Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 11. jan. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Sigurður Birkis Framh. af bls. 8 Hann gat ekki dvalizt marga daga á hverjum stað, en nógu lengi til þess að tendra þann áhugaeld, sem síðan hefur ekki fculnað. Það var yndi að starfa með Sigurði Eirkis og ég gat ekki annað en dáðst að því, hve auðveit honum virtist að skapa samstilltan flokk úr ósamstæð- um hópi mar.na og kvenna, sem komu þreytt frá vinnu. Og kveikja í hugum fóiksins ást á eöng og alúð við það híutverk, sem það hafði tekið að sér að rækja. Sigurður Birkis átti það töfra vald fölskvalausrar ósíngirni að hann gat tendrað þjónustuviija, sönggleði og trúmennsku í brjóst um okkai' með því að koma til okkar, vinna með okkur og' hjálpa ökkur. Þannig reyndist hann okkur eyfellska safnaðar- j íólkinu, sem langaði til að láta sönginn lifa í kirkjunni og byggð inni. Og slík voru áhrif hans hvar sem hann kom og starfaði. I Allstaðar tókst honum að vekja og efla söngsins sálbætandi mennt. Af þrotlausri alúð vann1 hann að því með okkur prest-' unum að skapa möguleika á því j að halda uppi fagurri þjónustu' í kirkjum fandsins. Ósérhlífni hans og vinnugleði var dæma- j laus Með djúpum söknuði sjá-j um vér á bak þessum síglaða, prúða vini og smekkvísa kenn- ara. Blessuð sé minning hins dygga verkmanns á akri hinnar feg urstu listar. Sifrurður Einarsson í Holti. t „Ég. vil lofa nafn Guðs í hljóði og mikla það í lof- söng“. Sálir. Dav. 69,31. ÞANNIG söng Davíð konungur og margir hafa síðan tekið undir þá játningu. Menn sungu lofsöng- inn, sem náði frá hjarta til hjarta. Þannig hafa sálmarnir hljómað í kirkjunum og mikið á þjóðin að þakka þeim mönnum, sem hlutu köllun til að fegra sönginn og fullkomna. Ég minnist á þetta í dag þegar vor hjartkæri söng- málastjóri, Sigurður Birkis, er kvaddur í hinsta sinn, því hann hlaut þá köllun að helga kirkju- kórum og íslenzkum sálmasöng krafta sína. Starfstími hans er ekki langur á mælikvarða í sög- unnar rás, en miklu hefir Sigurð- 1 ur Birkis áorkað og gengur það kraftaverki næst. Gætu allir þeir kirkjuvinir og kórfólk, sem hann hefir leiðbeint og eiga svo góðs að minnast, komið að kistu hans með þá hjartans þökk, sem inni fyrir býr, yrði sá hópur stór. En frá byggðum íslands kemur þessi kveðjg frá öllum vinum hans og samstarfsmönnum. Þar yljar hlý og björt minning um hjartaræt- ur. Hinn bjartsýni, fórnfúsi dreng skaparmaður mun ekki gleymast. Vér munum hinn eldlega áhuga, hinn sterka persónuleika, hinn ljúfa og elskaðá vin. Fegursta minnisvarðann hefir han sjálf- ur reist með fegurri og betri söng er lofað í hljóði og miklað í lof- er lofað í hljóði og miklað í lof- söng. Ég sendi hinni eftirlifandi eig- inkonu, frú Guðbjörgu Birkis, og bömum þeirra einlæga samúðar- kveðju. Blessuð sé minning hins látna söngmálastjóra. Pétur Sigurgeirsson. —★— Á STUND sorgarinnar er gott að eiga fagrar minningar. Þrátt fyrir harm vina þinna og ætt- ingja verða þeir að minnast þín eins og þú varst. Jafnvel í dag hljóta þeir því að sjá fyrir sér bros þitt, heyra þennan glað- væra hlátur, sem svo oft hljóm- aði — fyrst einn —■ en lauk ekki fyrr en allir aðrir voru þátttakendur í gleði þinni. Þessi dýrmæta mynd getur aldrei gleymzt ástvinum þínum. Þess vegna heldur þú áfram að vera á meðal okkar og gera lífið fegurra. Ey. Kon. Jónsson. ÞEGAR sólin hækkar sinn i gang aftur, skapast nokkur / slysahætta, þegar ekið er á móti sólui. Og þessi árekstur, sem varð um hádegisbilið í gær, var settur í samband við það, að sá sem ók þessum bíl, hafi ekki vegna sólarinnar séð til ferða mjólkurbíls, sem kom á móti honum, hlaðinn mjög og á verulegri ferð. Ók þessi bíll í veg fyrir mjólkurbílinn, sem reyndi að hemla og sveigja undan, en allt kom fyrir ekki. Harður árekstur varð og mjólkurbíllinn fór út af veginum með framhjólin. Slys varð ekki á mönnum. En kranabíll varð að draga báða bílana af árekstrarstaðnum. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). — Strandiö Framh. af bls. 1 því kunnugur. Ekki var heldur vitað hvort um vélbilun var að ræða, en helzt var þess getið til. Skipið strandar. Það skipti nú engum tagum að skipið lendir upp í grjóteyrinni, sem er sunnanvert við Norður- garðinn og strandar þar. Björg- unarlið brá við skjótt og fór þeg ar á vettvang á fjórum bátum, því ekki er fært landveg út á garðinn. Lýstu þeir upp slys- staðinn. Herjólfur dælir út olíu. Herjólfur var að leggja frá bryggju á leið til Reykjavíkur er slysið bar að höndum. Lónaði hann úti á víkinni allan tímann á meðan á björguninni stóð og dældi olíu í sjóinn og er talið fullvíst að það hafi mjög hjálp að til við björgunina, því sjór fór vaxandi. Meðan á björgun- inni stóð óx vindurinn og voru þá um 9 vindstig. Björgunin gekk vel. Mjög fljótt tókst að koma björgunarlínu um borð í skipið og var þegar hafizt handa um að draga hina 6 skipverja í land. Tókst það skjótt og vel. Skipið var í fyrstu um 100 m. frá garðinum og voru skipbrots menn að mestu dregnir í sjó frá skipinu. En þegar lauk björgun var skipið komið 50 m. nær landi og steytti þunglega á grjót inu. Hraktir og blautir Skipshöfn mun ekki hafa verið slösuð svo teljandi sé en menn voru blautir og hraktir. Skip- stjóri var sýnilega talsvert das- aður. Má segja að björgun þessi hafi tekist mjög giftusamlega. Rign- ingarskúrir voru á meðan á björg un stóð. Skipstjórinn komst á land 10 mín fyrir 11 og hafði björgunin þá staðið tæpa klukku stund. Skipbrotsmenn voru fluttir í sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum og munu verða þar í nótt. Enn sáust ljós blakta um borð í hinu yfirgefna togskipi þar sem það steytti við hafnargarðinn um miðnætti í nótt. — Belgia Frh. af bls. 1 héldi fast við sitt. Mundi slíkt verkfall hafa í för með sér algera lömun atvinnulífsins um margra vikna skeið eftir að þeim linnti. í kvöld sagði framkvæmda- stjóri jafnaðarmannaflokksins, Jean Luyten, að ekki væru allir jafnaðarmenn lengur á því að krefjast þess, að stjórnin drægi frumvarpið til baka. Stefna van Ackers hefði verið samþykkt á fundi miðstjórnar flokksins, en felld uppástunga um að hefja allsherjarverkfall. Hins vegar væri opinber stefna flokksins ó- breytt, en menn vonuðu að sam- komulag næðist er neðri deild þiúgsins kemipr saman aftur. f kvöld féllust verkamenn í stálsmiðjum í Bruges og bifreiða- stjórar í Ghent að taka til starfa á morgun. ölflöskum grýtt. Um það bil 5 þús. belgískir hermenn voru fluttir yfir landa mæri Þýzkalands og Belgíu í nótt. í býtið í morgun höfðu þeir slegið vörð um allar meiriháttar byggingar i borginni Mons, þar sem ástandið var sem verst í gær. í dag kom til alvarlegra bar- daga 1 Antwerpen. Þúsundir verkfallsmanna — sumir segja 6 þús., aðrir 10 þús. — komu saman á útifundi. Kom til átaka við lögreglumenn, er beittu kylf um. Nokkrir verkfallsmenn fóru upp á ölgérðarbifreið og grýttu ölflöskum í allar áttir. Aðrir grýttu múrsteinum og járnbút- um er Þeir rifu úr sporvagnalín um. Bardaginn stóð í 45 mín., en þá dreifðist mannfjöldinn rétt áður en ríðandi hermenn komu á vettvang. í Liege kom einnig til átaka, er verkfallsmenn reyndu að hindra hljóðfæraleikara úr lúðrasveit borgarinnar í að fara til æfinga. Ekki voru átök þar alvarleg, en fréttir í kvöld herma, að ástandið þar hafi versnað með kvöldinu. Fréttaritari Reuters í V-Berlin segir, að vestur-þýzkir hafnar- verkamenn neiti að skipa upp úr belgískum skipum sem liggja í vestur-þýzkum höfnum. Miðstjórn brezka verkalýðs- sambandsins fór þess formlega á leit við viðskiptabanka sína í dag að þeir afhentu lán það er ákveðið hefur verið að veita verk fallsmönnum. Mun sú lánveiting einsdæmi í sögu brezka verka- lýðssambandsins. — Ástin Framh. af bls. 6. myndari .einn mun taka mynd- ir þar. Um kvöldið