Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 3
MORGUIVBLAÐIÐ 1961 Fimmtudagur 12. jau Tog- arinn 1 GÆR íóru fram réttarpróf í Vestmannaeyjum vegna •trands belgíska togarans Marie Jose Rosette, sem svo mjög hefur verið getið í frétt- i»m undanfarna daga. Fer sér á eftir frásögn fréttaritara Mbl. í Eyjum, Björns Guð- mundssonar, af réttarhöldun- um: Frásögn hafnsögumanns Hafnsögumaðurinn í Eyj- um, Jón Isak Sigurðsson, mætti fyrstur í réttinum, Skýrði hann svo frá, að hanr hefði farið með belgíska tog- arann út úr Vestmannaeyjs höfn kl. 9,30 í gærkvöldi. Vai ■iglt á hægri ferð út, en ei kom út í hafnarmynnið yfir gaf hafnsögumaður skipú *vo sem venjulegt er. Aðui var svo um talað milli skip ítjórans og hafnsögumannsins *ð skipstjórinn tæki stefnu tn . skipstjórhu, Maurice Brack, við réttarholdin vegna lanuneig.soroisms. «« guðausturs^ er þeir skildu. a órang han ir kort af höfninni í Eyjum og sést merkt með ör á kortinu hafnargarðurinn STAKSTEIMAR lét ekki að stjórn eðlilegt við stýri og vél skips- Steig hafnsögumaðurinn nú um borð í hafnsögubátinn, Létti. Þegar báturinn var kom inn inn í höfnina og inn að Nausthamarsbryggju virtist hafnsögumanni togarinn kom- inn nokkuð norðarlega. Þegar hann kom inn að Básaskerja- bryggju heyrði han að togar- inn flautaði. Þóttist Jón Sig- urðsson þá vita, að eitthvað væri að togaranum og var Létti haldið aftur úr höfn- inni, togaranum til aðstoðar. Þegar báturinn kom út undir N orðurgarðinn var togarinn um það bil að taka niðri á garðinum. Var hafnsögubátn- um þá snúið við hið skjótasta til að útvega mannhjálp og tæki til björgunar. Gekk björgunarstarfið mjög greiðlega eins og fram kom í Mbl. í gær. Taldi hafnsögu- maðurinn, að ekki hefðu liðið nema tuttugu mínútur frá því fyrsti maður var tekinn upp á garðinn og þar til sá síðasti hafði fast land undir fótum. inu. Hefði hann stefnt beint á Heimaklett. Fylgdist Stefán með er togarinn nálgaðist Heimaklett og um líkt leyti heyrði hann togarann flauta 1 sífellu og sá þá að eitthvað mundi vera að. Fór hann þá upp úr Herjólfi í því skyni að ná sambandi við formann björgunarfélagsins. Þegar hann kom frá því var Jón Isak að fara út úr höfninni og bað hann Stefán þá að kveikja á ljósunum á Skansinsum. W" Frásögn sjónarvotts Næsta vitni, sem kom fyrir réttinn, var Stefán Runólfsson, verkstjóri, sem stóð í brúnni á Herjólfi, en Herjólfur var í |||f1 höfninni í Vestmannaeyjum eins og skýrt var frá í gær. Kvaðst Stefán hafa fylgzt með því, er farið var út með tog- arann, og hefði hann séð tog- arann taka stefnu til norð- austurs eftir að Léttir hafði skilið við hann í hafnarmynn strandið Eyjum Stefán fór því næst um borð í m/b Lunda, sem var einn þriggja báta, sem aðstoðuðu við björgunina. Skýrsla skipstjórans Skipstjórinn á Marie Jose Rosette, Maurice Brack, var þriðja vitni í réttinum. I framburði sínum staðfesti hann það sem Jón Isak Sig- urðsson hafði sagt, að sam- kvæmt samtali við hafnsögu- manninn hefði hann ákveðið að halda til suðausturs eftir að þeir skildu. Hann kvaðst því hafa ætlað að beygja á stjórnborða, en þá hefði hann strax uppgötvað, að skipið lét ekki að stjórn, en beygði á bakborða í þess stað. Þá hefði bann aukið ferðina til að ná (Ljósm.: Sigurgeir Jónasson) beíra valdi á skipinu, en allt hefði komið fyrir ekki. Skipið hefði sýnilega alls ekki látið að stjórn, en stöðugt keyrt á bakborða, unz framendi þess hefði rekizt í bergið í Heima- kletti. Tók hann þá skipið afturá, en við það snerist aftur endi togarans upp í vindinn og slóst hann þá í klett- inn. — Þá tók skipstjórinn skipið áfram og ætlaði að reyna að ná hafnarmynninu og sigla aftur inn í höfnina. En það tókst ekki og skömmu síðar tók skipið niðri. ★ Skömmu áður en skipið rakst fyrst á kvaðst skipstjóri hafa byrjað að flauta til að gera þannig vart við sig. Hann tók það einnig fram, að sér hefði virzt allt í lagi með stýri skipsins, vél og annað, er hann fór út úr höfninni. Skip- ið er með vökvastýri. * Þá bað belgíski skipstjór- inn, að fram kæmi þakklæti sitt og skipshafnarinnar fyrir snarlega og vasklega björgun. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, 9 til 10 vindstig og sjávarrót, hefði björgunin gengið bæði fljótt og vel. ★ Gert er ráð fyrir að réttar- höld haldi áfram í dag, og munu þá vélstjóri og stýrimað ur verða kallaðir fyrir. Skip- verjar á Marie Jose Rosette munu fljótlega halda heimleið is, en skipstjóri mun dveljast um sinn í Eyjum, ef eitthvað kynni að bjargast úr flaki tog arans. ★ Togarinn stóð á réttum ki'li í dag, en í kvöld er versnandi veður og er talið að botninn sé að fara úr skipinu. Ekki vel á línunni I grcin í Þjóðviljanum í gær sem sögð er vera eftir einhvern D.H. verkamann, segir m.a. á þessa leið: ,Árin fyrir 1950 eru öllum launþegum minnisstæð sökum vöruþurrðar og svartamarkaðs- brasks, — er hélzt tU ársins 1952—53. Sum þessi ák höfðu menn sæmileg peningaráð, en gallinn var bara sá á gjöf Njarð- ar, að engin vara var til. Þetta muna allir“. Verður ekki betuir séð en aS greinarhöfundi líki vel sá árang- ur, sem náðist á árunum 1952—3 vegna gengisfellingarinnar, sem framkvæmd var 1950, einmitt vegna vöruþurrðarinnar og svartamarkaðsbrasksins, sem áð- ur ríkti hér. Efnahagsráðstafan- irnar á þessum árum fóru að vísu út um þúfur, annarsvegar vegna þess að ekki var nægilega gætt nauðsynlegra hliðarráðstafana, og eins vegna verkfallsins 1955. En ánægjulegt er samt, að Þjóð- viljinn skiuli hæla þeim árangri, sem náðist þá um nokkurra ára bil. Skammar líka Hannibal Og greinarhöfundur ræðst líka að skoðanabræðrum sinum í verkalýðshreyfingunni, þegar hann segir: „Til vara eru þessir sömu menn að þráistagast á því, að við getum fengið aukin fríðindi með betri vinnutilhögun, vinnuhag- ræðingu o.s.frv. En það hafa margir tilhneigingu til þess að halda, að þessir möguleikar hafi verið fyrir hendi um langan tima, en beðið þess dags, að henta mundi atvinnurekendum að draga fram í dagsljósið, eða eru þeir kannski nýbúnir að upp götva þetta heilræði, sem nú á að bjarga öllu“. Já, það er vissulega rétt að um langt skeið hefur verið hægt að bæta hag launþega með þeim að- gerðum, sem greinarhöfundur nefnir. En gallinn er hara sá, að forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar hafa beinlínis fjandskap azt gegn því að bæta kjör verka- manna, vegna þess að þá hafa þeir talið, að erfiðara væri að efna til pólitiskra verkfalla, þeg- ar þeir teldu þörf kref ja. Marie Jose Rosette við hryggju í Eyjum. Ford eign bandarískra London, 11. jan. (NTB-Reuter) I DAG var tilkynnt í London að náðzt hefði samkomulag um það að bandaríska Fordfélagið fengi brezka að kaupa hlutabréfin í dótturfélaginu. Um 90% þeirra Breta, er eiga hlutabréf í brezka Fordfélaginu, hafa samþykkt tilboð bandaríska félagsins. Bandaríska félagið átti fyrir um 54% hlutabréfa brezka félagsins. Bandaríska tilboðið var tæp 7% pund fyrir hvert hlutabréf sem er að nafnverði eitt pund. Ný stefna hjá Framsókn? Tíminn er í ritstjórnargrein í gær að myndast við að skýra frá því, hvað Framsóknarmenn myndu gera, ef þeir réðu stjóm- arstefnunni. Fyrst getur blaðið þess, að þeir mundu lækka vext- ina meir en gert hefur verið, og er það stefna út af fyrir sig, hversu giftusamleg, sem hún mundi reynast eins og nú háttar. En síðar bætir blaðið við: „Jafnframt miundi Framsóknar flokkurinn afnema tafarlaust önnur höft, sem núverandi ríkis- stjórn hefur komið á, og stuðlað beint og óbeint að atvinnuleysi. Stjórnarstefnan mundi á þennan og annan hátt miðiuð við bætt lífs kjör og uppbyggingu, en ekki við samdrátt og krsppu, eins og er stefna núverandi valdhafa'*. Fleira er það ekki, sem Fram- sóknarmenn segjast mundu gera. Þannig virðast þeir hafa varpað fyrir borð „hringavitleysunni" frá því í sumar, en þá var sagt, að þeir vildu aiuka yfirfærslu- gjaldið tii styrktar útveginum, en jafnframt draga úr uppbótun- um! Og minnka fjárfestinguna samhliða því sem „uppbyggingar stefnunni væri haldið áfram af fullum þrótti“! Nýja stefnan á þó eitt sam- merkt með þeirri frá í sumar, að heilvita menn botna hvorki upp né niður L hvað Tímamcnn eru að fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.