Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. janúárr 1961 MORGVTSBLÁÐÍÐ Ársæll Árnason — arameistari - Kveðja Eínn ég vaki, vaki, veturinn er að baki, íengið hefur vorið völd, „vermir, lýsir þetta kvöid, Ibærist hvorki blóm né strá, blundar allur um lönd og sjá, friður, ró er öllu á undir hvolfsins þaki. Einn ég vaki, vaki — ÞEGAR ég heimsótti æskuvin minn, Arsæl Arnason, í síðasta sinn, var hann eitthvað miður sín, kvartaði um svefnleysi. Eg benti honum á að skammdegið væri liðið hjá og nú stefndum við mót hækkandi sól. „Þú segir það!“ Nokkru eftir að ég kom heim, fékk ég bréf frá honum með vísu þeirri, sem ég hefi haft að „mottó“ fyrir þessum línum. J dag er hann til moldar borinn. Hann lézt í Landsspítalanum 9. þ. m. eftir stutta legu en langa Vanheilsu. $ Arsæll var f. 20. des. 1886 að Narfakoti í Njarðvíkum. Varð hann því réttra 74 ára. Foreldrar hans voru Arni Pálsson bóndi og barnakennari og kona hans, Sig- ríður Magnúsdóttir. Hirði ég ekki að rekja ætt hans frekar, því þetta á ekki að vera ævisaga, heldur aðeins örfá kvenðjuorð til yinar, sem eitt sinn kvað svo til mín: „Okkar æskuglóðir við áttum jafnan, bróðir“. Fundum okkar Arsæls bar fyrst saman í tJngmennafél. Reykjavíkur. For- setinn okkar hr. Asgeir Asgeirs- son, segir einhvers staðar að þau bönd, sem þar bundust hafi reynzt nokkuð haldgóð. ! Arsæll var iðnaðarmaður (bók bindari) og kaupsýslumaður .(bóksali og bókaútgefandi) að ævistarfi, en hvorugt að eðlis- fari. Hann var ævintýramaður, rithöfundur, listamaður og skáld. En þó framar öllu: Prúðmenni, ijúfmenni og drengur góður. Okkar vinátta hefur verið óslit- in í meir en hálfa öld, svo ég veit bvað ég er að segja. Bók- Mesta útskipun á Vopnafirði VOPNAFIRÐI, 12. jan. — Dag- ana 9. til 12. janúar var skipað hér út 855 lestum af síldarmjöli og 10 lestum af fiskimjöli og er þetta, eftir því sem ég bezt veit, mesta útskipun í einu á Vopna- tfirði fram að þessu. Arnarfellið látti í desember að taka hér 1000 lestir af mjöli, en vegna veðurs jgekk erfiðlega að skipa út og fór skipið ekki með nema 705 lestir. í>að er danskt skip, sem tók seinni farminn. ? Hér hefur verið misviðrasamt síðan fyrir jól, og mikið úrfeili. Þann 10. þ.m. fór frostið upp í '14 stig, en daginsn eftir var kom inn 7 stiiga hiti og sunnan hláka. Nú er autt í byggð en snjór inn til dala. * Menn fara nú að búa sig á vertíð, en venjulega fer mikið af yngra fólkinu héðan. Nú er beðið eftir að sjá hvernig fer með samninga. Ekkert er róið héðan núna, en vonir standa til að hægt verði að róa þegar líða tekur á veturinn og frystihúsið verði þá starfrækt. — S.J. Sendiherra Kennedys NEW York, 13. jan. (NTB/Reut- er). — John Kennedy, kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefir út- nefnt Thomas Finletter sem eendiherra landsins hjá Atlants hafsbandalaginu, að því er blað Ið New York Fost segir í dag. Finletter var á sínum tíma flug- málaráðherra í stjórn Harry Trnminc bandið gerði hann að list. Mun hann vera einasti Islendingurinn, sem hlotið hefur gullpening að launum fyrir bókband á erlend- um vettvangi, sýningu í Stokk- hólmi 1912. Þegar binda átti í skrautband „Vestan um haf“, bók þá, er Vestur-Islendingum var gefin 1930, var leitað til hans. Leysti hann það verk af hendi svo sem við var búizt. Safn af ljóðum hans og vísum á ég, þar á meðal vélritaða kvæðabók bundna í selskinn, með silfur- skildi á, afmælisgjöf