Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUIS BL AÐIÐ Fimmtudagur 12. jan. 1961 itttMoMft Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstiórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞEGAR HANNIBAL VAR MED VIÐREISN H AUSTIÐ 1958 var Hanni-^ bal Valdimarsson, for- seti ASÍ, helzti hvatamaður þess að hafin yrði á íslandi viðreisn efnahagslífsins. — Hann ritaði þá grein, þar sem hann sagði m. a.: „Aðstaðan til að leysa mál ið nú er öll hin ákjósanleg- asta“. Síðan getur forseti Al- þýðusambandsins um það, hvað gera þurfi til að reisa við efnahag þjóðarinnar og meðal meginatriða þess er þetta: „Nú þarf að deila byrðun- um á bök allra íslendinga. .“ Verkamenn eiga að „falla frá nokkrum vísitölustigum af kaupi sínu. Nýja vísitölu á að taka upp í stað þeirrar gömlu“. k Síðan segir forseti ASÍ: F „Takmarkið með öllu þessu á að vera það, að kaupgjald og verðlag nemi staðar, þar sem það nú er, svo að atvinnulífið geti haldið áfram án nýrrar tekjuöflunar eftir þessa að- gerð — og þjóðartekjurnar geti haldið áfram að vaxa eins og þær gerðu á þessu ári. Það er raunar það eina, sem tryggt getur va^nlegar kjarabætur“. [ Þegar Hannibal Valdi- marsson var í ráðherrastóli, gerði hann sér sem sagt grein fyrir því í fyrsta lagi, að deila þyrfti byrðunum á en hann veit betur. Þess vegna væri ekki úr vegi að Keflvíkingar hefðu það í huga hvernig Bolvíkingar af greiddu þennan sendimann á sínum tíma, ef hann skyldi reyna að gera aðra „Kefla- víkurgöngu“. AUGLJÖS SKRÍPALEIKUR 1/dNSTRI stjórnin er sjálf- * sagt versta ríkisstjórn, sem setið hefur á íslandi. En eitt var þó gott við hana. Á stjórnarárum hennar kynnt- ust menn spillingu vinstri stefnunnar í algleymingi, og þegar hún lagði upp laup- ana, voru þeir fáir hér á landi, sem langaði í nýtt vinstra ævintýri. Og sérstak- lega var það ánægjulegt, hve ákaft kommúnistar túlk- uðu grundvallarlögmál efna- hags- og launamála, meðan þeir voru í ríkisstjórn. Þá var það sem sagt deginum ljósara, að verkalýður gæti ekki fengið hærri laun en framleiðslan stæði undir. Ekki sízt af þeim sökum voru skrípalæti Lúðvíks Jós- essonar og Hannibals Valdi- marssonar í síðasta mánuði hverjum manni augljós. Á fundi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna krafð- ist Lúðvík þess, að almenn- ingur yrði skattlagður í þágu bök allra íslendinga, að , . , A „ , verkamenn þyrftu að falla frá nokkrum vísitölustigum og setja þyrfti nýja vísitölu og loks, að það eina, sem tryggt gæti varanlegar kjara bætur væri, að atvinnulífið gæti haldið áfram að blómg- ast og þjóðartekjurnar þar með vaxið. Ætla má, að þó að Hanni- bal sé ekki lengur í ráð- herraembætti, viti hann enn- þá, að það var sannleikur, sem hann sagði 1958. Þegar hann því segir núna: Menn eiga ekki að taka á sig byrð- ar. Verkamenn eiga að fá vísitöluuppbætur. Atvinnu- lífið á að stöðva. Þjóðartekj- urnar skipta ekki máli, held- ur eingöngu, að launþegar geri sem hæstar kröfur. Þeg- ar hann segir þetta, þá veit hann, að hann er að berjast gegn hagsmunum