Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 2
z MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. janúar 1961 Stórfelldar umhœtur rík- isstjórnarinnar á út- svars- og skatta málum Vindhögg Tímans gegn fjármáíar ðherra TfMINN fer sl. sunnudag með allskonar rangfærslur um skatta- og útsvarsmál. Segir blaðið m. a., að núver- andi f jármálaráðherra, Gunn ar Thoroddsen, hafi ekki beitt sér fyrir annarri breyt- ingu í þeim efnum á Alþingi í fyrra en að lögfesta veltu- útsvörin. Af þessu tilefni er ástæða til þess að leiðrétta nokkrar verstu firrurnar i málflutn- ingi Tímans. HÁMARKSÁKVÆÐI SETT • 1) f fyrra fór því víðs fjarri að veltuútsvar væri lögfest í fyrsta skiptL Það hefur verið Iagt á í fjölda ára. En engin hámarksákvæði hafa verið í gildi um álagn- ingu þeirra. í fyrra var slíkt hámark veltuútsvara hinsvegar lög- fest og felst í þvi mjög auk- In vernd fyrir gjaldenduma. • Z) -Þá var það og þýð- ingarmikil breyting til bóta, sem gerð var á sL ári, að greidd útsvör voru gerð frá- dráttarbær. • 3) A sl. ári beitti fjár- málaráðherra og rikisstjórn- in sér einnig fyrir því, að útsvarsstigar vom í fyrsta skipti lögfestir. Aður hafði hvert sveitarfélag alveg frjáls ar hendur um útsvarsstiga sinn. ÍJTSVARSSTIGUM FÆKKAÐ • 4) Með löggjöf sem rík- isstjómin beitti sér fyrir, var útsvarsstigum einnig fækkað stórkostlega, eða úr ca. 200 niður í 3. Sú sam- ræming útsvarsstiganna í hinum ýmsu bæjar- og sveitarfélögum er að sjálf- sögðu til mikils aukins ör- yggis og hagsbóta fyrir gjald enduma. • 5) Þá hefur og verið gerð sú sjálfsagða leiðrétt- ing, að einn aðili atvinnu- rekstrar, kaupfélögin, sem höfðu notið sérstakra frið- inda um veltuútsvör skulu nú greiða þau til jafns yið aðra atvinnurekendur. SÍS hafði ár eftir ár verið út- svarsfrjálst í Reykjavík vegna þessa rangláta ákvæð- SÉRRÉTTINDI SfS Með leiðréttingu þeirri, sem rík^stjórnin beitti sér fyrir, greiddi SÍS á sl. ári 2,7 milljónir króna í bæjar- sjóð Reykjavíkur og tölu- vert í aðra bæjar- og sveita- sjóði. • Með þeim upplýsingum, sem hér hafa verið birtar, er að fullu hrundið árás Tím- ans á Gunnar Thoroddsen í sambandi við útsvörin. A það má svo einnig benda, að á sl. ári voru undir forystu fjármálaráð- herra, gerðar þær megin- breytingar á greiðslu tekju- skatts, að almennar launa- tekjur voru gerðar skatt- frjálsar, þannig til dæmis, að hjón með þrjú börn mega hafa 100 þús. kr. tekjur á ári án þess að greiða tekju- skatt. MIKLAR UMBÆTUR • Sú staðreynd stendur ó- högguð, að núverandi ríkis- stjórn hefur beitt sér fyrir miklum umbótum í útsvars- og skattamálum þjóðarinnar. Þær umbætur koma ekki sizt öllum almenningi að notum. Högg Tímans gegn fjármálaráðherra er þess vegna vindhögg eitt. Ftest beodlr nú tö þess, að afturöaldBstefna Eysteios muni leifte til þess að Bolgia iiðlst i sundur. en þó ekki án öJi&iMa átaka og eríiðíeika fyrir þjóðina. Þetta er klippt úr leiðara Tímans á sunnudaginn. Sparisjóðsbækur með 12 mán- aða uppsagnarfresti vinsælar UM leið og vextimir vora Iækk- aðir, skömmiu fyrir áramótin, var tekinn upp nýr innlánsflokkur í bönkum og sparisjóðum, með 12 mánaða uppsagnarfrestL Eru greiddir 9% innlálnsvextir í þess um flokki, þ.e. jafn háir almenn um útlánsvöxtum. A þeim rúma hálfa mánuði, sem liðinn er frá vaxtalækkuninni hefur verið mikið um innlög inn á hinn nýja flokk, enda getur fólk með því Eldui i heyi AKUREYRI, 16. jan. — Síðdeg- is í dag var slökkviliði Akureyr- ar gert aðvart uni að eldur eldur Væri laus í heyi við fjár hús, sem standa sunnanvert