Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 20
1 20 MORGUPiBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. Januar 196D •Baðar. Hversvegna ferðu ekki ót og leitar þér að atvinnu, eins og aðrir? • ■— Gott og vel, sagði hann þrjózkulega. — Ég fer af stað á morgun. Fari öll þessi leikara- nxennska til fjandans! ■ Þá fékk ég hugmynd. Francis Kellogg hafði gifzt Fernöndu Wanamaker Munn, sem var erf- ingi að mörgum stórverzlunum, árið eftir að ég giftist Bramwell Fletoher, eða 1943. Nú var Francis háttsettur starfsm&ður við þessar stórverzlanir. Ég stakk stoltinu í vasann og hringdi til hans. — Fran, góð- urinn minn, ég skal segja þér, að það er iillt ástand hjá okkur. Heldurðu, að þú gsetir útvegað Bob eitthvað að gera? Og Fran var sami vinurinn sem endra- nær og sagði mér að senda Bob til sín. , , ,lf(T, Ég reyndi að hugleiða ekki til- finningar Bobs, eins og þær hlutu að vera, þegar hann færi að biðjast greiða af fyrrverandi tilbiðjanda konunnar sinnar. Bob kom aftur úr leiðangrinum, fáum klukfcustundum eftir að hann hafði farið að heiman. Sýnilega hafði hann komið við á nokkrum knæpum á leiðinni. Francis hefði ekki getað verið elskulegri en hann var, sagði hann. Hann hafði farið með hann í skódeildina og kynnt hann forstjóranum þar. í*ar gat komið til mála staða sem af- greiðslumaður með fjörutíu og fimm dala kaupi á viku. Bob horfði á mig. — Ég veit ekki hvað þér finnst um það, Muzzy, sagði hann. — Fara að selja skó á mínum aldri? Hann kveikti sér í vindlingi og hendurnar skulfu. Ég fékk sting í hjartað. — Nei, elskan mín .... vitanlega ekki. Hvernig gæti þgr dottið það í hug? Þú ert leikari, og í herr- ans nafni sfcaltu hailda áifram að vera leikari. Ég þrýsti honum að mér. — Hvernig dirfast þeir .. sagði ég. — Þeir hefðu átt að bjóða þér að minnsta kosti vara forstjórastöðu. Jæja, hverjir voru fleiri, sem ég gat snúið mér til? Eg hringdi í Bill Paley í CBS. En fyrir hon um gat ég ekki viðurkennt, að við værum alveg á nástrái. — Bill, sagði ég. — Manninum mín um leiðist að hafa ekkert að gera. Hann er leikari og getur verið leikstjóri, og hann hefur ágæta rödd. Gætirðu ekki not- að hann til einhvers? Bob kom úr þeirri ferð niður dregnari en nokkru sinni fyrr. Eina vinnan, sem komið gat til mála, var sem dyravörður. Það hafði verið farið með hann til að sjá unga menn, rúmlega tví- tuga, sem voru í því starfi, í- klæddir óperettu-einkennisbún- ingum, sem vísuðu fólki veginn úr einum upptökusalnum í ann an. — Og ætti ég að gefa mig í það á fertugsaldri? Svo fékk hann sér eitthvað vel sterkt í glas. — O, guð minn góður, ég vildi, að ég hefði aldrei orðið leikari! Hvern fjandann sjálfan get ég gert, sem mér (hæfir? En þá fékk ég atvinnu. 1 söngvaleik. Það hefði líklega orðið svlpur á mér, ef mér hefði verið boðið upp á það í Hollywood! En nú tók ég því tveim höndum þegar Jerry Rosen, sem var umboðs- maður, bauðst til að koma mér í leikflokk, sem lék utan New York. Fólk myndi alltaf þyrpast að til þess að sjá einhvern með nafninu Barrymore, og auk þess var ég nokkuð góð hermikráka. Það sem ég æfði gat gengið hvort heldur vildi í næturklúbb- um eða á leiksviði. Eg byrjaði sem Ethel Merman í söngvaleik einum og svo hermdi ég eftir Ethel frænku, þegar hún ætlaði að sleppa sér af gremju yfir því, að Diana frænka hennar skyldi gefa sig í svona ómerkilega leik. starfsemi. Svo kom ég líka með Beygja í fjögurra kílómetra fjarlægð. pabba, Tallulu Bankhead, Judy Holliday og Katharine Hepburn og sló svo algjörlega um með því að leika átakanlegt atriði úr Rómeó og Julíu. Þetta var afskaplegur hræri- grautur, en tókst vel. Eg fékk þúsund dali á viku, en það virt. ist bara meira en það var í raun og veru. Umboðsmaðurinn og leikstjórinn tóku