Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. Janflar 1961 ÚrskurSur tekinn iyrir í Hæstarétti I GÆRMORGUN klukkan 10 hófst í Hæstarétti munnleg- ur málflutningur í sambandi við úrskurð rannsóknardóm- arans í svonefndu „hótunar- bréfamáli“. Verjandi Magn- úsar Guðmundssonar, lög- legluþjóns, Guðlaugur Ein- arsson, tók þá til máls. — Nokkrir áheyrendur voru í salnum, m. a. Magnús Guð- mundsson. Á hádegi var gert matarhlé og hafði Guðlaugur talað fram Krafa um skaðabæfur VESTMANNAEYJUM 16. jan. — Hafnarsjóður hefur gert kröfu tU tryggingarfjár belgíska togarans til bóta á því tjóni, er flak skipsins hef ur nú þegar valdið á hafnar- garðinum. Togarinn er enn a réttum kili, stendur fast upp við garðinn og lemst utan í hann. Ekkí er fullrannsakað hversu miklar skemmdir haf a orðið á hafnarmannvirkjun- um, en verkfræðingur frá Vitamálastjóminni er nú kominn hingað til að ganga úr ekugga um þetta. — Skip- verjar af Þór fóru enn út í togarann í dag og björguðu einhverju af veiðarfærum. Ekki hefur enn verið áfcveðið hvernig flakið verður fjar- lægt. Skipstjórinn belgíeki er hér enn. — Bj. Guðm. Leiðréttíng að þeim tíma. Klukkan um 4,30 í gærdag, er blaðamður frá Mbl. kom upp í Hæstarétt, hafði verið gert hlé. Hann hitti nokkra kollega frammi á gangi. Komst einn þeirra þannig að orði, að það sem gerzt hefði innan veggja dómssalarins hefði verið hrein- asta bíó. Hafði Guðlaugur hald- ið ræðu sinni áfram eftir há- degi og fram til þess tíma að dómendur gerðu hlé. Hafði hann þá ekki enn komið að sjálfu efninu. Er hér var komið, kl. 4.30, höfðu dómendur í hléinu fengið sér kaffisopa til að hressa sig á. Höfðu þeir kallað verjanda og sækjanda fyrir sig, klædda lögmannskápum. Höfðu þeir til- kynnt þeim, að frekari málflutn ingi væri frestað þar til kl. 10 árdegis á miðvikudaginn. Lögðu dómendur jafnframt fyrir verj- anda Magnúsar Guðmundssonar að hann skyldi koma með nafnalista yfir þá menn, sem hann vildi láta kveðja fyrir dóm og jafnframt hvaða spurn- ingar hann vildi lóta leggja fyrir þessa menn, og hvert sam- band væri milli þeirra og sak- arefnis. 11 Liggja allir AKUREYRI 16. jan. — Sval- bakur kom af veiðum í nótt og er með um 30 tonn. Að þessari veiðiferð lokinni mun honum verða lagt eins og hinum togur unum og liggja þá allir Akureyr artogararnir 5 hér í höfninni. Egar upplýsingar er að fá um það hvenær hugsanlegt er að þeir komizt aftur á veiðar. — Stefán. * GuðmunJur á íll- ugastöðum látinn Guðmundiur Arason, hrepp- stjóri, á Illugastöðum á Vatns- nesi lézt úr hjartaslagi nú um helgina. Hann var á 58. aldurs- ári. Guðmundur var borinn og bamfæddur á Illugastöðum, þar sem sama ættin hefur bú;ð í yfir 130 ár. Hann var sonur hjón- anna Ara Ámasonar og Auð- bjargar Jónsdóttur. Hann varð búfræðingur frá Hólaskóla tvít- ugur að aldri og tók að því búnu við búi foreldra sinna. Hefur Guðmundur bætt mjög og prýtt jörðina og byggt þar upp. Kvæntur var hann Jónínu Gunn laugsdóttur frá Geitafelli. Guðmundur Arason var löng- um í hreppsnefnd Kirkju- hvammshrepps, og lengi hrepp- stjóri þar og sýslunefndarmað- ur. PARfS, 16. jan. (Reuter) — Tvær konur voru drepnar og enn ein særð í úthverfi Parísar- borgar í dag, er til átaka kom milli tveggja flokka múhameð- trúarmanna. Elliðáárnar beljandi fljót MENN tóku eftir því á sunnu- daginn að Elliðaárnar beljuðu fram eins og stórfljót, kolmór- auðar og með miklum boðaföll- um. Ollu þær skemmdum á veg- inum hjá Skyggni og einnig skammt ofan við vatnsveitu- bjrúna gegnt