Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ MiðviKudagur 18. Janúar 1961 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KAUPHÆKKANIR OG KJARA- BÆTUR Q Ú staðreynd verður því^ miður ekki sniðgengin, að þrátt fyrir miklar káup- hækkkanir á undanförnum árum, allt frá því að síðustu heimssytjöld lauk, hefur kaupmáttur tímakaupsins ekki vaxið. Þetta er niður- staðan af rannsókn hagfræð- inga, m. a. af athugun Torfa Ásgeirssonar, sem samdi álitsgerð um ástand og horf- ur í efnahagsmálum þjóðar- innar fyrir verkalýðssamtök- in fyrir tveimur árum. 1 lok þeirrar greinargerðar sinnar komst hagfræðingur Alþýðu- sambandsins m. a. að orði á þá leið, að „hins vegar mæli sterk rök með því, að bar- átta samtakanna fyrir bættri afkomu almennings og þá sérstaklega launþega breyt- ist á næstu árum með tilliti til þessara staðreynda“. Hagfræðingur sjálfs Al- þýðusambandsins vekur þannig ákveðið athygli á því, að barátta samtakanna fyrir bættri afkomu almenn- ings, og þá sérstaklega laun- þega hljóti að breytast á næstu árum. Þýðingarlaust sé að leggja áfram megin- áherzluna á baráttuna fyrir hækkuðu kaupgjaldi. Þetta segir hagfræðingur verka- lýðssamtakanna fullum fet- um. Ástæðulaust er að væna hann um óvild í garð verka- lýðsins og launþeganna í landinu yfirleitt. Til þess ber brýnni nauð- syn en nokkru sinni fyrr, að forystumenn verkalýðs- samtakanna og meðlimir þeirra hafi þessa leiðbein- ingu hagfræðings síns í huga einmitt nú. Alþjóð veit, að höfuðatvinnuvegir þjóðarinn ar, og þá ekki hvað sízt útflutningsframleiðslan get- ur ekki risið undir hærri til- kostnaði. Kauphækkanir, sem nú væru knúðar fram, yrðu því síður en svo líklegar til þess að skapa raunverulegar kjarabætur til handa laun- þegum. Þvert á móti hlytu þær að leiða til samdráttar og stöðnunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Það sem nú skiptir þess vegna mestu ,máli fyrir verkalýðinn og alla launþega, er að samein- ast í baráttunni fyrir eflingu framleiðslunnar og heil- brigðu efnahagslífi. Þá munu fyrr en síðar skapazt mögu- leikar á raunverulegum kjarabótum með aukinni framleiðslu og vaxandi arði af starfi þjóðarinnar. STYTTRA ÞINGHALD ALÞINGI er komið saman að nýju til framhalds- funda. Það lauk afgreiðslu fjárlaga rétt fyrir jólin og var síðan frestað til 16. janú- ar. Verður að telja það mikla framför og ánægjulega um- bót að takast skyldi að sam- þykkja fjárlög fyrir áramót. Undanfarin ár hefur það oft dregizt töluvert fram yfir áramót. 1 fjárlagafrumvarpinu er ráð gert fyrir því, að kostn- aður við þinghald verði nú töluvert minni en áður. Byggist sú- áætlun á því, að ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að þingið sitji nokkuð skem- ur að störfum að þessu sinni en tíðkazt hefur undanfarin ár. Einnig það verður að telja spor í rétta átt. Alþingi hefur oft setið aðgerðarlítið mánuðum saman og beðið eftir frumvörpum og tillög- um ríkisstjórnarinnar. Sér- staklega var þetta áberandi á stjórnartímabili vinstri stjórnarinnar. Núverandi ríkisstjórn hef- ur haft allt önnur vinnu- brögð á. Hún hefur undir- búið mál sín miklu betur fyrir þing og mun væntan- lega hafa þann hátt á fram- vegis. Þjóðin mun áreiðan- lega fagna því, ef stjórninni tekst að hafa forystu um verulega styttingu þinghalds ins. PRINSE SS URNAR OG ÁSTIN lyÝLEGA er lokið i Noregi brúðkaupi Ástríðar prins- essu, dóttur Ólafs Noregs- konungs og Jóhanns Martin Ferners, verzlunarmanns. — Fór það að sjálfsögðu fram með hinum mesta glæsibrag og var sótt af miklum fjölda tiginna persóna víðs veg- ar að. í sambandi við þetta brúð- kaup hafa vaknað umræður um þá breytingu, sem orðið hefur á aðstöðu konungsbor- inna persóna til þess að