Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. janúar 1961 HaraEdur Bdðvarsson „Sannleikanum verður hver sárreiðastur“ LÝÐUR Jónsson yfirfiskmatsmað ur svarar grein minni í Mbl. 6. þ. m. í sama blaði 12. þ.m — Ég hefi svarað flestu sem Lýður nefnir í grein sinni, — í greinum mínum og tek ekkert aftur af því sem ég hefi ritað um þetta og það væri sannarlega ástæða til að stinga á fleiri kýlum en gert hefur verið. : í grein Lýðs stendur m.a.: „Svo er það matsvottorðið hans Harald ar sem hljóðar svo: .... 25 síldar ,(í öskju) með autólýsu (sjálfs- meltingu) fær C vottorð .... en líýi flbkkurinn hans 17—22 síldar ’(í öskju) með autolýsu er dæmd- ur óalandi og óferjandi. Þetta kallast nú að snúa hlutunum við“* Það þarf ekki að kafa djúpt til að finna sannanir, því ekki vantar skýrslur og skriffinnsku hjá mat inu og þá skulum við finna skýrslu um bannsíldina og er hún svohljóðandi: Fiskmat rík. isins. Skýrsla um mat á frystri síld. Stórsíld. Hraðfrystihúsið 12 HB&Co. Tegund pakkningar 9 kg. Dags. 25/11. Markaðsl. Vinnsludagur 7/11 Magn. 2452 pakkar (skoðaðir 4 pakkar). Vigt kg. net. 9,3—9.1—9.3—9,3. Skaddað stk. 1—2—2. Sjálfsmelt ing (autolýsa) stk. 17—22. At- hugasemdir matsins: Ekkert vott orð. Fjöldi stk. í pakka 49—47— 48—47. Svo kemur annað vottorð: Vinnsludagur 20/10. Magn: 1534 pakkar (skoðaðir 2 pakk. ar). Vigt kg. net 9,3. Skaddað 2—3 stk. Sjálfsmelting (auto- lýsa) stk. 20—25. Fjöldi stk. í pakka 40—47. Athugasemdir matsins: C vottorð. Undrskrift: Lýður Jónsson o. fl. Þurfum við frekar vitnanna við. Þetta sýnir og sannar ó- nákvæmni í handahófskenndu mati, sem ekki virðist fara eftir neinum föstum reglum. Svo ætla ég að svara einni spurningu Lýðs af fjórum — því hinum er áður svarað. rAf hverju lagði Sölumiðstöðin svo — Kaup og kjör Framh. af bls. 13 Barátta launþegasamtaka * þarf að breytast • I Nokkru fyrir hina miklu vísi- lÖluhækkun í des. 1958, er leiddi til löggjafarinnar um niður- færslu kaupgjalds og verðlags í |an. 1959, hafði Alþýðusambands þing verið háð í Reykjavík. Á því þingi útbýtti miðstjóm Al- þýðusambandsins álitsgerð um á- stand og horfur í efnahagsmál- um, er samin var af Torfa Ás- geirssyni, hagfr. Var þar vakin athygli á hinni miklu skulda- söfnun þjóðarinnar erlendis á undanförnum árum, sem gera NÝ SENDING YARDLEY snyrtivörur Bólstrud húsgögn tekin til viðgerðar. — Einnig kiæddir innan bílar og gert við sæti í þeim. Leitið uppd. í síma 50706. ' 'M-i Húsgagnabólstrun h. K. Sörensen Köldukinn 11 — Hafnarfirði. Til sölu og sýnis Volkswagen ’61, ókeyrður. WiIIy’s jeppi ’46 í góðu standi Intemational vörubifreið ’52 í sérlega góðu ásigkomu- lagi. Mercedes Benz vörubifreið ’55 7 tonna. Allur ný yfirfar inn. AF rr í mjög góðu standi. Fæst með góðum skil málum. ATIL: Úrvalið er hjá okkur. BIFBEIÐASALAN Bergþórugötu 3 — Sími 11025 myndi óhjákvæmilegt fyrir þjóð- ina að minnka verulega gjald- eyrisnotkun sína fyrst um sinn. Segir svo í álitsgerð þessari: „ ístað þess að hafa til ráðstöf- unar þjóðarframleiðsluna alla, hver sem hún verður, og að auki 5—10%, verðum við að leggja til hliðar vegna greiðslu á vöxtum og afborgunum erlendra lána 3— 4% framleiðslunnar". i í lok greinargerðar sinnar seg- ir hagfræðingurinn: „Hins vegar mæla sterk rök með því, að barátta samtakanna fyrir bættri afkomu almennings og þá sérstaklega launþega breyt ist á næstu árum með tilliti til þessarar staðreynda". j Hallinn á gjaldeyrisverzlun- inni hefir svo leitt til efnahags- málaráðstafana þeirra, er gerðar voru á sl. vetrL Hafa þær haft í för með