Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 18

Morgunblaðið - 12.01.1961, Síða 18
18 MORCinSBLÁÐ IÐ Fimmtudagur 12. jan. 1961 20 menn keppa um sœti í landsliði íslands í kvöld \ Þá leika úrvalslið við Bandaríkjamenn af Keflavíkurvelli í KVÖLD fara fram að Há- logalandi úrvalsliðaleikir í körfuknattleik. Mætast þá beztu lið Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og úr- valslið íslenzk. Leikir þessir eru fyrsti undirbúningur að vali í landslið íslands, en fyrir því liði liggur að heyja tvo landsleiki við Dani og Svía — ef um semst endan- lega — um mánaðamótin ^marz-apríl. / ★ Góðir leikir Beztu lið Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli hafa ætíð farið með sigur af hólmi yfir Islendingum utan einu sinni. Fyrst höfðu Bandaríkjamennirn- ir yfirburði yfir Islendinga og smám saman hafa leikar jafnazt. Nú er svo komið að tvísýnt er um úrslit. Stafar þetta fyrst og fremst af því að íslendingum hefur farið fram og eiga þeir framfarir sínar ekki sízt að þakka leikjunum við Bandaríkja menn, en í þeim hafa þeir lært ótalmargt sem þeir annars ættu ólært. Það er því fengur að leikjum við Bandaríkjamennina í Körfu- knattleik — þeir skapa jafnvel fé í ferðasjóð um leið og af þeim verður iært. ★ Liðin í kvöld Lið Islendinga í kvöld eru þannig vailin að sterkara liði Bandaríkjamanna mætir úrvals- lið IR og KFR en þau félög voru nr. 1 og 2 á nýafstöðnu Reykja- víkurmóti. Liðið er þannig skip- að: Hólmsteinn Sigurðsson, Þor- steinn Hallgrímsson, Guðmund- ur Þorsteinsson, Sigurður Gísla- son og Olafur Gestsson — allir úr ÍR. Einar Matthíasson, Olafur Tihorlacius, Ingi Þorsteinsson, Gunnar Sigurðsson, Marinó Sveinsson og Sigurður Helgason úr KFR. B-lið íslands mætir veikara lið L Kristfán Stefánsson / setti drengjamet 16. DES. S.l. eekkst ibrnttafplíltf 9. .TAn O fjnrmÁScen,, 16. DES. s.l. gekkst Iþróttafélag Menntaskólans í Rvík. fyrir inn- anhússmóti í frjálsum íþróttum í íþróttahúsi skólans, en í Menntaskólanum eru nú allmarg ir vel liðtækir frjálsþróttamenn eins og svo oft áður. Arangur var allgóður og m. a. setti Kristján Stefánsson nýtt ísl. drengjamet í hástökki án atrennu. Cr Þrístökk án atrennu 1. Kristján Eyjólfsson .... 9.00 2. Jón Ö. Þormóðsson .... 8,76 3. Hrafn V. Friðri-ksson .. 8,41 4. Tómas Zöega ............. 8,35 Hástökk án atrennu 1. Kristján Stefánsson .... 1,60 nýtt ísl. dr.met 2. Jón Ö. Þormóðsson .... 1,50 Hástökk með atrennu 1. Kristján Stefánsson .... 1,70 2. Páll Eiríksson .......... 1,65 Framh. á bls. 19. inu frá Keflavík. Það er skipað úrvali úr A og íþróttafélagi stú- denta, sem urðu nr. 3 og 4 á Reykjavíkurmótinu. Liðið er þannig: Lárus Lárusson, Birgir Birgis, Grímur Valdimarsson, Davíð Helgason, Ingvar Sigur- bjömsson, Hörður Lárusson allir úr Armanni og Gunnar B. Jóns- son, Hrafn Johnsen, Jón Eysteins son og Kristinn Jóhannsson frá í. S. Ekki er að ef-a að leikirnir verða spennandi og vonandi til aukins hróss fyrir ísl. körfuknatt leiksmenn. Goff fordæmi SUMIR vilja halda því fram að íþróttir séu aðeins fyrir fáa útvalda. Því fer viðs