Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. jan. 1961 k Páll B. maéur - Melsted stórkaup- minning DAG er gerð útför Páls B. í Melsteðs stórkaupmanns. Hann | andaðist að heimili sínu hér í : bæ, miðvikudaginn 4. þ. m., ! eftir langa og erfiða vanheilsu. j Páll var fæddur 28. október ' 1894 á Framnesi á Skeiðum. Hann átti til góðra að telja í báðar ættir og eru meðal ætt- menna hans margt þjóðkunnra manna. Foreldrar Páls voru Bjami Jónsson Melsteð, bóndi á Fram- nesi á Skeiðum, og kona hans, Þórunn Guðmundsdóttir, bónda á Miðengi í Grímsnesi, Jóns- sonar. Bjarni var bróðir Boga Melsteðs, sagnfræðings. Voru þeir synir séra Jóns Melsteðs, prests og prófasts í Klaustur- hólum, og konu sans, Steinunn- ar Bjarnadóttur, amtmanns Thorarensen, en séra Jón var sonur Páls Melsteðs, amtmanns, og fyrri konu hans, Önnu Sig- ríðar Stefánsdóttur, amtmanns Thorarensen á Möðruvöllum. Páll Melsteð amtmaður var sonur séra Þórðar prests á Völl- um í Svarfaðardal, Jónssonar prests á Völlum og er þetta kunn ætt og kemur víða við sögu. Páll ólst upp með foreldrum sínum ásamt stórum systkina- hóp og vandist þegar allri al- gengri sveitavinnu. Föðurbróð- ir hans, Bogi sagnfræðingur Melsteð, mun þó einkum hafa hvatt til þess, að Páll yrði sett- ur til mennta og hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík, en hætti því og innritaðist í Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þar prófi 1913. Um skeið vann Páll við leiðbein- ingastörf sem búfræðingur en hóf síðar nám í Samvinnuskól- anum og lauk þar prófi 1921. Páll taldi sig hafa aflað sér góðs veganestis bæði á Hvann- eyri og hér í Reykjavík undir handleiðslu skólastjóranna Hall- dórs Vilhjálmssonar og Jónasar Jónssonar, sem hann taldi báða frábæra kennara og bar jafnan hlýjan hug til. Þó er sá maður ótalinn, sem Páll bar mikla virðingu fyrir og taldi sig jafn- an í þakklætisskuld við. Var það séra Magnús Helgason, skólastjóri, en Páll dvaldi oft á heimili hans og naut þar góðs af fræðslu hans og hollum uppeldisáhrifum. Að afloknu prófi stundaði Páll verzlunarstörf hjá ýmsum firmum, lengst hjá Þórði Sveins syni & Co. og aflaði sér á þéim árum hagnýtrar þekking- ar á íslenzkum verzlunarhátt- um. Kom sú þekking í góðar þarfir, er hann 1930 stofnaði, í félagi við Guðmund Helgason, firmað G. Helgason og Mel- steð hf. Voru störf hans síðar jafnan tengd því firma enda þótt hann legði gjörva hönd á margt fleira. Er firma hans löngu landsþekkt, enda jafnan í flokki þeirra fyrirtækja ís- lenzkra, sem lofsverðan áhuga hafa sýnt á því að ryðja nýjar brautir, afla nýrra markaða eða sinna nýjungum, sem að gagni máttu koma fyrir land og lýð. Um langt skeið rak Páll úti- bú frá firma sínu í New York og í Þórshöfn. Var verzlunin í Færeyjum um tíma með stærstu innflutningsfyrirtækjum þar í landi í sinni grein. Páll var kaupsýslumaður af lífi og sál. Hef ég fáa þekkt slíka. Hann var í starfi sínu hugkvæmur, glöggur og við- bragðsfljótur. Allt eru þetta mikilsverðir eiginleikar, hvar sem er, en hér á íslandi má segja að þeirra var not í ríkum mæli, þegar höfð er í huga hin erfiða aðstaða verzlunarstéttar- innar undanfarinn aldarfjórð- ung. Rétt eftir að hann stofn- aði fyrirtæki sitt reið heims- kreppan mikla yfir. Hefðbundn- um viðskiptaleiðum var þá lok- að og krafan um jafnkeypisvið- skipti komst á dagskrá. Er ekki of mælt, að mörg íslenzk verzl- unarfyrirtæki hafi ekki verið viðbúin slíkum snöggum veðra- brigðum. Við höfðum vanizt að selja 60—65% afurða okkar á okkar gömlu, góðu saltfiskmark aði og fá greiðslu í sterlings- pundum, sem hægt var að nota til innkaupa hvar sem var. Nú breyttist þetta í skyndi og ný stefna hélt innreið sína. Skil- yrði til að selja íslenzkar afurð- ir til ákveðinna landa var, að andvirði útflutningsins yrði not- að til