Morgunblaðið - 12.01.1961, Side 11

Morgunblaðið - 12.01.1961, Side 11
Fimmtudagur 12. jan. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ Afríkuleiðtogarnir tara varlega í frumskógi S.Þ. HANN er varkár eins og maður sem kemur inn í ó- Jjekktan frumskóg, enda er þetta fyrsta bandaríska blaðaviðtalið, sem hann lendir í. Hann heitir Fred- eric Guirma og er ambassa- dor og fastafulltrúi lands síns hjá SI». Land hans kall- ast Efra-Volta. Hann geng- ur fram og aftur á gólfinu fyrir framan mig í fulltrúa- herbergjum SÞ í New York og íhugar spurningu mína: i ■ 9 Áberandi varkámi. — Er Efra Volta hlynnt því, að Oryggisráðið sé stækkað svo að Afríka fái fastan fulltrúa í því? i —— Eg get svarað þeásu auð- veldlega, segir hinn ungi ambassa dor, er hann sezt loksins niður Og stillir nýju gljáandi leður- skjalatöskunni upp við sætið. Fyrsta viðfangsefni lands míns í utanríkismálum var að fá inn- göngu í Sameinuðu þjóðirnar. Það olli okkur fyrirhöfn og erfið leikum. Nú þegar við höfum kom izt inn í samtökin, þá viljum við helzt fá tíma til að átta okkur á hlutunum, áður en við förum *ð glíma af alvöiu við ný og flók in vandamál. | Aberandi varkárni, — það virð ist vera stefnan sem Afríkurik- in hafa tekið upp gagnvart um- heiminum. Fjórtán frönskumæl- andi ríki voru stofnuð í álfunni á sl. ári við hina áhrifamiklu skipt- ingu franska heimsveldisins. Það hafði náð yfir landssVæði sem er níu sinnum stærra en Texas. Og það er líklega eina svæði heims sem á miðri 20. öld er samtímis svo háþróað og vanþróað að það gat gerzt þar að öldungadeild arþingmaður eins héraðsins, Efra Volta, var bókstaflega etinn af kjósendum sínum árið 1950. • 27 Afríkuríki í SÞ Auk þeirra fjórtán frönskumæl andi Afríkuríkja, sem stofnuð voru á árinu, fengu tvö Afríku- ríki til viðbótar inngöngu í SÞ. Þau eru Nigeria, þar sem ensk- an er aðalmálið, risastórt land með 33 milljónum íbúa og Somil- ia, en þar er enska ráðandi í hluta landsins og ítalska í hluta þess. Ibúatala er 1.950.000. Með inngöngu þessara sextán Afríkuþjóða er tala afrískra full- trúa hjá SÞ komin upp í 27. Fyr- ir tíu árum átti Afríka aðeins fjóra fulltrúa hjá SÞ. Fulltrúar þessara ríkja eru ó- vanir störfum á alþjóðavettvangi. Þeir eru stöðugt á varðbergi. Þeir hiusta áhugasamir á umræðurn- ar á Allsherjarþinginu og hlera tortryggnir eftir minnstu merkj- um þess að verið sé að leiða þá í gildru. Guirma ambassador er tákn- rænn fulltrúi fyrir mikinn hluta þessarar nýju Afríku. Hann er aðeins 29 ára. Hann var skipað- ur fulbltrúi lands, sem hvergi á aðgang að sjó og er íbúafjöldi þess 3.266.000. Höfuðborgin heit- ir nafni sem gæti verið dregið úr svartagaldri, — Ougadougou (frb. tlggadúggú). Efra Volta hlaut sjálfstæði 5. ágúst sl. 9 Með franskri menntun Þótt þessir Afríkuleiðtogar séu nýir menn og óreyndir á sviði valdastreitunnar, þá hefur frÖnsk menntun þeirra gætt þá gall- verskri slægð, gallverskum per- sónutöfrum og gallverskri sjáifs- bj argar viðleitni. Frakkar ákváðu strax eftir stríðslo'k, eða 1946 að gefa ný- lendum sínum víðtæka sjálf- stjórn. Þarafleiðandi hafa þeir innfæddu fengið raunhæfa þekk- ingu og reynslu af stjórnarstörf- um. Frakkar hafa veitt miklum fjölda innfæddra manna í nýlend um sínum ágætis menntun. Þessu þakka þeir þá ró og jafnvægi Frederic Guirma ambassador