fjarri. Því til sönnunar birt um við þessa mynd — sem jafnvel gæti borið titilinn „íþróttamynd ársins“. Hún sýnir kunnan borgara fást við íþróttir. Maðurinn er Þorsteinn Bjarnason kenn- ari, sem kennt hefur þús- undum Verzlunarskólanem- enda bókfærslu og er kunnur fyrir ýmislegt ann- að í bæjarlífinu. Hann hefur sjálfur ekki á síðari árum tekið virkan þátt í íþróttalífinu á annan hátt en þann, að hann er tryggur unnandi íþrótta — einkum knattspyrnu — sem áhorfandi. En hann hefur gaman af að reyna sig eins og myndin sýnir. Og það ættu sem flestir að gera án allrar feimni. Af þeim sem séð hafa myndina hjá okkur vilja sumir halda því fram, að Þorsteinn sé búinn að slá — en knötturinn liggi kyrr. Aðrir segja að hann sé örv- hentur og sé að reiða til höggs. Það er sama hvort er. Þetta er góð mynd — gott fordæmi — góð íþrótt. Reyni bara sem flestir. Ulíarnir slegnir út ÞAU LIÐ, sem gerðu jafntefli í 3. umferð bikarkeppninnar, sem fram fór sl. laugardag, hafa nú leikið aftur og urðu úrslit lefk- anna þessi: i Aston Villa — Bristol Rovers .. 4:0 Accrington — Preston .......... 0:4 Barnsley — Reading ............ 3:1 Shrewsbury — Aldershot ........ 2:2 Manchester City — Cardiff ..... 0:0 Blackburn — Chesterfield ..... 3:0 Stoke — West Ham ............. 1:0 Huddersfield — Wolverhampton 2:1 Norwich — York ............... 1:0 Þremur af þessum leikum varð að framlengja, þ.e. leikunum milli Shrewsbury og Aldershot, Manch-ester City og Cardiff og milli Barnsley og Reading. .JOD-KALIKLORA^ Liðin úr I. deild hafa fengið slæma útreið úr 3. umferð og bættust nú West Ham og Wolver hampton í hóp þeirra er fallin eru úr keppninni. Leikurinn milli Huddersfield og Wolver- hampton var mjög harður og spennandi. í hálfleik var staðan 1:1 en leikmenn Huddersfield léku mjög vel í síðari hálfleik og sigruðu verðskuldað. Dregið hefur verið um hvaða lið leika saman í 4. umferð bik- arkeppninnar, sem fram fer 28. janúar n.k. — Þessir leikir fara þá fram: Framhald á bls. 19. FRÍSKANDI TANNKREM með piparmyntubragði L’ „Jod-Kaliklora44 „Jod-Kaliklora64 er dásamlega frískandi Venst frábærlega vel Ódýrt ★ Notadrjúgt ★ Heilnæmt ★ Frískandi „JÖD-KALIfcLOr 99 Jod-Kaliklora*4 Úr I „Jod-Kaliklora“ inn á hvert íslenzkt heimili ísl. erlenda verzl.félagið Tjarnargötu 18. Sími 15333 ýmsum áttum Ác Atvinnuleikmenn knatt- spyrnufélaga í Mið-Engl-andi höfnuðu í d-ag einróma tilboði ,,deilda-félaganna“ um laun þeirra og þó var tilboðið borið fram sem „síðasta" boð fé- laganna hendi. Lekmenn í Lundúnum og Suð- ur-Engl-andi hafa áður hafnað til boði félaganna um laun atvinnu- mann-a. Er því fyrirsjáanlegt að verkfallahótun leikmanna kem- ur til greina. ■ár M-argir skíðamenn æfa nú i Sviss. A einni slíkri æfingu í Zurich í dag datt Norðmaðurinn Peter Stöle svo illa, að h-ann hlaut beinbrot af og varð að leggj ast í sjúkrahús. ic Mikið alþjóðlegt skíðamót fór fr-am í Grindenwald í Sviss í dag. 1 svigi kvenna vann franska stúlkan Therese Lude sigur. Hún fór brautina 1.2 km með 37 hliðum á 1.42.8 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.