Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1961 Pegar Bob kom aí göngu sinni með litla hundinn okkar, fann hann mig liggjandi á gyllta og hvíta legubekiknum okkar, út úr drukkna. Ég hafði lokið úr næst- 'uin hálfri flösku af vodka, sem Við áttum í búrinu. Ég afsakaði ixiig ekki. Mamma var dauðvona. Mamma lét alls ekki segjast Við fortölur okkar Leonards. Hún neitaði algjörlega að láta gera nokkuð við þessu. f>ess í stað sneri hún sér æ meira að biblíunni. Nú var aðallesning hennar faðirvorið og dæmisagan tim glataða soninn. Svo var það á ferðalagi í Indiana, að hún tók 'ákvörðun. Hún lét grafa upp lík Robins og flytja það í grafreit Oelrichsættarinnar í -Woodlawn- grafreitnum í New York, þar 'sem hann var svo jarðaður við hliðina á blettinum, sem henni Var ætlaður. Hún hafði munað eftir því, að einhverntíma fyrir fnörgum árum, hafði Robin sagt, áð hann vildi iáta jarða sig hjá henni, og hún taldi, að þetta 'ætti meiri rétt á sér en sú ósk hans, þegar hann var yfirkom- inn af harmi yfir Billy Rambo, að verða jarðaður hjá honum. ög í Woodlawn grafreitnum lét hún setja upp tvo legsteina, ann- an yfir Robin og hinn yfir sjálfa sig. Á sinn stein lét hún letra fyrra helminginn af erindi úr Ljóðaljóðum Salómons: Því sjá, veturinn er liðinn rigningarnar um garð gengnar — á enda. Blómin eru farin að sjást á jörðinni, timinn til að fara að sniðla vín- viðinn er kominn og kurr turtiddúfunnar heyrist í landi voru. en á stein Robins lét hún letra framhaldið: Stattu upp, vinur minn fríði, æ, kom þú. Ég tók tíðindunum um sjúkdóm móður minnar með því að drekka mig fulla. En nú varð aftur á mér breyting. Þetta á- fall beinlínis hrissti af rrtér i drykkjuskapinn. Nú tókum við Bob okkur á, bæði tvö. Við geng um í hollustuklúbb í Rockefeller Center, þar sem við syntum, lék um handknattleik, tókum þátt í fegrunarleikfimi. Við fengum lækni til að gefa okkur fjörefna sprautur. Og ég fór að lesa ný hlutverk. Sumarleikhús var vit- anlega betra en ekki neitt, en það var bara aldrei meira en þriggja mánaða atvinna, og allt- af í einhverju hlutverki, sem ein hver annar var búinn að vinna sér frægð í. Ef ég átti að komast að aftur á Broadway, varð ég að finna nýtt hlutverk. En á meðan á þessu stóð, naut ég þess að vera í íbúðinni minni og búa til hina og þessa óvenju- lega rétti matar handa Bob. Einu sinni sagði hann: Svei mér ef ég veit, hvort þig langar raun verulega aftur á leiksviðið. Þú þarft ekki annað en mann og eldavél til þess að vera ham- ingjusöm. Ég hljóp til hans og kyssti hann. Ef ég elska mann- inn og eldavélin er í lagi, sagði ég. En kannske fór hann nær sannleikanum en okkur grunaði. Einu sinni, þegar ég var önn- um kafin að vanda mig á ein- hverjum mat, sem ég var að búa til handa Bob, heyrði ég eitt- hvert hljóð uppi yfir mér, sem var einna líkast því þegar tré rifnar. Ég fékk ekki svigrúm til að líta upp, því að samstundis var eins og höfuðið á mér spryngi í loft upp og ég fékk eldglæringar fyrir augun. Þegar ég komst til meðvitund- ar, lá ég í rúminu og læknir var að athuga mig. Bob var þarna á stjákli, náfölur. Ég engdist af kvölum, sem jafnvel morfín gat ekki deyft. Stykki úr loftinu, sex fet á lengd og fjórir þuml- ungar á þykkt, hafði dottið ofan á mig. í næstu vikur hafði ég afskaplegan, óþolandi höfuðverk, og sjónin gerði mér allskonar grillur. Við og við missti ég al- veg meðvitund í nokkrar sek- úndur í einu. Ég vissi þetta vegna þess, að ef Bob talaði við