Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 11. jan. 1961 Finnsku fiugmennirnir undir áhrifum áfengis Hélsiriki, Finrilandi, 10. jan. — (Reuter) — NEFND sú, er haft hefur með höndum að rannsaka orsakir flugslyssins, er varð í Finnlandi 3. jan. sl., hef- ur komizt að þeirri niður- stöðu ,að flugstjórinn, Lars Hattingen, og aðstoðarmaður hans Paavo Halme, hafi báð- ir verið undir áhrifum áfeng is. Ekki er þó unnt að segja um hversu mikil áfengis- neyzla þeirra kann að hafa verið eða hvort hún er hin eina orsök flugslyssins. Hins vegar hafa ekki fundizt nein- ir tæknilegir gallar á flaki vélarinnar, þrátt fyrir ýtar- lega rannsókn. Flugvélin fórst, er hún átti skammt eftir til flug- vallarins í Vasa. Með henni fórust 25 manns, þar með öll áhöfnin. Rannsóknarnefndin hefur kom izt að því að flugstjórinn og að- stoðarflugmaðurinn sátu að kvöldi 2. jan. ásamt skrifstofu- manni nokkrum að drykkju i veitingahúsi í Kokkola. Þeir fóru úr veitingahúsinu ásamt skrifstofumanninum og héldu um hríð áfram drykkjunni í hótelherbergi flugmannanna " og síðast í bústað skrifstofumanns- ins. Flugfreyja vélarinnar var ekki með flugmönnunum um- rætt kvöld, en hún kom ásamt þeim og skrifstofumanninum Fjárdráttur í GÆR átti blaðið tal við Hálf dán Sveinsson bæjarstjóra á Akranesi og spurðist fyrir um fjárdráttarmál innheimtu- manns bæjarins, er getið var um í blöðum í gær. Bæjarstjóri kvað rétt vera að þama væri um f járdráttar- mál að ræða og væru tveir löggiltir endurskoðendur að rannsaka störf mannsins. Sjálfur hefir innheimtumað- urinn viðurkennt að hafa dreg ið sér um 70 þúsund krónur. Frekari upplýsingar bíða þar til rannsókn er lokið í máliruu. Friðrik byrjar að tefla á morgun A MORGUN hefst í Hollandi mik ið skákmót sem nefnt er Bever- wijk-mótið. Stendur það til 22. jan. Mótið er umfangsmikið og keppt í mörgum flokkum. 1 „meistaraflokkinum“ verða níu menn. Stórmeistararnir eru fimm tals ins. Friðrik Olafsson, Bent Lar- gen Danmörku, G. Stahlberg Sví- þjóð, B. Ivkov Júgóslavíu og J. Donner Hollandi. Þá verða tveir alþjóðlegir meistarar, E. Gere- ben Israel og van Sheltinga Hol- landi og leiks tefla þar Baren- dregt Hollandi og van den Berg Hollandi. Um 10. manninn í flokknum er ekki kunnugt en boðið var rússneskum stórmeist- ara. með leigubifreið til flugvallarins að morgni 3. jan. Samkvæmt - fréttaskeyti NTB frá Helsingfors, mun skrifstofumaður sá, er hér um ræðir, hafa verið starfsmaður Finnair, Jorma Kaakkolahti að nafni og hefur honum verið sagt upp starfi. Þá er. frá þvi skýrt að áður hafi komið til tals að segja flug- J stjóranum, Hattingen, upp starfi vegna bifreiðaáreksturs, sem hann lenti í. Þá hafði | harni þó sloppið með áminn- . ingu. Fréttaritari NTB í Stokk- hólmi segir, að fregnir um: áfengisneyzlu flugmannanna hafi ' vakið mikla athygli og dynji nú' spurningar á forráðamönnum flugmála um hvort svo vítavert gáleysi sé almennara meðal sænskra flugmanna en almenn- ingur hafi reiknað með. Af þessu tilefni hefur verið gefin út tilkynning um