til mín fimmtugs. Lofaði að leyna höf- undi meðan hann lifði. . -•kM' Hann þýddi sjálfur og gaf út margar bækur, þar á meðal allar ferðabækur Vilhjálms Stefáns- sonar af ensku, máli sem hann kvaðst þó ekki tala. En sænsku og þýzku hafði hann á valdi sínu. Hann þýddi og gaf út bók Al- berts Engström ,,Til Heklu“, og er það ekki á hvers manns færi að þýða Engström. Arsæll missti sína ágætu og merku konu fyrir hálfu þriðja ári og hefur hann ekki gengið heill til skógar síðan. Var þó vart svo miklu á hann bætandi þar sem hann hafði gist Vífilsstaði fast að því árlangt nokkru áður. Þaðan skrifar hann mér ljóða- bréf, þar sem (hann kvartar und'- an því, að þurfa að vera á nám- skeiði til að læra að deyja. Arsæll átti miklu barnaláni að fagna. Þó held ég honum hafi um stund fundizt hann vera sviptur öllu, er hann missti hjartans barnið sitt, Svavar 18 ára. Eg segi hjartans barnið. Er ekki ávallt yngsta barnið það? Síðustu árin sá elzta dóttir hans um hann og hjúkraði honum af einstakri alúð og umhyggju. Var ánægju- legt að sjá hve náið samband var á milli þeirra og hve þau elskuðu og dáðu hvort annað. Eftir Svavar orkti hann sonar torrek, en stældi ekki Egil. A sumrum skrapp hann svo í heim sókn til Arna sonar síns, sem er læknir í Svíþjóð. Arsæll var gáfaður listamaður. En hlédrægur um of. Og þó. Lík- lega hefur hann þekkt sínar tak- markanir. Ekki skal það lastað. Það er gnægð af þeim, sem það gera ekki. Hvort hann var trúmaður? Skiptir það nokkru máli? Hann átti það til að skopast að öllum og öllu. En undir sló heitt og við kvæmt hjarta. Hann sagði sjald- an mikið, en hló því meir að því, sem aðrir sögðu. Annan eins dillandi og smit- andi hlátur hefi ég sjaldan heyrt. því var notalegt að vera í návist hans. En Guð brást honum ekki að lokum. Lét dauðastríð hans vera stutt. Varð að ósk hans að lofa honum að blunda og sofna svefninum langa, sem hann þráði og fannst vera það eina eftirsóknarverða að afloknu dags verki. En lifa svo áfram í afkom bókhind- endum sínum, sem kveðja nú sinn ástríka föður og afa. En ekki skal gráta Björn bónda. Heldur óska þess að Island eigi ávallt menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir. Magnús Kjaran. ★ Kveðja „Hérna lágu léttu sporin, löngu horfin, sama veg: Sumarblíðu sólskins-vorin saman gengu þeir og ég, vinir mínir, — állir, allir eins og skuggar liður þeir inn í rökkur — hljóðar hallir, hallir dauðans — einn — og — tveir, einn og tveir!“ Og enn hefur einn bætzt við í hóp horfinna vina, Arsæll Arna son. Hann lézt 9. jan. s.l. rúm- lega 74 ára að aldri. Það var árið 1905, að við kynnt umst fyrst og tókst með okkur góð vinátta, sem enzt hefur í 55 ár. Síðustu áratugina, þrjá til fjóra, höfum við fabbað sam- an, svo að segja á hverjum morgni og var það orðin svo rótgróin venja, að ef út af bar, fannst mér eins og að einhvern geisla vantaði í daginn. Það má því varla minna vera, en að ég þakki honum samfylgdina, vin- áttuna og gleðina, sem ævinlega var okkur samferða, hvenær sem að fundum okkar bar saman. Fyrr á árum, meðan við vor- um tiltölulega ungir, fórum við saman nokkrar ferðir á hestum, upp um óbyggðir og höfðum með tjöld og annan útilegu búnað. Voru þær ferðir svo unaðslega skemmtilegar, að þeirra minnt- umst vlð oft, og jafnan með ánægju og mikilli gleði. Að þeim víkur Arsæll í kvæði er hann gerði tíl mín fyrir 25 árum —* þegar ég varð fimmtugur: ,,Og