Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 í>EGAR talað er um efnarann-í sóknarstofur, dettur mönnum fyrst og fremst í hug glerílát — tilraunaglös, glerrör, gler- ; ker, o. fl. Sannleikurinn er sá, að efnarannsóknarstofum, þer sem glerílát er hvergi að sjá, fjölgar með degi hverjum. Vís indamenn hafa víða tekið raf- eindatæknina í sína þjónustu, og hún er smám saman að ieysa glerílátin af hólmi. Sums staðar gegnir hún starfi, sem aldrei hefur verið unnið áður; unnars staðar auðveldar hún rannsóknarstörfin og hraðar þeim. Við John Hopkins háskóla eru tvær slíkar rannsóknar- stofur undir stjórn dr. Walters Dr. Walter S. Koski yfirmaður efnafræðideild ar Jolin Hopkins háskólans er hér með raf- eindatæki í rann sóknarstofunni. Rafeindir leysa til- raunaglös af hölmi S. Koski og dr. Donalds Hatch Andrews. I aðra þeirra er kom ið umfangsmikið þríhólfa tæki, þar sem stóðu tilrauna- borð oð glerglös. Fyrst rekur maður augun í rennilegt púlt úr málmi með takka, skífur, skrúfur, sveiflusjá og mæli- tæki. Við hlið þess er stór og mikill segull. I málmskáp, sem er rúmir tveir metrar að hæð og tæpur metri að breidd, er háspennuorkugeymir, sem tengdur er púltinu. öll þessi vélasamstæða kostaði 80 þús- und dollara, og hlutvérk henn ar er að rannsaka áhrif geisla virkni á efniseindir, en það er ákaflega mikilvægt rannsókn- arefni nú á dögum, en lítt um það vitað. Tækið starfar þannig, að það gægist í raun og veru inn í sameind efnis- ins, sem verður fyrir geisla- virkni, og niðurstöður þess koma fram í Ijóslínum á sveiflusjánni og jafnframt í bleklínum á teiknipappír, sem liggur utan um kefli og snýst með því. Fyrir átta árum hlutu eðlis- fræðingarnir Edward Purcell við Harvardháskóla og Felix Bloch við Stanfordháskóla nó belsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir, sem þeir höfðu gert á kjarnsegulbergmáli með þessari aðferð. bannig riðu þeir á vaðið með notkun þessarar nýju aðferðar við rannsóknir á byggingu sam- einda. Þessi aðferð er ekki ein- göngu notuð við rannsóknir við Johns Hopkins háskóla, heldur er hún kennd nemend- um, sem ætla að leggja fyrir sig vísindarannsóknir. I annari álmu byggingarinn ar er tilraunastofa dr. Donalds Andrews, tvö herbergi, á að gizka á stærð við meðalstóra dagstofu og matstofu. Vegg- irnir og tilraunaborðin eru þakin kössum, tökkum, skíf- um, sveifum, mörg hundruð metrum af vír og fleiru því um líku. Allt tilheyrir þetta tæki, sem dr. Andrews hefur sjálfur teiknað og smíðað. Það er rafeindareiknivél, sem hann notar í rannsóknum á einum af stærstu leyridardóm- um eðlis- og efnafræðinnnar — hvernig atóm hreyfast í vökva. Þetta verkefni er hægt að rannsaka við mjög lágt hitastig. „Rafeindaheili" þessi starfar sjálfkrafa og heldur skrá yfir og reiknar út ná- kvæmar hitaþolsmælingar, en það var áður margra mánaða verk. Rannsóknir af þessu tagi hafa aldrei verið gerðar fyrr, sennilega vegna þess að svo mikill tími og erfiði hefði far- ið í slíkar mælingar, að þær hefðu ekki svarað kostnaði. Þetta eru aðeins tvö dæmi um, hve ásjóna efnafræðirann sóknarstofanna er að breyt- ast með upphafi nýrrar vís- indaaldar. Og margt á eftir að koma fram áður en yfir lýk ur og breyta henni enn meir. (The Johns Hopkins University). Óskast til leigu Hef verið beðinn að útvega litla 2ja herb. íbúð eða lítið hús í Skerjafirði eða Seltjarnarnesi til lengri eða skemmri tíma. — Upplýsingar gefur: JÓHANNES LARUSSON hdl. Kirkjuhvoli — Sími 13842 Kjöt- e&a nýlendu- vöruverzlun óskast keypt, einnig kemur til greina kaup á kjötvinnsluvélum og verzlunarhúsnæði. Upplýsingar gefur: Haraldur Guðmundsson lögg. fasteignasali, Hafnarstræti 15. Símar: 15415 og 15414 heima. Óskum ettir nokkrum pökkunarstúlkum á komandi vertíð Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165 Sveinbjörn Kristjánsson: Glötuð æska ÞAÐ er sorglegt umhugsunar- efni, hvað mikið er um það að bráðþroska ungmenni og glæsi- leg séu léttúðug og virðist ekki átta sig á því, hvort þau eru að gera rétt eða rangt. En þar kem- ur margt til greina, stundum er það að foreldrarnir eru ekki þess umkomnir að geta haft nógu strangt eftirlit með uppeldi barna sinna. En það er fleira sem kemur til greina, það eru skólarnir, sem virðast ekki bera nógu mikla um hyggju fyrir uppeldi