að slíkir atburðir séu mjög fátíðir og hart á þeim tekið. Jafnframt er frá því skýrt, að í undirbúningi sé sameiginleg áætlun fyrir Skand- inavíu um kröfur sem gera skuli til flugmanna. Sæhskur fluglæknir, Ame Frykholm, befur skýrt frá því, að áður hafi verið venja að taka blóðprufur á líkum sænskra her. flugmanna. Því hafi hinsvegar verið hætt, þar sem í ljós kom, að prósentutala áfengismagns var yfirleití hærri, en sam- ræmdist sannanlegri áfengis- neyzlu viðkomenda. Kann það e. t. v. að hafa stafað af geysi miklu taugaáfalli áður en menn- imir fórust eða bruna. Kveðst dr. Frykholm munu benda á þetta atriði í sambandi við upp- lýsingar rannsóknamefndarinn- ar í Finnlandi og ummæla varð andi áfengisneyzlu flugmann- anna. — Brezk roðflettingarvél sýnd í vélasal B.Ú.R. í GÆRDAG bauð fyrirtæk- ið G. Helgason & Melsted nokkrum gestum, mönnum, sem að fiskframleiðslu starfa, í vélasal hraðfrysti- húss Bæjarútgerðar Reykja- víkur við Grandagarð. Þar var gestunum sýnd ný gerð roðflettingarvélar frá brezku fiskvinnsluverksmiðj- unni Fisadco í Hull. Vél þessi er lítil um sig, og ekki þyngri en það að einn maður getur flutt hana til, en sjálf er vélin á hjólum. Gestunum var sýnd vélin að verki. Var það mál manna að hún skilaði fallegri vinnu á þeim flökum, sem rennt var í gegnum hana. Kunnáttumenn- imir sögðu að þessi vél væri m. a. frábrugðin roðflettingar- vélum, sem hér eru fyrir í því, að hnífurinn er fastur og hún er miklu hávaðaminni. Skipoð í varnnr mólnneind í GÆR frétti blaðið að nýr maður hefði verið skipaður í varnarmálanefnd, Höskuld- ur Ólafsson, sparisjóðsstjóri. Nefndina skipa nú: Hörður Helgason, deildar- stjóri í Varnarmáladeild og er hann formaður hennar, Hallgrímur Dalberg, fulltrúi í Félagsmálaráðuneytinu og Höskuldur Ólafsson, spari- sjóðsstjóri. Venja hefir verið að fjórir menn eigi sæti í varnar- málanefnd. Ekki er enn vit- að hver tekur sæti í nefnd- inni sem 4. maður. Samkeppni Sérfræðingar frá hinnibrezku verksmiðju, sem voru til viðtals fyrir gestina, sögðu að þessar vélar væru nú mjög að ryðja sér til rúms í Bretlandi, einnig hefðu þær verið keyptar í Þýzkalandi. Meðal gestanna var og á það bent í sambandi við þessa vél, að ástæða væri til að fagna því ef þetta boðaði nokkra sam keppni í fiskvinnsluvélum. * 100 flök á minútu Hinir brezku sérfræðingar gáfu þær upplýsingar að vélin geti roðflett hvers konar bol- fisk, einnig kola. Þeir sögðu að vélin gæti roðflett um 100 flök á mínútu en að og frá hnífnum ganga flökin á færi- bandi. Stærstu flök, sem vélin getur tekið, er allt að 23 cm. á breidd. Þessi vél heitir Sheer- ling 74 roðflettingarvél og kost- ar innan við 15 þús. kr. Dick Ehrlich afhendir Astrid heiðursskjal að flugferðinni lokinni Flugþerna í þotuferð EIN af flugþemum Eoftleiða brá sér í hringflug með æfingaþotu á Keflavjkurflugvelli í gær. Þetta var Astrid Kofoed Hansen, dóttir flugmálastjórans. Buðu varnarliðsmenn henni til farar- innar, því Astrid er ekki aðeins flugþerna, heldur hefur hún líka einkaflugmannsréttindi