórnmála- menn og þjóðalejðtoga. Hann segir t. d., að Píus hafi haft andúð Framhald á bls. 23. LESENDUR Morgunrblaðsins kannast vel við hinn fræga og skemmtilega lygalaup, von Munchhausen barón, því að eigi alls fyrir löngu birti blað- ið ýmsar skemmtilegar lyga- sögur hans, ásamt ágætum teikningum danska teikrrarans Mogens Juhl. — ★ — Hér sjáið þið mynd af höll þessa nafnfræga, þýzka bar- óns, „Leitzkau", en hún er í Austur Þýzkalandi Elzti hluti hallarinnar var byggður á 11. öld, en meginhlutinn er frá 15. öld. Áður en höllin komst í eigu Miinchhausen-ættarinn ar, var þarna munkaklaustur. — ★ — Á stríðsárunum urðu geysi- miklar skemmdir á bygging- unum, en nú hefur verið haf- izt handa um viðgerð á þeim — og er ætlunin að nota húsin til skólahalds. — Á myndinni sést, hvar mynd- höggvari er að gera við skreyt ingar á einu horni Miinch- hausen-hallarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.