Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1961, Blaðsíða 24
EinrœÖi i Afríku? — Sjá bls. 8. ft!0MJW#foliÍ!>jÍit3J 12. tbl. — Þriðjudagur 17. janúar 1961 Niósnamal i Engiandi. — Sjá bls. 12. Ekkert verkfall á Suðurnesjum Bátarnir róa áfram og afli er dágóður Keflavik, 16. janúar. SUÐURNESJABÁTAR róa áfram. 1 dag lægði veðrið á miðunum og var búizt við, að allir bátar í Keflavík, Grindavík og Sandgerði, mundu róa í kvöld. Tals- menn sjómanna og útgerðar- manna telja engar líkur til þess að verkfall verði boðað á bátum á Suðurnesjum. — Landmenn á Sandgérðisbát- um hafa þó boðað verkfall frá og meeð 20 þ. m., ef samningar hafi ékki tekizt þá — og ef svo verður stöðvast Sandgerðisbátar að sjálfsögðu. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna höfðu gert sam komulag um kaup og kjör báta- sjómanna ekki alls fyrir löngu og undirrituðu það með þeim fyr irvara, að almennur fundur sjó- manna samþykkti. Það var þá sem Hannibal kom suður eftir með lið sitt og beitti sér fyrir því að sjómenn frestuðu að taka afstöðu til þess samkomu lags, er tekizt hafði. I Formaður verkalýðs- og sjó- mannafélagsins sagði í kvöld, að hann teldi lítil líkindi til þess að verkfall yrði boðað meðan ekki hefði verið tekin afstaða til fyrr- greinds samkomulags. Talsmaður útgerðarmanna var sömu skoð- unar. j Aflinn hefur verið dá- góður að undanförnu. í síðasta róðri fyrir helgi var hann þetta 6—14 tonn. — H. S. J. A i Vestmannaeyjar Útvegsbændur í Vestmannaeyj um hafa skipað nefnd til við- ræðna við fiskvinnslustöðvarnar um fiskverðið. Hafa tveir fundir verið haldnir og verður fram- hald þeirra viðræðna. Annars bíða menn þess sem gerist á samningafundum í Reykjavík. Reykjavík Þeir Reykjavíkurbátar, sem þegar eru byrjaðir róðra, halda enn áfram. Verkfall hefur verið boðað frá 18. þ.m. að telja, ef samningar hafi þá ekki tekizt. Afli mun hafa verið ágætur og sögðu sjómenn í gær, að svo yrði stillt til, að útilegubátarnir færu Framhald á bls. 23. í>- Egill Thorarensen látinn EGILL Thorarensen, kaupfélags- stjóri á Selfossi, andaðist í sjúkra húsi hér í Reykjavík sl. sunnu- dag. Hann var fæddur 7. jan. ár- ið 1897 að Kirkjubæ á Rangár- völlum, og var því rúmlega 64 ára gamall ,er hann lézt. Foreldr ar hans voru Grímur Thoraren- sen, hreppsstjóri í Kirkjubæ og kona hans, Jónína Egilsdóttir frá Múla í Biskupstungum. Egill Thorarensen stundaði ungur nám í verzlunarfræðum í Danmörku, en gerðist síðan verzlunarmaður í Reykjavík. Einnig stundaði hann sjó- mennsku um nokkurt skeið. Ár- ið 1918 hóf hann verzlun austur í Sigtúnum, sem hann rak til árs- ins 1930. Þá gerðist hann fram- kvæmdastjóri við Kaupfélag Ár- nesinga. Egill Thorarensen var stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna frá 1931 og hafði um Hæstu vinnmgar í Happdrætti rikissjoos 1 GÆR var dregið í B-flokki Happdrættis ríkissjóðs og hlutu þessi númer hæstu vinningana: 75 þús. kr.: 119895, 40 þús.: 132105, 15 þús.: 1770 og 10 þús.: 8543 85771 og 120500. áratugaskeið mikil afskipti og forystu um afurðasölumál land- búnaðarins. Hann var hinn mesti athafnamaður, þrekmikill og fylginn sér í hverju því máli er hann beitti sér fyrir. Stúlka varð fyrir árás í GÆR fékk rannsóknarlög- reglan til meðferðar árásar- mál. Ung stúlka, sem var yf- ir börnum í húsi einu í Aust urbænum, segist hafa orðið fyrir árás þá um kvöldið, laust fyrir klukkan 10,30. — Hafði þá verið bankað á úti- dyrahurðina. Er hún opnaði hafi þar verið úti maður, sem hún bar engin kennsl á. Segir stúlkan að þessi Helgafell strandaði NESKAUPSTAB, 16. jan. — Helgafell, eitt Sambahdsskip- anna, strandaði á Neseyri, utar- lega í firðinum, norðan við kaup staðinn. Það var um kl. 4,30 að skipið tók niðri þarna og var þá komið langt af alfara siglinga- leið. Veður var hið fegursta. Á flóðinu kl. 9, losnaði það og hélt áfram inn að bryggju. Mönnunr er ekki ljóst hvað olli þessum mistökum. r — Fréttaritari. Símanum austur er lokað kl. 10 og tókst blaðinu ekki að fá fregnir af því hvort leki hafði komið að skipinu, enda var það að koma að bryggju um 10-leytið. maður hafi samstundis grip- ið sig heljartaki. Hann hafi troðið upp í hana stórri kart öflu og hótað að drepa hana, brugðið snæri um háls henni. Ekki hafði stúlkan séð framan í manninn, þar er henni virtist hann vera með einhverskonar grímu fyrir andlitinu og hatt á höfði, sem slútt hafi fram. Allt í einu hafi svo komið að manninum styggð við mannaferðir er heyrzt höfðu álengdar. Hafði