vörukaupa í viðkomandi landi. Þetta var algjörlega nýtt viðhorf fyrir íslenzku verzlun- arstéttina. Margir brugðu skjótt og vel við. Meðal þeirra var Páll Melsteð og ekki leið á löngu þar til firma hans var orðið vel hlutgengur aðili og um skeið einn stærsti innflytj- andi á spænskum vörum. Þetta er tilfært hér til að sýna hve viðbragðsfljótur Páll var og glöggur á tímanna tákn. Hér skal þó tekið fram að alla tíð fannst Páli að jafnkeypisvið- skiptin væru hverjum kaup- sýslumanni fjötur um fót. Firma Páls er venjulega tengt innflutningi. Þetta er ekki ails kostar rétt. Hugur hans sjálfs var að minnsta kosti eins bund- inn við það að selja ísl. afurðir enda þótt þar væri við aðrar að- stæður að eiga. Má í þessu sam bandi benda á að hann muni hafa verið með þeim fyrstu ’sem hóf tilraunasendingar á saltfiski til Suður-Ameríku. Firma hans var einnig um skeið lang stærsti útflytjandinn á loðskinnum og undanfarin ár hefur firma hans flutt út mikið af skreið og hefur hann á því sviði unni merkilegt brautryjendastarf enda þótt fleiri góðir menn komi þar einnig mjög við sögu. Páll var mjög víförull og fáa hefi ég þekkt, sem eins höfðu það í huga og hann á ferðalög- um, hvað mætti að gagni koma heima á íslandi, af því sem hann sá í framandi löndum. Var það bæði stórt og smátt — allt frá einföldum neyzluhlutum til þýð- ingarmikilla þjóðfélagsumbóta. Eitt var þó áhugamál hans, sem um langt skeið tók mjög huga hans: ísland sem feTðamanna- land. Honum var að vísu ljóst, að á því sviði eigum við langt í land. Hér skal ekki rakið fram lag hans til þessara mála, enda hefur fátt af áhugamálum hans í þeim efnum þokazt verulega áfram. Þó má geta þess, að hann taldi þróun flugsins og flugþjón ustunnar hér á íslandi eitt merki legasta fyrirbrigði íslenzkrar at vinnusögu síðari tíma. Hann var virkur þátttakandi í Flugmála- félagi íslands og kunni jafnan vel við sig í hópi áhugamanna þeirra sem að þeim félagsskap standa. Þá má geta þess hér, að um langt árabil hafði G. Helgason & Melsteð hf. á hendi umboð fyrir bandaríska flugfélagið Pan American World Airways hér á landi. Þegar Páll er nú kvaddur er margs að minnast, þótt persónu- leg kynni verði ekki rakin hér. Eitt er þó það, sem mér verður jafnan minnisstætt: vinfesta hans og frændrækni. Hann átti til góðra að telja, eins og að fram- an getur. Bar hann mikla virð- ingu fyrir ættmönnum sínum og vildi sýna þeim sóma í hvívetna. Ættfróður var hann í bezta lagi og í tómstundum voru hugðar- efni hans frekar saga og ætt- fræði en verzlunarmál. Hann var mikill unnandi hljómlistar og annarra fagurra lista. Páll kvæntist 1925 Elínu Jóns- dóttur frá Fossnesi í Gnúpverja hreppi, Eiríkssonar, mikilli mann kostakonu. Hún var manni sín- um stöðugt traustur og góður förunautur og bjó honum fagurt heimili. f sjúkralegu Páls stund- aði hún hann af einstakri um- hyggju og nærgætni svo sem henni var von og vísa. Þeim hjón um varð tveggja barna auðið, Boga lækni, kvæntur Ingibjörgu Þorláksdóttur frá Eskifirði og Ingigerði Þórönnu, gift Ragnari Borg, viðskiptafræðing og starf- ar hann við firma tengdaföður síns. Ég lýk þessum fátæklegu kveðjuorðum með því að votta eiginkonu Páls og fjölskyldu innilega samúð smína. Blessuð sé minning Páls B. Melsted. Oddur Guðjónsson. — Vettvangur Framh af bls. 11 launa þingmanna fyrir önnur kjördæmi. Enginn efi er á því, að þrátt fyrir þetta undanskot er þing- fararkaup sízt of hátt. Það mun nú vera 253,21 kr. á dag yf'.r þingtímann. En er þetta heiðar legt? Er hægt að ætlast til þess að almenningur beri mikla virð ingu fyrir þeim lögum, sem snið ganga verður við skattlagningu þingmanna sjálfra?' Breyting skattalaga á síðasta ári var því brýn nauðsyn og spor í rétta átt. Því ber svo einnig að fagna að ríkisstjórnin hefur lýst yfir, að hún muni beita sér