Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. jan. 1961 MORGZJN BLAÐIÐ EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu, mun Ástríður Nor- egs-prinsessa ganga í heilagt hjónaband í dag. Brúðguminn Johan Martin Ferner, er mað- ur af borgaralegwm ættum, sem sagt er að prinsessan hafi verið ástfangin af árum sam- an, en faðir hennar neitað um samþykki fyrir því að þau gengju í hjónaband. Þegar Ragnhildur prinsessa, systir Ástríðar trúlofaðist manni af borgaralegum ætt- um, útgerðarmanninum Erl- ing Lorentzen, sem hún elsk- aði, á Ástríður að hafa sagt: — Leyfið þeim bara að eigast, ég skal finna mér prins. Ekki varð þó af þessu og nú hefur Ástríður einnig feng ið samþykki föður síns, til þess að hlýða kalli hjartans. Menn leiða getur að því, að það sé vegna þess, að ekki verði langt að bíða að Har- aldur krónprins gangi í hjóna- band og ÁstríJtoir verði ekki lengur fremsta kona landsins. Arne Fjellbu, Þrændabiskup gefur brúðhjónin saman í Ask- er kirkju. Síðan verður haldin mjög vegleg veizla og fjöldi prinsa og prinsessa frá álfunni eru komin til Noregs til þess að vera viðstödd brúðkaups- hátíðahöldin. t framtíðinni munu brúð- hjónin búa í húsi því, er mynd in er af hér að neðan. En það hefur Ólafur konungur gefið þeim í brúðargjöf. '"** Húsið stendur við Biskop Grimelunds vei og er nr. 5, það er umgirt stórum og mjög föðrum garði. Húsið er byggt 1936 og hafa eigendur þess fram til þessa verið Sten Stensby, forstjóri og kona hans. Gert er r-áð fyrir að brúðhjónin flytji ekki inn á hið nýja heimili sitt fyrr en eftir nokkra mánuði, daginn eftir brúðkaupið munu þau leggja af stað í brúðkaupsferð til Miðjarðarhafsins, en síðan munu þau búa í íbúð Ferners, þar til þau flytja í nýja húsið. Eftir hádegi í dag, þegar Ástríður prinsessa, gengur út úr Asker kirkjsi, sem eigin- kona John Martin Ferners, kaupmanns, mun hún um leið ganga inn í nýja frjálsari og hamingjuríkari tilveru. Hún hefur hingað til frámkvæmt skyldur sínar, sem fremsta kona landsins, með virðuleik, við hlið föður síns. Með því að giftast manni af borgaraleg- um ættum, afsalar hún sér réttindunum, sem meðlimur konungsfjölskyldunnar. — Norska þjóðin getur ekki á- Iasað henni fyrir það, en að- eins óskað henni alls hins bezta í framtíðinni og þakkað henni það, sem hún hefur hingað til gert fyrir land og þjóð. Akranes Gott herb. óskast til leigxi sem næst bæjarskrifstof- unum. — Reglusemi. — Tilb. sendist blaðinu fyrir nk. sunnud. merkt „Skrif- stofumaður 1039“ Kópavogur Unglingsstúlka óskast til að gæta barna 3 daga í viku kl. 1—7. Uppl. í síma 19837. Leyfi óskast fyrir vestur-þýzkri bifreið. Verðtilboð ásamt uppl. um upphæð leyfisins sendist Mbl. fyrir föstuddagskv., merkt „Bílleyfi 1038“. Ráðskona óskast út á land. Má hafa með sér barn. Gott kaup. Uppl. í síma 50116. Er kominn heim Erlingur Þorsteinsson læknir. Barnagæzla Get tekið ungt barn tfl gæzlu að deginum, fyrir konu, sem vinnur útL Tilb. merkt „Melar — 1273“, sendist Mbl. fyrir 17. þ. m. Vantar tvö herbergi og eldhús. Þrennt fullorðið í heimili. Get litið eftir börnum á kvöldin. Uppl. í síma 10822. Stúlka óskar eftir vinnu. Margs konar vinna kemur til greina. Tilb. merkt „Vinna 1041“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag. íbúð óskast, tvö til þrjú herb., þrennt í heimili. Uppl. í sirna 23071. 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. i síma 23397. H Eimskipafélag íslands h. f.: — Brúar foss er á leið til Fáskrúðsfjarðar. Detti foss er í Vestmannaeyjum. Fjallfoss er 1 Reykiavík. Goðafoss er í Kefla- vík. Gullfoss er í Rvík. Lagarfoss er i Bremerhaven. Reykjafoss er í Ham borg. Selfoss er á leið til Rvíkur. Tröllafoss er á Akureyri. Tungufoss er á leið til Khafnar. Hafskip hf. — Laxá kemur væntan- lega til Santiago í dag. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er 1 Walkom. Arnarfell er á Norðurlands- höfnum. Jökulfell er í Rostock. Dís- arfell kemur til Malmö í dag. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er á leið til Reyðarfjarðar. Hamrafell er 1 Gautaborg. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Rvík í kvöld vestur um land. — Esja er í Rvík. — Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum í kvöld til Rvíkur. — Þyrill er á leið til Siglufjarðar frá Karlshamn. — Skjaldbreið er vænt- anleg til Rvíkur árd. í dag. — Herðu- breið er á leið til Rvíkur frá Austfj. H.f. Jöklar.: — Langjökull er í Rvík. Vatnajökull fór frá London í gær til Rotterdam. Loftleiðir hf.: — í dag er Leifur El- ríksson væntanlegur frá New York kl. 8.30 og fer til Glasgow og London kl. 10,00. Edda er yæntanleg frá Hamborg Khöfn, Gautaborg og Stavanger kl. 80.00 og fer til New York kl. 22.00. Flugfélag ísiands hf.: — Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16:20 í dag frá Khöfn og Glasgow. Innanlandsflug: í dag til Akureyrar, Egilsstaða, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun til Akureyrar, Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja. Söfnin Listasafn ríkisins er lokað um óákv tíma. Pjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 1,30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkilrbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími: 12308 — Aðalsafnið, bingholtsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið alla virka daga frá 17.30—19.30. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bókasafn Hafnarfjarðar er opið kl. 2—7 virka daga, nema laugard. þá frá 2—4. Á mánucj., miðvikud. og föstud. er einnig opið frá kl 8—10 e.h Gengið Sölugengl 1 Sterlingspund ..... kr. 106,94 1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar ........... — 38,33 100 Sænskar krónur ........ — 736,85 100 Danskar krónur ........ — 552,75 100 Norskar krónur ........ — 534,10 100 Finnsk mörk ........... — 11,92 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Belgískir frankar ..... — 76,58 100 Svissneskir frankar .... — 884,95 100 Franskir frankar ....... — 776,15 100 Gyllini ............... — 1009,95 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk . — 913.65 100 Pesetar ............... — 63,50 1000 Lírur ................ — 61.39 Stökur eftir Hallgrím Pétursson. Sjálfslýsing. Sá, sem orti rímur af Ref, reiknast ætíð maður með svartar brýr og sívalt nef; svo er hann uppmálaður. Skáldinu úthýst. Úti stend ég ekki glaður, illum þjáður raununum; þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Um Einar í Vogum Fiskurinn hefur þig feitan gert, sem færður er upp með togum; þó þú digur um svírann sért, samt eru Einar í Vogum. Mýkomnir gírkassar í Chevrolet fólksbíla 1955—’59, Ford 1955—’57. WiHys station 1947 (type 463), Ford Taxi cuplings- diskar 1958—’59, Chevrolet Taxi cuplingsdiskar ’59, Drif í flestar gerðir amerískra fólksbíla. Einnig eru fyrirliggjandi: Mótorar í Chevrolet 1955 og upp, og Ford 1952 og upp. H. Jónsson & Co. Brautarholti 22 Bæjarfógetaskrifstofan í Kópavogi Símanúmer skrifstofunnar er nú: 3 6 8 0 2 bæjarfógetinn 3 6 8 01 fulltrúi 3 6 8 0 0 afgreiðsla 37700 verður síimanúmer okkar framvegis Raftækjavinnustofa Knúts og Ólafs Ármúla 14. Cheerios r >/■ ■- Cheerios Cheerios kornhringir eru hreinasta sælgæti NATHAN & OLSEN HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.