mig, missti ég úr heilar setning- ar. Vinna eða nýtt leikhlutverk kom auðvitað ekki til nokkurra mála. Daginn, sem ég fann mig vera' orðna jafngóða, héldum við há- tíðlegan með ofurlitlu kampa- vínsgildi i litlu íbúðinni okkar. Þegar allir gestir voru farnir, lagaði ég til, hálffull. Eg raulaði fyrir munni mér meðan ég fyllti bakka af tómum glösum, lagði síðan af stað niður stigann, niður í eldhúsið. En þá festist hællinn á mér og ég datt beint á höfuðið niður allan stigann, og lenti á gólfinu fyrir neðan, með- vitundarlaus. Þegar ég vaknaði aftur, var ég í sjúkrahúsi. Ég var með tvö glóðaraugu og andlitið skorið af glerbrotum, hryggurinn meidd- ur og framtennurnar — sem hlíf arnar voru settar á í Hollywood forðum, — brotnar úr mér. Læknarnir sögðu, að ég hefði höfuðkúpubrotnað og skaddazt á heilanum. Að ég skyldi vera með lífsmarki og augun óskemmd, mátti heita kraftaverk. Ég taut- aði við Bob: — Það þarf nú meira en lítið til að ganga af einum Barrymore dauðum, og svo leið ég aftur yfir í veröld drauma og ofsjóna* Þegar ég vaknaði aftur, var mamma yfir mér með áhyggju- svip, og ég heyrði, að hjúkrunar- konan var að banda henni frá og segja, að ekki mætti ónáða sjúklinginn. Mamma gerði ekki svo mikið sem líta á hana. — Æ, farið þér burt, sagði hún ön- uglega. — Þetta er dóttir mín. Og við mig: — Aumingja kisa litla, hversvegna sagðirðu mér ekki af þessu. Hversvegna lét Bob mig ekki vita? — Ég vildi ekki gera þér á- hyggjur, tókst mér að segja. — Já, en ég er nú mamma þín! Sjáðu nú til, Diana. Þú skalt verða góð aftur. Og hafðu ekki áhyggjur út af peningamálun- um. Við Leonard skulum bjarga því. Hún bætti því við, að eftir fáa daga ætlaði hún til útlanda til að fá bót meina sinna. — Það er dásamlegur maður I Zúrich í Sviss. Auðvitað segir hann mér, að þetta sé alls ekki hvítblæði, eins og þeir eru alltaf að halda fram hérna, en vitanlega er það ekki nema vitleysa. Svo kyssti hún mig og fór. Hún var í ágætis skapi. Þegar ég kom heim í íbúðina mína, mánuði seinna, lá þar bréf frá mömmu í Sviss. Hún hafði tekið gamlan vin okkar, Ted Peckham, með sér sem einkarit- ara og félaga. Nú skýrði hún ffá því, sigri hrósandi, að sviss- neski sérfræðingurinn fullviss- aði hana um, að þetta væri alls ekki hvítblæði. Hún hafði hor- azt talsvert, en var nú að hress- ast aftur. Hún og Ted, sem var hávax- inn, ljóshærður og laglegur, gengu langar leiðir um sveita- landslagið í Sviss, klædd — eins t og pabbi og mamma höfðu ver- ið forðum — í samskonar föt, hatta og hálstrefla. (Þetta sagði Ted mér seinna). Þau fengu fólk til að glápa, hvar sem þau fóru. Það var mamma, sem fann upp á því, að þau skyldu klæða sig svona eins. Var hún að reyna að endurvekja horfnu dagana með pabba, þennan tíma, sem hún vissi, að myndi verða síðustu ævistundir hennar, enda þótt hún vildi ekki viðurkenna það? Þarna kom enn ein hilið á þess- ari konu, sem kallaði sig Mic- hael Strange og var móðir mín. Sjúkrahúsreglurnar, sem ég var undir — reglulegur svefn, matur þrisvar á dag og ekkert áfengi — hafði undraverð áhrif. Ég hélt afturbata minn hátíðleg- an með kampavínsgildi, eins og í fyrra skiptið, tilkynnti um- boðsmönnum, að ég væri tilbú- inn að vinna — og beið. En það var þegar á almanna vitorði, að Barrymore-Wilcox parið væri stundum lint í fótunum á leik- sviðinu, svo að það var ekki að- gengilegt að ráða okkur. Svo tók ég lán og aftur lán, út á lífrentuna mína. Snemma ársins 1958 kom Freiberg, sjónvarpsleikstjóri, — eins