Morgunblaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 1
24 síður
48. árgangur
7. tbl. — Þriðjudagur 10. janúar 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Er borgarastyrjöld að brjótast
ut i Belgiu?
— Stjórnin kalfar herlið heim
Brússél, 9. jan. — (Reuter) —
ASTANDIÐ í Belgíu hefur
aftur versnað stórlega, svo
margir eru nú farnir að ótt-
ast að borgarastyrjöld sé að
brjótast út í landinu.
Lögregla og herlið um-
kringdi borgina Mons á aðal-
verkfallasvæðinu eftir að lög
reglunni höfðu borizt upp-
lýsingar um að stormsveitir
verkfallsmanna hygðust taka
opinberar byggingar í borg-
inni á sitt vald.
Belgíska stjórnin hefur
ákveðið að kalla heim allt
það belgíska herlið, sem
bækistöðvar hefur í Vestur-
Þýzkalandi.
Gaston Eyskens forsætis-
ráðherra átti í dag fund með
blaðamönnum. Hann sagði
að upp hefði komizt um
uppreisnartilraun í borginni
Mons. Nú væri það ljóst, að
verkfallsmenn ynnu á skipu-
legan hátt að skemmdarverk
um í landínu.
Fram að þessu höfum við
skipað lögreglu og herliði að
taka verkfallsmennina vet-
lingatökum, sagði Eyskens.
Nú er ástandið í landinu
orðið svo alvarlegt, að lög-
reglunni hafa verið gefin
fyrirmæli um að sýna meiri
festu og hörku.
Alvarlegasti árekstur
Attourðirnir í námubænum
Mons í dag eru fcaldir alvarleg-
ustu atburðirnir í Belgíu fram að
þessu. Belgísk stjórnarvöld segja,
að lögreglan hafi komizt að því
Ohreinar spraufur
bana 14
sjúklingum
NEW YORK — 14 manns
hafa látið lífið úr liírarbólgu
eða svokölluðum hepatitis í
Trenton í New Jersey. Þess-
um sjúklingum öllum er það
sameiginlegt, að þeir höfðu
fengið róandi sprautur hjá
sama lækninum, hinum 43
ára dr. Albert L. Weiner.
Rannsókn er hafin á málinu.
Læknirinn kveðst hafa notað
sama lyf og aðrir læknar í
líkum tilfellum og það reynd
tst rétt. Hallast menn nú að
því að sýkingin stafi ein-
faldlega af því að læknirinn
hafi ekki verið nógu hrein-
Iegur með sprautur sínar og
hafi sjúkdómurlnn borizt
með sprautunum frá einiun
sjúkling til annars.
að samtök námuverkamanna í
Borineage-kolanámunum hefðu
myndað stormsveitir og hygðust
ná borginni á sitt vald. Við þess
ar fregnir kom ríkisstjórn Belgíu
saman til aukaráðuneýtisfundar,
sem stóð langt fram á nóttú. A
þeim fundi var enn samþykkt að
láta hvergi undan síga.
1 dögun í morgun kom mörg
hundruð manna herlið til borg-
arinnar úr ýmsum áttum, um-
kringdi hana og setti vegatálm-
anir við leiðir inn í hana. Síðan
tók herliðið helztu byggingar
borgarinnar og bjóst fyrir í þeim.
Hengdi herliðið spjöld upp á
byggingar þær er það tók og stóð
Frh. á bls. 23
tekinn í lan
Skipstjórinn óttaðist að
skotið yrði á hann
UM klukkan níu í gærmorg-
un kom Óðinn að belgiska
togaranum Marie Jose Ros-
ette 0285 frá Ostende, þar
sem hann var að óiöglegum
veiðum 2,7 sjómílur innan
fiskveiðitakmarkanna suð-
austur af Ingólfshöfða. —
Togarinn hífði inn vörpuna
þegar varðskipið nálgaðist,
hélt fyrst til hafs, en stöðv-
aðist strax og varðskipið gaf
honum merki. Var skipstjóri
togarans fluttur um borð í
Óðin en tveir menn af
Óðni fóru um borð í togar-
ann og var báðum skipun-
um síðan haldið áleiðis til
Vestmannaeyja.
i
Sagði áhöfnina sofandi
Skipstjórinn á togaranum, 36
ára gamall, viðurkenndi brot
sitt þegar hann hafði verið
fluttur yfir í Óðinn, en sagði að
áhöfnin, fimm manns, hefði ver-
ið sofandi, að undanteknum 16
ára pilti, sem hef ði verið við stýr
ið og togað í athugunarleysi inn
fyrir fiskveiðitakmörkin.