veiðimannahúsinu. Flæddu árnar yfir veginn á báð- um stöðunum. Vatnsuppistaða á Sandskeiði Flóð þetta ikiemur vegna þess 'að vatnsuppistaða myndast uppi á Sandskeiði og brýst svo fram Hóknsá og niður i Elliðavatn. Hækkar vatnið þá skyndilega og myndi flæða yfir stíflugarða þess og eyðileggja þá ef ekki væru opnaðar lokur á þeim og þannig reynt að hafa nokfcurn hemil á vatninu. , Rennslið 60 teningsmetrar á sekúndu Við frostin hefir framrennsli Hólmsár á Sandskeiði stíflazt, en þegar leysingarnar gerði nú fyrir helgina hefir uppistaða myndast og síðan brotið sér braut. Rennslið í Elliðaánum var á sunnudaginn 60 tenings- metrar á sekúndu þegar mest var, að sögn starfsmanna raf- stöðvarinnar við árnar. Flóðið var mest á tímabilinu frá kl. 9 að morgni sunnudags til kl. 19 að kvöldi. Siglir með aflann VESTMTNNAEYJUM, 16. jan. — Vélbáturinn Kristbjörg er nú á leið með afla sinn á Þýzkalands- markað. Kristbjörg var eini bát- urinn sem hóf róðra héðan eft- ir áramótin. Aflaðist allvel og var fiskurinn ísaður um borð. Farmurinn mun vera um 57 tonn. Samninga- fundur í nótt SAMNINGAVIÐRÆÐUM heldur áfram í sjómanadeilunni. Sátta- semjari boðaði fund kL 17 á sunnudag og lauk þeim fundj .ekki fyrr en kl. 5 aðfaranótt mánudags. í gær sátu nefndir sjómEinna og útgerðarmanna á rökstólum sitt í hvora lagi og lögðu á ráðin — og hófst svo fundur með sáttasemjara aftur kl. 21 í gærkvöldi. Stóð hann enn, þegar blaðið fór í prentun, en skömmu áður hafði blaðið tal af Torfa Hjartarsyni og vildi hann ekki láta neitt uppi um gang mála, en sagði, að umræð- um yrði haldið áfram í nótt. — Ljósm. Mbl. fór í gær og ætlaði að taka mynd af samninganefnd- unum. Lj ósmyndaranum til mik- illar furðu var honum vísað frá samninganefnd sjómanna. Snorri Jónsson, úr flokki kommúnista, hsifði þar frumkvæðið. Er þessi framkoma hin furðulegasta þeg- ar þess er gætt að í hinum frjálsa blaðaheimi Vesturlanda þykir sjálfsagt og eðlilegt að dagblöð birti myndir af því, sem efst er á baugi hverju sinni. ». Happdrætti Háskólans MÁNUDAGINN 16. janúar var dregið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 700 vinningar að fjárhæð 1,700,- 000 krónur. Hæsti vinningurinn, hálf milljón krónur, kom á hálfmiða númer 47680. Voru báðir hálf- miðarnir seldir í umboðinu á Selfossi. 100,000 krónur kom á heil- miða númer 15425, sem seldur var í umboði Arndísar Þorvalds dóttur, Vesturgötu 10. _ FYRIRSÖGN greinarkorns i Morgunblaðinu, 7. jan. sl. hljóðar þannig: „Hélt tíu manns verk- lausum í fjóra daga“. Þar sem ekki getur verið um annan mann að ræða í þessu sambandi en mig, óska ég að taka þetta fram: Hinn 17. nóv. 1960 var ég lög- skráður á bátinn. Tók ég þá fram, að ég yrði ekki skráður á hann lengur en til áramótEu Á skráningarskrifstofunni var mér tjáð, að óþarft væri að taka þessu fram, því að skylt væri að afskrá og skrá aftur að nýju um áramót, og því enginn skráður lengur en til 31. des. 1960. Á skráningartímabili mínu ítrekaði ég við skipstórann afstöðu mína til róðra eftir áramót. Af þessu má Ijóst vera, að ég get ekki hafa gert 10 menn atvinnulausa eftir áramót, þar sem ég var af- skráður 31. des. 1960 og ekki skráður á bátinn aftur. Þess er getið í sömu grein, að ég sé mikill kommúnistL í því sambandi vil ég taka fram, að ég er alger' ga óflokksbundinn og skipti mér ekki af pólitík. Óska ég, að ég sé ekki hafður að póli- tísku bitbeini. Með þökk fyrir birtinguna. Fálmi Sveinsson, Bolungavík. • Vantar jiig ekki bíl? Ég kom í heimsókn til