Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. jan. 1961
Leik á skúrþaki lauk með
meidslum og beinbrotum é
MAÐUR nokkur kom að málí við
Mbi. í gær og bað það segja frá
frétt, sem hann taldi eiga nokk-
urt erindi til foreldra og aðstand
enda barna hér í bænum. Á
fimmtudaginn var vildi það slys
til í leik uppi á bílskúrsþaki, að
sex ára drengur féll ofan af
skúrnum niður á frosna jörðina.
Svo illa kom litli drengurinn nið
ur að hann handleggsbraut sig
á báðum handleggjum og svo mik
ið höfuðhögg hlaut hann að við
rannsókn kom í ljós að þrír brest
ir eru á höfuðkúpinni. Hann
hlaut og slæman heilahristing.
Drengurinn er nú rúmliggjandi
f Landakotsspítala.
Ekki hafði þessi drengur átt
heima í götu þeirri er slysið varð.
Og það er víða í bænum að bíl-
skúrar með flötum þökum verða
eftirsóttur leikvangur barna, án
þess að húsráðendur fái rönd við
reist, eins og í þessu tilfelli er
að ræða.
Foreldrar ættu eindregið að
benda börnum sínum á þá aug-
ljósu hættu sem af því stafar,
einkum á vetrum í frosti og
hálku, að leika sér uppi á bíl-
skúrsþökum.
7
i
Æskuár:
Æviminningaj
Vigfúsar Guðmunds-
^ sonar, gestgjafa
. A ÞESSUM vetri kom út bók-
in „Æskudagar“ eftir Vigfús
Guðmundsson gestgjafa. Eru
það æviminningar höfundar og
segir þar m. a. frá dvöl hans
„villta vestrinu". 1 formála
. fyrir bókinni segir höfundur, að
faún sé hugsuð sem fyrra eða
fyrsta bindi æviminninga sinna,
og nái aðeins fram yfir æsku-
árin.
j Vigfús Guðmundsson hefur,
eins og kunnugt er, áður gefið
út tvær bækur með ferðaþátt-
lun. Ber hin fyrri þeirra titil-
inn „Umhverfis jörðina' og hin
síðari „Framtiðarlandið". Eins
og bækur þessar bera með sér
mun höfundur þeirra meðal
hinna víðförlustu íslendinga.
Vi-------------------
Bráðabirgða símaskrá
yfir nýju númerin
1962 di mikilla framkvæmda Landssímans
Á MÖRGUM heimilum í austur
hverfum bæjarins, þar sem nýir
símnotendur hafa undanfarið
mænt eftirvæntingarfullum aug
um til gljáfægðra nýrra sím.
tækjanna, var mikill spenningur
ríkjandi í gærkvöldi: Komumst
við í samband eða ekki. Fyrir-
spurnir um þetta voru gerðar til
Mbl. um það hvort hægt' væri
að fá nákvæma vitneskju um
hvaða númer fengju samband í
gærkvöldi. Af ýmsum ástæðum
ekki hægt að fá um þetta upp-
lýingar, m.a. tæknilegum ástæð-
um.
En í símtali við póst- og síma
málastjóra, Gunnlaug Briem, í
gærkvöldi, skýrði hann svo frá
að í ráði væri, að Landssíminn
gæti út til bráðabirgða sérstaka
símaskrá yfir þá 2000 símnotend
ur í Grensássimstöðinni, sem
komust í samband „við umheim-
næstu daga, eins og skýrt hefir
inn“ þegar í gærkvöldi og þá
sem samband fá á síma sína nú
verið frá í blöðunum. Einnig
verða í bráðabirgðaskránni núm
erabreytingar sem orðið hafa
vegna þess að símnotendur hafa
flutt á milli „símsvæða" bæjar--
Gunnlaugur Briem gat þess að
þörfin fyrir stækkun simstöðv-
anna í Reykjavík, væri nú ár
lega um 1000 númer.
Um næstu áramót verður
væntanlega lokið 1000 númera
stækkun fyrir Mið- og Vestur
bæinn.
