Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBL AÐIÐ Fimmtudagur 12. jan. 1961 Hætta á borgara- styrjöld í Katanga Leopoldville, 11. janúar. —- (NTB-Reuter) — TILKYNNT var í dag í aðal stöðvum SÞ í Kongó að sendur hafi verið stór hópur SÞ-hermanna til norður- hluta Katangahéraðs í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist þar út milli innrás- arliðs stuðningsmanna Lum- umba frá Kivuhéraði og hers ins í Katanga. Er hér um að ræða að minnsta kosti 600 hermenn, flesta frá Marokkó, og verða þeir sendir til tin- námuborgarinnar Manono, þar sem innrásarherinn hef- ur komið sér fyrir. En á þessum slóðum hafa SÞ fyr- ir þrjá flokka Nigeríuher- manna. f HÖNDUM HERSINS 1 gær tilkynnti Moise Tshombe forsætisráðherra Katanga að hann mundi gripa til örþrifa- ráða ef SÞ afvopnuðu ekki inn- rásarherinn. Gaf Tshombe frest þar til í dag að láta af þessu verða, en að frestinum útrunnum tillkynnti Joseph Yav varnarmála ráðherra héraðsins: „Framtíð lands vors er nú í höndum hers- ins“. Balubamenn, sem hafa ávallt verið andvígir Thsombe, eru sagðir hafa gengið í lið með inn- rásarhernum í Manono, sem er um 500 kílómetrum fyrir norðan Elisabethville, höfuðborg Kat- anga. Verkefni herliðs SÞ er að reyna að koma í veg fyrir Brotið blað Athens, Georgíu, 11. jan. — (NTB-Reuter) — 1 D A G var brotið hlað í sögu Georgíuríkis í Banda- ríkjunum þegar tveir blökku menn höfu nám í Georgíu- háskóla, fyrstu blökkumenn- irnir í 175 ára sögu skólans. Charlayne Hunter, sem er 18 ára, mun nema blaðamennsku, en Hamilton Holmes, 19 ára, læknisfræði. Dómstólar hafa kveðið á um það að Hunter og Holmes skuli fá að nema við háskólann, en staðaryfirvöld hafa barizt ein- dregið gegn þeirri ákvörðun. Holmes sagði í blaðaviðtali í dag að hann væri viðbúinn erf- iðleikum í háskólanum. En hann bjóst ekki við að þeir stöfuðu fyrst og fremst frá með stúdentum sínum, heldur frá aðilum utan skólans. árekstra Lumumbamanna og hálf þjálfaðs herliðs Katanga, en tals maður &Þ segir að ekki hafi feng izt upplýst á hvern hátt það verk efni eigi að leysast. HÆTTUÁSTAND Brezka herföringjanum Paul Ward, sem stjórnar herliði Nigeríumanna hefur verið falið að semja um það við innrásarlið- ið að það dragi sig til baka út úr Katanga. 1 Elisabethville er sagt að marg ir af fremstu stjórnmálamönn- um landsins hafi skorað á Tshombe að láta ekki að svo stöddu til skarar skríða gegn Lumumibamönnum, því það gæti leitt til átaka við herlið SÞ. Talsmenn SÞ telja ástandið orð ið mjög hættulegt í Katanga og veruleg hætta á að borgarstyrj- öld brjótist þar út. Endurnýjað samstarf Alþýðuflokks- ins og kommúnista í Hafnarfirði Á bæjarstjómaríundi í Hafnarfirði sl. þriðjudag var að tilhlutan Sjálfstæðis- manná rætt um fundarsköp og áhrif kommúnista á stjóm bæjarmálanna. Tilefni þess var, að bæjarstjóri hefir ekki haldið reglulega fundi samkvæmt fundarsköpum og síð- asti reglulegi fundurinn 1960 var haldinn 15. nóv. Hins vegar var haldinn auka- fundur 16. des. um ýms þýðing- armikil mál og var m.a. dregið svo lengi að halda fund vegna þess að aðalfulltrúi kommúnista var erlendis, eru orð bæjarstjóra fyrir því. Sama daginn og komm- únistinn steig á íslenzka grund, var boðað til þessa aukafundar. Þessum aðförum mótmæltu bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með því að mæta ekki á téðum fundi. L Við umræður um mál þessi báru Sjálfstæðismenn fram til- lögu um að lagt yrði fyrir bæjar- stjóm að halda reglulega fundi samkvæmt fundarsköpum, en Fer í söngför til l\lorðurlanda ÁRNI JÓNSSON óperusöngvari hefur nýlega fengið tilboð frá „Det Skandinaviske Consert- boIag“ um að halda söngskemmt anir á Norðurlöndum og á meg- inlandi Evrópu. Einnig er inni- falið í samningnum söngur í þremur óperum. Arni Jónsson ferðaðist um meginlandið haustið 1959 og söng þá t. d. í Vín, Prag og Kaup- mannahöfn. Auk þess fór hann til Noregs, þar barst honum til- boð frá sama fyrirtæki og nú, meirihlutinn vísaði henni frá og virðist því bæjarstjórinn hafa stuðning hans til að sniðganga fundarsköp og bám það helzt fram sér til varnar að ekki hefði verið haldinn fundur í bæjar- stjóm Kópavogs í 7 mánuði. Þá lögðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðismanna fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að skora á landsmenn alla að standa traustan vörð um stefnu og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir þeirri skoðun sinni, að öllum þeim, er gera sér ljóst, hvað í húfi er, sé skylt, ekki aðeins að hafna öllu samstarfi við komm- únista, hvort heldur um er að ræða stjóm bæjarmála eða á öðrum vettvangi, heldur einnig