Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. jan. 1961 MORGV1SBLAÐIÐ 3 ★ I GÆR stóðu yfir réttarhöld í Vestmannaeyjum yfir belg- iska skipstjóranum á togskip- inu Marie Rosette frá Oostcnde, sem tekið var að ólöglegtun veiðum í fyrradag 2,7 sjómílur innan fiskveiðitak markanna við Ingólfshöfða. Björn Guðmundsson frétta- ritari blaðsins í Vestmanna- eyjum hitti skipstjómnn Maurice Brack að máli þar sem hann beið yíirheyrslu í fangahúsinu. Fer frásögn Björns hér á eftir. ★ Maurice Brack er geðugur maður, sem býður af sér góð- en þokka. Hann var klæddur hvítum trollbuxum og peysu eins og belgiskra sjómanna er siður. Skipstjórinn er 36 ára gamall, giftur og á 6 börn. Hann segist haía verið sjó- maður alla sína tíð og fór i-— '-”4 Skipstjórinn (lengst t. h.) á belgíska togskipinu fluttur um borð í Óðin. Vissi lítið um ástand í Belgíu fyrst á Islandsmið 14 ára gam- all. Hefir hann stundað veið- ar hér sunnan við land, mikið kringum Vestmannaeyjar og ávallt verið á þessum litlu skipum, sem algengast er að Rætt við skip- stjórarm á IMarie Jose Rosette Belgar geri út á Islandsmið. Hann er búinn að vera 8 ár skipstjóri og 5 ár á Marie Jose Rosette. Skip þetta er frá Oostende og er 168 lestir að stærð, 25 ám gamalt, en var endur- byggt fyrir 8 árum. Skipshöfnin er al!a jafna 7 manns á þessum skipum og eru þeir einvörðungu upp á hlut. Vélstjórinn annast mat- reiðslustörf, en skipshöfnin fær ekki heita máltíð nema einu sinni á dag. Að öðru leyti verða skipsmenn að sjá um matseld handa sér sjálfir. ★ Maurice skipstjóri kvaðst lítið geta sagt um ástandið í Belgíu eða verkföllin þar. Hann fór að heiman hinn 8. desember og hingað á Islands mið. Hélt hann síðan heim á leið skömmu fynr jól, en þá þorði útgerð skipsins ekki að láta það koma heim vegna verkfallanna, heldur sendi það til Bretlands og var afl- anum landað þar. Sala ver lé- leg. Veiðin var 27 tonn og seld ist fyrir 1200 £ Síðan hélt Marie Jose Rosette aftur til Islands á 2. dag jóla. Er skipið var tekið að ólög- legum veiðum var það að ljúka veiðiferð og var búið að vera að í 11 daga. Var afl- inn mjög tregur ekki nema 20 tonn. ★ Skipstjóri sagðist hafa haft tal af belgiskum skipstjórum, sem verið höfðu heima í Oostende milli jóla og nýárs og hefði þá verið rólegt þar. Hins vegar hefði verið all- mikil ólga sunnar í landinu. Sjálfur kvaðst hann ekki vera kunnugur stjórnmálaástand- inu, þar sem hann fylgdist lítt með slíkum málum. Hann dveldist jafnan stutt heima hverju sinni. Að síðustu sagði Maurice Brack skipstjóri að ekki væri gott að vera lengi að heiman á jafn litlu skipi sem þessu, því lítið væri um þægindin þar um borð. Báturinn leggur að varð- skipinu. — Kongó Framh. af bls. 1 auknum matvælasendingum til landsins og sendir einnig þangað sáðkorn svo að unnt verði að sá í akra landsins. Hefur stofnunin beint þeim tii mælum tii margra þjóða, að umframbirgðir matvæla verði sendar til Kongó. Hermennirnir 600, sem komu til Manono í dag, komu þangað mjög á óvart. Svæðið umhverfis borgina hefur verið friðað und- anfarnar vikur. Gættu hermenn Nígeríu í liði SÞ hluta þess, en Tshombe hafði krafizt