•
Óðinn kom með togarann til
Vestmannaeyja kl. 10:30 í gær-
kvöldi og var gert ráð fyrir, að
réttarhöld miundu hefjast fyrir
hádegi í dag.
Harmaði athugunarleysi
piltsins
Skipstjórinn á togaranum var
mjög þungur yfir því sem gerzt
hafði og harmaði mjög athugun-
arleysi piltsins, sem hann kallaði
svo.
Tekinn áður
Hann sagðist einu sinni áður
hafa verið tekinn í landhelgi. Þá
var hann á togaranum Belgian
Skipper, það var 1968. Þá sagði
hann, að íslenzkt varðskip hefði
skotið á reyfháfinn á togaranum
og kvaðst nú hafa stöðvað strax,
því hann hefði ekki viljað láta
skjóta á Marie Jose Rosette. Þá
hefur togarinn Marie Rose Ros-
ette áður verið tekinn í landhelgi.
Það gerðist fyrir 6 til 7 árum.
•
Morgunblaðið vissi ekki í gær-
kvöldi um nafn skipstjórans, en
hann hefur lengi stundað veiðar
Sjöunda flotadeild BandaríkJ
anna hefur oft komið við sögu
á óróatímum í Austur-Asíu.
Deildin hefur aðalbækistöðvar
í Japan og á hún að sinna
varðgæzlustörfum, ef hætta
þykir vofa yfir. Þessi mynd
var tekin fyrir fáeinum dög-
um austur í Suður-Kína haf-
inu. Sýnir hún nokkur herskip
flotadeildarinnar á siglingu út
af ströndum Indó-Kína. Stærst
þeirra er flugmóðurskipið L.ex
ington, sem sést hægra megin
á myndinni. Herskipin eru við
öllu búin vegna hins alvarlega
ástands í Laos.
á Islandsmiðum. Marie Roset.te.ar
þtiðji togarinn sem hann ér skip-
stjóri á. . ,
Engir brezkir
A þessum sömu slóðum voru
í gær sex aðrir belgiskir togarar,
allir með lélegan afla, því stormá
samt hefur verið að undanförnu.
Ekki voru þarna neinir enskir
togarar, en aftur á móti var
brezkt herskip fyrir utan fisk-
veiðilögsöguna.
Sigur de Gauile meiri
en búizt var v/ð
Heldur ótrauður áfram Alsirstefnu sinni
París, 9. jan. — (Reuter) —
STEFNA de Gaulles í Alsír-
málinu sigraði með miklum
yfirburðum í þjjóðaratkvæða
greiðslunni sem fram fór um
helgina. Hefur forsetinn nú
ákveðið að hefja undirbún-
ing að framkvæmd stefnu
sinnar um sjálfsákvörðunar-
rétt Alsírbúa. Hann kom í
dag til Parísar frá sveita-
setri sínu, þar sem hann
dvaldist meðan atkvæða-
greiðslan fór fram.
Úrslitatölur atkvæðagreiðsl
unnar eru þær, að heima í
Frakklandi greiddu 15,1
milljón kjósenda atkvæði
með stefnu de Gaulles en 4,8
milljónir á móti henni. Virð-
ist sem það hafi aðallega
verið kommúnistar og aðrir
róttækir vinstrimenn, sem
greiddu atkvæði gegn de
Gaulle.
í sjálfu Alsír greiddu
1,747,000 atkvæði með stefnu
de Gaulle en 782 þúsund
gegn henni.
Meiri kjörsókn en flestír
vonuðu
Heima í Frakklandi var kjör-
sókn meiri en bjartsýnustu
stuðningsmenn de Gaulles höfðu
þorað að vona eða um 76,5%
en í Alsír var kosningaþátttak-
an um 60% og var það einnig
meiri þátttaka en menn höfðu
búizt við, þar sem leiðtogar
serknesku uppreisnarmannanna
höfðu skorað á fólk að greiða
ekki atkvæði.
Fylgi de Gaulle í þessari
þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki
eins mikið og það var í atkvæða
greiðslunni um myndun nýs
lýðveldis, enda er sá munur á,
að við stofnun lýðveldis var
varla um nokkra mótspyrnu að
ræða. Alsírstefna de Gaulles er
hins vegar mjög umdeild og
eru öfgaöflin bæði til vinstri
og hægrl íikomlega fjandsam-
Frh. á bls. 23