Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Frá fyrsta viðræðufundi Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar í gær. Á myndinni eru, tal- ið frá vinstri: Edvard Sigurðsson, Halldór Björnsson og Guðmundur J. Guðmundss. frá Dags- brún, þá Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Kjartan Thors, formaður þess, Guðmundur Ásmundsson frá Vinnuveitendasambandi SÍS, Guðm. Vilhjálmsson og Bendedikt Gröndal, fulltrúar vinnuveitenda. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kjörin hafa ekki batn- að við kauphækkanir þess vegna nýrra f G Æ R ræddust fulltrúar vinnuveitenda og Dagsbrún- ar við um framkomnar kaup kröfur Dagsbrúnar. — Stóð fundurinn í tvær stundir og hefur annar fundur ekki verið ákveðinn. Áður hefur verið greint frá kröfum Dagsbrúnar. Sameiginlegur fundur stjórnar Félags íslenzkra iðnrekenda, Félags sérleyfishafa, Félags ísl. stórkaupmanna, Kaupmnnnasam- taka íslands, Klæðskerameistara félags Reykjavíkur, Landssam- bands ísl. útvegsmanna, Meistara félags blikksmiða, Meistarafélags skipasmiða, Mjólkursamsölunnar i Reykjavík, sem gerir fyrirvara um 7. og 8. málsgr., Sambands ísl. bifreiðaverkstæðaeigenda, Sambands veitinga- og gistihúsa eigenda, Verzlunarráðs íslands og Vinnuveitendasambands fs- Iands., haldinn í Oddfellowhús. inu, fimmtudaginn 12. jan. 1961, ályktar eftirfarandi: Þar sem flestum kjarasamn- ingum stéttarfélaganna í land- inu hefur verið sagt upp og kröf ur um verulegar breytingar á fyrri samningum hafa þegar bor izt frá nokkrum stéttarfélögum, telur fundurinn rétt að marka nameiginlega stefnu vinnuveit. enda til kauphækkana og kjara- bóta. Reynsla a.m.k. 15 undanfar- andi ára hefur óumdeilanlega sannað, að kauphækkardr, sem eru umfram greiðslugetu atvinnu veganna verða ávallt að engu með hækkuðum álögum eða gengisfellingum, sem jafnharðan taka af launþegum meintar kjarabætur kauphækkana og þyngja byrðar atvinnuveganna.. Fjárhagsaðstaða höfuðatvinnu- veganna er nú slík, að útilokað er, að þeir geti tekið á sig auk. in útgjöld, án þess að fá það bætt á einhvern hátt. Ljóst er því, að aukinn tilkostnaður at- vinnuveganna myndi leiða til hækkaðs verðlags og nýrra upp bóta eða gengisfellingar, eða að öðrum kosti valda samdrætti í. etvinnurekstrinum, minnka at- vinnuöryggi og jafnvel valda atvinnuleysi. Grundvöllur fyrir kauphækk- þarf að leiia leiða unum er því ekki fyrir hendi nú. Einnig skal á það bent, að dag- vinnutími verkafólks er yfirleitt styttri hér, en í Danmörku, Nor egi og Svíþjóð og álag vegna yfirvinnu miklum mun hærra hér en þar, þó þær þjóðir séu lengra komnar í tækniþróun en vér Is- lendingar. Fundurinn heitir á alla lands menn að standa saman um að koma atvinnuvegunum á traust an grundvöll og tryggja þannig atvinnuöryggi allra landsmanna við arðbær störf. Verði nú lagt út í harðvítugar og langvinnar vinnudeilur, sem skaða myndu þjóðina alla, ber að lýsa ábyrgð á hendur þeim, sem til þess hvetja. Fáist á hinn bóginn friður á vinnumarkaðinum, munu laun. þegar og þjóðin öll innan tíðar, öðlazt bætt lífskjör vegna auk. innar framleiðslu og bættra af- kasta. Félagssamtök þau, sem að fundinum standa, samþykkja að hafa algera samstöðu í væntan- Iegum samningaviðræðum og ekki gera neinar breytingar á fyrri kjarasamningum, nema áð- ur hafi verið haft samráð við 5 manna nefnd þá, sem fundur- inn mun kjósa. * ★ FRA því er seinni heimsstyrjöld- inni lauk hefir tímakaup Dags- brúnarmanna um það bil þrefald- azt og mun annað kaupgjald í landinu hafa hækkað nokkurn veginn í hlutfalli við það. Kaup- hækkanir þessar hafa jöfnum höndum orðið sem grunnkaups- hækkanir og vegna hækkunar kaupgj aldsvísitölu. En þrátt fyrir þær kaupgjalds- hækkanir, sem orðið hafa, hefir ekki átt sér stað nein aukning á kaupmætti launa á þessu tíma- bili. Samkvæmt athugunum, sem Alþýðusamband