Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. jan. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 r.- ðrninn friðaðuii á Grænlandi LANDSRÁÐIÐ í Græn- landi hefur nú ákveðið, að sögn danska blaðsins „Politiken“, að friða skuli ýmsar fuglategundir í Grænlandi, sem taldar hafa verið í hættu, ef deildar danska. Dýrafræðisafnsins Grænlenzkur veiðifálkL ekkert yrði að gert. Mikil vægast er talið, að nú verður örninn alfriðaður á Grænlandi, að tveim stöðum undanteknum — svæðunum kringum Juli- aneháb og Frederiksháb. Fagnar blaðið mjög þess- um ákvörðunum og segir, að danskir fuglafræðingar hafi barizt fyrir friðun grænlenzka hafarnarins í þrjátíu til fjörutíu ár. ^ ^ — ★ — Blaðið segir ennfremur, að landsráðið grænlenzka hafi við ákvörðunina um væntan- legar friðunaraðgerðir fylgt í flestu tillögum frá Náttúru friðunarráði Danmerkur, sem aftur hafi að mestu verið samdar af dr. Finn Salomon- sen. — Þar sem blaðið gerði ekki frekari grein fyrir manni þessum, hringdum við til hins íslenzka dr. Finns — Guðmundssonar — og spurð- um, hvort hann kenndi mann inn. Var svo — og kvað hann dr. Finn Salomonsen vera forstöðumann fugla- ★ Aðeins um 50 „hfón“ Samkvæmt frásögn „Poli- tiken“, hefur erninum fækk- að ákaflega á undanförnum árum í Grænlandi — svo að riú eru aðeins eftir um 50 „hjón“. Grænlendingar hafa talið, að örninn yrði mörgum lömbum að bana, og væri því rétt að fækka honum til að koma í veg fyrir slíkt tjón — en á hinn bóginn hefur landsmönnum þótt kjötið af arnarungunum hið mesta lostæti. — Sannleikur- inn er nú samt sá, að sögn blaðsins, að haförninn banar aðeins örfáum lömbum, „en þessi hugmynd hefir verið rótföst sem hjátrú um fjölda ára“, segir það. — Við könn- umst einnig við það hér á landi, að menn eru ekki á eitt sáttir í þessum efnum — þ. e. hve mikill skaðvaldur örninn sé. ★ Fálkinn — friðaður um varptímann Það er svo enn frekari ástæða til friðunar græn- lenzka hafarnarins, heldur blaðið áfram, að hann er sérstök tegund og stærri en „bræður“ hans í Evrópu og Asíu — og svo eru heim- Hinn sérkennilegi prófastur“. 15. maí til 31. ágúst ár hvert. Um veiðifálkann segir blað- ið: Það er hann, sem upp- haflega var nefndur íslands- fálki, af því að hann dvald- ist á vetrum á íslandi, sem hinn hvíti fálki. Þaðan fengu Danakonungar svo fálkana fyrrum — og sendu öðrum þjóðhöfðingjum í Evrópu að gjöf. Grænlendingar hafa löng- sinni á ári, heldur tvisvar frá landi miðnætursólarinn- ar í norðri til miðnætursól- arlandsins í suðri og aftur til baka. Hún virðist ekki vilja annars staðar vera en þar, sem sólin er alltaf á lofti. — Sömu friðunarreglur og nú verða látnar gilda um kríuna, munu einnig ná til margra annarra fugla. — Loks má geta þess, að sam- kvæmt hinum fyrirhuguðu friðunarreglum, skal skarfur inn verða friðhelgur á tíma- bilinu 1. maí til 30. septem- ber — og lundinn, öðru nafni „prófasturinn", allt árið. — ★ — Friðunarráðstafanir þær, sem grænlenzka landsráðið hefur nú samþykkt, að gerð- ar skuli, eiga nú eftir að fá staðfestingu Grænlandsmála- ráðuneytisins — en ekki mun búizt við, að á þeirri staðfestingu standi. ABstoS viÖ Bandaríkin BONN, 9. jan. — Bandarísk nefnd hóf í dag viðræður við vest ur-þýzku stjórnina um aðgerðir til þess að létta á greiðslubyrð- um Bandaríkjanna. Eru þessar viðræður framhald af misheppn aðri ferð tveggja bandarískra ráðherra til Bonn i nóvember s.L Þá heimtuðu bandarísku ráð- herrarnir, að Þjóðverjar greiddu kostnað af dvöl bandariska her- liðsins í Þýzkalandi. Nú virðast aðrar leiðir reyndar, enda er talið að skilningur ríki meðal Þjóðverja á því að rétt sé að þeir beri nokkra af þeim böggum sem Bandaríkjamenn hafa borið ein- ir fram að þessu. Meðal þess sem rætt hefur ver ið um, er að Þjóðverjar kaupi hergögn frá Bandaríkjunum, að þeir taki að sér kostnað við hernaðarhjálp við Grikki og Tyrki