þjóðarinn- ar og einkum þó launþega. | Ef Hannibal Valdimarsson héldi, að hann væri að vinna að hag launþega, væri fram- hleypni hans fyrirgefanleg, bandsþingi sagði Hannibal, að útvegurinn græddi svo mikið að sjálfsagt væri að gera auknar launakröfur á hendur honum. Kunnugir segja, að innan kommúnistaflokksins ríki megn óánægja út af þessari frammistöðu þeirra félaga. Óþarft hafi verið að undir- strika svo rækilega ósam- ræmið í afstöðunni og fárán- legt hafi verið af Lúðvík að hugsa sér, að hann gæti orð- ið leiðtogi „útvegsauðvalds- ins“. Miklu skynsamlegra hefði verið að strika yfir 3ja eða 4ra ára tímabil í sögu kommúnistaflokksins og hverfa aftur til upphrópan- anna frá 1956. Á þetta mátti Lúðvík ekki heyra minnzt, því þá hyrfi af honum geislabaugurinn, sem hann heldur sig hafa eftir ráðherratíðina. Útvegs- menn afþökkuðu hinsvegar vinsamlegast leiðsögn hans og síðan hafa kommúnistay flett upp í Þjóðviljanum frá 1956 og endurprentað fyrir- sagnir á borð við þessa: „Hvers vegna mátti ekki taka 20 millj. af gróða olíu- félaganna?“ o. s. frv. Lúðvík finnst þetta að vonum nokk- uð dónalegt, því að hann gleymdi milliliðagróðanum í stjórnartíð sinni, og þó að Sjálfstæðismenn fengju skip- aða nefnd til að rannsaka milliliðagróðann á vinstri- stjórnartímanum, þá fengust kommúnistar aldrei til þess að starfa alvarlega í nefnd- inni eða skila áliti. Þannig er sem sagt sam- búðin á því heimili. Lúðvík eyðilagði fyrirætlanir Hanni bals um verkföll og Hanni- bal eyðilagði fyrirætlanir Lúðvíks um nýtt uppbóta- kerfi. RÚSSNESK VOPN ¥ EIÐTOGAR Rússa og aðr- ir kommúnistar halda því ákaft fram, að þeir séu hinir einu sönnu verndarar friðar og öryggis í veröld- inni. En hvernig stendur þá á því, að svo að segja alls- staðar þar, sem til óeirða dregur, og ófriðablikur eru á lofti, streyma rússnesk vopn þegar á vettvang? — Undanfarna mánuði hafa vopn til dæmis streymt frá Rússlandi, Tékkóslóvakíu og Sovét-Kína til Kúbu. Þar situr kommúnistastjórn að völdum, stjórn, sem tekið hefur upp ákafan áróður fyrir byltingu og einræðis- stjórnarfari í nágrannalönd- um Kúbu. Til Laos hefur einnig verið sent mikið af rússneskum og kínverskum vopnum og bæði Rússar og Tékkar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að smygla vopnabirgðum inn í belgíska Kongó. Þannig mætti telja fjölda dæma um vopnasendingar Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í svo að segja allar áttir. Þessar staðreyndir bera þess vissulega ekki vott að Rússar, og kommúnistar yfir leitt, séu sérstaklega ein- lægir friðarsinnar. Þvert á móti verður það ljóst, að kommúnistar kynda víðsveg- ar um heim elda ófriðs og upplausnar. — Til þess að glæða þessa elda, hika þeir ekki við að lána eða gefa rússnesk vopn. Sannleikurinn er sá, að hið kommúníska einræðisskipu- lag og hernaðarstefna Rússa og fylgiríkja þeirra felur í sér langsamlega alvarleg- ustu hættuna, sem steðjar að heimsfriðnum í dag. Það er útþenslustefna kommúnista, sem hindrað hefur, að raun- verulegum friði yrði á kom- ið í heiminum, eftir