við Þingvallastræti. Er slökkviliðið kom á vettvang var allmikill eld ur í heyinu, en það hafði verið borið upp við hlöðu og fjárhús. Lítið hey vax í hlöðunni, en nokkur hluti hennar hrann. Um 15—20 hestar af heyi eyðilögð- ust. Ekkert fé var í húsinu að þessu sinnL — Stefán. Dagskrá Aljpingis DAGSKRÁ Sameinaðs þings í dag: Rannsókn kjörbréfs. Dagskrá Efri deildar: 1. Listlaunasjóður íslands, frv. 1. umr. 2. Sementsverksmiðja ríkisins, frv. 1 umr. Dagskrá neðri deildar: 1. Réttindi og skyldur hjóna, frv. 1. um- ræða 2. Ríkisreikningurinn 1959, frv. Frh. 2. umr. 3. Matreiðslumenn á skip um, frv. 1. umr. 4. Sala á landi jarð- anna Stokkseyri I—III, frv. 1. umr. tryggt sér jafn háa vexti og voru á almennum sparisjóðsbókum fyrir vaxtalækkunina. Vextir á sparisjóðsbókum með 6 mánaða uppsagnarfresti eru um 8% og 7% á almennum sparisjóðsbók- um, elns og kunnugt er. Kongosöfnunin gengur vel KONGÓSÖFNUNIN, sem Rauði kross íslands hefux efnt tiQ. gengur vel. Hafa þegar safnazt 47 iþús. kr. Mun söfnunin standa í viku, eða fram á næstu helgi. Tekið er á móti -gjöfunum í Thorvaldisenstrætd 6 kl. 1—5 á daiginn og á Akxanesi í Bóka- verzlun Andrésar Nielssomar. Góð sala HAFNARFIRDI. — Maí seldi í Bremerhaven í gær, 114 tonn af fisiki fyrir 74.600 mörk og 65 tonn af frystri síld fyrir 42.300 mörk. Átta íslenzikir togarar selja í Þýzkalandi niúna í vik- unnL Toigarinn Keilir kom hingað af veiðum fyrir Ihelgi með um 70—80 tonn. 5 manna nefnd FULLTRÚAR vinnuveitenda og Dagsbrúnar héjdu með sér fund í gær um kröfur þær, sem Dags brún hefur sett fram um nýja kjarasamninga. Að fundinum af- loknum tilkynntu vinnuveitend- ur, að alger- samstaða mundi verða með þeim um viðræður um nýja kjarasamninga — og hefur í því skyni verið skipuð 5 manna nefnd vif.nuveitenda til að annast þessi mál. í nefndinni eiga sæti: Kjart- an Thors, Sveinn Valfells, SveiT- ir Júlíusson, Gunnar Guðjónsson og Páll Sæmundsson. i Vinnuveitendur létu ennfrem ur frá sér fara tiUögur ásamt greinargerð, sem birtist á bls. 13 í blaðinu í dag. Ekki hefur ann- ar viðræðufundur Dagsbrúnar og vinnuveitenda verið ákveðinn. | /*' MA /S hnihr | / SV S0hnútar >£ Snjókoma V Stúrir K Þrumur WZ& KuUarHt YFIR Norðurlönduan og Bret- landseyjuim er mikið há- þrýstisvæði og meiníleysis- veður. Hins vegar eru marg- ar lægðir á vestanverðu Atl- antshafi og yfir Grænlandi, enda er veður þar mjög ó- stöðugt og rysjótt. Suðvestur af íslandi er lægð sem lík- lega hreyfist NA eftir og veldur SA eða A-átt, einkum sunnanlands. Á hinu leitinu er djúp lægð við vesturströnd Grænlands, en ihún hreyfist aðallega norður eftir. Veður er alls staðar fremur milt á kortsvæðinu, kaldast 13 stiga frost í Gander, en hlýjast á Breblandseyjum og hafinu þar vestur af. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldl SV-land til Breiðafjarðax og miðin: Hægviðri fram eft- ir nóttu en allhvass SA og rigning á morgun. Vestfirðir tii Austfjarða og miðin: Hægviðri og bjart- viðri í nótt en vaxandi aust- an eða SA átt á morgun. SA-land og SA-mið: Hæg- viðri í nótt en alihvass SA og rigning síðdegis á morgun. Kveikt í verzlun við Langholtsveg? Kommúnistar tapa fylgi í Þrótti UM sl. helgi fór fram stjórnar- kjör í Vörubílstjórafélaginu Þrótti. Úrslit kosninganna urðu þau, að kommúnistar héldu stjóm félagsins. Fékk listi þeirra 120 atkv., en listi lýðræðissinna 89 atkvæðL Við stjórnarkjör í fyrra féllu atkvæði þannig, að kommúnistar hlutu 135 atkv., en lýðræðissinnar 90 atkv. Hafa því kommúnistar tapað 15 atkv. í íé- laginu frá