Islands hefur látið gera, var kaupmáttur tíma- kaups Dagsbrúnar árið 1959 að meðaltali 99,8 miðað við 100 árið 1945. Sú staðreynd, að kjör launa- fólks á Islandi skuli þannig ekki hafa batnað á þessu tímabili, þrátt fyrir þær miklu kauphækk anir, sem orðið hafa og þrátt fyr- ir þá miklu fjárfestingu í fram- leiðslutækjum, sem orðið hefir á tímabilinu, hlýtur að vera alvar- legt umhugsunarefni hverjum þeim, er ber almenningshag fyrir brjósti og þess vert að orsakir þessarar óhagstæðu þróunar séu krufnar til mergjar. , ,.il Að áliti vinnuveitenda er meg- inorsök árangursleysis kaup. gjaldsbaráttunnar sú, að við kaup kaup Dagsbrúnar úr kr. 2,45 í 2,65 (grunnkaup) eða um 8%. Næstu mánuði á eftir hækkaði kaup- gjald flestra stéttarfélaga í sam- ræmi við það. Haustið 1946 var hins vegar talið óhjákvæmilegt að verja miklu fé úr ríkissjóði til þess að tryggja ákveðið lágmarksverð á sjávarafurðum. Var fjár til þess aflað með mikilli hækkun að- flutningsgjalda snemma á árinu 1947. Vorið 1947 var samið um hækkun tímakaups Dagsbrúnar úr kr. 2,65 í kr. 2,80 eða um 5%, að aflokinni mánaðar vinnustöðv i. Flest félög iðnaðarmanna fengu tilsvarandi eða meiri kaup- hækkanir síðar á árinu. En í árs- lok 1947 var talið óhjákvæmilegt að gera nýjar ráðstafanir í efna- hagsmálum til stuðnings útgerð- inni. Vorú þær m.a. fólgnar í því, að kaupgjaldsvisitala skyldi framvegis ekki verða hærri en 300 stig, en vísitala framfærslu- kostnaðar var 328 stig í árslok 1947. Samsvaraði þetta nær 10% kauplækkun. Nokkrar verðlækk- anir leiddi af þessum ráðstöfun- um, þannig að rýrnun kaupmátt- ar launa mun ekki hafa numið meiru en 6—7%, eða álika miklu og áunnizt hafði með kauphækk ununum sumarið 1947. Næst verða almennar kaup- hækkanir vorið 1949, hækkaði þá Dagsþrúnarkaup úr kr. 2,80 í kr. 3,08 eða um 10% og flest annað kaupgjald samsvarandi. Haustið 1949 var fyrirsjáanlegt, að óhjá- kvæmilegt var að gera nýjar ráð stafanir til þess að koma í veg fyrir stöðvun útflutningsfram- leiðslunnar. Var sú leið valin til úrbóta að lækka verulega gengi krónunnar og kom það til fram- kvæmda í marz 1950. Af gengis- lækkuninni leiddu verðhækkan. ir, þannig að haustið 1951 var vísitala framfærslukostnaðar 151 stig miðað við 100 í marz 1950, þegar gengið var fellt og hafði þá gætt verulega í verðlaginu, verðhækkana, vegna Kóreu- styrjaldarinnar. En úr því tókst —’56. Voru þá sett lögin um fran* leiðslusjóð í janúar 1956, en með þeim voru aðflutningsgjöld hækk uð til þess að standa straum af auknum uppbótum til útflutnings framleiðslunnar. Ekki gat sú löggjöf þó leyzt fjárhagsvandamál útflutnings- framleiðslunnar nema í bili, enda héldu vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags áfmm, þannig að f ágúst 1956 var vísitala fram- færslukostnaðar komin upp í 186 stig. Ríkisstjórn sú, er mynduð var " að afstöðnum þingkosningum sumarið 1956, lét það verða sitt fyrsta verk að ákveða með bráða birgðalögum í ágúst að 6 stiga hækkun kaupgjaldsvísitölu, er þá skyldi koma til framkvæmda, skyldi ekki greidd. Sú ráðstöfun reyndist þó ófullnægjandi til að skapa atvinnuvegunum rekstrar- grundvöll og um áramótin 1956 —’57 voru uppbætur til útflutn- ingsframleiðslunnar enn hækkað ir verulega en fjár til þess var aflað með því að leggja á 16% yfirfærslugjald á nær allar gjald eyrisfærslur, auk þess sem að- flutningsgjöld voru hækkuð veru lega. Þrátt fyrir Það að teljandi breytingar hefðu ekki orðið á grunnkaupi síðan 1955, reyndust allar þessar ráðstafanir ófullnægj andi til þess að skapa atvinnu- vegunum rekstrargrundvöll. Vorið 1958 var því talið óhjá- kvæmilegt að setja nýja löggjöf um efnahagsmál. Var aðalatriði þeirmr löggjafar 55% almennt yfirfærslugjald, sem samsvaraði u. þ. bil 36% gengislækkun. Grunnkaup skyldi almennt hækka um 5% samkvæmt lög- unum, en hins vegar felld niður 9 vísitölustiga kaupuppbót, og vó það hér um bil hvað gegn öðru. Auðsætt er, að þegar tal- in er saman öll sú kjaraskerðing er stafaði af þeim ráðstöfunum er gerðar voru frá því að verk- fallið 1955 var háð og til sumars- ins 1958 hefir lítið og jafnvel minna en ekkj neitt orðið eftir Frá fundi vinnuveitenda og Dagsbrúnar í gær. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: Benedikt Gröndal, Jón Bergs og Hafsteinn Bergþórsson, fulltrúar vinnuveitenda, Guðmundur Vignir Jósefsson, áheyrnarfulltrúi frá Reykjavíkurbæ, Barði Friðriksson, skrifstofustjóri Vinnuveit- endasambandsins, Harry Friðreksen frá Vinnuveitendasambandi SÍS og fulltrúar Dagsbrúnar, þeir Guðmundur Valgeirsson, Tómas Sigurjónsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Kristján Jó- hannsson, Skafti Einarsson og Edvard Sigurðsson. gjaldssamninga, sem gerðir hafa verið, hefir ekki verið tekið nauð synlegt tillit til getu atvinnuveg- anna, til þess að greiða hærra kaupgjald. Afleiðingin hefir því óhjákvæmilega orðið sú, að kaup hækkununum hefir von bráðar verið velt aftur yfir á almenn- ing í mynd hærm vöruverðs eða hækkaðra álaga á almenning í mynd hærri skatta, tolla, yfir- færslugjalda eða gengislækkana. Fé það, sem þurft hefir til þess að greiða hærra kaup hefir þann- ig verið sótt í vasa þeirra, sem kauphækkanirnar hafa fengið. Hér á eftir skal það rakið í megindmttum, hvernig nær því allar almennar kauphækkanir, sem orðið hafa á umræddu tíma- bili, hafa að vörmu spori leitt til ráðstafana í efnahagsmálum af hálfu hins opinbera, sem að vísu hafa verið gerðar, til þess að forða stöðvun mikilvægra at- vinnugreina, en á hinn bóginn haft í för með sér að kjarabætur þær, sem áunnizt höfðu í bili með kauphækkununum, hafa orðið að engu. Hækkuð laun, en óbreytt kjör 1 febrúar 1946 hækkaði tíma- að hamla gegn verðhækkunum, þannig að til vors 1955 hækkaði vísitalan aðeins um 11 stig og á tímabilinu okt. 1952 til maí 1955 varð engin hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Eina meiri háttar vinnudeilan, sem háð var á þessu tímabili var verkfallið í desember 1952, en því lauk þannig að samið var um kjarabætur i' annarri mynd en sem kauphækkanir. Vorið 1955 var háð einhver harðasta vinnudeila, sem háð hef ir verið hér á landi og lauk verk- fallinu eftir 6 vikur með því að samið var um 10% almennar kauphækanir, auk nokkurra ann arra fríðinda launþegum til handa. Hófst nú brátt ný verð- hækkunaralda, þannig að frá maí til desember hækkaði vísitalan úr 162 stigum í 174 stig. Hafði kaupgjald þá almennt hækkað um 20% frá því fyrir verkfallið 1955, bæði vegna grunnkaups- hækkana og hækkunar kaup- gjaldsvísitölu. Þessar kauphækkanir voru meiri en atvinnuvegirnir gátu borið án nýrra ráðstafana í efna- hagsmálum. Kom því til stöðvun- ar bátaflotans um áramótin 1955 af þeim kjarabótum, er þá feng- ust. Til þess að rétta hag sinn knúðu launastéttirnar fram 6— 9% almennar grunnkaupshækk- anir sumarið og haustið 1958. Af leiðing þeirra ásamt þeim verð- hækkunum, er af „bjargráðalög- gjöfinni-1 vorið 1958 leiddu, varð sú, að í desember 1958 var sýnt, að óðaverðbólga var framundan, ef ekkert yrði að gert. Leiddi þetta sem kunnugt er til þess að stjórn Hermanns Jónassonar baðst lausnar í byrjun des.. 1958. Minnihlutastjórn sú, sem þá var mynduð undir forsæti Emils Jóns sonar, setti hins vegar löggjöf í janúar 1959 um niðurfærslu kaup gjalds og verðlags, en með þeirri löggjöf var kaupgjaldið skert nokkurn veginn sem nam grunn kaupshækkunum þeim, er um var samið sumarið 1958. Var þá sýnt fram á það, að verðbólgan myndi vaxa með svo miklum hraða næstu mánuði, að launþegar hefðu sjálfkrafa hlot- ið að verða fyrir álika mikilli kaupskerðingu eins og þeirri, er af efnahagsráðstöfunum þessum leiddi. Framh á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.