Og á árinu 1961 verður ný
símstöð fyrir Hafnarfjörð vænt-
anlega komin upp. Verður þá
enn hægt að fjölga símanúmer-
um fyrir Mið. og Vesturbæinn,
með því að fluttur verður sím-
stöðvarútbúnaður frá Hafnar-
firði hingað til Reykjavíkur. Og
svo maður fari enn lengra fram
í tímann ,sagði Briem, póst- og
símamálastjóri, þá fær Kópavog
ur sína eigin símstöð væntan-
lega á árinu 1962 og verður þá,
er Kópavogsnúmerin sem eru
nú hér í Reykjavík losna, hægt
enn að stækka símsvæði Mið- og
Vesturbæjarins. Og utan Reykja-
víkur ver.ða á því ári teknar í
notkun símstöðvar á Akranesi og
í Vestmannaeyjum. Af þessu má
ráða að árið 1962 ætti að geta
orðið ár mikilla framkvæmda á
sviði aukinnar símaþjónustu við
landsmenn, sagði Gunnlaugur
Brem að lokum.
• Enn um gamla vísu
) Skrifin um vísuna hans
Stefáns Olafssonar, sem Bólu-
Hjálmar orti síðan upp hefur
vakið talsvert umtal. Hér er
annað bréf frá J. P. til Velvak-
aivda um þetta efni:
} Eg þakka þér kærlega upp-
lýsingarnar um vísu Stefáns
Olafssonar, ég spurðist
fyrir um rétt fyrií jól. Enda
þótt ég hafi verið búinn að
komast að þessu, þegar svar-
ið birtist, með því að athuga
ævitimabil þeirra Hj. og St.
Ol., þá veit ég að fjölda mörg-
um hefir komið þetta nýstár-
lega fyrir sjónir, einkum
yngra fólki, sem hefir ekki
haft hugmynd um vísuna í
sinni upprunalegu mynd, en
hinsvegar lært hana eins og
hún er skráð og eignuð Hjálm-
ari.
Eg er alveg sammála skýr-
ingu próf. Steingríms J. Þor-
steinssonar á málinu, en mér
finnst bara eins og hann hafi
ekkert við það að athuga, að
maður taki sig til og breyti
ofurlítið vísu eftir annan
mann, og eigni sér síðan, eða
látið hafa eftir sér. Slíkt hef-
ir oft, undir svipuðum kring-
umstæðum verið nefnt
ákveðnu nafni. (Ath.: Velvak-
andi hafði ekki orðrétt upp
orð próf. Steingríms, og gæti
þarna hafa komið fullt eins
mikið fram skoðun Velvak-
arxda eins og prófessorsins).
• Oddrím or alrím
1 Mbl. í dag (7. jan.) legg-
ur svo Þorsteinn frá Gilhaga
orð í belg. Segir hann „vísu
þessa“ hafa verið alkunna í
Skagafirði fyrir um það bil
70 árum, og þá hljóðað þann-
ig:
Góa gefur snjó á snjó
snjóa umvefur flóa tó.
Tóa grefur móa mjó
mjóan hefur skó á kló.
Þetta er vafalaust rétt hjá
Þorsteini, en aldrei hefi ég
heyrt þessa útgáfu á vísunni,
og grunar mig að hún hafi
ekki verið alkunn annarsstað-
ar. Hins vegar hefi ég heyrt
vísuna byrja svona: Nógan
gefur snjó á snjó,/ snjóum vef-
ur flóa tó . . .
Þannig skilst mér vísan
vera „oddrímuð“ og „alrím-
uð-“, samkv. skýringu Þor-
steins. Þarna skeikar aðeins
einu orði, nógan í stað ofan,
því sem vísan er víðast prent-
uð í bókum Hjálmars. Má það
Fegurö
STUNDUM þegar ég hugsa um stormasama aevi ein-
hverrar fagurrar konu, langar mig til að hrópa eins
og Byron: „Fegurð, banvæn gjöf guðanna“. En þú
ert dæmi um yndislega fegurð, sem stuðlar að ham-
ingju annarrar og þinnar eigin. Að vera frábærlega
fögur gerir þig ómótstæðilega. Hvar sem þú ferð,
lýsir návist þín staðinn með sólskini.
Vegna þess hve skemmtilegt er að horfa á þig,
fagna allir þér. Ert þú leikkona? Hálf baráttan er
unnin jafnskjótt og þú stígur fram á leiksviðið.
Auðvitað áttu þá enn eftir að vinna seinni helm-
inginn og þar er um gáfur að ræða. Vantar þig
vinnu? Þú munt einungis mæta brosum. „Hættuleg-
um brosum“ kannt þú að segja. Nei, ekki í þínu til-
felli. Þín tegund fegurðar knýr fram samtímis aðdá-
un og virðingu.
