Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 8
8 MORGVNBLÁÐIÐ Fimmtudagur 12. jan. 1961 Yfirlýsing vegna greinar Haraldar Böðvarssonar HERRA ritstjóri- Mig langar að biðja heiðvirt blað yðar að birta nokkrar at- hugasemdir við grein hr. Harald- ar Böðvarssonar, sem kom í Morgunblaðinu 6. janúar sl. Hann segir: „Frá því síldin ikemur inn í frystihúsið og þang- að til búið er að vinna hana eru 5—8 tímar“. 1 einstaka tilfelli er þetta rétt, en í flestum tilfellum helmingi lengri tími, og hefur komið fyrir að hætt er vinnslu á miðnætti og tekið til aftur að morgni á þeirri síld, sem lögð var á land daginn áður og ísuð. Ennfremur segir H.B.: „Aður en síldir er flutt út kemur yfir- fiskmatsmaður og skipar að taka út t. d. 50 öskjur 9,3 kg. hverja og láta þær þiðna upp á 12 tím- um“. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en hann gleymir að geta þess af hve miklu framleiðslu- magni pr. dag þessar ,,stikk“- prufur eru teknar. Ég vil geta þess, að venjulega eru teknar 2 öskjur af þúsundi. Og áfram heldur Haraldur og segir: „Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Eftir nokkra daga kemur svo kaupandi eða umboðsmaður hans og byrjar þá sama athöfnin, — tekin út síld til að þiða upp og skoða. Eftir það er hæstaréttardómur uppkveð- inn“. ,I>etta er algjörlega rangt sagt frá. Þegar líður að útskipun á síld, er í hvert sinn talað frá söJusamtökunum við viðkomandi yfirfiskmatsmann og óskað eftir úttöku og mati á svo og svo miklu magni af síld. Ef um umboðs- mann kaupanda er að ræða, mæt- ir hann samtímis ásamt fulltrúa sölusamtakanna, sem annað hvort er frá SIS eða SH, eftir því, sem við á. (Fulltrúi kaup- enda hefur aðeins verið frá Pól- landi síðastliðið ár). Þessir þrír menn eða tveir, ef um engan umboðsmann kaup- enda er að ræða, sem á við eins og stendur um sölu til Þýzka- lands á síld, skoða nú þessa upp- þíddu síld og fella dóm á hana, þar með er hún búin að fá sinn „hæstaréttardóm" í eitt skipti fyrir öll. ,,Sá hæstaréttardóm- ur“ er saminn af yfirfiskmats- manni, meðdómendum er náttúru lega í sjálfsvald sett, hvort þeir undirskrifa, en hvort sem er, verður honum ekki breytt. Svo er það matsvottorðið hans Haraldar, sem hljóðar svo: „ ... 25 síldar (í öskju) með autólýsu (sjálfsmeltingu) fær C. vottorð . . .“ en „nýi flokkurinn" hans......17—22 síldar (í öskju) með autólýsu er dæmdur óal- andi og óferjandi". Þetta kall- ast nú að snúa hlutunum við. Um útflutninginn á úrgangs- síldinni, sem látin var um borð í b.v. Víking get ég verið stutt- orður. Aðeins þetta: 1. Af hverju var farið svo laumu- lega með þennan útflutning í fyrstu 2. Af hverju var ekki útflutnings- leyfi og annað, sem með þurfti útvegað í tæka tíð, svo hátt- virt stjórnarráð og allir þess „doðrantar* færu ekki „úr skorðum?“ 3. Af hverju lagði Sölumiðstöð Frönskunámskeið ALLIAIMCE FRAIMCAISE hefjast þriðjudaginn 17. janúar. Innritun og upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9- Lokað í dag fimmtudag, vegna jarðarfarar Páls B. Melsted, stórkaupmanns. G. Helgason & Melsted h.f. Hafnarstræti 19 — Rauðarárstíg 1 PAN AMERICAN Olivetti verkstæðið Klapparstíg 44 Verzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1. Lokað kl. 2—4 í dag vegna jarðarfarar helgi mmm & co. Stúlka eðo piltnr óskast Upplýsingar ekki í síma. Borgarbúbin Urðarbraut, Kópavogi Hraðfrystihú'sanna svo fyrir að lokin af síldaröskjunum, sem eru með SH-merkinu, skyldu fjarlægð, áður en síldin færi um borð? 4. Af hverju að vera að tefja skip ið, sem hafði nauman tíma, að sögn H.B.? Trúi því hver, sem trúa vill, að Haraldur Böðvarsson viti ekki, hvað þarf af .skilríkjum til að fullnægja útflutningi á sjáv- arafurðum í frosnu ástandi. Ætli það hafi ekki verið eitt- hvað • annað, sem þarna átti að gera. Við erum ekki búnir að bíta úr nálinni með það að senda svona lélega síld til Vestur- Evrópu, þó nú sé þar „síldar- hungur“. Svo hefur nú aldrei þótt nein fyrirmynd í því að nota sér neyð annarra. Enda getur slíkt komið okkur í koll, þó seinna verði. Eg efast ekki um, að þessi um- rædda síld hefur litið sæmilega út í frosnu ástandi, þegar út til Þýzkalands kom, en það átti