sér 3—4% hækkun vísi- tölu framfærslúkostnaðar, ef tek ið er tillit til hækkunar fjöl- skyldubóta og lækkunar skatta er framkvæmd var jafnhliða þess um ráðstöfunum. Yfirlit þetta um þróun kaup- gjaldsmálanna á tímabilinu 1945 —60, sýnir ljóslega að í hvert sinn á þessu tímabili, sem samið hefir verið um almennar kaup- hækkanir hafa jafnan siglt í kjöl farið efnahagsmálaráðstafanir, sem gert hafa að engu kjarabæt- ur þær sem áunnizt hafa með kauphækkununum. Peningarnir, sem þurft hefir til þess að greiða hærra kaup hafa alltaf á einn eða annan hátt verið sóttir í vasa almennings. Þetta hefir skeð alveg óháð því, hverjir hafa haldið um stjórnartauma í land- inu. Oftast hefir ríkisstjóm sú, er við völd hefir setið beitt á- hrifum sínum deilunni til lausn- ar en jafnan hefir aðferðin til að leysa deiluna verið sú, að atvinnu rekendum hefir verið lofað, að þeir fengju að hækka verð á framleiðslu sinni til samræmis við hækkað kaup, þ.e. kauphækk ununum hefir þannig verið velt yfir á almenning í hækkuðu vöruverðL Sem. dæmi um þetta má nefna yfirlýsingu, sem tveir ráðherrar úr þáverandi ríkis- stjórn, gáfu til atvinnurekenda haustið 1958, er kaupdeila við Dagsbrún stóð yfir. Hún hljóðar svo: „Sú megin regla skal gilda við ný verðlagsákvæði eftir gildis- töku hins nýja Dagsbrúnarsamn- ings, að miðað sé við hið samn- ingsbundna kaup við ákvörðun verðlagningar og nýjar verðregl- ur ákveðnar sem fyrst, hafi kaup breytingin teljandi áhrif á verð- lagsútreikninginn”. Samtökin telja, að sú þróun, er •hér hefir verið rakin, sé ótvíræð sonnun þess, að kauphækkanir, sem eru umfram greiðslugetu at- vinnuveganna, færi launþegum engar kjarabætur, nema síður sé. Enginn getur hagnazt á því, að semja um hækkað kaup á sjálfs sín kostnað. Hægt að bæta kjör eftir nýjum leiðum Með tilliti til þeirra viðhorfa, sem nú eru í launamálum, vakn- ar fyrst sú spurning, hvort mögu legt sé, að atvinnureksturinn geti borið nýjar kauphækkanir, án þess að þær þurfi, eins og raunin hefir ávallt verið sL 15 ár að leiða til samsvarandi hækk unar á verðlagi eða hækkunar tolla og skatta. ..1rrr... Hvað útveginn snertir, virðist enginn ágreiningur um það, að sá möguleiki er ekki fyrir hendL. Að því er snertir landbúnaðinn leiðir það af gildandi löggjöf um verðlagningu landbúnaðarafurða, að launþegar geti ekki bætt hag. sinn á kostnað landbúnaðarins. Að því er snertir aðrar höfuð- greinar atvinnulífsins, eða iðnað, verzlun og samgöngur, þá búa allar þessar atvinnugreinar við mjög ströng verðlagsákvæði, sem eru sýnu strangari en t.d. var á dögum vinstri stjómarinnar. Gef ur því auga leið, að öll hækkun tilkostnaðar yrði annað tveggja að leiða til samsvarandi hækk- unar á verði vöru og þjónustu, — sem núverandi ríkisstjóm hef- ir þó gefið yfirlýsingu um, að ekki verði leyfð — eða til sam- dráttar í atvinnurekstrinum, sem óhjákvæmilega hefði í för með sér atvinnuleysi.^ t Það verður því að fara aðrar leiðir til raunhæfra kjarabóta launþegum til handa. Undirstaða slíkra kjarabóta verður ávallt að vera aukning þjóðarframleiðsl unnar. i Samtökin telja, að slíka mögu- leika mætti skapa og benda í því sambandi m.a. á nauðsyn þess að rannsóknarstarfsemi, vísindi og tækni séu tekin í auknum mæli í þjónustu atvinnuveganna, enn- fremur á aukna vinnuhagræð- ingu, umbætur í stjórnun og hag sýslu fyrirtækja, endurskoðun á þeim ákvæðum kjarasamninga, sem nú hafa í för með sér óþarfa útgjaldaaukningu fyrir fram- Ieiðsluna, breytt launafyrirkomu lag með aukna framleiðni fyrir augum, þar sem því verður við komið, bætt