Fegurð veitir þér mátt og völd, sem margir
menn myndu öfunda þig af. Lestu um ævi Madame
Recamier, sem í Frakklandi var fegurðargyðja fyrri
helmings XIX. aldarinnar. Hún átti fjölmarga vini,
sem allir tilbáðu hana og hún veitti þeim ekkert
nema alúð sína. Eini maðurinn, sem hún raunveru-
lega elskaði, var Chateaubriand. Það, sem hún gerði
fyrir hann, var ómetanlegt. Með hinum hrífandi
töfrum sínum tókst henni að safna í kringum hann
öllum hinum miklu mönnum síns tíma. Jafnvel hin-
ir pólitísku andstæðingar hans féllust á að eiga vin-
samleg mót við hann, vegna þess að það var á heim-
ili hennar. Hún fékk þá til að gera andstöðu þeirra
kurteisa og auðmjúka. Á þann hátt hafði hún mikil
og leynileg áhrif, ekki einungis á frönsk stjórnmál,
heldur stjórnmál alls heimsins.
Jafnvel erlendir valdhafar, sem voru yfirlýstir
óvinir ættlands hennar, féllu fyrir töfrum hennar.
Fegurð minnir menn á „eitthvað fjarlægt“ og eflir
hjá þeim og styrkir betri hlið eðlis þeirra. Það var
forðað frá heimskuverkum og ranglæti vegna þess
að konungur Rússlaffds eða rússneski zarinn sefað-
ist af ljóma Juliette Recamiers.
En snúum okkur aftur að þér. Gerirðu þér Ijóst
hversu mikið gott þú gerðir á stríðsárunum þegar
þú komst inn í sjúkrahús? Það er staðreynd, að
margir særðir menn gleymdu þjáningum sínum,
meðan þeir horfðu á þig. Við að tala við þig, fann
maður rödd sína aftur. Þú sást skyndilega bros á
vörum hans, sem svaraði þínu. Hver veit? Það er
vel mögulegt að heimsókn þín kunni að hafa bjarg-
að sjúkum vini, eða ókunnum hermanni. Samband-
ið milli sálar og líkama er leyndardómsfullt. Það er
staðreynd að margur sjúklingur fann í augum þín-
um styrk og mátt til að sigrast á því, sem sérfræð-
ingar töldu banvænt. Nei, ég skal ekki segja eins og
Byron: „Fegurð, banvæn gjöf guðanna“, heldur:
„Fegurð, dýrmæt gjöf guðanna“, með því skilyrði,
að þú notir hana til góðs....
undarlegt heita að hinn gamli
snúllingur skyldi ekki geta
fundið þetta eina orð, sem á
vantar til að gera vísuna sem
dýrasta.
Vera má að fil séu ennþá
fleiri afbrigði af vísu þessari,
og væri gaman að heyra um
það.
• Aukastuðlun
Þá telur Þorsteinn, samkv.
því sem segir í grein hans, að
Hjálmar muni heldur hafa
FERDIIMAIMR
viljað leggja aldýrt rím til
hliðar en að láta aukastuðla
sjást í ljóðum sínum; og tel-
ur þetta næsta furðulegt, þar
sem eina vísan, sem Hjálmar
telur sig aldrei hafa náð að
snilli (!) sé einmitt með auka-
stuðlum. Já, er það furða þó
maðurinn sé furðu lostinn, þvf
annan eins stuðlagraut er
varla hægt að finna hjá við-
urkenndum hagyrðingum,
eins og Látra-Björg hlýtur að
vera talin. En svo bregðast
krosstré sem önnur, og eng-
inn er óskeikull. Og það að
Hjálmar hafi fundizt vísa
Látra-Bjargar óyfirstíganlegt
listaverk, finnst mér benda til
að hann hafi ekki verið sér-
lega vandfýsinn á rím, og má
efalaust finna þess mörg
dæmi, ef farið er yfir vísur
hans í heild.
Eg tel alveg tvímælalaust,
að allar þess'ar þrjár útgáfur
af vísunni, sem nú þegar eru
komnar hér fram, séu afbrigði
af vísu Stefáns Olafssonar. Að
telja þessi afbrigði, og
kannski fleiri sem fram kynnu
að koma, sjálfstæðar vísur,
finnst mér mjög varhugavert
athæfi, sem gæti dregið óþæg
an dilk á eftir sér.