að síð- ustu heimsstyrjöld lauk. WUfil Krúsjeff stofnar vináttuháskóla" // SÍMANÚMERIÐ er B 4-0011. — Staðurinn er: Gamli her- skólinn, Drushbe Piatei Don- skoi 7, Moskvu. — Og nafn stofnunarinnar er: „Háskóli vináttu þjóðanna". — „Vin- áttuháskólinn“ mun fyrst og fremst verk Nikita Krús- jeffs — og boðaði hann m. a. stofnun hans við heimsókn sína til Indónesíu á sl. ári. Markmið þessa sérstæða há- skóla virðist fyrst og fremst eiga að vera það, að veita stúdentum frá ungum þjóð- um, sem eru nýbúnar að fá sjálfstæði, fræðslu í vísinda- legum og tæknilegum efnum — og marxískri hugmynda- fræði. Hér hefur Krúsjeff búið sér í hendur vopn, sem hann ætlar, að verða muni biturt í baráttunni um hugi æsku hinna ungu þjóöa, sem eru í þróun og mótun. ★ BETRA „HRÁEFNI" Fyrrum völdu slíkár' þjóðir sjálfar þá stúdenta; sína, sem hugðu á nám í rússneskum háskólum. Út koman varð sú, að meiri- hluti stúdentanna voru af borgaralegum fjölskyldum, sem höfðu sæmilega rúm efni til að kosta menntun bama sinna. Þetta fólk mun ekki hafa þótt sérlega mót- tækilegt fyrir kommúnísk fræði. Og nú, eftir stofnun „vináttuháskólans", hyggjast Krúsjeff vill verða á und- an Mao . . . IMýtt vopn í bsráttunni um hylli hinna ungu og upprennandi þjóða Karl Marx, hinn kommún- íski spámaður. — 1 „vin- áttuháskólanum“ mun stúd entum verða „leiðbeint“ í marxískri hugmyndafræði. rússnesk stjómarvöld sjálf hafa hönd í bagga með vali hinna erlendu stúdenta — til að tryggja sér betra „hrá- efni“. — Stúdentar frá Asíu, Afríku, og ' Suður-Ameríku geta sent umsóknir um skólavist, en síðan eru um- sóknimar athugaðar nákvæm lega og þeir valdir úr, sem þykja sérstaklega „hæfir“. Eru fulltrúar kommúnista- flokka í viðkomandi löndum gjama fengnir til ráðuneytis við þessa athugun. * EKKI Á FLÆÐISKERI Þeir sem skólavist hljóta eru svo ekki á köldum klaka fjárhagslega, því að Rússar borga ferðirnar til og frá Sóvétríkjunum, svo og allan dvalarkostnað. Námsbóka- kostnað, læknishjálp o. s. frv. greiðir sovézka ríkið einnig, og auk þess fær hver stúdentanna 900 rúblur á mánuði sem vasapeninga. — Hver stúdent, sem fær að- gang að „vináttuháskólan- um“, skal undirrita sérstak- an samning, þar sem hann skuldbindur sig m. a. til þess að dveljast samfleytt þrjú ár í Moskvu, en að þeim tíma loknum, getur hann farið heim til sín í nokkurra mán- aða leyfi, ef hann óskar. Öll kennsla fer fram á rúss- nesku í þessum nýja há- skóla. ★ AÐ ALA UPP GÓÐA LIÐSMENN „Vináttuháskólinn" hóf starf hinn 1. október í haust, og voru þá 500 stúdentar skráðir þar til náms. Áætlað er, að stúdentafjöldinn verði aukinn upp í 1.000 á næstu tveim árum, að því búnu um helming á einu ári, eða upp í 2.000 — en lokamark- miðið er, a. m. k. 5.000 stúd- entar stundi nám við háskól- ann árlega í framtíðinni. Þar er veitt fræðsla í vísindaleg- um og tæknilegum efnum — en hin svokölluðu húman- ísku fræði er þar ekki að finna á námsskrá. — Fyrsta námsárinu við háskólann er öllu varið til þess að kenna Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.