þess, að hermenn sínir gættu nokkurs hluta svæðisins. I mótmælum Tshombes segir «n. a. að yfirstjórn SÞ hafi brugð- izt hlutverki sínu og hleypt her- xnönnunum til Manono. Segir Thsombe aðgerðir Balubamanna lið í áætlun stuðningsmanna Lumumba um að kom á so- vétsku skipulagi í allri Afríku. Kveðst hann ekki sjá fram á ann- •ð en að mönnum þessum hafi tekizt að telja yfirstjórn SÞ á »itt band. Hótar Tshombe að gripa til sinna ráða verði SÞ ekki við þeirri kröfu hans, að af- vopna hermenn Balubamanna fyrir miðnætti í nótt. I sama streng hefur tekið Bomboko, utanríkisráðherra í stjórn Mobutus. Hann var stadd- ur í París í dag á leið til New York til að fylgjast með auka- fundi Öryggisráðsins um Kongó- málið, sem haldinn verður á fimmtudaginn. Lýsir hann ábyrgð á hendur yfirstjórn SÞ vegna komu stuðningsmanna Lumumba til Manono. Yfirstjórn SÞ í Kongó segir að- stöðuna í Manono hina erfiðustu, sem samtökin hafi þurft að glíma við í Kongó. Segir yfir- stjórnin að allt verði gert sem unnt sé tii að hindra mannvíg. Yfirmenn „Luluaba" Til Manono eru komnir tveir miklir fylgismcnn Lumumba, þeir Prosper Ilunga, fyrrum dómsmálaráðherra í stjórn hans, og Remy Mwamba, einn helzti forvígismaður Balubamanna. Komu þeir frá Stanleyville. Fréttaritarar í Leopoldville telja útilokað að hermennirnir hafi einnig komið þaðan, þar sem far- angur þeirra sé það mikill að þeir hefðu aldrei komið honum alla þá leið. Líklegast munu þeir hafa komið frá Kviu-héraði. ★ Eigur hvítra ekki sncrtar I gær átti Paul Ward, hers- höfðingi, yfirmaður hermanna Nígeríu í liði SÞ, fund með þeim Ilunga og Mwamba. Kölluðu þeir sig yfirmenn Luluaba héraðsins og telur Ward líklegast að þeir hyggist lýsa opinberlega yfir sjálfstæði mikils hluta Katanga- fylkis. Talið er, að Balubamenn hafi tögl og hagldir í allt að tveim þriðju hlutum fylkisins og séu íbúar þeirra svæða þeim yfirleitt allvel hlynntir. Her- mönnunum, sem komu til Manono var fremur vel tekið. Hafa þeir lýst yfir því að rekstur námanna í héraðinu sem að mestu eru tin námur skuli ekki hindraður né eigur hvítra manna skertar. Álfabrenna á Akureyri AKUREYRI, 9. janúar: — íþróttafélagiff Þór efndi til álfa- brennu meff dansi á íþróttavelli sínum í gærkvöldi. Veffur var gott, logn og heiðskírt, en nokk- urt frost. Geysimikill mannfjöldi var þarna samankominn og er áætlað að gestir hafi verið um 4000. Eldur var tendraður í bál- kestinum kl. 8,30, en kl. 9 óku álafkóngur og drottning inn á sviðið. Voru þau í skrautlegum sleða, en á eftir þeim fylgdi hirð in, um 70 manns. Voru álfarnir skrautklæddir og margir með log andi blys í hendi. Konungur og drottning gengu til hásætis og þaðan ávarpaði konungurinn þjóð sína, en hóf söng að því loknu. Tók hirðin öll undir söng álfakóngsins, en síðan tóku álfarnir að dansa um völl- inn. Stóð skemmtun þessi um klukkustund og þótti ágæt. Alfa kóngurinn var Eiríkur Stefáns- son, en álfadrottning var Erla Hólmsteinsdóttir. Iþróttafélagið Þór stóð fyrst fyrir álfabrennu árið 1926 og hef- ur haft þennan fagnað á þrett- ánda af og til síðan. — St. E. Sig. STAKSTEIMAR Hrakspárnar rprungu í áramótahugleiffingu í