Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 16
16 MORGVTSBT 4 fí 1 Ð Fimmtudagur 12. jan. 1961 mr? r?n nmw w |%/// /T> færfc ílcturaf Qcrold Trank Þarna gat verið ný framtíð. í fyrstu sýninguna bauð ég tveim vinum mínum, sem ég mundi vera ófeimin við: Earl Wilson blaðamanni, og Ninu Fooh, leik- konu. Ég valdi einhver ósköp af ekóm hjá Ansonia, sat fyrir fjölda auglýsingamynda, og svo hófust sýningarnar. Þrem dögum áður en þær ekyldu hefjast fór ég að athuga hlutverkið mitt. Það var nú ekki nema sex blaðsíður, en samt fór að fara um mi-g, eftir |>ví sem ég las lengra. Ég hafði lært fimm sinnum lengri hlut- verk, en þetta var svolítið öðruvísi. Ég átti sem sé að skálda inn í á mörgum stöðum. Þetta var alls ekki leikur, held- ur óundirbúinn skáldskapur og fyndni í tilsvörum. Ég athugaði hlutverkið og lagði það frá mér, athugaði það aftur og lagði það aftur frá mér. Jæja þá, Diana, hugsaði ég. Þú hefur fengið erfið hlutverk fyrr. Þarna reynir á snarræðið/- En þú hefur nú komizt í hann krappan fyrr, fyrir framan myndavélina é Hollywood. Já, svaraði ég ejálfri mér, en þar er hægt að ieiðrétta vitleysurnar, sem mað- Ur gerir, en sjónvarpsvélin bíður ekki eftir manni. Heimskaðu þig bara, kelli mín, og lofaðu öllum að sjá það. Hér eru atriðin ekki tekin uipp aftux og aftur. Daginn sem sýningin átti fram að fara, var Bob hjá mér til klukkan fjögur. Ég sat í heljar- miklum grænum stól, við glugg- ann og fór yfir hlutverkið mitt. Ég hefði eins vel getað verið að lesa eitthvert framandi tungu- má'l. Freiberg hafði sagt: — Þú átt eiginlega ekki að læra það, Diana. Skáldaðu inn í sjálf. Þetta gerði mig ennþá tauga- óstyrkari. Eins og hver önnur leikkona gat ég lært hlutverk og ég gat svo sem láka skáldað ó- undirbúið, en þetta var sín ögn- in af hvoru, og þeð ruglaði mig, svo að ég gat aldrei ráðið það það við mig, hvað ég ætti að læra utanbókar og hvað að skálda. Bob vissi vel, hvað ég var taugaóstyrk. — Elskan mín, sagði hann — ég ætla að fara út og láta þig vera í friði. Lærðu bara þetta hlutverk og í guðs bænum, farðu ekki að drekka. Ég lofaði því. — Einbeittu þér bara að því. Ég kem aftur eftir tvo tíma. Ég veit, að þú verður ágæt. Ég sat kyrr í stólnum. Ég var að tryllast. Úti fyrir tók að; dimma. Mínúturnar þutu fram hjá. Bráðum þurfti ég að fara af stað til sjónvarpsstöðvarinn- ar. Ég leit á klukkuna og sá mér til skelfingar, að hún var orðin sjö! En ég átti ekki að koma fram fyrr en ellefu. Fjórir klukkutímar. Ó, Diana, í kvöld er tækifærið þitt. Hertu þig nú. Fjórir tímar er kappnóg. Mér varð hugsað um daginn áður, þegar ég kom til CBS. Lyftudrenginn yppti hattinum. — Jæja, ungfrú Barrymore, það gleður mig að þér skuluð vera að koma til okkar. Það verður gaman að fá yður í fjölskyld- una. — Þakka þér fyrir, vinur, sagði ég. — Afsakaðu, en hvað heitirðu nú aftur — Tom, svar- aði hann. — Þakka þér fyrir, Tom, við eigum að hittast í hverri viku. Ég var í góðu skapi þegar ég fór upp. Ég bugsaði sem svo, að fólkið þekkir mig og vill fá mig og er vel til mín. Ég horfði á myrkrið. Fyrst ljósrautt, svo grátt, þarnæst blá- svart og loksins svart. Einkenni- leg skelfing greip mig. Ég þurfti eitthvað að fá til að róa taugarnar. Varla gæti ofurlítill dropi af konjaki gert mér neitt. Ekki klukkan sjö, þegar ég átti ekki að vinna fyrr en eliefu. Hinumegin í stofunni stóð lít- ið borð með vínflöskum og glös- um. Ég gekk þangað, hellti kon- jaki í glas og hvolfdi því í mig. Það gekk vel niður, snarheitt og — Og svo á hann að hver him, him. hressandi. Ég