Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Erik Juuranto látinn * Með andláti Eriks Juurantos sakna íslendingar vinar í stað. Erik Juuranto var mikill kaup- sýslumaður og kunni vel að sjá !hag sínum borgið. Hann hefur því sennilega ekki tapað á við- skiptum sínum við ísland, þó að víst sé, að íslendingar hafi haft af þeim margvíslegan hag. Eiríkur, svo sem hann kallaði sjálfan sig í íslendingahóp og vildi að þeir nefndu sig, hófst til efna og mannvirðingá fyrir eig in rammleik. Viðskiptasambönd hans náðu hin síðari ár til fjölda landa og um flestar eða allar heimsálfur. Hann hafði víða komið og átti hvarvetna góða kunningja eða vini. í heimalandi sínu var hann gerkunnugur og hafði náin persónuleg kynni af flestum, sem mestu réðu um al- menn mál. Stjórnmál lét hann þó lengst af lítt til sín taka. Samt var þess á sínum tíma getið, að hann hefði orðið fyrstur manna til þess að óska Kekkonen til hamingju með kosningu hans sem Finnlandsforseti. Mátti- þá litlu muna og valt á atkvæðum örfárra kjörmanna, er hvorug- um aðalframbjóðendanna höfðu REYKJAVÍKURBRÉF . Laugard. 7. janúar heitið fylgi. Mun ekki fjarri til- getið, að Eirikur hafi átt nokk- urn þátt í, að þeir að lokum kusu Kekkonen. ' Það var íslandi mikið happ, þegar Eiríkur gerðist fyrir nær einum og hálfum áratug aðal- ræðismaður þess í Finnlandi. Hann átti ríkan þátt í hagkvæm um viðskiptasamningum land- anna og farsælli þróun viðskipta þeirra. Þá sýndi hann ótal ís- lendingum, sem til Finnlands komu, frábæra gestrisni. Hann lét ekki við það sitja að opna einkaheimili sitt fyrir þeim, heldur beitti sér fyrir kynningu íslenzkrar listar og menningar meða‘1 finnsku þjóðarinnar. Má þar t.d. minnast aðildar hans að leikför Leikfélags Reykjavíkur til sýningar á Gullna hliðinu í Helsingfors. Ennfremur sýning ar á Silfurtungli Halldórs Kilj ans Laxness í finnsku leikhúsi. Allar hans fyrirgreiðslur yrði of langt upp að telja. En hann gerði einnig sitt til að kynna finnska menningu hér, svo sem með þýð ingu Karls ísfelds á Kalevala- Ijóðum. Eiríkur Juuranto hafði lengi 'ætlað sér að draga sig í hlé frá kaupsýslu, er hann næði sextugs aldri. Hafði hann við orð, að þá mundi hann gefa sig meira að almennum málum en áður, vissi, að fyrirtæki hans var í góðum höndum sona hans og tengdason ar. Annar og sneggri endir varð á, og senda nú vinir hans eftir- lifandi eiginkonu hans, frú Line, innilegar samúðarkveðjur. ís- lendingar eiga henni einnrg mik ið að þakka, enda mundi Eiríkur sjálfur hafa talið ofmælt það, sem áður var sagt, að hann hefði gert það, er hann gerði, af eigin rammleik, því að í öllum verk- um hans var hún honum óbrigð ull ráðgjafi og hin styrkasta stoð. Svo kvað Tómas Tíðkanlegt er að gefa mætum mönnum gjafir á meiriháttar af- mælum þeirra. Tómas Guðmunds son skáld hefur brugðið af venju. 1 sambandi við sextugsafmæli sitt hefur hann gefið islenzku þjóðinni ómetanlega gjöf. Það eru samtalsþættir hans og Matt híasar Johannessens ritstjóra, sem gefnir hafa verið út undir nafninu „Svo kvað Tómas“. Skýringar Tómasar á skáldskap sínum og vinnubrögðum eiga sér trauðla líka í islenzkum bók menntum og eru því meira virði sem slikt höfuðskáld segir frá. Auk þess lýsir Tómas sjálfum sér í orðum sínum, þótt óbeint sé, að hann hefur mikla sæmd af. Þetta er bók, sem allir bók- menntaunnendur þurfa að lesa og sá, sem