bara eftir að þíða hana upp og vinna úr henni, þegar sagt var: „Kaup- endum líkaði sildin mjög vel“. Að endingu þetta: Það er ekkert nýtt, að Harald- ur Böðvarsson sé með skæting í íslenzka ríkismatið og starfs- menn þess. Sá er bara munurinn nú, að hann notar blöðin, en rek- ur þá ekki út úr sínum húsum frá skyi dustörf um. Með þökk fyrir birtinguna. Akranesi, 9. janúar 1961. Lýður Jónsson, yfirfiskmatsmaður. Útsala í Englandi í LONDON er sú venja, að stórverzlanir hafi útsölur á vörum milli jóla og nýjárs og er þá aðgangurinn heldur bet- ur harður svo sem títt er á útsölum. Hugtakið tillitssemi við náungann hverfur gersam lega úr hugum kaupenda, þeg- ar barizt er um að ná í vör- urnar við hagkvæmu verði. Á meðfylgjandi mynd, sjá- um við bardagann um leir- tauið. Það óvenjulega við I myndina er að karlmaðuriim I sem rutt hefur sér braut að borðinu og beitir sínum löngu handleggjum eins og krók- I stjökum á diska skrifar um: KVIKMYNDIR STJÖRNUBÍÓ: LYKILLINN ÞETTA er ensk-amerísk Cinema- scope-mynd byggS á skáldsögunni „Stella" eftir Jan de Hartog. Leikstjóri er Carol Reed, en í aðalhlutverkunum eru William Holden, Sophia Loren og Trevor Howard. Myndin gerist á fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Segir þar frá hinu hættulega starfi brezkra dráttarbáta, er höfðu því hlutverki að gegna, að draga til hafnar í Englandi skip, sem höfðu orðið fyrir árás óvinanna og laskazt. Er þessum aðgerðum lýst af miklu raunsæi í myndinni. En þarna kemur mjög við sögu ung kona, Stella að nafni (Sophia Loren), ein- kennileg og fálát kona. Hún hafði verið að því komin að giftast manni, sem starfaði á einum dráttarbátanna, en í síðustu ferð hans fyrir brúðkaupið hafði hann afhent vini sínum lykilinn að íbúð hennar ef ske kynni að hann færist í þessari ferð, og svo fór að hann kom ekki aftur. Stella býr þegar myndin hefst, | með þessum vini unnusta síns. Heitir hann Chris Ford (Trevor Howard) og er skipstjóri á ein- um dráttarbátanna, hraustur mað ur og nokkuð hrjúfur í viðmóti en drengur góður. Fer vel á með honum og Stellu, en brátt kemur að því að hann verður að fara í mjög áhættusama ferð og þá endurtekur sagan sig. Aður en hann leggur á hafið fær hann vini sínum David Ross (William Holden) lykilinn að íbúð Stellu. Chris kemur heldur ekki aftur og nú sezt David að hjá Stellu. Hann er einnig skipstjóri á drátt- arbát og fer margar svaðilfarir út á hafið. Það takast ástir með honum og Stellu þó að hún sé jafnan hlédræg í sambúðinni. Og enn fer nú sem áður. David er kvaddur í björgunarferð, sem allir telja svo hættulega að lítil von sé til að David og skipshöfn hans komist úr henni lifandi. Og enn fær David einum vina sinna lykilinn að íbúð Stellu. En þar með er sögunni ekki lokið, — en hér skal staðar numið. I Mynd þessi er afbragðsvel gerð og ágætlega tekin og mjög áhrifa mikil að efni. Hér við bætist að leikurinn er frábær, einkum hinna þriggja í aðalhlutverkun. um og Osoar’s Homolka, sem leik« ur skipstjóra á einum dráttarbát anna. Eg mæli eindregið með þessarl ágætu mynd. TJARNARBÍÓ: VIKAPILTURINN I ÞESSARI mynd er Jerry Lewis þrefaldur í soðinu, þ. e. a. s., hann hefur samið handrit myndarinn. ar, annazt leikstjórnina og leikur auk þess aðalhlutverkið. Jerry Lewis á hér marga vini og að. dáendur, enda var húsið troð« fullt þegar ég sá þessa mynd kl. 5. Myndir hans eru yfirleitt heldur efnisrýrar og oft keyrir galsinn (eða vitleysan) úr hófi, en þó eru alltaf í hverri mynd hans bráðfyndin atriði og eitt bregzt aldrei: Maðurinn sjálfur og hin furðulegu og fjölbreyttu svipbrigði hans, sem enginn fær staðizt. I mynd þeirri, sem hér er um að ræða er Jerry þjónn í glæsilegu veitingahúsi. Hann er alltaf á þönum til þess að þóknast yfirboðurum sínum og hótelgestunum ,en allar aðgerðir hans eru samféld röð af mistök- um og misskilningi. Myndin er að vísu all laus í reipunum, en þó er hún gædd mörgum kostum beztu Jerry-myndanna og er því mjög skemmtileg þrátt fyrir allt. 5 herbergja íhúð óskast til kaups, ný eða nýleg, minnst 120 ferm. HÖRÐUR ÓLAFSSON, lögfr., Austurstræti 14 — Símar: 10332, 35673

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.