barnanna, því það sem ungur nemur það gamall temur. Það var um 1930, að hófst í flesta skóla landsins innreið manna, sem kallaðir voru komm únistar. Þeir létu sér í léttu rúmi liggja kristindóminn og jafn- vel eignaréttinn. Eru þá nokk- ur undur. þótt misbrestur verði á uppeldi ungdómsins á upp- vaxtarárunum? Ég hefi ekki rannsakað það, eða fræðzt um það, en það hygg ég, að fáir unglingar, sem stunda að stað- aldri KFUM-skóla séu mikið flæktir í þessi innbrota- og þjóf/i aðarmál, því þeim unglingum er þann félagsskap stunda að slað- aldri, kemur ekki til hugar að fremja slíkt. Nú hefur það borið á góma, að það þyrfti að setja upp ungtir.ga fangelsi, þar sem fjöldi ungra drengja hefur gerzt brotlegur og á ekki samstöðu með eldri af- brotamönnum. En hvermg á svo að fara með þá, svo að þeir bíði ekki tjón á sálarlífi sínu. Hugs- um okkur, að það ætti að senda þessa drengi út á emhvern af- vikinn stað, úti á landsbyggð- inni, með lítilli forsjá og urrn hyggju, pynda þá þar sjálfsagt mismunandi langan ti.na, án þess að nokkuð sé gert til þess að koma þeim á rétta braut í mannfélaginu, og hvað tekur þá við, þeir verða hálfu verri á eft- ir, því þeir væru búnir að fyllast svo mikilli gremju, að þeir yrðu vandræðamenn í þjóðfe.agmu á eftir. Það má segja að þessir ungling ar hafi beðið tjón á sálu sinni, þess vegna verður að taka þetta öðrum tökum, þar sem þetta eru má segja barnabrek, sem þeir fullorðnu eiga töluverða sök á. Skólauppeldið hefur ekki skil- ið sitt köllunarverk, og þar ligg- ur hundurinn grafinn. Það er víðar en á ströndinm. Það er nú svo, að þar sem nefinu er næst er augunum fæst. Hér í nágrenni Reykjavíkur er tilvalinn staður þar sem hægt er að byggja upp fyrir stíka starf- semi. Og það er Engey. Þar á að setja upp sameigin- lega sjúkrahús, skóla og fang- elsi. Þetta þrennt má sameina með góðum skilningi og lífræn- um hugsunarhætti. Það eru 2 íbúðarhús í Engey. Náttúrlega eru þetta gamlir timburhjallar, en þeir eru nokk- uð stórir. Sennilega eru þessi hús ófúin, vegna þess hvað þau eru gisin, en ef þau væru múr- húðuð að utan og sömuleiðís að innan, og rennt múrslitlagi á gólf þá væri búið að fyrirbyggja eldhættu. Svo þyrfti auðvitað að setja í nýja glugga, sem væru úr járni með smáum rúðum, sem væri það eina sem minnti drengina á, að það væri alvara í lífinu. Auðvitað Þyrfti að setja upp girðingu nokkuð stóra í kringum bæði húsin sem væri að mestu mannheld, því ekki væri gott að elta þá út um alla eyju, þótt hún sé ekki stór, en innan þesarar girðingar gætu þeir haft fótboltavöll sér til á- nægju. Þarna er góð aðstaða. Það væri auðvelt fyrir Reykvíkurbæ og ríkið, að gera út 2 mótorbáta frá Engey og yrðu þá þessir ungu menn hásetar á batunum, og ætti það að geta gefið góða raun. Það þarf að láta þessa pilta vinna að mestu leyti fyrir sínu framfæri að sumrinu til og einhverju leyti að vetrinum líka, en kennslan ef vel ætti að vera tæki mikinn tima. Námsgrein- arnar væru: siglingarfræði, iðn- fræði og matreiðslufræði, krist- infræði og búfræði yfir vetrar- mánuðina. Engey er komin í órækt, og það er mikið verk að koma eign- inni í góða rækt. En það kæmi fljótt með vélakosti, og mætti hafa þar gott kúabú. Kennarar, sem í þetta væru settir yrðu að hafa lögregluvald, svo unglingarnir sæju það, að þetta væri ekki leikskóli. heldur skóli lífsins þar sem efla ætti þroska þeirra. En kennarar þyrftu ekki að vera þarna nema að vetrmum til. Þessi staður er þægilegur fyrir hvað hann er nærri, og eft- irlit auðvelt frá hærri stöðum. Reykjavík 24. nóvember 1960. Sveinbjöm Kristjánsson. I.O.G.T. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. — Innsetning embættismanna. — Skýrt frá fyrirkomulagi flokka keppninnar. Kvöldvaka. Æ. T. St. Minerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 20,30. Æ. T. SKIPAUTGCRB RIKISINS Herðubreið * vestur um land í hringferð 16. þ.m. Tekið á móti flutningi í dág og á morgun ttil Kópaskers, Þórs hafnar, Bakkafjarðar, Vopnafj. Borgarfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur Djúpavogs og Hornafjarðar. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. Skjaldbreið fer til Ölafsvíkur, Grundarfj. Stykkishólms og Flateyrar hinn 16. jan. Tekið á móti flutningi í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.