tjaldið var höllin og töfrandi fjöllin og birta og yndi um angandi strindi. og stormurinn æddi og steypiregn flæddi. Þá undum við saman og allt var það gaman“. A þeim dögum var allt bjart^ gott og glatt, rigningin líka, ef svo bar til, því góðvild og gleði héldu vörð, svo hvergi bar - á skugga. En, þessir eðlisþættir, glaðværð og góðvild, voru ríkj- andi í skapgerð Arsæls vinar míns, og af þeim gaf hann, með örlæti, á báðar hendur. Þess vegna var svo gott að vera hon- um samferða hvort sem var uppi um heiðar og fjöll, eða bara að labba með honum hérna í kring- um tjörnina í morgunbirtunni, á meðan miðsvetrarsólin var að gullbrydda skýin og fjallahring- inn. Bj. Bj. Niræður i dag Hjálmar Þorgilsson Kambi í DAG, 17. janúar, er Hjálmar Þorgilsson frá Kambi í Deildar- dal níræður. Hann dvelur nú á hinu nýja elliheimili okkar Skag firðinga, sem er hluti af hinu myndarlega héraðshæii okkar, nyrzt á gamla Sauðártúninu inn- an við Sauðárkrók. Það stendur hátt og hefir gamli maðurinn mikið og fagurt útsýni þaðan yf- ir fjörðinn sinn. — Hjálmars var getið hér að nokkru er hann varð áttræður. Verður því farið fljót- ar yfir sögu en ella. , Hjálmar er fæddur á Kambi í Deildardal, * sonur Þorgilsar bónda Þórðarsonar og konu hans Steinunnar Árnadóttur. Hafa þessir ættmenn setið á Kambi nokkuð á aðra öld og búa nú á flestum jörðum í dalnum. Hjálm ar ólst upp á heimili foreldra sinna á Kambi sem var þekkt að rausn og myndarskap. Þegar Hjálmar var að alast upp höfðu margir hinna stærri bænda í Skagafirði mann við Drangey meðan fuglvertíðin stóð yfir þó ekki byggju þeir við sjó. Hjálm. ar var 15 ára er hann fór til fuglaveiða við eyna. Árið eftir ísavorið 1887 varð Hjálmar siga maður í Drangey þá aðeins 16 ára gamall, sýnir það hvert traust fullorðnir og reyndir menn höfðu þá þegar á þessum daladreng. Hjálmar var sigamaður í Drangey í 18 ár og heppnaðist það starf með ágætum enda gæt inn og athugull ög í þá daga var kjarkurinn óbilandi og þrek og fjaðurmagn í hreyfingum að sama skapi. Það var á þessum árum sem Hjálmar varð skyndi lega nafnkunnur maður um allt héraðið og nágrannahéruðin er hann kleif „Kerlinguna“ við Drangey 80—90 metra háan, mó bergsdrang þverhnýptan í sjó niður og ógengan með öllu, og lék sér svo að því að standa á höfði á kolli „Kerlingar", en hann er sagður á stærð við stórt matborð að flatarmáli. Ekki er mér kunnugt um nema einn mann er leysti þessa þraut á undan Hjálmari var það Jó. hann Schram síðast bóndi á Höfða á Höfðaströnd orðlagður ofurhugi og bjargmaður, drukkn aði 1847. Hann komst upp á dranginn árið 1839 með líkum hætti og Hjálmar og var þá tal- ið einsdæmi og varð víðfrægt. En Hjálmar varð héraðskunn- ur af fleiru. Árið 1905 flutti hann á hið forna höfuðból Hof á Höfðaströnd, þá nýkvæntur Guð rúnu dóttur Magnúsar Ásgríms- sonar hreppsstjóra á Sleitustöð- um í Kolbeinsdal og hafði þá keypt Hof með hjáleigum. Þar var allt í rúst og niðurníðslu sem mest mátti vera, því jörðin hafði þá í rúma öld verið eign eða í umsjá þeirra er ráku Hofsós- verzlun sem bútuðu hana niður og höfðu hana að fótaskinni. Þarna vann Hjálmar stórvirki á þeirra tíma mælikvarða, samein aði jarðarhlutana í eitt, sléttaði og girti túnið, reif húsakofana og byggði stórt og vandað íbúð- arhús á jörðinni úr timbri sem enn er búið I. Fyrir stórhug Hjáímars og dugnað varð Hof á fáum árum aftur að því höfuð- bóli sem það áður var. Á