frá Efra Volta sem nú ríkir í flestum lendum þeirra, gagnstætt því sem er í belgiska Kongó, þar sem hægt er að telja menntaða menn milljóna þjóðar á fingrunum. • Hneykslast á ruddaskap Krúsjeffs. Það sem gefur hinni nýju Afríku menningarsvip virðist vena dvöl menntamanna hennar á meginlandi Evrópu og í Eng- landi. Menning og myndarskapur virðist vera í réttu hlutfalli við það, hve dvölin hefur verið löng í Sorbonne eða Oxford. Það skipt ir ekki máli, hversu dökkur litar- hátturinn er, eða þótt andlitið sé skaddað af örum þeim sem fylgja einhverjum goðvenjum innfæddra. En það er áhrifamik- ið og vekur furðu manns, að ganga um fulltrúaherbergi Sam- einuðu þjóðanna og sjá afríska menn með ættflokkaör í andliti, en þeir tala saman á gallalausri frönsku um síðustu tillögu Nehru forsætisráðherra, eða jafnvel hneykslunartón um ruddalega framkomu Krúsjeffs forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Þessir Rússar, tala við okkur, eins og við værum börn, sagði einn afríski fulltrúinn við mig. Það er eftirtektarvert að Afríkuforingjarnir, sem mest hneigjast til sósíalisma, þ. e. að afrískum sósíalisma eins og þeir kalla hann, eru fremur hreinir menntamenn og vísindamenn, heldur en verzlunarmenn og kenn arar. Til dæmis er Loapold Seng- hor í Senegal, menntamaður og skáld, en stjórn hans hneigist í áttina til hægfara sósíalisma. For- sætisráðherra landsins, Mamadou Dia er hagfræðingur og hefur ritað bók um vandamál van- þroska ríkja. Sá eini af leiðtog- um hinna sextán nýju Afríku- ríkja, sem hneigist að kenningum Marxista er Mohammed Keita i Mali, hann er fransk menntaður og hálærður maður. • Flestir af sviði viðskipta- lífsins. Flestir aðrir forustumenn Afríkuríkjanna koma úr hópi 2. grein efiir IVIarguerite Higgins starfsmanna á stjómarskrifstof- um og af viðskiptasviðinu. Eitt bezta dæmið um verzlun- armann, sem hefur gerzt stjórn- málaforingi er Sylvanus Olympio í Togolandi (Ibúatala 1.162.000), sem hefur unnið það þrekvirki að hafa fjárlög landsins hallalaus. Ríkisrekstur hans er talinn sá bezti í allri Vestur Afríku og Olympío er svo mikils metinn í þessum heimshluta, að hann ótt- ast ekki ráðríkan nágranna sinn, Kwame Nkrumah í Ghana. Fyrir nokkru hafnaði Olympio um- svifalaust tillögu Nkrumah um að Togoland yrði sameina* Ghana, sem sjöunda fylkið. J Guirma ambassador frá Efra Volta starfaði lengi sem bókarl á skrifstofu og síðan gerðist hann leiðtogi verkalýðsfélags. Hann hefur eins og margir fleiri Afríku leiðtogar fengið undirstöðu- menntun í kaþólskum trúboðs- skóla. 9 Utan við alla blokkir Ignacio Pinto heitir fulltrúl Dahomey hjá SÞ. Hann stundaði lögfræðistörf í 27 ár áður en hann gekk í utanríkisþjónustuna. Utanríkisráðherra Mið-Afríku lýðveldisins heitir Maurice d'e Jean, hann var menntaskólakenn ari og André Akakbo fulltrúi Togolands var læknir. Sumir fulltrúanna, eins og Charles Okala, utanríkisráð- herra Kamerún hafa setið á Frakklandsþingi, en þangað var viss fjöldi Afríkumanna kjörinn á nokkurra ára fresti. Okala barð ist í hópi frjálsra Frakka á styrj- aldarárunum og hlaut medalíu heiðursfylkingarinnar. Þótt hinar nýju Afríkuþjóðir séu á margan hátt ólíkar eiga flestir leiðtoga þeirra þrennt sameiginlegt. í fyrsta lagi eru þeir smitaðir af franskri menningu og heims- borgaralegum viðhorfum Frakka. Stundum