fyrir lag- færingu skatta félaga. —V— Við minntumst áðan á launa- jafnréttið. Vera má, að ákvörð- un þingfararkaups hafi verið við það miðuð að sýna mönn- um, að alþingismenn hefðu rétt meðallaun. En sannleikurinn er sé, að aukalega tryggja þeir sér flestir rífleg laun með nefndar stöðum og bitlingum. Á tímum „vinstri stefnunar“ hafa sumar nefndir a. m. k. að öðrum þræði verið settar á laggirnar til að þjóna þeim tilgangi að drýgja launin, en ekki vegna knýjandi nauðsynjar nefndarstarfsins. Eins og áður segir skal því ekki haldið hér fram, að þingfarar- kaup sé of hátt, heldur ekki að heildarlaun þingmana séu óhóf- leg. Þvert á móti mætti telja aðlilegt, að tvö- eða þrefalda þingfarakaupið eða þá að greiSa alþingismönnum rífleg árslaun án tillits til lengdar þingtímans hverju sinni. En jafnframt ættu þeir þá að vera skyldir til að sinna endurgjaldslaust nefpdar- störfum, sem þeir væru kallaðir til. Er líka full ástæða til að ætla, að nefndir og ráð störfuðu betur, ef menn tækju sæti í þeim af hugsjón, en ekki vegna teknanna. Og utan þings er fjöldi manna, sem fús vildi leggja lið áhugamálum sínum, einmitt í ólaunuðum nefndum, í stað þess að vera borið það á brýn að sækjast eftir bitling. En úr því að verið er að ræða um tekjur alþingismanna er ekki úr vegi að vxkja að launum ráð- herra og hæstaréttardómara. Þessar stöður, ásamt forsetaem- bættinu, eru mikilvægastar alira í þjóðfélaginu. En launin eru 9,135,00 kr. á mánuði. Þegar vinstri stjómin lögbauð 5% kauphækkun 1958 undanskildi hún þessa flokka sem hátekju- menn. Auðvitað tryggðu ráð- herrarnir sér svo aukatekjur og fríðindi, sem sjálfsagt hafa ekki numið minnu en fastatekjunum, og Hannibal Valdimarsson nældi sér aukalega í 2—300 þús. kr. skattfrjálsar með bílasölu. —V— Slíkt sjónarspil er ekki í þágu almennings og sízt til þess fall- ið að auka virðingu fyrir lögum og stjómarvöldum. Ef alþing- ismenn álíta, að almenningur sé hlynntur slíku „launajafnrétti", þá leyfum við okkur að mót- mæla þeirri skoðun. Fólkið í landinu gerir sér áreiðanlega ljóst, að hag þess sjálfs er bezt borgið með því að æðstu valda- mönnum séu greidd rífleg laun, svo að þeir geti verið óháðir og þurfi ekki að hafa fjárhags- áhyggjur, meðan þeir gegna hinum ábyrgðarmestu störfum. Þjóðfélagið munaði Iítið eða ekkert um það, að tvö til þre- falda fastalaun ráðherra og hæstaréttardómara. Dómurun- um ætti þá jafnframt að banna öll aukastörf og ráðherrar að vera fyrirmynd allra annarra um meðferð opinbers fjár. Gjaman mætti svo líka gera athugun á hinum margvíslegu aukaþóknunum og fríðindum op- inberra starfsmanna og hugleiða hvort ekki væri beinlínis sparn- aður að því að afnema hinar vafasömu aukagreiðslur gegn verulegum launahækkunum þeirra, sem með þeim hafa feng ið kjör sín bætt. En hvað sem beinum spamaði liður, þá er hitt alveg víst, að nýtt og betra siðferði mundi skapast — ekki einungis í opinberu lífi heldur í þjóðlífinu öllu, — ef þingi og stjórn tækist eins vel viðreisn- i á þessu sviði eins og í hinum eiginlegu efnahagsmálum. —V— Allt þetta er hollt að hugleiða og ræða, því að viðreisnin er ekki fullkomnuð fyrr en við höf um byggt upp svipað siðgæði í íslenzku þjóðlífi og sjálfsagt þykir í þróuðum lýðræðisríkj- um, og fyrr erum við heldur ekki fullkomlega hlutgengir í samstarfi við þau. Ef til vill munu kommúnistar og Framsóknarmenn reyna að túlka þessar hugleiðingar svo, að með þeim sé verið að leggja til að kjör hinna hæstlaunuðu verði bætt meðan aðrir þjóðfélags- þegnar búi við óbreytt kjör. Þeir vilja e. t. v. viðhalda því kerfi, sem býður spillingu heim, því að allra manna eru þeir dug- legastir við að næla sér í auka- greiðslurnar, sem oft fara fram úr laununum. En við höfum öll átt nokkurn hlut að þeirri spillingu sem hér hefur þróazt vegna langvar- andi