Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐJÐ Miðvikudagur 18. janúar 1961 Björgvin Guðmundsson tón- skáld — ENGINN veit, hve margir þeir bafa verið á liðnum öldum, hæfi- leikamennirnir íslenzku, sem aldrei fengu notið sín vegna •korts á möguleikum til menn- ingar og þroska. Hvað hefði orð- ffí úr Hjálmari í Bólu, ef gáfur hans hefðu legið á sviði tónlist- «r í stað skáldskapar? Hver kynni Sölvi Helgason að hafa orðið, ef hann hefði lifað á_ öld abstraktlistar? Eða sá fiðlu- Björn, sem á 19. öld „kvað manna bezt á fiðlu“, ef hann hefði verið á meðal vor í dag og átt kost þeirrar kennslu og aðhlynningar, sem næstum hverju barni stendur nú til boða? Þegar Björgvin Guðmundsson fæddist að Rjúpnafelli i Vopna- firði 26. apríl 1891, ríkti gamii tíminn enn nær einráður þar um sveitir. Engum mun hafa komið til hugar, að sveinninn mundi verða eitt afkastamesta tónskáld þjóðarinnar til þessa dags. Þó mun snemma hafa kom ið í Ijós, að drengurinn var ó- venjulegum gáfum gæddur, og ýmsir urðu til að kveða upp úr um það, að „Drottinn mundi ætla sér eitthvað“ með hann. Hann fór einförum og hn'eigðist til dagdrauma. En þeir draumar snerust fremur um það, að breyta æskuheimili sínu, Rjúpna felli, í stórbýli, þar sem hann yrði konungur í ríki sínu, held- ur en um hitt, sem síðar varð köllun hans og ævistarf. Hugs- aði hann upp ýmsar vélar og áhöld, sem áttu að greiða leið- ina að þessu marki, og undrað- ist síðar, er hann sá sams kon- ar verkfærum beitt vestanhafs, þar sem tæknin var lengra á veg komin en í Vopnafirði. Faðir Björgvins, Guðmundur Jónsson, bóndi að Rjúpnafelli, var söngvinn maður og hafði fagra baritonrödd, að því er Björgvin hermir í æviminning. um sínum. Hann hafði verið for. söngvari í Hofskirkju, og áður en Björgvin var átta ára hafði hann lært af föður sínum öll þau sálmalög er hann kunni. — Guðmundur hélt uppi heimilis- guðsþjónustum daglega að vetr- inum og alla sunnudaga að sumr inu og stýrði þá söngnum sjálf- ur, þar til Björgvin tók við af honum 12 ára gamall. Var Guð- mundur heilsuveill síðari árin og lézt 7. janúar 1908. Það vakti athygli, að Björg. vin var lagvís í meira lagi, en lítil skilyrði voru til að þroska þá gáfu. Hljóðfæri voru fá í sveitinni og kunnáttumenn í tónlist engir. Björgvin telur, að það hafi haft úrslitaáhrif á feril sinn, að þegar hann var 10 ára gamall fluttist að næsta bæ fj öV skylda, sem hafði meðferðis dá- lítið stofuorgel eða harmoníum, og spilaði sonur bóndans á það. Sótti drengurinn þangað löng- um, og mestu yndisstundir hans voru, þegar bóndasonurinn tók í hljóðfærið. Nokkru síðar flutt ist í sveitina þingeyskur maður, sem meira kunni fyrir sér í þessum greinum en heimamenn. Minning • Þessi maður beitti sér fyrir kór- söng f sveitinni, og tók Björgvin þátt í því starfi. Þótt þessi söng. ur væri að ýmsu leyti harla ó- fullkominn, hafði hann þó djúp áhrif á drenginn, og um þetta leyti fóru dagdraumar hans æ meir að sveigjast í þá átt, sem ævibraut hans átti síðar að liggja. Af sjálfsdáðum og hyggju viti sínu uppgötvaði hann ýmis undirstöðuatriði tónfræðinnar, þótt hann að