og að tollar verði lækkaðir í Þýzkalandi á niðursoðnum vör um frá Bandaríkjunum. — einnig veiðifálkinn profasturinn44 og fleiri kynni hans nær eingöngu á Grænlandi. Ef friðunarráð- stafanir drægjust öllu leng- ur, væri hætta á, að hann yrði brátt útdauður vegna skyldleikaæxlunar. — Þess má geta hér, að íslenzki örn- inn er af sömu tegund og hinn grænlenzki, að sögn dr. Finns Guðmundssonar, — að- eins önnur deilitegund, eins og það nefnist á fræðimanna máli. Útlitsmunur er ekki greinanlegur. Veiðifálkinn á Grænlandi hefur einnig verið friðaður að nokkru, eða á tímabilinu um gengið nærri varpi kri- unnar (sama tegund og hér á landi), farið saman í hóp- um og safnað eggjunum í stórar fötur. En nú verða settar þær reglur inn kríu- eggjatöku, að hana má ekki stunda eftir 1. júlí á sumrin. — 1 sambandi við þetta seg- ir í blaðinu, að menn hafi komizt að því við merkingu, að sumar kríurnar fljúgi allt að 18.000 km leið á ári hverju — allt frá Suður- skautslandinu til nyrztu hluta Grænlands. Og þetta fer krían ekki aðeins einu ★ „Mikill og góður viðburður“ „Politiken" tilfærir loks eftirgreind ummæli fyrr- nefnds dr. Finns Salomon- sen: — Þessar friðunarað- gerðir eru mikill og góður viðburður fyrir alla þá, sem fuglafræðum unna. Þar að auki eru þær mjög þýðing- armiklar fyrir Grænlendinga sjálfa — því að væri hin gíf- urlega eggjataka ekki stöðv- uð um eitthvert skeið varp- tímans, kæmi brátt að því, að menn slátruðu hænunni, sem verpa skyldi gullegginu. Jeppinn valt á hálku HVAMMSTANGA, 9. jan. — Um kl. 17:30 í dag varð bifreiðarslys rétt fyrir ofan Hvammstanga. — Jeppabifreið úr Hrútafirði lenti á hliðina utan við veginn. Ekki urðu nein meiðsl á fólkinu. ■ Hálka var er slysið varð. — M. Samkomur Zion Austurg. 22 Hafnarfirði Vakningarvikan heldur áfram samkoma kl. 20.30 í kvöld og annað kvöld. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Zion, Austurgötu 22, Hafnarf. Nú er vakningarvikan senn á enda, samkoma í kvöld og ann- að kvöld kl. 20,30. Frjálsir vitn- isburðir. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20,30: Almenn sam koma. Söngur og vitnisburöur. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. AU ir velkomnir. Óskum eftir nokkrum pökkunarstúlkum á komandi vertíð Hraðfrystihúsið írost hf. Hafnarfirði — Sími 50165 Tvœr stulkur óskast í verksmiðjuvinnu að Álafossi. — Upplýsingar í skrifstofu Álafoss, Þingholts- stræti2. Hakkavél Meðalstór hakkavél fyrir kjötverzlun óskast til kaups. Upplýsingar í síma 11112. Næst síðasti innritunardagur IVBálaskólinn l\liMBR Hafnarstræti 15 — Sími 22865 Hotel Kongen af Danmark — Kpbenhavn 1 vetur til V* ’61: — Herbergi kr. 11—16 pr. rúm. HOLMENS KANAL 15 C. 174 1 miðbænum — rétt við skipið. — Ud. K F U K Fundur £ kvöld kl. 8,30. Fram haldssagan og fleira. Hugleiðing Benedikt Arnkelsson. Allar stúlk ur velkomnar. K F U M ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Sýnd verður kvikmynd um vestræna myridlist. Allir karlmenn vel- komnir. Keflavík Munið samkomuna í kvöld í Tjarnarlundi kl. 8,30. „Kristur einn er von heimsins, þjóðar okk ar“. — Samkomur hefj- ast mánudaginn £ skóla Y-Njarð víkur líka. Allir eru velkomnir. Helmut Leichsenring og Rasmus Biering P. tala. I.O.G.T. Saumaklúbburínn Saumafundir hefjast á ný kl. 3 í dag í GT-húsinu. Nefndin. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 20,30. — Fundarefni: 1. Kosning embætt ismanna og innsetning. 2. Önnur mál. Fundurinn hefst stundvís lega. Æ. T. Þingstúlka Reykjavíkur Fundur annað kvöld föstud., 13. jan. kl. 8,30 að Fríkirkju- vegi 11. — Stigveiting, erindi, kvikmyndasýning, Þorsteinn Einarsson íþr.ftr. Félagsmál. — Kaffi eftir fund. Fjölsækið á fyrsta fund hins nýja árs. Þt. PILTAR. Á et þfí etalt uniiustiuu . ps ) tq hringárw, //// '■.(íj Sforfán tfsmv/wsson_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.