og flýg- ur töluvert sjálf. Eftir að búið var að kenna henni hvernig opna ætti fallhlíf- ina og annað slikt var haldið af stað. Dick Ehrlich, kapteinn frá Colorado Springs, var í framsæt- inu á T-33 þotunni, en Astrid í aftursævinu. NA !5 hnútar / SV 50 hnútor ¥: Snjókoma » ÚSi \7 Skúrír K Þrumur W/:z, KuUaM H Hm» 'ls' Hitaskit L Lmq» 76 marz JERÚSALEM, 10. jan. (Reuter) Haft er eftir talsmanni dóms- málaráðuneytis ísraels, að réttar böldin yfir Adolf Eiehmann, muni sennilega hefjast 16. marz næst komandi. Frestun MOSKVU, TO. jan. — (Reuter — NTB). — Miðstjórn kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna á- kvað á fundi sínum í dag, að næsta þing flokksins, sem verð- ur hið 22. í röðinni, .kuli haldið 17. okt. n.k. Var flogið í klukkustund og farið inn yfir hálendið, að Heklu, út að Vestmannaeyjum, upp í Hvalfjörð og yfir nágrenni Reykjavíkur — og tók ungfrúin stöku sinnum um stjórnvölinn. Að flugferðinni lokinni sýndu varnarliðsmenn henni margs kon ar heiður — og loks kom hún fram í sjónvarpinu á flugvellin- um ag sagði frá reynslu sinni sem ,,þotuflugstjóri“. MIKIÐ lægðarsvæði er suður af Grænlandi, en var yfir Ný- fundnalandi í fyrradag. Lægð- armiðjan hefur því þokazt um 1000 km norð-austur á bóginn á 24 klst. Loftvog er byrjuð að falla hér á Suð-Vestur- landi, og mun verða frostleysa þar um stundarsakir, en senni- lega beygir lægðin til austurs þegar hún nálgast landið, og verður þá A eða NA-átt hér á landi og kólnandi. Allfrosthart er nú í innsveit um fyrir norðan. í Möðrudal er 25 st. frost (kl. 11). Austan hafs er mild veðrátta, en kalt vestan hafs. Á Goose Bay flug velli er 17 st. frost og 6 stiga frost í New York. SV-mið: Austan stoirmur, rigning. SV-land, Faxaflói og Faxa flóamið: SA hvassviðri og slydda eða rigning í nótt. Breiðafjörður til Austfjarða og miðin: Hægviðri og bjart- viðri fram eftir nóttu, síðar vaxandi SA átt eða austan og sums staðar snjókoma eða slydda. SA-land og SA-mið: Vax- andi austan átt í nótt, hvass- viðri og slydda eða rigning með morgninum, einkum vest an til. Hitti Krúsjeff EFTIRFARANDI frétt birtist í Pravda 5. janúar sl.: Pétur Thorsteinsson sendiherra íslands heimsækir N. S. Krúsjéff 4. janúar heimsótti Pétur Thor steinsson sendiherra íslands í Sovétríkjunum, N. S. Krúsjeff, forsætisráðherra í tilefni væntan legrar brottfarar sinnar frá Sovét ríkjunum. Þeir N. S. Krúsjeff og Pétur Thorsteinsson ræddust við. Viðstaddur móttökuna var N. M. Lunkoff deildarstjóri í norður- landadeild utanríkisráðuneytis- ins. L. J. Bresneff tekur á móti Pétri Thorsteinssyni sendiherra fslands 4. janúar tók L. J. Bresneff for maður forsætis Æðstaráðs Sovét- ríkjanna á móti Pétri Thorsteins- syni sendiherra fslands í Sovét- ríkjunum með sérlegu umboði í tilefni væntanlegrar brottfarar hans frá Sovétríkjunum. Móttak- an fór fram í Kreml og viðstadd- ur hana var M. P. Georgadse rit- ari forsætis Æðstaráðs Sovétríkj- anna. (Frá sendiráði Sovétríkj- anna á íslandi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.