efnir Ólafur kon- ungur til brúðkaupsveizlu að sveitasetri sínu Skaugum og er 200 manns boðið þangað. Meðal veizlugesta eru Margrét Dana- prinsessa, Bertil Svíaprins, Mar- grét Bretaprinsessa og maður hennar, Armstrong Jones, ljós- myndari, Jean og Charlotte af Luxemburg og Margrét prins- essa af Burbon-Parma. Næsta dag leggja brúðhjón- in af stað í hveitabrauðsferð til Mið j ar ðarhaf sins. Engin merki er- lendra hermanna Vientiane, Washington, Bangkok, Nýju Dehli, London, 10. jan. — (Reuter-NTB-AFP) TILKYNNT var af hálfu Laos-stjórnar í dag, að her- menn frá Rússlandi og Norð- ur-Viethnam herðust nú með hermönnum Pathet Lao gegn hægrimönnum. Fregn þess- ari var þegar tekið með nokkurri tortryggni af hálfu vestrænna aðila í Vicntiane. Var send á vettvang nefnd Frakka undir forystu Serge Gailliez, hershöfðingja og segjast þeir ekki hafa séð neinar líkur um sann- leiksgildi fregnarinnar. — Jafnframt sagði talsmaður brezka utanríkisráðuneytis- ins í London í dag, að brezka stjórnin hefði engar upplýs- ingar í höndum, er bentu til sannleiksgildis þessarar til- kynningar. ★ FriSsamlegar viðræður Sarasin, framkvstj. SEATO, sagði fréttamönnum í dag að sér virtist ástandið í Laos sízt batna. Lítt mun miða í átt til þess að alþjóðlega eftirlitsnefnd in komi saman á ný. Þó sagði talsmaður brezka utanríkisráðu neytisins í dag, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn væru því nú hlynntir. 1 dag barst Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, bréf frá Eis- enhower. Bréfið fjallar um Laos málið, en engar nánari upplýs- ingar liggja fyrir um efni þess. Þá ræddust þeir við í Washing- ton í dag, Hérter utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Mensji- kov, sendiherra Rússa. Þeir neit uðu að segja nokkuð um við- ræðurnar annað en að þær hefðu fjallað um Laosmálið og farið friðsamlega fram. Samningar íslands og Ungverjalands VIÐSKIPTA- og greiðslusamn- ingur íslands og Ungverjalands frá 6. marz 1953, sem falla átti úr gildi við sl. áramót, hefir ver- ið framlengdur til ársloka 1961 með erindaskiptum milli Péturs Thorsteinsson ambassadors og Geza Reves, ambassadors Ung- verja í Moskvu. (Frá utanríkisráðuneytinu), Mitið um dýrðir VESTMANNAEYJUM 7. jan. — Geysimikið var hér um dýrðir á þrettándanum. Týsmenn og skátar fóru blysfarir um bæinn og fylgdi slíkur mannfjöldi, að nærri lætur, að allir bæjarbúar hafi verið þarna saman komnir. Börnin voru í alils kyns grímu- klæðum og gerðu mikla „lukku“. Sonur okkar og bróðir SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 1,30. — Blóm afþökkuð. En þeir, sem vilja minnast hans, láti Langholtskirkju njóta þess. Hólmfríður Jónasdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Brynjólfur Brynjólfsson, Móðir mín og tengdamóðir RÓSALINDE ÁRNASON (fædd Jörgensen) andaðist laugardaginn 7. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 13. jan. kl. 1,30. Jarðsett verður að Kálfatjörn. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Sigvaldi Sveinbjörnsson, Brekkugötu 12, Hafnarfirði Ekkjan PÁLÍNA JONSDÓTTIR frá Saltvík andaðist í Bæjarspítalanum 6. janúar. — Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 13. janúar kl. 13}30. miðdegis. Fyrir hönd aðstandenda. Guðjón Sigurjónsson. Kveðjuathöfn um hjartgæran föður og stjúpföður okkar SIGURÐ MAGNÚS JÓNATANSSON ættaðan frá Rifi, er lézt 7. janúar í Hrafnistu, verður gerð frá Foss- vogskirkju, fimmtudaginn 12. janúar kl. 10;30. Kirkju-’ athöfninni verður útvarpað. — Blóm vinsamlegast af- þökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Matthildar Þorkelsdóttur. — Minningar- spjöldin fást í Miðbæjarbarnaskólanum og Reykjavíkur- vegi 32, Hafnarfirði. — Jarðsett verður að Ingjaldshóli laugardaginn 14. jan. Rósbjörg, Þórleif, Steinunn Sigurðardætur og Sigurjón Kristjánsson fSBBBSMSSnmSSSB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.