getur verið að þeir telji heppilegast að dylja þessi tengsl. I öðru lagi eru þeir ákveðnir í að forðast í lengstu lög þátt- töku í kalda stríðinu. Okala utan ríkisráðherra segir t. d. — Við viljum standa utan við allar blakkir, við viljum hvorki til- heyra Austurblokkinni, Vestur- blokkinni, né hlutleysingja- blokkinni. Þið Bandaríkjamenn ættuð einnig að reyna að skilja það, að þeir Nkrumah og Sekou Toure eru ekki málsvarar okkar. Reynið ekki að beita við okkur fastri formúlu — hún verkar ekki. 1 þriðja lagi er þeim ákaflega ljós hættan sem yfir vofir. Verk- efni þeirra er að fylgjast með og reyna að beizla sprengingu, — það er sprengingu Afríkuþjóð- anna inn í frelsið, en úr spreng- ingunni má aðeins ekki vera öng- þveiti. ——i mm Viðreisn efnahagsins hefur fekizf, segja hagfrœðingar. En þarf ekki viðreisn á fleiri sviðum þjóðlífsins? — Á almenningur að bera virðingu fyrir lögum, sem sniðganga verður vegna alþingis- manna? Eru nefndir stofnaðar til að afla mönnum tekna? Ætti ekki að afnema aukagreiðslur og fríðindi? Um þetta m.a. fjallar Vettvangur VETTVANGUR. — Með þeirri yfir- gkriit er hugmyndin að ræða við og við svipuð málefni og áður voru tek- in fyrir í hinum lengri ritstjórnar- greinum biaðsins, en menn hafa veitt því athygli, að leiðararnir eru nú Styttri og fleiri en áður. Þá er þess og að geta, að við ræddum um það •inhvern tíma í sumar, að það hafi háð nokkuð heilbrigðri skoðana- myndun hérlendis, að blöðin væru nm of máisvarar stjórnmálafiokk- anna í stað j>ess að ræða hin marg- háttuðu vandamál frá mismunandi hliðum. Allt, scm í þeim stæði, væri aamstundis fært á reikning |>ess atjðrnmálaflokks, sem l>au styddu. — Meðal þelrra manna, sem aðhyll- ast frjáislyndar hugsjónir, SJálfstæð- isstefnuna, cru sifelit að fæðast nýj- ar hugmyndir. Sumar kunna að vera fánýtar, en aðrar sfðar framkvæmd- i »r. Þessar hugmyndlr þarf að ræða, ' áður en þær hljðta afgreiðslu, og er fe.|>ess vænzt, að sá dálkur, sem nú hef 1 wr göngn sina, megl Jafnframt verða vettvangur slikra umræðna. Hann mun sjálfsagt oftast verða ritaður af okkur hér á blaðinu, en stundum munu aðsendar gretnar taldar eiga heima I Vettvangnum. / Mikið er nú rætt um viðreisn- ! ina. Ef hagfræðingar eru um hana spurðir, svara þeir þegar í stað: Viðreisnin hefur tekizt. ] Um það er engum blöðum að ! fletta. Og hún hefur tekizt bet- vr en þeir bjartsýnustu í okkar hópi þorðu að vona, þrátt fyrir ‘ óvænt óhöpp. Stjórnmálamennirnir eru sínu (Varkárari. Þeir segja að vísu v eins og séra Sigurður í Holti: „á því undarlega ári fundu allar vonir upp á því að gera betur en að rætast". En á hinn bóginn eru þeir naumast famir að trúa því, að draumur þeirra, sem frjálslyndi unna, skuli vera að rætast, að þau efnahagslögmál, sem meðal annarra frjálsra þjóða eru töld jafn sjálfsögð og andrúmsloftið, skuli einnig henta hér og menn sakni hreint ekkert þeirrar föðurlegu hand- leiðslu, sem áður var talin lífs- nauðsynleg. Ólafur Thors, forsætisráðherra, gat þess við upphaf viðreisnar- innar, að það mundi taka menn nokkurn tíma að átta sig á því, að þeir væm frjálsir og bæri að haga sér sem slíkir, rétt eins og hestur, sem lengi hefur verið heftur, hoppar áfram fyrst eftir að hnappeldan hefur verið leyst af honum. En fólkið hefur verið furðu fljótt að læra göngu lagið. Það