svo komnu þekkti enga nótu. „ Átján ára gamall mun Björg. vin hafa samið fyrstu lög sín, og þá fyrir áeggjan Kristjáns Wium, organista í Vopnafjarðar- kirkju, en árinu áður hafði ræzt sá óskadraumur hans að eignast sjálfur harmoníum. Einhverja tilsögn í hljóðfæraleik fékk Björgvin hjá Kristjáni, og mun það hafa verið eina tónlistar- kennsla, sem hann naut, áður en hann réðist til Ameríkuferðar með móður sinni og bræðrum, tvítugur að aldri. Hálfnauðugur segist Björgvin hafa lagt upp í þá för, en úr- slitum hafi það ráðið meðal ann. ars, að hann hafði þá ákveðið að verða tónskáld, og hafi sér verið ljóst, að til þess yrði hann að komast í kynni við fjölbreytt ari tónlist en þá, sem iðkuð var í Vopnafirði um þessar mundir. Áður hafði komið til orða, þeg. ar Björgvin var enn barn að aldri, að fjölskylda hans flyttist búferlum í næstu sveit. Fékk þetta svo mjög á drenginn, að honum lá við algerri hugsýki, og mun það hafa ráðið úrslitum um að hætt var við þessa ráða- gerð. Má því nærri geta, að hon- um hefir ekki fallið létt að taka sig upp til þess að flytjast í aðra heimsálfu. Mun Björgvin alla tíð hafa verið mjög bundinn um. hverfi sínu. Tengsl hans við fjöl- skyldu sína voru einnig óvenju sterk og ástríki mikið með þeim systkinum og móður þeirra. Er hér ef til vill að leita skýringar á því, að óyndi sótti oft á hann, fyrstu árin vestra og eins þau TL- 8skapJ|íka Hin fræga bók Agnars Mykle, Rauði rúbíninn, hefst á þessum orðum: „Þessa bók skal lesa tvisvar. Hún flytur boðskap, líka“. Þessi orð Mykle komu Vel- vakanda í hug er hann sá leik ritið Pókók á dögunum. I því er merkilegur boðskapur. Nú er sjálfsagt ekki orð á því ger andi þó boðskapur sé í leikriti, en svo undarlega bregður við, að fróðustu menn landsins um leiklist, leikdómararnir, virð- ast ekki hafa komið auga á þennan boðskap, sem þó er að mínu viti þungamiðja verks ár, sem hann dvaldist í Lundún- um, og hér heima, eftir 20 ára dvöl erlendis, undi hann aldrei hag sínum til fulls. Þær vonir, sem Björgvin mun hafa gert sér um betri þroska- skilyrði vestanhafs en í Vopna- firði, brugðust því miður að verulegu leyti. Hann varð lengst af að hafa ofan af fyrir sér með erfiðisvinnu, ýmist við bygging- ar í Winnipeg eða bústörf í Vatnabyggð. Tónlistarlíf í Winni peg var á gelgjuskeiði, og Vatna búar stóðu Vopnfirðingum ekki stórum framar á þessu sviði. Má þakka það ódrepandi elju Björg- vins og óbilandi trú hans á köll- un sína, að hann lét ekki með öllu hugfallast. Ýmsir urðu þó til að telja í hann kjark, og mat Björgvin það jafnan mikils. En viðkvæmur var hann fyrir þvi, ef á móti blés. Lítilsháttar til. sögn í tónfræði og hljóðfæraleik fékk hann í Winnipeg, en mjög var það í molum, og varð hann enn sem fyrr að treysta mest á hyggjuvit sitt og eðlisgáfu. Sú tónlist, sem honum gafst kostur á að kynnast í Winnipeg, sýnist hafa verið næsta einhæf, en hún setti að sjálfsögðu mark sitt á tónsmíðaviðleitni hans. Með þetta ýeganesti hóf hann að semja óratóríuna „Strengleika" við ljóð Guðmundar Guðmunds- sonar, 24 ára gamall, í frístund- um frá erfiðri þreskingavinnu og ins. Ef