Morgunblaðið - 11.01.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 11.01.1961, Síða 1
48. árgangur íi. tbl. — Miðvikudagur 11. janúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsin# Vonar- glæta Brússél, 16. jan. (Reuter-NTB) 1 D A G hófst f jórða vika verkfallanna í Belgíu með óeirðum, bardögum og grjót- kasti svo sem verið hefur undanfarna daga, en jafn- framt var vakin með mönn- um örlítil vonarglæta um að úr rætist á næstunni. Má segja að ríkisstjórnin og jafnaðarmenn hafi nú geng- ið hvor sitt skrefið til sam- komulags. Skref þetta var tekið á fundi fulltrúadeildar þings- ins í dag. Þar var hið um- deilda frumvarp til umræðu og kvaddi sér hljóðs 74 ára fyrrv. forsætisráðherra jafn- aðarmanna, Schille van Ack- er. Kvaðst hann þess fullviss, að einhverja leið væri unnt að finna úr þessum ógöng- um. Menn yrðu að fjalla um málið með ró og íhygli, því að ástandið í landinu yrði aldrei bætt, ef ekki yrði leit- að lausnar. Acker kvaðst við urkenna, að efnahagur rikis- ins væri bágur og þörf væri nýrra skatta. Hann sagðist ekki krefjast þess, að ríkis- stjómin drægi frumvarpið til baka, heldur óskaði eftir þvi, að um það yrði f jallað í sér- stakri nefnd áður en at- kvæðagreiðsla færi fram um það. Gastons Eyskens, forsætis- ráðherra, tók þegar til máls er lokið var ræðu Ackers, og samþykkti fyrir sitt leyti uppástungu hans. Eyskens sagði, að enda þótt ríkis- stjórnin hefði ekki hug á, að gefast upp fyrir ofbeldi göt- unnar og draga frumvarpið óbreytt til baka væri ekki þar með sagt að hún slægi hendi gegn öllum breyting- artillögum. Hótar allsherjarverkfalli Jafnframt þessum gleðitíðind- um hótaði Andrei Renard, einn aðalforingi verkfallsmanna, alls- herjarverkfalli, ef ríkisstjórnin Frh. á bls. 23 Þessi mynd er tekin við töku belgiska togskipsins Marie Jose Rosette undan Ingólfshöfða i fyrradag. Bát ur frá varðskipinu Óðni er að fara um borð í togskipið. Samtal við skipstjórann er á bls. 3. Til New York á finuntudag PETORIA, S-Afríku, 10. jan. — (Reuter) —■ Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri Sþ, lét svo um mælt hér í dag, að hann yrði væntanlega að binda endi á ferða lag sitt um Afríku á fimmtudag- inn og fljúga til New York, vegna fundar í Öryggisráðinu um Kongómálið. Upphaflega var ráð fyrir gert, að hann færi frá S-Afríku á laugardag og héldi þaðan til Sudan, Egyptalands, Líbanons og Indlands. Hammarskjöld ferðað ist í gaer nærri fimm hundruð km veganlfengd um Pondoland, þar sem ríkt hefur hernaðará- stand undanfarnar vikur vegna uppþota í búanna og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Marie Jose Rosette strandaði við Eyjar IViannbjorg varð — skipið ónýtt ÞAÐ átti ekki af skipstjór- anum að ganga á belgiska togskipinu, sem tekið var að ólöglegum veiðum í fyrradag við Ingólfshöfða. í gær- kvöldi eftir að dómur hafði gengið í máli hans og hann var að leggja úr höfn í Vest- mannaeyjum strandaði hann skipi sínu áveðurs við norð- ur hafnargarðinn. Mann- björg varð en skipið mun að öllum líkindum eyðileggjast með öllu, því þungur sjór var kominn í gærkvöldi og 10—12 vindstig. Eins og sagt er frá í frétt hér á öðrum stað í blaðinu gekk dóm ur í máli skipstjórens Maurice Brackx á belgiska togskipinu Marie Jose Rosette í gærkvöldi. Að loknu máli hans hélt hann á brott frá Vestmannaeyjum laust fyrir kl. 10. Hafnarleiðsögumað- ur var um borð í skipinu og fylgdi því út fyrir hafnargarð- ana. Þá mun vindur hafa verið um 8 vindstig en sjólaust að kalla. Eitthvað var að Er hafnsögumaður hafði yfir- gefið skipið sneri það þegar til bakborða og virtist stefna rakleitt á Heimaklett. Síðan sveigði það enn meira til bakborða og var nú svigrúm orðið næsta lítið enda skipið þá komið mjög nærri nyrðri hafnargarðinum. Heyrðist nú að flautað var hljóðpípu skips ins og var þá sýnilegt að eitthvað var að. Ekki gátu menn gert sér fulla grein fyrir hvað fyrir hafði komið. Skipstjórinn hafði áður komið til Vestmannaeyja og var Frh. á bls. 23 20 þús. börn svelta í Kongó Katanga á barmi borgarastyrjaldár Elisabethville og Leopoldville, 10. jan. — (Reuter-NTB-AFP) KATANGAFYLKIÐ í Kongó rambar nú á barmi borgara- styrjaldar. Fylgismenn Lum- urnba af Balubaættflokknum hafa flutt 600 hermanna lið til Manono, sem er aðalborg eins af auðugri námahéruð- um Katangafylkisins — um 480 km. norður af Elisa- NTB. — Síðustu fregnir frá Kongó herma aff Prosper Ilunga og Remy Mwamba hafi lýst yfir sjálfstæði héraðsins, Luluaba í Katanga. Skuli Manono verða höfuðborg þess. bethville. Enn fleiri her- mciin eru sagðir á leiðinni. Tshombe héraðsstjóri í Katanga hefur mótmælt þessu við Sameinuðu þjóð- irnar og lýst ábyrgð á hend- ur yfirstjórn samtakanna. Tekur Bomboko, utanríkis- ráðherra Mobutus í sama streng. Yfirstjórn SÞ neit- ar ásökunum Tshombe og Mobutus og segir, að allt verði gert sem unnt er til þess að koma í veg fyrir bardaga á svæði þessu. ★ Hungurdauffi barna Hungurdauði bíður nú tuttugu þúsund barna í Kongó, verffi ekki brugffið skjótt viff og sent þangað mik ið magn matvæla. Er taiiff aff 200 manns hafi látist af hungri á degi hverjum aff undan- förnu. Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna gengst fyrir Framhald á bls. 3. Hungurs- neyðí Tíbet NÝJU DELHI, 10. jan. (UPI). — Allt aff fimm þúsundum manna munu hafa látizt úr hungrí í Tibet, en þar hefur undanfariff geisaff mikil hung- ursneyff, m.a. sakir þurrka og uppskerubrests. Samkvæmt skýrslum ind- verskra landamæravarða mun mannfall mgst í héruðum Lhasa og Sigatse. Ekki hefur reynzt unnt aff fá opinberar skýrslur um mál þetta, og kin- verska sendiráffiff í Nýju Delhi neitar aff segja nokkuð um máliff. Fregnir hafa borizt um aff kínverskir hermenn hafi meff valdi hindraff ráffgerffa liung- urgöngu til Lhasa. Kínversk yfirvöld hafa sent nokkuð af matvælum til Tíbet, en þær birgffir gera vart meira en fullnægja nauffþurfium kín- verskra hermanna i landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.