Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. jan. 1961 wnncrnvnr aðið 9 Sigurður Brynjólfsson Minning F. 12. okt. 1937 D. 20. des. 1960. 1>AÐ vekur hjá flestum trega- kennda tilfinningu og óræða spurn, þegar óvænt berst fregn um andlát ungmennis, sem lífið hefur leitt fram á veg til fag- urra fyrirheita í lífsstarfi, sem af sterkri þrá, einbeitni og með góðum gáfum var keppt að. En hversu miklu þyngri er þá nánustu ástvinum sá örlaga- dómur, er slítur lífsþráð, sem jafntengdur hefur verið lífi þeirra og þeirra eigið hjarta- blóð? Sú sálarraun er í öllum tilfellum einkamál, sem engin orð fá túlkað. Þó hefur sú raunasaga fylgt mannkyninu um aldaraðirnar, að plógur dauðans hefur hvergi skorið dýpra en í fylkingar æskumanna. Sú saga hefur því ávallt verið mesta heimssorgin, því að orsakanna má leita og finna í styrjaldaæði því, er maðurinn sjálfur hefur vakið. En oft er leitað orsaka og at- burða, sem torskildari eru og hugur minn dvelur við eina slíka ráðgátu lífsins, þegar ég minnist Sigurðar Brynjólfsson- ar, er kvaddur var héðan, 23 ára, um það bil, sem lögð var undirstaða að æviskeiði hans. Björt voru æskuár Sigurðar á heimili foreldranna, Hólm- fríðar Jónasdóttur og Brynjólfs Sigurðssonar, gasstöðvarstjóra í Reykjavík, þar sem tíminn leið í glöðum leik og innilegu sam- bandi við foreldra og einka- bróður. Hlýja birtu lagði frá þessum sviphýra og fríða sveini á æskuheimilið og til allra, er nutu nærveru hans. Lundin var mild og viðkvæm. Það auma vildi hann bæta og að öllu fögru hlúa. Farsælum gáfum var hann gæddur og námshæfni hans á ýmsum sviðum, svo sem í stærðfræði, var frábær. Sú gáfa hefur ættgeng orðið til afkomenda Björns Gunnlaugs- sonar, stjörnufræðings. Sigurð- ur heitinn var fjórði ættliður frá Birni. Eftir verzlunarskólanám, með ágætum vitnisburði, og nám í loftskeytafræði, hleypti Sigurð- ur heimdraganum og fór vest- ur um haf sl. vor til undirbún- ingsnáms við vélaverkfræðideild ríkisháskólans í North Carolina í Bandaríkjunum. Götu Sigurðar, að þessum þekkta skóla, greiddi frændi hans, dr. Sigurður Jónsson, prófessor frá Flatey, er var hans önnur hönd og traustur leiðbeinandi. Eftir erfitt undirbúningsnám og kapplestur, gekk Sigurður til inntökuprófs í skólann á miðju sumri og stóðst það með sóma, „betur en bezt hefði mátt búast við“, skrifar dr. Sigurð- ur frændi hans í seinasta bréfi sínu. Skaraði hann fram úr í eftirlætisfögum sinum, efna- fræði og stærðfræði. Var Sigurður að Ijúka sein- asta prófinu, sem enga úrslita- þýðingu hafði, þegar hann veikt ist skyndilega. Um sömu mund- ir, ef ekki samdægurs, beið Sigurður prófessor, frændi hans, bana í bifreiðaslysi. Um dr. Sigurð má það segja, úr því að nafn hans er nefnt í sambandi við frænda hans, að með honum hafi í valinn fallið glæsilegur fulltrúi íslenzku þjóðarinnar. Námsafrek hans og síðan vísindaiðkanir, við sívax- andi orðstír, bentu tvímælalaust til mikils frama. Eflaust verður hans minnzt að verðleikum, á öðrum vettvangi. Sviplegt fráfall dr. Sigurðar varð það regináfall fyrir nafna hans og skjólstæðing, eins og á stóð, að mótstöðuafl hans, gegn aðsteðjandi sjúkdómi, þvarr svo mjög, að einn kostur var aðeins fyrir hendi, að hverfa heim og leita hvíldar og styrks. — En allt hneig að einum ósi, sjúk- dómurinn dró hann til dauða. Lífssaga Sigurðar Brynjólfs- sonar er stutt, þar eru aðeins fá blöð skráð, en sérhvert blað ber órækan vott um góðan dreng, er ávann sér traust og vinhlýju hvar sem hann fór, í störfum og við nám. Ástvinir Sigurðar bundu bjartar vonir við líf þessa góða og gáfaða sonar, bróður og frænda og það sama gerðu allir aðrir er þekktu hann, því að stutta lífsbraut sína hafði hann varðað fögrum fyrirheitum. Þær minningar líkna og hugga meðan tíminn hemar yfir sárin og þær minningar verða ást- vinum ævilangt sólbros. G. Jóh. 5.—14. marz 1961. Kaupstefnan i Leipzig Iðnaðar- og neyzluvörur frá meira en 50 löndum. Stærsta alþjóðleffa vörusýningin. Miðstöð hinna vaxandi viðskipta milli austurs og vesturs. Upplýsingar um viðskiptasambönd og leiðbeiningar án endurgjalds. LEIPZIGER, MESSEAMT, Hainstrasse 18 a Leipzig G 1 Deutsche Demokratische Republik Kaupstefnuskýrteini og upplýsingar veitir: KAUPSTEFNAN - Reykjavik Símar: 24397 og 11576. Símanúmer mitt er 37900 Bilamálun Halldórs Nikulássonar Ármúla 14 Rýmingarsala ÚLPUR verð áður kr. 1802 — Nú kr. 1260 ÚLPUR, verð áður kr. 1653 — Nú kr- 800 ÚLPUR, verð áður kr. 1237 — Nú kr. 800 Ýmsar aðrar ÚLPUR á kr. 350—500 — ATH.= Verzlunin er að hætta, Allar vörur með stórkostlegum afslætti. í dag hefst ÚTSALA á ullarkápum, poplínkápum, drögtum, buxum, pilsum og höttum. — Góðar vörur Mikill afsláttur- Bernharð Laxdal Kjörgarði — Laugavegi 59 Símanúmer mitt verður fyrst um sinn 38050 Öfafur J. Ólafsson löggiltur endurskoðandi. Endurskoðunarskrifstofa Mjóstræti 6 Reykjavík. IJT8ALÁ LTSALA liTSALA A Karlmannaíötum og stökum jökkum Kápur frá kr. 500 Dragtir Mikil verð lækkun Halló Halló Frá verksmiðjuútsölunni á Víðimelnum Kvengolftreyjur kr. 130. Barnagolftreyjur frá kr. 60. Barnapeysur frá 25 kr. Barnasokkabuxur frá kr. 35. Sokkahlífar kr. 10. Barnastakkar, allar stærðir kr. 40. Kvensloppar kr. 125. Barnabolir frá kr. 10 o. m. m. fl. Nærfataverksmiðjan LILLA h.f. (Smásalan) — Víðimel 63 Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast nú þegar. Upplýsingar (ekki 1 shna) í búðinni eftir kl. 6 í kvöld. Skóbuð Austurbæjar Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.