svo sem kostur er, að hindra hverja aðstöðu þeirra til áhrifa á gang opinberra mála. Að dómi bæjarstjómar er fengin fyrir því óræk reynsla fyrr og síðar, að kommúnistar notfæra sér hverja þá aðstöðu, sem þeir ná til þess að veikja stoðir heilbrigðs þjóð- félags og skapa upplausn í efna- hags- og menningarlífi þjóða. Á þeim rústum ætla þeir svo síðar að reisa kommúnistísk ríki. Þessi er megin tilgangur allrar starf- semi kommúnista með lýðfrjáis- um þjóðum. Gegn slíkri starfsemi telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar sér skylt að standa til hagsbóta fyr- ir bæjarfélagið sem og lands- menn alla“. Það vakti athygli að bæjarfull- trúi kommúnista þagði varðandi tillögu þessa, en bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins risu upp til varn ar samstarfinu við kommúnista í bæjarstjórn og vísuðu tillögu þessari frá. Eftir það endurnýjuðu þeir samstarf sitt við kommúnista með því að kjósa þá í nefndir og stöður innan bæjarstjórnarinnar. Það er mál manna í Hafnar- firði, að áhrif kommúnista á stjórn mála í bænum fari vax- andi og er orsakanna að leita í því að þeim tekst æ betur að ota sínum tota í samstarfinu við Al- þýðuflokkinn. Kom þetta ljóst fram í umræðunum á fundi bæj- arstjórnar sl. þriðjudag og af- stöðu Alþýðuflokksins til tillögu Sjálfstæðismanna. Mót Hallgrimskirkju eins og þau litu út eftir óveðrið í fyrrinótt. Sjá frétt á bls. 20. (Ljósm.: Ól. K. M.) Skemmdir of völdum veðurs AKRANESI, 11. jan. — Veður- hæðin komst hér upp í 11 vind- stig í nótt. SA rokið var mest frá kl. 3—5. Portið við hús Kaup- félagsins á Kirkjubraut 11 fauk og lítilsháttar skemmdir urðu á áburði. Á Fögrubrekku, ný- býli á Innnesinu brotnuðu 6 hlöðusperrur og bárujám losn- aði. Af annarri þakhlið Félags- heimilis Templara fauk % af bárujárninu. Inni í Hvalfirði var afspymu rok og var veðurhæðin hvað mest mi’lli bl. 3 og 4 í nótt. Varla gat talizt stætt á landi og fjörðinn skóf eins og lausamjöll —Oddur. WELLINGTON, Nýja Sjálandi, 11. jan. (Reuter) —■ Ellefu manna bandarískur leiðangur kom í dag til Suðurpólsins eftir 1300 km ferð með snjóbílum. Er þetta fyrsti bandaríski leiðang urinn, sem kemst landleiðis til pólsins. Ferðin tók 34 daga. gat hann ekki tekið því þá, þar sem hann veiktist. Hefur Arni verið veikur síðan, en nú er hann búinn að fá bata, samt mun hann ekki fara utan fyrr en í haust. Efnisskrá Arna á ferð hans mun aðallega byggjast á lögum frá Norðurlöndunum, þeirra verða ef til vill tvö ís- lenzk. Einnig mun hann syngja ítölsk lög, þýzk ljóð og nokkur óperulög. Aður en Arni fer utan mun hann halda nokkrar söng- skemmtanir hér á landi. Þrír bátar róa BÍLDUDAL, 11. janúar. — Vetr- arvertíð er hafin hér og róa tveir bátar með línu, en sá þriðji m,un halda á miðin fljótlega. Afli hef- ur verið 5 til 6 lestir í sjóferð. Nokkuð er komið hingað af að komufólki, sem mun ýmist vinna við bátana eða í hraðfrystihús- inu. Þó vantar enn starfsfólk og er t.d. tilfinnanlegur skortur á kvenfólki í hraðfrystihúsinu. Pétur Thorsteinsson verður leigður til Patreksfjarðar í sum- ar og mun verða gerður út á línu þaðan. Rækjuveiði hefur verið treg að undanförnu, en gæftir sæmilegar. Félagsheimilið hér hélt skemmt un sl. laugardag til ágóða fyrir húsið. Var margt skemmtiatriða, m.a. leikþættir. Hér er nú gott veður, logn og blíða, frostlaust og snjólaust. — Hannes. NA /S hnutor / SV 50 hnútor X Snjikoma » Úil V Skúrír K Þrumur Ks KuUaskH Zs' Hihskii — Mobutu Framh. af bls. 1 skjölds til Kongó, að Lumumba __forsætisráðherra á vakandi meðal fylgi að fagna enda Þótt hann sitji í fangelsi. Fylgir það orð rómi þessum, að vel geti svo farið, að Kasavubu reyni að semja að nýju við Lumumba um leið og hann kastar Mobutu of- ursta fyrir róða. H Hmi L Latai í FYRRINÓTT gerði land- . synningsrok hér suðvestan- Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi ( lands. í Reykjavík varð veð- SV-land til Breiðafj. og mið | urhæðin 10 vindstig og í rok *n; stormur, gengur á með j eljum, hiti við frosmark á morgun. unum 12 eða meira. Þetta var á undan skilunum, sem á kortinu liggja yfir landinu frá suðaustri til norðvesturs. Milli klukkan sex og sjö fóru skilin yfir og lygndi þá fljótt. Mikil rigning fylgdi Vestfixðir og Vestfj.mið: Breytileg átt og rigning í nótt en hvass og él á morgun. Norðurland til Austfjarða og miðin: Léttir til með SV átt í nótt, víða hvass með þessu ólátaveðri. Á Stórhöfða morgninum. mældust 25 mm um nóttina, SA-Iand og SA-mið: SV 23 á Reykjanesvita og 17 á stormur, skúrir og síðar él Kirkjubæjarklaustri. vestan til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.