og engill að himnum send- ur. Hann hafði fengið nýja hug- mynd, sem hann kallaði „Diönu Barrymore-sýningu“. Ég átti að stjórna þætti kl. 11 á morgnana, leika nokkrar hljómplötur og skrafa við fína og fræga gesti. — Þú þekkir alla, Diana, sagði hann, hrifinn. — Þú getur náð í hvern sem er. Vitanlega þarftu að læra nokkrar setningar, en að öðru leyti verður þetta bara skraf við gestina. Þetta væri al- veg eins og sniðið á þig. Og hann þóttist viss um að geta selt einhverri stöð þetta. Þetta var einmitt á þeim tíma, þegar „plötuspilarar“ voru að komast í tízku. Borið saman við fyrra útvarpsatriðið, sem Bill Paley hafði ekki viljað kaupa, var þetta létt verk. — Við skul- um bara gera þetta, Hardie, sagði ég við hann. Ég held það gæti bara orðið ágætt. Hann hringdi, sólarhring seinna. — Ég er búinn að finna það, sagði hann. — Ansonia skó- 30 krónur miðinn — Eg er Markús Trail, herra McClune . . . Eg , . . — Markús? . . . Eg held ég þekki þig ekki . . . Heyrðu, þetta er fallegur hundur . . . Hvað viltu fá fyrir hann? — Hann er ekki til sölu! — Allt er falt ef verðið er rétt! . . . Hve mikið?! fatnaður. Þetta fyrirtæki vildi taka þáttinn til þrettán vikna með hugsanlegri framlengingu á báð- ar hliðar. Ég var himinlifandi. afllltvarpiö Miðvikudagur 11. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.03 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: „Átta börn og amma þeirra í skóginum'* eftir Önnu Cath. West ly; I Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box, X kafli. Þýðandi Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Helga Val- týsdóttir, Rúrik Haraldsson, Her- dís Þorvaldsdóttir, Ævar Kvar- an, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Stefán Thors o.fL 20.30 Einleikur á fiðlu: Tomas Magyar leikur vinsæl lög. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Öm ólfur Thorlacius fil. kand. kynn- ir starfsemi iðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans með við- tölum við Jóhann Jakobsson o. fl. 21.10 Píanótónleikar: Ketill Ingólfsson leikur sónötu í g-moll op. 22 eft- ir Schumann. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eítir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXVII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ferðaminningar eftir Sigurð Benediktsson (Baldvin Halldórs- son leikari flytur). 22.30 Djassþáttur 1 umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 12. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — j 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Á frívaktinni“, Sjómannaþátt- ur í umsjá Kristínar Önnu Þór- arinsdóttur. 14.40 „Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna". Þjóð- lagaþættir frá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna; IV. þáttur. Fiðlur. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; IX. lestur (Andrés Björnsson). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þór- arin Jónsson. c) Upplestur úr sagnaþáttum Þjóðólfs (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). d) Samtalsþáttur: Ragnar Jó- hannesson ræðir við Eyjólf bónda í Sólheimum. 21.45 íslenzkt mál. (Dr. Jakob Bene- diktsson.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar an leikari tekur upp þráðinn að nýju. 22.30 Kammertónleikar: Divertimento í Es-dúr fyrir strengjatríó (K563) eftir Mozart (Kehr-tríóið leikur). 23.10 Dagskrárlok. HAPPDRÆTTl HÁSKÚLANS ----——----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.