fann hitann leggja um hnútinn sem var í maganum á mér, og leysa hann upp. Vitan- lega, Diana. Þetta var alit og sumt, sem þú þurftir. Ég sneri mér við til þess að fara í stólinn minn aftur. Mér datt í hug að réttast væri að hella í glasið aft- ur og taka það með mér í stólinn og lesa svo áfram. Og þegar í stólinn kom, var ég með vatns- glas, sem tók sex sinnum meira en hitt. Ég setist niður að lesa með glasið í vinstri hendinni, en handritið í hægri. Ég las í hand- ritinu og hálflokaði augunum, til þess að .festa auga á linunum, og dreypti í konjakið. Ég las og lærði utanbókar, og dreypti á fallega glasinu. Ekki man ég hve oft ég gerði ferð að borðinu. Loksins var klukkan orðin þrjú kortér í níu. Ég varð að leggja af stað, og fór í kápuna mína. Bob kom inn í sama bili og ég var að fá mér einn undir ferðina. Hann þaut til mín og ætlaði að reyna að hrifsa af mér glasið, en ég hélt á móti. — Ég verð að hafa þetta vegna taug- anna, sagði ég og skellti því í mig. — Diana, sagði hann. — Þú ert drukkin. Þú mátt alls ekki fara. Ég varð vond. — Hvað áttu við — drukkin? — Þú ert loðmælt, sagði hann. — Loðmælt sagði ég og rétti úr mér. — Það er eins og hver önnur vitleysa. — Sjáðu nú til, Muzzy, sagði hann, biðjandi. — Hringdu til þeirra og segðu, að þú sért lasin, en í guðs bænum farðu ekki í upptökuna í kvöld. Ég þaut upp. — Ef þú vilt ekki fara með mér, get ég farið ein. Síminn hringdi. Með annað augað á mér, tók Bob hann. — Er hún ekki komin? spurði hann eins og hann væri steinhissa. — Hún fór fyrir minnst tuttugu mínútum. Hann lagði símann. — Jæja þá, við skulum koma. Þú þarft víst að flýta þér; þetta var ritarinn hans Freiberg. Það er beðið eftir þér. Þegar við komum að CBS-hús inu, sagði ég. — Þú skalt ekki koma upp með mér, Bob. Þú gerir mig bara ennþá órólegri. Hann kyssti mig og óskaði mér góðrar ferðar. — Ég ætla að finna einhvem bar, sem hefur sjónvarp og horfa á þig þar, sagði hann. — Gangi þér vel, Muzzy. Ég þaut fram hjá Tom, sem brosti til mín, og inn í lyftuna og upp í sjónvarpssalinn. Ég ýtti upp hurðinni. Einhver sagði: Halló, ungfrú Barrymore, og ég svaraði: —• Hæ! Andartaki seinna var Freiberg allt í einu kominn þangað, eins og honum hefði skotið upp úr jörðinni. — Seztu niðúr, elskan, gerðu það. Einhver kom mér niður í stól. Svo sat ég þar og horfði kring um mig. Mér fannst fólkið vera að hvíslast á í einhverju horni. Alveg óvænt varð ég þess var, að leikstjórinn, ungur ljóshærð- ur og laglegur maður, sat við hliðina á mér og var að tala við mig. — Er ég ekki alltof sein? spurði ég í áhyggjuróm. Hann róaði mig. — Fáizt þér ekki um það, ungfrú Barrymore. Við höfum stjórn á þessu öllu. Ég starði kring um mig. — Hvar er Earl? Og Nina? Þau eru þó ekki orðin of sein? Svona fyrsta kvöldið? Enginn svaraði þessu. En svo kom Freiberg inn um einhverjar dyr og hélt á bláa kjólnum, sem ég átti að vera í. — Hérna er kjóllinn þinn, góða mín, sagði hann. Hann ætlast þó vonandi ekki til, að ég fari í hann hérna hugs- aði ég. En þá datt mér allt í einu rétta svarið í hug: Hann var að skila mér honum aftur, og það þýðir líklega, að ég verð alls ekki með. Ætli hann haldi, að ég sé fuil? Já, en svei mér ef ég held það ekki líka. Svo sagði ég upphátt: — Á ég ekki að koma fram? Hann tók mig undir arminn. — Því miður, góða mín. Ég held það væri ekki heppilegt. Þú ættir að fara heim. Kjóllinn var á herðatré. Ég leit á hann. — En næstu viku? spurði ég, og reyndi að tala eins skýrt og ég gat. — Ég lofa að láta þetta ekki koma fyrir