fór hægt af stað, eins og vera bar, en er nú tekið að herða gönguna fram til bættra lífskjara. Og því líkar frjáls- ræðið ágætlega, ekki eingöngu stunðingsmönnum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, heldur einnig stjórnarandstæð- Vettvangurinn í dag. ingum, a. m. k. fjölmörgum inn an Framsóknarflokksins. —V— En verða þá ekki verkföll, sem eyðileggja allt, sem áunnizt hefur? Þeirri spurningu verður að svara neitandi. f fyrsta lagi er ólíklegt að víðtækum verk- föllum verði komið á fyrst um sinn. Ef þau dragast fram eftir árinu, kann svo að hafa batnað hagur atvinnuveganna, að þeir geti staðið undir einhverri kaup hækkun án samdráttar og erfið leika, og eru launahækkanir þá auðvitað sjálfsagðar. Ef hins vegar yrði boðað til verkfalla á næstunni — eða óhóflegar kröf- ur yrðu gerðar, þótt síðar væri — er líklegt, að verkföllin færu út um þúfur án þess að kröfurn- ar næðu fram að ganga. En ef svo færi, að fallizt yrði á kröfur, sem atvinnuvegimir fengju ekki staðið undir, er ekki nema tvennt til: annað hvort verður samdráttur og atvinnuleysi um skeið eða þá að gripið verður til nýrrar gengisfellingar. Að sjálfsögðu mundi þetta hafa í för með sér mikla elrfiðleika, en það mundi ekki koUvarpa hinu nýja efnahagskeríi. Og jafnvel þótt þingkosningar færu í kjölfar slíkra átaka, eru ekki miklar líkur til þess, að meiri hluti fengist á þingi fyrir því að hverfa aftur að uppbótakerfi. Það, sem við almennt köllum nú viðreisn, þ. e. a. s. endur- reisn efnahagskerfisins sjálfs, er þannig orðin staðreynd. —V— En þá vaknar spurningin: Þarf ekki viðreisn á fleiri sviðum okkar þjóðlífs? Við segjumst ætla að innleiða hér svipaða stjórnhætti og ríkja í þeim ná- grannalöndum okkar, þar sem réttlæti, velmegun og framfar- ir er mest, og þá munum við eftir fregnum af því, að stjórn- málamaður í Danmörku varð að draga sig í hié, vegna þess að hann hafði haft með sér whisky- flösku úr opinberri veizlu. Við munum líka, að þingmaður nokk ur í Bretlandi varð að segja af sér þingmennsku, vegna bess að konan hans hafði notað járn- brautarseðil, sem honum einum bar. Við vitum, að sá, sem upp- vís verður að skattsvikum í Bandaríkjunum er þaðan í frá ærulítill. En hvernig hefur þá siðferðið verið í þessum efnum hér á landi? Hér er launajafnrétti meira en í nokkru öðru landi. Þess vegna hefði mátt ætla, að árekstralítið hefði átt að vera hægt að hafa hér heilbrigð skattalög, sem allir gætu sæmi- lega sætt sig við og breytt eftir. Samt sem áður er erfitt að ímynda sér, að í nokkru landi hafi skattsvik verið almennari en hér. Sjálfsagt eru þeir telj- andi, sem ekki hafa skotið und- an skatti, ef þeir hafa getað kom ið því við. En vissu alþingismenn ekki að með hinni ranglátu skatta- löggjöf var verið að neyða menn til almennra lög- brota, verið að innleiða siðleysi í skattamálum, sem bauð heim lögbrotum á öðrum sviðum, ’því að venjulega kynoka menn sér meir við að brjóta lögin í fyrsta skipti en hið næsta? Jú, þeir hafa vitað það, hjá því getur naumast hafa farið, þó ekki væri p' 'nnarri ástæðu en þeirr; ;kattayfirvö!d hafa teki' ipp hjá sér fyrir löngu n lagaheimildar að því er bezt verður séð — að undanþigája þriðjung þingfar- arkaups alþingismanna Reykja- víku,r skattskyldu og helining Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.