óstjórnar og sýndar- mennsku. Ástæðulaust er að metast um það, hverjir beri þar meginsök. En með viðreisn efna hafslífsins hefur verið lagður sá grundvöllur, sem við skulum sameinast um að byggja á rétt- látt og heiðarlegt þjóðlíf á fs- landi. Ky- Kon. t EFTIR þunga sjúkralegu er hnig- inn í valinn einn af fremstu mönnum íslenzkra kaupsýslu- manna, Páll B. Melsted forstjóri, rúmlega 66 ára að aldri. Páll var maður, er fór sínar eigin götur og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Það er ekki fyrir mig að rekja ætt og uppruna Páls B. Melsteds. Til þess skortir mig þekkingu og munu aðrir gjöra það betur. All- ir, sem sáu og kynntust Páli B. Melsted, tóku eftir að hér var enginn miðlungsmaður á ferð. Hann var mikill vexti, karl- menni í allri merkingu þess orðs, höfðingi í svip og hugsun, vík- ingur, sem lagði út í baráttu við erfiðleika viðskiptalífsins og bar oft sigur úr býtum. Hann tók ósigrinum með karlmennsku, en gafst aldrei upp. Hugmyndarík- ur var hann með afbrigðum. Arið 1930 stofnaði hann ásamt Guðmundi Helgasyni og Páli Jónssyni, G. Helgason & Mel- sted h.f., sem hann síðan helgaði krafta sína til dauðadags. 1936 stofnaði hann útibú í Færeyjum og 1944 stofnaði hann samnefnt fyrirtæki í New York. Páll heitinn lét margt sig skipta í viðskiptaheiminum og fekkst hann bæði við inn- og út- flutning og naut hann trausts þeirra, sem kynntust honum í hvívetna. Eftir nálega 20 ára starf í þjónustu Páls B. Mel- steds er margs að minnast og þótt við værum ekki alltaf sam- mála um ieiðir og aðferðir vor hann fyrstur til sátta, ef einhvert ósamkornulag var fyrir hendi. Páli var erfitt að kynnast, og vildi hann ógjarnan láta aðra vita, hve viðkvæmur hann var. Bezt fann ég vináttu hans, þegar ég lá sjúkur fyrir mörgum árum og það var ekkert látið ógert frá hans hendi til þess að ég og fjöl- skylda mín skyldi hafa það sem bezt. I því naut hann einnig ríku- legrar aðstoðar konu sinnar Elín- ar Melsted, sem bezt og trúfast- ast hefur fylgt Páli á lífsleiðinni, — til síðasta andardráttar. Ekki get ég skilið að nokkur kona geti hafa gert meira fyrir mann sinn og börn, en hún hefur gert, enda var hann þakklátur fyrir að fá að vera heima með fjölskyldu sinni síðasta og erfiðasta tíma ævinnar. Páll og Elín hafa átt tvö mann- vænleg börn, Boga lækni, kvænt- ur Ingibjörgu Þorláksdóttur og eiga þau tvö börn, og Ingigerði hjúkrunarkonu, gift Ragnari Borg viðskiptafræðingi og eiga þau einnig tvö börn og voru börn in og síðar barnabörnin eftir a5 þau fæddust mesta anægja Pál*. Heimili Páls og Elínar hefur alla tíð síðan ég kynntist þeim fyrir tuttugu árum ,staðið opið fyrir vinum og kunningjum og margra ánægjustund hef ég átt þar meðan Páll var við fulla heilsu. Bæði Páll heitinn og Elín kona hans nutu sín bezt sem veitendur og þau höfðu ánægju af að hafa gesti í lcringum sig. Páll heitinn var ferðamaður mikill og kom með margar hug- myndir frá ferðum sínum og er fríhafnarmálið hans hugmynd, sem nú er búið að framkvæma. Einnig á hann hugmyn. um nýtt frumvarp um minkaelai her á landi, sem við einnig vonumst til að verði samþykkt, til hags- bóta fyrir útgerðar og bænda- stétt landsins. Páll vinur og húsbóndi! Eg færi þér hjartans þakkir fyrir allar ánægjustundir, er vér höf- um átt saman og þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir hve þú reyndist okkur vel, þegar mest lá á. Eg samhryggist eig- inkonu, börnum, barnabörnum og tengdabörnum í missi ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa. Þú varst ferðamaður mik- ill og hefur nú lagt upp í síðustu ferðina og gat ég ekki séð að þú bærir kvíða fyrir þessu ferða- lagi frekar en endranær, og bið ég að Guð fylgi þér síðasta áfang ann og blessi minningu þína. Einar Faraeivaii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.