stúlkan orðið ofsa- lega hrædd. Ekki höfðu þó sézt á henni neinir áverkar. Umræðuþáttur Sigurðar Magnússonar um sterka ölið í útvarpinu á sunnudags- krvöldið vakti mikla athy.gli. Áttust menn þar við af miklu t kappi svo að glumdi í út- varpstækjunum, en enginn var þar samt glasaglaumur. Væri synd að segja, að ræðu- menn hafi dregið diul á skoð- anir sínar. Það var ekki fyrr en í lokin, að stjórnandi iþátt- arins komst að til að stjórna þættinum og binda endi á átökin. — Þarna eru þeir við hljóðnemann: Hinrik Guð- mundsson, Pétur Sigurðsson, Guinnar Dal, Freymóðúr Jó- hannsson og Sigurður Magn- ússon, sem um skeið hef- ur stjórnað þessum þáttum við miklar vinsældir. Það kom fram við umræð- urnar að í verzlunum fengj- ust sérstök ölbruggunarhrá- efni, með leiðarvísi. Ilöfðu andmælendur ölsins á orði að kæra sölu þessa yarnings en í viðtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Freymóður, að enn hefði það ekki komizt í verk. Hins vegar væri fuU ástæða til að athuga þetta gaumgæfi lega. (Ljósm.: Gísli Sigurðsson). Alþíngi hefur sförf að nýju ALÞINGI kom saman til fyrsta fundar á hinu nýbyrj- aða ári í gær. Hófst fundur í sameinuðu þingi kl. 1,30. Er þingmenn höfðu tekið sér sæti gekk forsætisráð- Bílsfjóí inn í Keflavfk fundinn: 16 ára og próflaus KEFLAVÍK 16. jan. — Bifreiðar stjórinn, er ók bílnum, sem olli dauðaslysinu á Faxabraut í fyrri viku, er fundinn. Lögreglan upp lýsti í dag, að þetta væri 16 ára piltur úr Keflavík. Hann hefur ekki ökuréttindi. Við yflrheyrzl- ur í dag sagði hann sig hafa brostið kjark til að gefa sig fram. Þetta hörmulega slys varð að kvöldi hins 11. þ. m. Aldraður maður, Daníel Matthíasson, varð fyrir bifreið á Faxabraut og lézt hann af völdum meiðslanna að- faranótt laugardags. Þrjú börn voru sjónarvottar að slysinu. Þau voru 10, 11 og 13 ára. Eitt barnanna sagði, að bif- reiðin hefði verið græn, af Volvo-gerð. Lýst var eftir fleiri sjónarvottum og það var ekki fyrr en á laugardaginn, að Bandaríkjamaður af Keflavíkur flugvelli gaf sig fram við lög- regluna og sagðist hafa séð græna Volvo-bifreið á Faxa- braut á sama tíma og slysið varð. Bandaríkjamaðurinn hafði ekki frétt um sly-sið fyrr en á laugardag og var honum þá jafn fram sagt bvað börnin heifðu sagt og að lýst væri eftir sjónar- vottum. Maðurinn býr við Faxa- braut og var einmitt að koma heim umrætt kvöld. Rámaði hann í að hafa séð grænleita Volvo-bifreið aka eftir götunni, þegar hann gekk inn í húsið. Hóf lögreglan þegar leit að öllum þeim bifreiðum, er til greina gætu komið, og fannst sú rétta, lokuð inni í bílskúr. Hafði henni ekki verið ekið síðan sílys- Eigandi bifreiðarinnar er 16 ára piltur, einnig úr Keflavík. Hafði pilturinn, sem ók bifreið- inni urnrætt sinn, verið að gera við hana. Að viðgerðinni iokinni ók faann henni til eigandans. ★ Við yfirheyrslur sagðist hann ekki hafá séð Daníel heitinn, hvonki áður né eftir að slysið varð. Bifreiðin rakst á eitthvað, framrúðan brotnaði — og heml- aði ihann þegar, hægði mikið ferðina. En iþá sagði hann, að mikil hræðsla hefði gripið sig. Hann sagðist ekki hafa þorað að nema staðar og athuga hvað þetta hefði verið — en ekið til eigandans. Þeir settu bifreiðina þegar inn í bílskúrinn sem er nálægt faeim ili eigandans, og þar heÆur hún staðið síðan. Báðir sögðust þeir ekki hafa þorað að gefa sig fram herra, Ólafur Thors, að ræðu stóli og las forsetabréf frá 9. janúar sl. um framhald á fundum Alþingis. Þá árnaði forsætisráðherra forseta sam einaðs þings og þingmönn- um öllum gleðilegs árs, og þakkaði liðið. Forseti sameinaðs þings, Frið- jón Skarphéðinsson, tók nú til máls. Þakkaði hann forsætis- ráðherra árnaðaróskirnar en gat því næst um bréf frá nokkrum þingmönnum, sem ekkl geta mætt til þings að sinni, er ósk- uðu að varamenn iþeirra tækju sæti í þeirra stað. Taka eftirtald- ir varamenn sæti: Sigurður Bjarnason, í stað Kjartans J» Jóhannssonar, Jón Pálmasoni í stað Einars Ingimundarson- ar, Einar Sigurðsson í stað Jónasar Péturssonar og Ingiv* ar Gíslason í stað Garðars Halldórssonar. Fimm mál voru á dagskrá fundarins í gær og er getið um afgireiðslu þeirra ann- ars staðar í iblaðinu. Engin þing- skjöl voru lögð fram í gær. ið varð og var framrúðan brotin. við lögregluna. — H.S.J. Bíða veiði- veðurs AKRANESI, 16. jan. — Síldar. bátarnir eru allir í höfn vegna illviðris á miðunum, en þeir halda allir út jafnskjótt og eitt- hvað lægir. — Oddu*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.