til vill er skýringin í því fólgin, að boðskapurinn er fluttur á latínu og ekki sagður nema tvisvar eða svo. Tm- faVo\j>ZÍ\táY3L Undanfarnar vikur hafa menn vakað yfir lestri jóla- bókanna langt fram á nætur. Margir eignast slíkan fjölda af bókum um jólin, að þeir kom ast ekkj yfir að lesa þær allar fyrr en langt er liðið á janúar. Velvakandi hefur eytt margr næturvöku í lestur að undanförnu eins og aðrir og þannig komizt yfir margt góðra bóka. 1 því bókaflóði, öðrum bústörfum. Lauk hann uppkastinu á tiltölulega stuttum tíma, og þegar því var lokið, byrjaði hann á öðru stórverki, óratóríunni „Friður á jðrðu“, einnig við ljóð Guðmundar. Jafn framt starfaði hann allmikið að kórstjórn og hafði af því starfi dýrmæta reynslu, og mik’inn fjölda smærri tónverka samdi Björgvin á þessum árum. Vorið 1925 átti kirkjufélag Unitara í Ameríku aldarafmæli, og áttu að fara fram mikil há- tíðahöld í Boston af því tilefni. Séra Rögnvaldur Pétursson vakti athygli Björgvins á þessu, hvatti hann til að semja helgikantötu við biblíutexta og tileinka verk- ið þessum félagsskap. Varð þetta til þess að Björgvin samdi helgi. kantötuna „Adveniat regnum tuum“ (Til komi þitt ríki) og sendi hana til Boston. En ekki var hún flutt á hátíðinni þrátt fyrir lofsamleg ummæli, og urðu Björgvin þetta mikil vonbrigði. En næsta haust efndi Björgvin, með tilstyrk ýmissa góðvina sinna, til tónleika í Winnipeg með verkum sínum, og var helgi kanatan aðalverkið á efnis- skránni. Þessir tónleikar urðu til þess, að landar vestra bundust samtökum um að styrkja hann til tónfræðináms í London, og haustið 1926 hleypti hann heim- draganum öðru sinni, þá orðinn 35 ára gamall. Þegar hér var komið sögu, má segja að Björgvin væri fullmót- aður sem tónskáld, og viðhorf hans til lífs og listar munu ekki hafa breyzt úr þessu svo teljandi sé. Tveggja ára dvöl hans við Royal College of Music í Lond- on mun því naumast hafa borið þann árangur, sem orðið hefði, ef hann hefði getað gefið sig að náminu 15 árum fyrr, enda læt- ur hann heldur lítið yfir þessari skólavist sinni. Þeir Stephan G. Stephansson og Björgvin voru góðkunningjar, og eftir tilmælum Björgvins orti Stephan Þiðrandakviðu sína, sem hann sendi Björgvin til London, skömmu áður en hann lézt. Við þann ljóðabálk samdi Björgvin síðar óratóríuna „Ör- lagagátuna", sem er eitt af stærstu verkum hans. Eftir Lundúnadvölina sneri Björgvin aftur til Winnipeg og starfaði þar aðallega að tónlist- sem berst á markað fyrir jól- in kennir góðra gras^a enda þótt ýmislegt af þeim bókum, sem gefnar eru út, auglýstar, keyptar og jafnvel lesnar, hefðu aldrei átt að ganga á þrykk út, en það er önnur saga. En það var eitt atriði, sem mig langaði til að minn- ast á sérstaklega, og það er frágangur ýmissa bóka, sem út eru gefnar. í sumum þeirra úir og grúir af prentvillum, en á öðrum eru aðrir smávegi- legir gallar, eins og t. d. þegar ekki er getið um þýðanda eða jafnvel ekki sagt frá útgáfuár- tali bókarinnar. Allt spillir þetta viðkomandi bók og gerir X FERDIIMAIMH arkennslu og söngstjórn næstu ár. Vorið 1929 samdi hann kan- tötuna „íslands