hana les einu sinni, mun gera það oftar. Erfitt er að velja úr einstaka kafla öðrum betri en eðlilegt er, að hér sé sérstaklega vitnað til þess, sem Tómas segir um skáidskap og stjórnmál: „Skáldskapur er upprunninn í persónuleika mannsins og höfðar einungis til persónulegrar vit- undar. Leiðir hans og hópsálar- innar liggja aldrei saman. Póli- tískir flokkar og stjórnmála- stefnur leita hinsvegar að sam nefnara, sem einstaklingar og þjóðir geti gengið upp í. En sá samnefnari á ekkert skylt við sál. í einræðisþjóðfélagi eru mennirnir til fyrir ríkið, í lýð- ræðisþjóðfélagi er ríkið tii fyrir mennina, Þess vegna þarf lýð- ræði á skáldskap að halda, en einræðið hefur ekkert við hann að gera. Það viðurkennir ekki einstaklinginn nema sem dautt hjól í sálarlausri vél ríkisins, og það á allt undir því, að þegnarn ir hugsi sem minnst og verði sem líkastir hver öðrum. En skáld- skapur andæfir slíkri þróun. Hann miðar að eflingu r.g dýpk un persónuleikans, skuldbindur einstaklinginn til að bjarga sál sinni. Verksvið hans er persónu leg sál, en ekki ríkið, sem er sálarlaust. Þess vegna er Ijóð óvinur einræðis. Allar einræðisstefnur gera sér þetta ljóst. Þær geta flaggað með list í upphafi baráttunnar, notað nöfn skálda og listamanna til að villa á sér heimildir, en andleg menning getur aldrei orðið tak- mark þeirra. Einræðisríkin vita, að skáldskapur og listir efla ein staklinginn til andstöðu við sam hæfinguna, magnar séreðli hans gegn múgeðlinu. Þess vegna telja þau með réttu, að skáld- skapur sé þeim hættulegur og líta hann jafnvel alvarlegri aug um en nokkurn hululausan and spyrnuáróður. Þetta kom berlega í ljós, þegar Pasternak fékk nóbelsverðlaunin. Það var eng- inn pólitískur áróður í Sivago lækni. En það var mikið af skáld skap í bókinni. Þess vegna mátti hún ekki koma fyrir augu fólks ins. Og þess vegna þurfti ríkið að ná sér niðri á höfundinum. Þarna var skáld sem einræðinu hafði mistekizt að leggja undir sig. Slíkt mátti ekki koma fyrir aftur“. Brostnar vonir Þeim kafla í bók Tómasar, sem fjallar um stjórnmál og skáld- skap, lýkur svo: „Um skeið hélt ég í einfeldni minni, að náin samvinna austurs og vesturs undir styrjaldarlokin mundi leiða til varanlegra sátta, bræðralags og friðar með öllum þjóðum. Eg trúði þessu meira að segja í lengstu lög. Það hefði verið gaman að mega lifa nokk ur ár í slíkri veröld, ósnortinni af hatri og stríðsótta. Já, ég hélt að reynslan af því, hvað þjóðir og einstaklingar meta frelsi og mannréttindi dýru verði, mundi skuldbinda komm- únismann til að endurskoða af- stöðu sína, slá af öfgunum og losa um þrælatökin. En vitan- Iega var það barnaskapur. Styrj öldin gat ekki fært kommúnism anum neina nýja reynslu í þessu efni. Til aMrar hamingju hefur það aldrei verið neitt leyndar- mál, hvað heilbrigt fólk getur af fúsu geði lagt mikið í sölurnar fyrir jafn einfaldan hlut og þann — að mega lifa eins og mann- eskj ur“. Það er einmitt þetta, að lifa eins og manneskjur, sem einræð isríki nútímans, eða réttara sagt flokkar þeir, er þar hafa tekið völdin, synja þegnum sínum um. Á meðan frjálslegir lifnaðar hættir líðast í öðrum löndum, telja einræðisherrarnir yfirráð- um sínum ógnað. Þess vegna hafa þeir ætíð þann fyrirvara a yfir- lýsingum sínum um „friðsamlega sambúð“ þjóðanna, að þeir megi halda áfram undirróðri meðal frjálsra þjóða til að