for- ystugrein íslendings á Akureyri, er m.a. komizt að orði á þessa leiff: „Stjórnarandstaffan taldi ein- sætt, aff efnahagsráffstafanirnar mundu draga svo úr framkvæmd um í landinu, aff atvinnuleysis- vofan mundi fijótlega birtast í dyrum verkamannaheimila. Sú hefur þó raurrin ekki orðiff. Sjald an mun atvinna hafa veriff örugg ari í fandinu, svo aff síffast nú i lok ársins var algengasta útvarps auglýsingin, aff skipverja vant- affi á togara, og hér á Akureyri fékkst ekki helmingur þess fólks til aff afgreiffa togara, sem til þfcss er venjulega ráðiff. Þannig 1 hafa flestar hrakspár stjórnar- andstöðunnar látiff sér til skammar verða, svo sem betur fer. i Haldist atvinnuiífiff stöðugt á | hinu nýbyrjaða ári, virffist ekki ! ástæða fyrir islendinga aff kviða I næstu framtíð“. Þetta sagði íslendingur á Ak- ureyri. Fleiri en aufímenn „Verkamaffur" ritar í gæi grein í Alþýffublaffiff, er hann nefnir „Lágkúruleg stjórnarand- staffa“. Ræffir hann þar m.a. ýmsar staffhæfingar stjórnarand stöffuflokkanna og kemst þá aff I orffi á þessa leiff: „Einhver minntist á þaff í um ræffunum, aff auðmenn byggðu stórhýsi, eins og þaff væri nú j eitthvaff nýtt í sögunni. Þaff eru nú reyndar sem betur fer fleiri sem byggja stórhýsi. Litiff yfir bæinn í góffu veðri, þó munuff þiff sjá mörg stórhýsi, sum 12 hæffir, sem einungis eru byggff af alþýffufólki. Líka sjást stór sjúkrahús, kirkjur og fieira. Ég kom fyrir stuttu til verkamanns, sem nýbúinn er aff byggja 100 fermetra íbúff og búa hana ný- tízku húagögnum. Ég ve.rð aff segja, aff ég varff dálítiff undr- andi eftir barlóminn, sem maff- ur heyrir daglega í sumum dag- blöðunum. Þaff er helzt á þeim aff heyra aff enginn í þessíu Iandi hafi í sig effa á, nema fáeinir auffmenn. Þaff skal tekiff fram, aff þessi maffur, sem ég tók sem dæmi, skuldar ótrúlega lítiff í húsinu". Hamfarir kommúnísta Kommúnistar fara nú hamför- um í viffleitni sinni til þess aff spilla vinnufriffi og brjóta niffur þær ráffstafamr, sem gerffar hafa veriff til viffreisnar af núverandi ríkisstjórn. Einbeita þeir nú kröftum sínum aff bví aff hindra aff vetrarvertíff hefjist á venju- legum tíma. Meff því hyggjast kommúnistar geta skoriff á lífæff framleiffslunnar. Þjóðviljinn full yrffir dag eftir dag. aff óhemiu gróffi hafi safnazt fyrir hjá út- gerðinni undanfarin ár og bess vegna sé enginn vandi aff hækka kaup sjómanna aff miklum mun. En hvernig stóff þá á því aff kommúnistar og vinstri stjórnin voru stöffugt aff leggja nýja skatta á almeiming til þess aff hægt væri aff auka uppbóta- greiffslur til útgerðarinnar? Var þaff ve^na hess aff útgerffin «tdr græddi? Þaff er heldur ólíklegt Svlkii nvsVömmina Kommúnistar hafa gortaff mik iff af þátttöku sinni í nýsköpun atvinnuveganna undir forystu Sjálfstæffismanna. En sannlcik- urinn er sá, aff kommúnistar sviku nýsköpunirra herfilega. Sjálfstæffismenn lögffu jafnan á- herzlu á, aff þaff væri ekki nóg aff fá þjóðinni ný og afkastamikil framleiffslutæki. Þaff yrffi aff tryggja heilhrigffan rekstrar- grundvöll þeirra. Á þaff vildu kommúnistar aldrei hlusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.