öryggi og aðbúnað á vinnustöðvum o. fL Samtökin gera sér að vísu ljóst, að stórkostlegum skyndiár angri er ekki að búast við, þótt slíkar ráðstafanir séu gerðar, en er til lengdar lætur verða kjara- bætur þær, er þannig fást nota- drýgri, en kauphækkanirnar, sem sl. 15 ár hafa aðeins haft í för með sér vinnutap fyrir verka lýðinn, þegar til vinnustöðvana hefir komið án nokkurra raun- hæfra kjarabóta í aðra hönd. Eitt grundvallaratriði þess, að árangur náist, er að sjálfsögðu það, að jafnvægi ríki í þjóðarbú- skapnum og verðlag haldist stöð ugt. fyrir að lokin með S.H. merkinu skyldu fjarlægð .... áður en síldin færi um borð“. — Sölu. miðstöðin gaf engar fyrirskipan- ir um þetta, en fyrst og fremst tókum við lokin af í sparnaðar. skyni, af því við álitum ónauð- synlegt að hafa þau í þessu til- felli, þar sem síldin færi úr skip inu beint á markaðinn og hvert lok kostar um kr. 1.80 ,eða 20 aura pr. kg. á síldinnl, beinn sparnaður af þessu var því kr. 4413,60. í öðru lagi tókum við lokin af til þess að forða sildinni frá skemmdum á leiðinni, ef hún skyldi þiðna upp og var henni staflað á grúfu, með botn öskj. unnar upp, til þess að vatn gæti lekið óhindrað úr henni, sem annars mundi safnast fyrir í lokuðum öskjum og þar með eyðileggja síldina. í þriðja lagi vildum við ekki koma Sölumið- stöðinni í bobba fyrir það að send yrði svo góð vara í hennar umbúðum utan samninga sam. anber fyrri grein mína. ~rfxt Ég hefi frá barnæsku alist upp við fiskverkun og framleiðslu á fiskafurðum og þykist þekkja þá hluti ekki síður en aðrir og tals vert kynnt mér markaði utan- lands og er það meira en hægt er að segja um ýmsa flskmats- menn og ég fullyrði það, að ég væri fyrir löngu orðinn gjald. þrota ef ég hefði alltaf farið eft. ir ráðleggingum þeirra og skal hér nefnt eitt lærdómsríkt dæmi sem ég vona að saltfiskframleið endur færi sér í nyt Sumarið 1931 verkaði ég 1000 skippund af verulega góðum línufiski og þurrkaði fyrir Spán- armarkað (Barcelona). Á þeim árum var svo að segja allur fisk ur saltaður og gekk oft erfið. lega að selja hann fyrir gott verð og svo var að þessu sinni. Um haustið bra ég mér til Ítalíu og Spánar til að kynnast fisk- sölumálum í þessum löndum. í Genova á Ítalíu hitti ég góðan vin, Hálfdán Bjarnason, sem hafði með höndum sölu á salt- fiski fyrir íslendinga og Þórð Albertsson sem vann að því sama. Hjá þeim fékk ég margar og gagnlegar upplýsingar. Þeir sýndu mér fiskbirgðir nýlega komnar frá íslandi, aðallega labraverkaðan fisk, sem var meira og minna skemmdur af rauðamaur eða rauðri saltbakter íu og bjuggust þeir við að verða að selja fiskinn með miklúm af- slætti vegna skemmdanna. Á þessu ári bar mikið á skemmd. um á íslenzkum fiski af þessum orsökum. Talið var sannað að maurinn hafi borist í fiskinn úr saltinu sem notað var í hann. Frá Ítalíu fór ég til Spánar (Barcelona) aðallega í þeim til- gangi að selja 1000 skpdin af fiski mínum er að ofan greinir. Þar hitti ég mína góðu vini Helga Guðmundsson fyrrv. bankastjóra og Thor Thors, am. bassador og komu þeir mér strax í samband við stærsta fiskkaup- mannin Daurella, sem sýndi okkur kælihús sitt og fiskbirgðir og sýndi okkur hvernig hann vildi hafa fisk þann er hentaði fyrir sinn markað. Herra Daur- ella var líklegur til að kaupa fisk minn fyrir gott verð, en áð- ur en til samninga skyldi ganga fékk ég skeyti að heiman, um að fiskurinn væri orðinn rauð- ur og ekki söluhæfur á Spánar- markað og þar með var þetta ævintýri á enda. Þegar heim kom var það mitt fyrsta verk að athuga fiskinn og fékk