fjórðapart af því, fimmtungur fór í skatta, og af afganginum greiddi ég ferðir og uppihald, búninga og lögin, sem ég fór með. Þegar enn dregst frá landssímatal við Bob í New York, daglega, en hann hafði ekki annað að gera en bíða eftir iþessari hringingu . . . þá varð nú heldur lítið eftir handa sjálfri mér. Eg hiafði stungið öllu stolti í vasann. í Watertown, N.Y., kom ég næst á eftir leiktrúð’. Hugsið ykkur Barrymore á eftir slíku atriði! Hvað hafði pabbi sagt við mig: — Mér er sagt, að ég sé bara skrípaleikari og senni lega er ég það. En það borgar nú samt húsaleiguna mína og svo er ég að borga skuldir. Eg hugsaði: Það sama hér, og aðal. atriðið er, að maður fær eitt- hvað fyrir það til að lifa á. Þá tilkynnti Jerry mér einn daginn, að hann hefði ráðið mig til Palace-leikhússins í New York, en það var langsamlega fremsta söngvaleikhús landsins. — Palace! sagði ég. — Ertu alveg frá þér? Eg dugi alls ekki í það. Eg er alls ekki nógu góð fyrir New York! Eg get ekki gert neitt, sem mér er alveg fram. andi, á stað þar sem allir koma til að sjá mig. En þar var ekki neitt að gera. Daginn, sem sýningar áttu að hefjast, stóð ég að tjaldabaki hríðskjálfandi, þrátt fyrir róandi meðöl, sem læknirinn hafði gef- ið mér. Hingað til hafði ég haft manneskjur til að leika með á sviðinu. Hér var ekki annað en þessi hljóðnema.ófreskja, sem ég vissi, að gæti aldrei gefið mér bendiorð. Þrátt fyrir allt gekk fyrsta sýningin alveg prýði lega. En sú önnur fór rækilega í hundana. Á þriðju og fjórðu hafði ég náð sæmilegu valdi á sjálfri mér. Og fólk kom — og klappaði! En svo kom Jerry með aðra æsifregn til: Stjörnuklúbburinn í Sidney í Ástralíu — frægasti klúbbur á suðurhveli jarðar — vildi ráða mig í þrjár vikur. Þeir vildu borga sjöhundruð og fimmtíu dali á viku — sem var rosakaup á ástralskan mæli. kvarða — og báðar ferðir fríar. Þegar ég var svolítið búin að jafna mig, spuirði ég: — En hvað um Bob? Nei, það var bafa ég, sem iþeir vildu fá. Dög- um saman átti ég í stríði við sjálfa mig. Eg vildi ekki yfir- gefa Bob. Hann sagði: — Eg elska þig og tilbið þig, og það verður kvalræði þegar þú ert farin, en þetta er svo glæsilegt tilboð, að þú verður að taka því, Muzzy, og gera lukku! En þá um kvöldið þegar ég sneri mér og leit á svarthærða höfuðið á koddanum, þá vissi ég, að ég elskaðj hann og mundi aldrei geta farið átta þúsund mílur frá honum, og leikið neitt að gagni. Eg þurfti að hafa hann til þess að haldia í mér hug- rekkinu. Sjálfur var hann svo veifcur fyrir, en samt gaf hann mér kraft. Eg tók síðaista miálverkið mitt af veggnum og fór til frú Bror Dahlberg, sem Tyrone Power o.g Robin höfðu leikið hjá fyrir mörgum árum. Gilda var einhver ríkasta kona Ameríku. Kannske hún myndi lána mér fimmtán hundruð dali — sem farið fyrir Bob myndi kosta, fram og aftur — út á myndina. En GUdu fannst það skynsamlegra fyrir mig að fara ein. Ef mér gengi vel, skyldi hún borga farið fyrir Bob, svo að hann kæmist til mín. — Og þrjár vikur eru nú enginn óratími, góða mín. — Fyrir mig eru þær það, Gilda mín, sagði ég og fór heim. Eg hafði þegar tekið ákvörðun mína-. Þegar farmiðinn minn, fram og aftur, kom til mín, fékk ég að iskipta honum fyrir tvo miða aðra leiðina, og svo lögð- um við Bob af stað til Ástralíu, haustið 1951. Hver veit nema okkur gangi betur sunnan á hnettinum en norðan! Astralíuferðin var einkenni- leg keðja af heppni og óheppni. Við ætluðum að verða þar í þrjár vikur, en urðum sex mán- uði. Xnnreið okkar í Sidney, stærstu borg álfunnar, var hrein asta leiksýning — mannfjöldinn þyrptist á flugstöðina og ljósin hjá ljósmyndurunum blossuðu í sífellu, og heljarstórum rósa- vendi var þrýst upp í fangið á mér. Blöðin þöndu myndirnar af okkur um allar forsíður og