þúsund ár“ við Alþingishátíðarljóð Davíðs Stef. ánssonar frá Fagraskógi, og var hún frumflutt í Winnipeg 3. marz 1931. í sambandi við þetta verk og frumflutning þess varð Björgvin einnig fyrir ýmisleg- um vonbrigðum og leiðindum, sem höfðu á hann ill og lamandi áhrif. Andrúmsloftið í tónlistar. lífi Winnipegborgar mun ekki hafa verið honum geðfellt eftir þetta, og hann hafði alla tíð langað að staðfestast á íslandi. Hann tók því feginshendi tilboði um að koma hingað heim og gerast söngkennari Menntaskól- ans og barnaskólans á Akureyri. Haustið 1931 fluttist hann alfar- inn til Akureyrar og var þar búsettur eftir það til dauðadags. Með honum kom kona hans, Hólmfríður, sem hann hafði gengið að eiga 1. maí 1923, og Margrét, einkabarn þeirra hjóna. Munu margir fslendingar beggja megin hafsins hugsa hlýtt til þeirra mæðgna um þessar mundir. Eftir að Björgvin fluttist til Akureyrar mun hann ekki hafa samið nein stór tónverk, en mörg smærri verk samdi hann, einkum fyrstu árin, og starfaði auk þess að frágangi og hrein- ritun eldri verka. Þá stofnaði hann og stýrði Kantötukór Akureyrar, sem frumflútti mörg verk hans. Var hann mikill eljumaður og féll ógjarnan verk úr hendi, meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. Á Akureyri samdi hann einnig leikritið „Skrúðs- bóndann" og ritaði æviminning- ar sínar. Eg kynntist Björgvin fyrst á Akureyri, á fyrstu árum hans þar. Ég var þá 15 ára að aldri og var að byrja að fást við að setja saman lög. Jafnskjótt og Björgvin komst að þessu, tók hann mér opnum örmum, bauð mér ókeypis kennslu í einka- tímum, og fékk ég þar mína fyrstu tilsögn í hljómfræði og kontrapunkti. Sú uppörvun og leiðbeiningar, sem Björgvin lét mér í té af örlæti hjarta síns, voru mér ómetanlegar og hefi ég ætíð verið honum þakklátur fyrir þetta, þótt stundum bæri Framhald á bls. 19. hana verðminni fyrir eigand- ann. Eru það vinsamleg til- mæli til útgefenda, að þeir vandi betur til ýmissa slíkra atriða, næst þegar þeir gefa út bækur, því þessi vöntun, þótt í smáu sé, getur spillt fyrir annars góðu verki. • Efni, sem má ekki endurtaka Arnheiður skrifar: — Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að taka til birtingar örfáar línur um dagskrá út- varpsins. A sunnudögum er fluttur vinsæll þáttur, sem nefnist endurtekið . efni. Er oft tekið í þennan þátt eitt- hvert það efni, sem gott hefur þótt í næsta mánuði á undan, Er ekki nema allt hið bezta um þennan þátt útvarpsins að segja, því ýmislegt það bezta, sem útvarpið flytur er þann- ig, að vel má hlusta á það tvisvar og eins er ánægjulegt að fá í þessum þætti efnj, sem maður hefur e. t. v. misst af. En nú í janúar var flutt efni í þessum þætti, sem mér fannst, að ekki hefði átt að endurtaka, en það var ára. mótaspjall Vilhjálms Þ. Gísla- sonar, útvarpsstjóra. Aramóta spjallið er einhver allra vin- sælasti þáttur útvarpsins og hefur verið um áraraðir, en hann er svo nátengdur ára- mótunum að mér finnst hann hvergi annars staðar mega heyrast en í gamlárskvölds- dagskránni. — Með þakklæti. Arnheiður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.