grafa undan því lýðræði, sem þær hafa sjálf ar kosið sér. Einning í okkar litla landi eru þessi öfl að verki. í nafni stéttabaráttu og í skjóli 'kröfugerðar um bætt lífskjör er reynt að rífa niður þær ráðstaf anir, sem löglegur meirihluti hef ur sett og að hans dómi eru nauðsynlegar til þjóðarvelfarn- aðar. r Aætlanir, sem fóru út um þúfur Á íslandi ber enginn brigð- ur á rétt sérhvers manns til að vera andsnúinn ákvörðunum meirihluta Alþingis og ríkis- stjórnar. En ráðið til þess að fá þeim hnekkt er að öðlast meirihluta á Alþingi. Eftir tali stjómarandstæðinga síðustu mánuðina hefði mátt ætla, að þeir efuðust ekki um að fá við næstu Alþingiskosningar meiri hluta gegn viðreisnarráðstöfun- um núverandi ríkisstjórnar, svo ferlega sem þeir hafa lýst þeim. Af einhverjum ástæðum hef- ur þó frá upphafi verið ljóst, að þessu hafa þeir ekki treyst. Þess vegna hafa þeir stöðugt verið með ráðagerðir um, hvern ig viðreisninni yrði hnekkt án þess, að hún kæmi undir at- kvæði alþingiskjósenda. Einkum hefur verið látið að því liggja, að hún mundi brotin niður með víðtækum verkföllum og þar af leiðandi almennum kauphækk- unum. Ráðagerðamennimir vissu þó, hvern ófarnað þeir mundu með því leiða yfir þjóð sína. Þess vegna vildu þeir í lengstu lög skjóta sér undan augljósri á- byrgð á því óhappaverki. Þeir töldu sér því trú um, að at- hafnaleysið myndi þeim holl- ast. Yiðreisnin hlyti hvort eð er að fara út um þúfur af sjálfu sér, í síðasta lagi um áramótin 1960—61. Þá myndi reynast ógerningur að fá út- gerðarmenn til að hefja vertíð nema með því einu móti að taka upp styrkja- og uppbótakerfið að nýju. Þess vegna væri um að gera fyrir stjórnarandstæð- inga að halda að sér höndum og bíða þess, að allt stöðvaðist af sjálfu sér. Til annarra ráða sundra verði lýðfrjálsu þjóðfé- lagi til að ryðja einræði braut. Til liðs við þessa koma sv® nú sem fyrr menn, sem una sér hvergi nema í æðstu valda- stöðum þjóðfélagsins. Þ. á m. sá, sem fyrir nokkrum árum lýsti stjórnmálaandstæðingum sínum eins og óvætti, er teygði loppu sína út úr Heiðnabergi til að bregða skálm á festi veiðibráðs sigmanns, er þar ætl- aði að leita fanga. I annað skipti líkti sá hinn sami stjórn- málamönnum við veiðimenn, er reyndu að gera sig sem líkasta umhverfinu, svo að bráðin átt- aði sig síður á þeim. Og nú um áramótin líkti hann ríkis- J stjórn, er hann sjálfur hafði veitt forustu, við veiðistöð. —• Hugur þess, sem stöðugt notar j slíkar líkingar, leynir sér ekki. I Og þá heldur ekki hver er sú | bráð, sem hinn óðfúsi veiði- maður hyggst leggja að velli. Af skrifum hans nú er ljóst, j að þau hefur sett saman sak- j bitinn og reiður maður, sem horfir um öxl, fullur vonbrigða yfir því, að bráðin skuli hafa gengið hon.um úr greipum. Hon- l um þykja bersýnilega engin ráð ; of dýr til þess að verða ekki af veiðinni. Ráð, sem að gagni gripið Nú er komið á daginn, að þessar ráðagerðir stóðust ekki. Viðreisnarráðstafanirnar hafa reynzt miklu betur en stjórn- arandstæðingar hugðu. Útgerð- armenn eru yfirleitt fúsir til þess að láta skip sín hefja veið- ar. Þeir telja aðgerðir ríkis- stjórnarinnar eftir atvikum við- unandi og sjá sjálfir hættuna af því, ef styrkja- og uppbóta- kerfið væri lögfest á ný. Ein- um anga þeirrar hættu lýsti Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna, í Morgunblaðinu 4. jan. sl. svo: i „ — — — meðan uppbóta- farganið var við lýði, höfðu frystihúsin ekki sérstakan fjár- hagslegan áhuga fyrir nýtingu hráefnisins. Þó nýtingin væri lítil fékkst það greitt með auknum uppbótum." Hættur uppbótafargansins lýsa sér hvarvetna, þar sem skoð- að er. Þess vegna vilja útgerð- armenn fremur taka á sig örð- ugleika viðreisnarinnar en sækja aftur í sama ófremdar- ástandið og áður ríkti. Af þessu koma vonbrigði stjórnarandstæð inga nú. En viðreisnina vilja þeir hindra, hvað sem það kostar. Þeir hafa sannfærzt um, að ef henni verði ekki hið bráð- asta veitt atlaga, muni hún efl- ast svo, að eyðilegging hennar verði mun erfiðari. Þess vegna keppast þeir nú við að koma af stað verkföllum, sem engan annan tilgang geta haft en eyðileggingu og niðurrif. Allir vita, að skilyrði fyrir almenn- um kjarabótum með launa- hækkunum eru nú ekki fyrir liendi. Hver sem úrslit verk- falla verða, geta þau ekki end- að á annan veg en þann að hagur þátttakenda og þjóðar- innar allrar verði mun lakari en áður. Skoða almenning sem veiðibráð Framferði þeirra, sem mis- nota svo trúnað sinn í verka- lýðsfélögum eða öðrum sam- tökum almennings ,er lítt af- sakanlegt. Skýringarnar á at- hæfi þeirra eru þó ólíkar. Hjá sumum ræður alger blinda á staðreyndir í efnahagslífi þjóð- arinnar og misskilin stéttvísi. Flumbruháttur og óðagot er mest áberandi hjá öðrum. Úr- slitum ráða þeir, sem haldnir eru kreddufestu úreltrar stétta- baráttu og sannfæringu um, að koma Viðreisnin hlaut að hafa kjaraskerðingu í för með sér um sinn. Vitanlega hlýtur nokk ur tími að líða þangað til á grundvelli hennar verði komið upp nýjum atvinnugreinum, sem hún er frumskilyrði fyrir. Þeirrar atvinnuuppbyggingar þarf þó ekki að bíða til þess að menn geti rétt hlut sinn. Hér að framan er vitnað til orða Jóns Gunnarssonar um það hvernig upþbótafarganið hefur dregið úr nauðsynlegri nýtingu hráefnisins. Um þetta segir hann ennfremur: „Það er vitað, að norskir sjó- menn fá hærra verð fyrir fisk- inn, sem þeir leggja í land en íslenzkir sjómenn. Þessi munur stafar af mjög verulegu leyti af því, að nýt- ing fisksins er miklu betri hjá Norðmönnum, svo þeir þurfa minna fiskmagn en við í tonn af frystum flökum. Við þurfum kannski allt að 50% meira en þeir. Hér á íslandi er hugsað um það aðallega að afla nógu mik- ils, en ekki hvernig farið er með fiskinn eða hvað fæst fyr- ir hann. Samfara þessu er svo sóun á veiðarfærum“. Úr allt annarri átt má vitna til orða Hafsteins Guðmunds- sonar, prentsmiðjustjóra, sem í nýútkomnu hefti af Tímariti iðnaðarmanna birtir ræðu, sem hann hélt á Iðnþingi. — Þar segir: „Það er staðreynd, að á mörg um sviðum hafa íslendingar yfirvélað sig og eru að því og munum við í það, minnsta á sumum sviðum hafa slegið öll met. Ef til væru skýrslur um vélakaup okkar og afkasta- möguleika þeirra annars vegar en afköstin hins vegar, mynd- um við ekki sitja hér án þess að verða hugsi og roðna við.“ Hvaðanæfa berast þær radd- ir hinna kunnugustu manna, að með betri nýtingu tækja og afla megi stórbæta kjör fyrir- tækja og þar með þeirra, sem við þau vinna. Þetta er skjót- virkasta róðið til að bæta lífs- kjör þjóðarinnar. Að því þurfa allir góðviljaðir menn nú að ' einbeita sér. „Stundargróði getur verið hið stærsta tjón“ Ræðu sinni lauk Hafsteinn » þessa leið: Framh á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.