síðustu kosningum, en lýðræðissinnar einu atkvæði. — Nokkuð færri voru á kjörskrá nú en í fyrxa. LAUST eftir klukkan hálf fimm í gærmorgun kom upp eldur í lítilli vefnaðarvöru- búð við Langholtsveginn. — Varð mikið tjón í þessum bruna. Verksummerki þykja benda til þess að sá, eða þeir, sem þarna voru að verki, hafi borið eld að búð- inni. Tjónið er talið nema að minnsta kosti 700—800 þús. krónum. Allt brann Það var leigubílstjóri hjá Bæj- arleiðum sem eldsins varð fyrst- ur var. í gegnum talstöðina í bílnum sínum lét hann gera slökkviliði og lögreglu viðvart. Það var mikill eldur í litlu búðinni er að var komið. Hún var í litlu húsi, Langholtsvegi 163, sem upprunalega var smíð- að sem sumarbústaður, þegar Langholtsvegurinn var uppi í sveit. Eigandi verzlunarinnar, Árni Jón Sigurðsson, býr stutt frá, að Langholtsvegi 174. Er skemmst frá því að segja að ekki var búið að ráða niður lögum eldsins fyrr en það sem þar var inni var allt brunnið og eyðilagt, og litla húsið sjálft ó- nýtt Spor í snjónum Athugun rannsóknarlögregl unnará brunastað leiddi m.a. í Ijós að i snjófölinu við hús- ið fundust fótspor. Voru það sýnilega tveir menn sem þar höfóu vcrið. Skammt frá hús- inu fundust hárauðir dömu- hanzkar, grisjuhanzkar, sem stolið hefur verið í búðinni. Það mátti rekja sporin eftir mennina tvo út á Langholts- veginn og langleiðina niður að Suðurlandsbraut. Lengra uiðu þau ekki rakin. I i Vegna þess hve brunaskemmd- irnar eru miklar er ekki fyllilega ljóst hvernig innbrotið var fram- ið. En við hvoruga hurðina virð- ist hafa verið reynt, og sennilegt talið að brotinn hafi verið gluggi á bakhliðinni. i Það eru eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar til beirra er kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar mál þetta varðandi, að gera við- vart. Vera má að einhver hafi séð til ferða mannanna eða orðið þeirra var á einn eða annan hátt. Vörubirgðir höfðu verið lágt vátryggðar. — Serkir Framh. af bls. 1 semji um fyrirkomulag at» kvæðagreiðslunnar. Fyrsta merki árangurs De Gaulle og Débré ræddu tilkynningu útlagastjórnarinnar í morgun á fundi í Elysee-höll- inni. Ekkert orð hefur fallið af hálfu opinberra aðila um til- kynninguna og vænta menn að þess verði alllangt að bíða —« de Gaulle muni fara sér að öllu rólega. Mönnum mun í fersku minni, er viðræðumar í Melun fóru út um þúfur, þar sem út. lagastjómin vildi ekki viður- kenna þá kröfu de Gaulle, að fyrst yrði samið um vopnahlé i Alsír áður en rædd yrði fram- tíð landsins. Jafnframt telja menn, að tilkynning útlaga- stjómarinnar sé fyrsta merki árangurs af atkvæðagreiðslunni á dögunum og muni víðtækari árangur koma í ljós áður en langt um líðL Þó eru sumir þeirrar skoðunar, að alvarleg- asta hindrunin kunni að verða krafa útlagastjómarinnar um að vera hinn eini rétti samnings- aðili fyrir Alsírbúa. Þrír Frakkar féllu Um helgina urðu átök viða 1 Algeirsborg. Þrír franskir menn létust í Baraki, útborg Algeirs. borgar —i átta franskir land. nemar særðust og fimm múha* meðstrúarmenn. Fóru hundruð Araba um götur Algeirsborgar, búnir hnífum og kylfum og kröfðust sjálfstæðis. Samkv. fregnum frá París mun de Gaulle ætla að veita Serkj- um aúkna hlutdeild í stjórn ým« issa mála í Alsír, meðan þesa er beðið, að næsta skref verði stigið til lausnar deilunni. Út- lagastjórnin hefur kvatt Serki til þess að neita slíku, því að með því kunni Frakkar að ætla sér að reyna að tryggja aðstöðu sína í Alsír á einhvera annan hátt en verið hefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.