kunn ingja míns nú um h^Igina. * Hann var ákaflega niður dreg inn. Hvað amaði að? Konan söng frammi í eldhúsi, svo ekki var hún í vondu skapi eða hlaupin frá honum. — Peningaáhyggjur? Nei, hann kunningi minn er ekki einn af þeim sem eru að rembast við að eignast eitthvað og hafa því fulla ástæðu að vera niðurdregnir frá tví- tugsaldri til fimmtugs. — Þig vantar víst ekki bíl? stundi hann upp heldur dauflega, eins og hann hefði enga von um að mig vanhag- aði um slíkt farartæki. Já- kvæðar undirtektir virtust ekkert hressa hann. — Þá er hér tækifærið til að eignast einn, sagði hann alveg jafn vonleysislega. Ég er búinn að fá 10 happdrættismiða senda frá einu félagi, sem ég er styrktarmeðlimur L Nú fór ég að skilja. Snemma í haust hafði hann vaðið um hress og kátur, og boðið mönnum hús. — Nú er tækifærið. 1 nóvember geturðu verið orðinn húseig- andi, ef þú aðeins kaupir af mér einn happdrættismiða! Og ég held svei mér að hann hafi komið út öllum happ- drættismiðum, sem honum höfðu verið sendir óbeðið. Hann bar sig ennþá vel, þeg- ar hann kom í annað skipti til kunningjanna með miðana 10, sem hestamannafélagið hafði seiit honum. En nú fóru vinirnir að bregðast og segjast alls ekki vilja fá í- búð og hræddur er ég um að hann hafi sjálfur þurft að leysa út bróðurpartinn af miðunum 10, enda var hann að byrja að missa móðinn. Og nú voru komnir 10 miðar í viðbót. Ekki það að hann vildi ekki gera allt sem í hans valdi stæði í baráttunni gegn krabbameininu. Einmitt þar hefði hann viljað beita sér. En sem sagt, hann var allniðurdreginn við tilhugs- unina að byrja aftur að leita til kunningja og vina. • Hundruð svelta í gamalli hlöðu 1 vikunni hóf Rauði kross íslands söfnun til hjálpar íbúum Kongó. Fréttimar, sem þaðan ber- ast eru óhugnanlegar. íbú- amir, ekki sízt börnin, hrynja niður af matarskorti og lítið hægt að gera til hjálpar. Fyrir einni eða tveim vikum sendi Svíinn Sture Linner, sem sér um aðstoð við óbreytta borgara í Kongó á vegum Sameinuðu þjóðanna, frá sér neyðarkall: „Á einum stað sitja hundruð deyjandi mæðra og barna í gamalli hlöðu, sagði hann. Þau eru orðin alveg sljó og sinnulaus. í kirkjugarðinum er ekki lengur rúm fyrir fleiri lik, og verður að vinna bráðan bug að því að útbúa nýjsm kirkjugarð. Alþjóðleg 'hjálp í stórum stíl er nauðsynleg, ef á að vera von um að bjarga öll- um þessum aragrúa Etf flótta mönnum. Sameinuðu þjóð- imar eru nýbúnar að senda birgðir með flugvélum, en það nær skammt, og ef ekki gerist eitthvað alveg sér- stakt, þá verður hjálp að koma innan viku“. • Allt fé uppurið Og eftir framkvæmdastjóra danska Rauða krossins er það haft, að vandræðin í Kongó séu nú orðin svo lang vinn, að Rauða kross deild- irnar í hinum ýmsu löndum hafi ekki meira fé undir höndum, nema það sem er frátekið til að halda föstum liðum gangandi. Janúartekj- umar séu uppnotaðar og alls ekki sé von á meira fé eftir venjulegum leiðum. Danir hafa sent fjóra lækna til Kongó, en þeir eiga að koma heim í lok janúar. Þá átti Heilbrigðis* málastofnun Sameinuðu þjóð anna að taka við. En fram- kvæmdastjóri hennar hefur þegar lýst yfir að útlitið sá ekki gott. Varla fáist lækn- ar og stofnuninni er fjár vant. Svona er Sstandið! Einasta hugsanlega ráðið virðist vera að fá almenning í sem flestum löndum til að hlaupa undir bagga, að því er Rauða kross-menn segja. Ef ekki á að horfa aðgerðarlaust á að þúsundir hrynji niður úr hungri, verður að bregða skjótt við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.