aftur. — Við sjáum nú til, elskan. — Nú ferðu heim og sefur og svo tölum við betur um þetta á morgun. Svo var ég komin inn í lyft- una og síðan snögglega niður í forsalinn, og sá brosandi andlit- ið á Tom fyrir framan mig, en brosið var eitthvað þvingað. Það hljóta allir að vera búnir að frétta af þessu, hugsaði ég. Tom sagði: — Góða nótt, ungfrú Barrymore. Á ég ekki að ná í bíl handa yður? Ég svaraði með virðuileik: — Ér hér ekki dyravörður? — Ekki svona seint. Svo kall- aði hann á bíl og hjálpaði mér inn í hann. Ég ók svo heim til mín, en það var rétt fyrir næsta horn, svo að ég hefði eins vel getað gengið. Seinna heyrði ég, að meðan ég beið, hefði Éreiberg ráðgazt við Earl og Ninu. Hann sagði þeim, að ég væri alls ekki í standi til að leika. Atriðinu var því af- lýst. Hann bað Earl að láta ekki blöðin komast í þetta, og Ear>l var það sannur vinur, að hann lét ekkert uppi við blaðamenn. Ég sat í stólnum við gluggann í myrkrinu, þegar Bob kom heim. í barnum, sem hann fór inn í, hafði verið skrúfað frá 12000 vinningar á ári! 30 krónur miðinn a r Á ú á — Eg hef ekki áhuga á að selja hundinn minn McClune . . . Það iem ég . . . > — Svo þú heitir Markús. Hvað vilt þú hingað? — Eg skrifa greinar fyrir nátt úru-tímarit. Eg er á leið til Leyni vatna til aó taka myndir og skrifa um veiðar! þessu mjög auglýsta atriði með Diönu Barrymore. Þulurinn kom fram: — Herrar mínir og frúr! Af ófyrirsjáanlegum ástæðum verður að aflýsa atriðinu, sem átti fram að fara á þessum tíma. En nú koma fréttirnar. SHUtvarpiö Fimmtudagur 12. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Á frívaktinni", Sjómannaþátt- ur í umsjá Kristínar Önnu J>ór- arinsdóttur. 14.40 ,,Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndi,~'v 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna". í»jóð- lagaþættir frá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna; IV. þáttur. Fiðlur. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; IX. lestur (Andrés Björnsson). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þór- arin Jónsson. c) Upplestuf úr sagnaþáttum Þjóðólfs (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). d) Samtalsþáttur: Ragnar Jó- hannesson ræðir við Eyjóll bónda í Sólheimum. 21.45 íslenzkt mál. (Dr. Jakob Bene- diktsson.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsijm áttum. Ævar R. Kvar an leikari tekur upp þráðinn að nýju. < 22.30 Kammertónleikar: Divertimento í Es-dúr fyrir strengjatríó (K563) eftir Mozart (Kehr-tríóið leikur). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 13. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóðir: Guðmundur M. Þorláks- son talar aftur um Lappa og Sampó litla Lappadreng. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmenns Fréttastjórarnir Björgvin Guð- Guðmundsson og Tómas Karls- son). 20.35 Alþýðukórinn syngur þjóðlög og ný íslenzk lög. Dr. Hallgrímur Helgason stjórnar. 21.00 Upplestur: Bryndís Pétursdóttfr leikkona les ljóð eftir Sigfú* Daðason. 21.10 Tónleikar: Sinfónía nr. 3 í a- moll (ófullgerð) eftir Borodin Sinfóníuhljómsveit rússneska út- varpsins leikur. Nebolsin stj.). 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ etftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXVII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér“; I. þáttur. — Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: a) Giorgio Semprini yngri leik- ur á píanó. b) Ames-bræður syngju. 23.00 Dagskrárlok. Henn ffleymdi eð endurnýjd! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.