ég fiskmatsmennina í lið með mér og kom strax í ljós að allur fiskurinn var rauður, bak og fyrir og líkastur því, að hann hafi verið litaður upp úr rauð- um anilínsvökva. Ég spurði fiskmatsmennina hvað nú skyldi til bragðs taka. Það stóð ekki a svarinu: Aka fiskinum í sjóinn aftur, því hann væri gersam- lega ónýtur. Ekki er hægt að segja að ráðleggingin hafi verið uppörvandi. Nú tók ég til minna ráða. Þessi rauði, eina og hann er venjulega kallaður, þarf viss skilyrði til að geta dafnað, en það er hæfilegur raki og mátulegur hiti. Mér datt fljótlega gott ráð í hug. Ég lét hengja fiskinn neðan I bita á tómu fiskhúsi, lét búa til fjóra bala úr 2 járntunnum og hafði á þeim hæfileg göt á botni og hliðum, fyllti balana af koksi og kveikti í því. í hús. inu myndaðist sterk gaslykt og af hitanum frá koksbölunum þomaði fiskurinn fljótt. Eftir þrjár upphengingar var fiskur. inn orðinn fullþurr og það sá ekki rauðavott á einum einasta fiskL Eftir nokkra daga var fiskurinn metinn fyrir Portú* galsmarkað og fór mest af hon* um í fyrsta flokk. Ég hef sagt nokkrum framleiðendum frá þessu og er mér kunnugt um að ýmsir hafa notfært sér þessa aðferð síðan og gefizt veL Freðsíldarmatið Eins og fram hefur komið 1 greinum mínum um síldarmatið vona ég að það liggi Ijóst fyrir, að framkvæmd þess er byggð á röngum forsendum og að nauð* syn ber til, að breyta því taf« arlaust til þess að fyrirbyggja meira tjón en orðið er og til þess jafnframt að óþarfa deilur hverfi úr sögunni. Síldin, sem send var með Víkingi til Þýzka. lands sýnir það og' sannar, að hún var góð markaðsvara og að samskonar vara má ekki fram. vegis dæmast í úrkast, þvl Vestur-Þjóðverjar dæma síldina aðallega eftir ytra útliti og vilja ekki of feita síld til reykingar, Autolýsugrýluna á að dæma dauða og ómerka og helzt að minnast hennar ekki framar. Læt ég svo útrætt um þetta mál. Gunnar Flóventz, fram. kvæmdastjóri, hefur með hönd. um allskonar fyrirgreiðslu um útvegun á tunnum, salti og framkvæmdir í sambandi við sölu og afhendingu á saltsíld. inni o. s. frv. hér suðvestan. lands og hefur hann leyst starf sitt af hendi með mestu prýðL Hann er óvenjulega áhugasam. ur í sínu starfi og mega síldar- saltendur hér suðvestanlanda vera honum þakklátir fyrir hans ágætu fyrirgreiðslu. Síldarsaga Fyrir mörgum árum var eins og nú mikil síld í Faxaflóa, en það var áður en hraðfrystihúsin komu við sögu, og sala á salt. síld var þá óþekkt fyrirbæri hér suðvestanlands. Við veidd. um þá aðeins síld til beitu. Ég hafði samband við ágætt síldar. firma í Noregi og gerði fyriý. spurn til þess um hvort mögu. leikar væru til að selja saltaða síld til Noregs og fékk já. kvætt svar. En svo vildi til að skip Bergenskafélagsins átti að fara næstu daga frá Reykjavíls til Bergen með viðkomu í Vestm. eyjum. Norska síldarfirmað bað um nokkrar tunnur af síld með umræddri ferð sem sýnishorn, til þess að geta ákveðið verðið, Með skipinu sendi ég talsvert af lýsi og hrognum í tunnum og þar með nokkrar tunnur af saltsíld, en saltsíldarmatið var ekki sammála um framkvæmd mína, af því að það hafði ekkl farið höndum um síldina og kærði mig fyrir hærri stöðum og varð af þessu nokkur reki. stefna, sem endaði með því að síldinni var skipað upp í Vest. mannaeyjum og beið þar, þang. að til hún var orðin ónýt og þar með varð ekki úr sölu salt. síldar að því sinni. Lögum og reglum var fullnægt, en hvort sjómenn og útgerðarmenn töp. uðu spæni úr aski sínum skipti ekki máli. Akranesi, 14. jan. 1961.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.