minntust þess, að pabbi hefði komið í leikför til Ástralíu fjörutíu og fimm árum áður með William Collier í „Einræðis- herranum“. Fólk mundi hann vel, ekki sízt fyrir það, að þeir Collier höfðu einu sinni verið teknir fastir fyrir að hafa „bleg- ið of hátt á götunni". Já, hugsaði ég, þarna var pabba rébt lýst. Sjálfri mér var lýst, sem „áhrifa mestu leikkonu og kvikmynda- konu, sem nokkurntíma hefði gist álfuna", en Bob sem leik- stjóra mínum og „aðalleikara og kvikmyndahetju úr tuttugu og sex myndum“. Já, við skyldum reyna að standa olckur vel, lof- aði ég sjálfri mér. Fyrsitu tvær vikurnar í klúbbii um gekk allt ágætlega. Eigand- VÖRUHAPPDRÆTTI SIBS 12000 \/INNlNGAR Á ARI f 30 KR0NUR MIÐINN * AS HE PADm.ES TOWARD THE HIDDEN LAKES REGION, MARK IS STEALTHILY FOLLOWED B/ YELLOW BEAR, ONE OF McCLUNE'S t INDIANS a r k ú , Guli-Björn, einn af indíánum I leið hans til Leynivatna. /McClunes, fylgir Markúsi eftir á ’ Seinna. — Þárna er það Andy, Leyni-1 McClune gera nú þegar við erum vatna héraðið . . . Hvað skyldi | komnir hingað? . inn, Joe Taylor, stór maður með sver horngleraugu, hefði ekki getað verið nærgætnari en hann var. Söngvarnir mínir og eftir- hermurnar féllu fólki vel í geð. Þessir kátu og áhyggjulausu Áistralíumenn voru fhrifnir af mér, og hver skyldj hafa neitt við það að athuga þó að ég væri ennþá kátari og ennþá áhyggju- laiusari en hinir? Eftir hallæris- iHtltvarpiö Þriðjudagur 17. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —• 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 14.40 „Við sem heima sitjum". Svava Jakobsdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna: Jón G. Þórarinsson söngkennari stjórnar. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Erindi: Stefán B. Jónsson — mað ur fjölhæfni og framfara (Gunn- ar M. Magnúss rithöfundur). 20.30 Tónleikar: Sinfónía nr. 1 1 c-moll op. 68 eftir Brahms (Fílharmon- íska hljómsveitin í Berlín leikur á tónlistarvikunni í Berlín 1960; Herbert von Karajan stj.). 21.20 Raddir skálda: Úr verkum Einars M. Jónssonar. — Flytjendur: Guð björg Þorbjarnardóttir, Ævar R, Kvaran og höfundurinn sjálfur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Parísarpistill (Irma Weile-Jóns« son). 22.25 í léttum tón: Supraphon-lúðra- sveitin leikur marsa; Rudolf Ur- banec stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikdr. — 9.10 Veðurfregnir. —• 12.00 Hádegisútvarp. i *■ (12.25 Fréttir og tilkynningar). (1 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: „Átta börn og amma þeirra 1 skóginum" eftir Önnu Cath. West ly; V. (Stefán Sigurðsson kenn- ari þýðir pg les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Ténleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box; XII. og síðasti kafli. Þýð- andi: Áslaug Árnadóttir. — Leik stjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Jóhanna Norðfjörð, Her dís Þorvaldsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Inga Þórðardóttir, Jón Sigurbjörnsson o. fl. 20.30 Tónleikar: Andrés Segovia leik- ur á gítar. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. ræðir við forstöðumenn efnarannsókna stofnunar Atvinnudeildar háskól- ans. 21.15 Tónleikar: „Te deum" eftir Verdi. Robert Shaw kórinn syng- ur með NBC-sinfóníuhljómsveit- inni undir stjórn Arturos Tosc- aninis. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk« as" etftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXXI. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Að eiga skáld", smá* saga eftir Björn Sveinsson Bjarm an (Höfundur les). 22.30 Harmonikuþáttur: Henry J. Ey« land og Högni Jónsson stjórna þættinum. 23.00 Dagskrárlok. \ Hann gleymoli að endurnýja! .* iiappdrætli HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.