Hofi missti Hjálmar konu sína eftir tæplega 5 ára sambúð frá 3 ung um börnum. Þetta var þungt á- fall sem með öðru fleiru varð til þess að Hjálmar flutti aftur á föðurleifð sína Kamb og bjó þar upp frá því, þar til dóttir hans og maður hennar hófu þar búskap. Á Kambi var hann held ur ekki aðgerðalaus, meðal ann- ars gerði hann athyglisverðar til raunir með súgþurrkun á heyi, mörgum árum áður en súgþurrk un með velknúnum blásara kom til sögunnar. Hann hlaut lika verðlaun úr styrktarsjóði Krist- jáns konungs 9. fyrir fram- kvæmdir sínar á Hofi og 1947 voru honum veitt verðiaun úr Heiðursverðlaunasjóði Bún.fél. íslands fyrir súgþurrkunartil. raunir sínar o. fl. Hjálmar sat í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti henn- ar um skeið. Ég hefi hér að framan drepið á óbilandi kjark og áræði Hjálm ars, en auk þess átti hann í fór- um sínum mikla líkamshreysti og karlmennsku. í vöggugjöf hlaut hann svo einstakt heitfengi að ætla mætti að það væru þjóð. sögur sem af honum eru sagðar, ef þær væru ekki studdar mörg- um vitnum. Fram á elliár breytti Hjálmar ekki búningi sínum þó vetur eða harðveður gengi í garð. Var eftir sem áður létt- klæddur með hatt á höfði, ber. hentur og berhálsaður, þannig búinn stóð hann yfir fé sínu stundum í vondum veðrum og á ferðalögum. Jafnvel í hörku stórhríðum er öðrum lá við kali eða að krókna úr kulda var Hjálmari jafnheitt og þeim er inni sátu. En Hjálmar er sér- stæður í fleiru en þessu. Hann hefir aldrei talið það skyldu sína að binda bagga sína sömu hnút- um og samferðamennirnir, held ur gert það eitt er hann hefir sjálfur talið réttast í hverju máli og fylgt því fram með þeirri einurð og þrautsegju sem fáum er léð. Þar við bætist að Hjálmar þolir engum að ganga á rétt sinn, og er óljúft að láta hlut sinn fyrir nokkrum. Þegar alls þessa er gætt þarf engan að undra þó Hjálmar hafi ekki á- vallt setið á friðstóli. Þrátt fyrir háan aldur er Hjálmar furðu ern, gengur um og heldur enn sjón, heyrn og minni á það sem gamalt er og fylgist nokkuð með í þvi sem gerist. < Hjálmar hefir verið fríður maður og vel á sig kominn. Frem ur lágur vexti, en þéttvaxinn og þykkur undir hönd. Hægur i framgöngu og lætur lítið yfir sér hófsmaður í öllu, hefir t. d. aldrei neytt víns eða tóbaks. Hann er hýr og skemmtinn f hópi vina sinna, jafnyndur og sézt ekki bregða hvað sem að höndum ber. Meðan Hjálmar var í fullu fjöri var yfirbragð hans og persóna þannig, að hann vakti sérstaka athygli, ef hann kom á ókunnar slóðir, svo fólk spurðist fyrir um hver þessi mað ur væri. Hjálmar minnir mig, bæði í sjón og raun á okkar fornu gömlu ættarhöfðngja. Myndin sem hér fylgir segir nokkuð til um yfirbragðið, en saga hans atgjörvi og skapgerð segir til um hið síðara. Þegar ég hugsa um þennan níræða ættarhöfðingja þeirra Deilddælinga kemur mér ávallt í hug þessi frábæra mannlýsing Gríms: Aldrei hryggur, aldrei glaður Æðrulaus og jafnhugaður stirður var og stríðlundaður Snorrason og fátalaður. «4 Hvort blítt eða strítt honum bar til handa borðaði hann og drakk að vanda þótt komið væri í óvænt efni eigi stóð það honum fyrir svefni Þessi lýsing skáldsins á kemp unni Halldóri Snorrasyni minn- ir ótrúlega mikið á öldunginn frá Kambi, þó nú séum við á tuttugustu öldinni. Vinir hans, nær og fjær, óska honum allra heilla og blessunar á þessum tímamótum 1 æfi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.