velja sér lífsförunaut. Áður fyrr var talið óhugsandi að slíkt fólk veldi sér maka utan hins þrönga hrings konung- borins fólks eða aðalsmanna. Nú er þetta gerbreytt. Mar- grét Rós Bretaprinsessa gift- ist ljósmyndara, Ragnhildur eldri dóttir Ólafs Noregskon- Ekki er allt sem sýnist í Kongó U M rúmlega hálfs árs skeið hefir hið unga Afríkuríki Kongó verið eitt aðalefni heimsfréttanna. Eflaust hafa menn veitt því athygli, að oft er nokkur blær óraun- veruleika yfir atburðum þar, eins og frá þeim er sagt í fréttum, enda mun sannast mála, að ekki er allt sem sýnist í þessu unga og ófull- burða ríki og oft erfitt fyrir fréttamennina, sem ekki eru orðnir þaulkunnugir öllum háttum þar, að átta sig á gangi mála og hröðum og óvæntum þáttaskilum bar- áttunnar innanlands. ★ Óraunveruleg hugtök Blaðale.sendur hafa vafalaust veitt því athygli, svo að tekið sé dæmi um hina óvenjulegu atburðarás í Kongó, að sjald- an er getið um mannfall að nokkru ráði, þótt sagt sé frá árekstrum og átökum í fréttum. (Það er helzt nú síðustu dagana, að slíkar -fregnir berast frá Norð- ur-Katanga, þar sem Baluba- menn hafa ráðizt nokkrum sinn- um að liðssveitum SÞ — og gold- ið nokkurt afhroð). — Þeir fréttamenn, sem kunnugastir eru þar syðra, hafa bent á, að allt, sem hernaði viðkemur, sé í rauninni fullkomlega fram- andi þeim Kongómönnum. Hug- tök eins og „innrás“, „her“, „orrusta", ,,sigur“, o.s. frv. hafi í rauninni allt aðra og óljósari merkingu í Kongó en annars stað ar, enda hafði lið það sem Belgíu menn þjálfuðu, meðan þeir stjóm uðu landinu og nefndist „Force Publique”, í sannleika aldrei kynnzt neinu, sem raunverulegur hernaður geti kallazt, heldur ein ungis stundað lögreglustörf. — Þá er bent á það, sem nýlega gerð ist, að rúmlega 600 hermenn, hlynntir Patrice Lumumba, hin- um fangelsaða, fyrrverandi for- sætisráðherra, gerðu „innrás" í Katangafylkið norðanvert. Hér var raunverulega ekki um annað að ræða, en að þessum hermönn- um var ekið eftir illfærum frum skógatröðum um 650 km inn í fylkið — og þeir lótnir setjast að á svæði, þar sem andstæðing- urinn — í þessu tilfelli hinn lítt þjálfaði her Tshombes, forsætis- ráðherra Katanga — hafði varla fæti stigið og aldrei haft neina stjórn á hendi. ★ Hermenn fleygja byssum sínum Þessir umræddu Lumumbaher- menn eru sagðir búnir ,,hinum nýjustu egypzku vopnum". Sé það rétt, þurftu þeir a. m. k. ekki á þeim vopnum að halda í „inn- rásinni". — Sannleikurinn er líka sá, að hermenn hinna ýmsu and- stæðu fylkinga í Kongó virðast oft á tíðum ekki ieggja svo ýkja- mikið upp úr vopnabúnaði sín- _______,__ Kongóherménn þykja’yfirleitt harla óstýrilátir — og sumir vilja kenna þá við skríl. Sagt er, að margir stjórnmálamenn þar í landi vonist til, að unnt verði að semja um að afvopna mikinn hluta hersins. ungs giftist útgerðarmanni og Ástríður yngri dóttir hans hefur gengið í hjónaband með verzlunarmanni. Per- sónulegar tilfinningar og mat hinna tignu persóna á eigin hamingju hefur þannig orðið gömlum og úreltum venjum yfirsterkari. Ástin hefur sigrað erfðavenjuna. Verður það að teljast vel farið. um — og margir virðast varla kunna að hleypa af byssum sín- um hvað þá meira. Fyrir rúm- um hálfum mánuði lenti úrvals- flokki fallhlífahermanna Mo- butu ofursta og herstjóra í Leo- poldville saman við fylgismenn Lumumba við Bukavu í Kivu- héraði. Hinir fyrrnefndu voru reknir á flótta — en í „bardag- anum“ féll enginn maður, og ein- ungis 20 særðust, flestir aðeins lítillega. Mánuði fyrr kom til „orrustu" við Bumba á héraðs- landamærum Oriental og Ekva- tor. Þar gerðist það, sem ekki er Lumumba. — Hefst hann til valda á ný? einsdæmi í „bardögunum'* 1 Kongó, að svo virtist sem her- mönnunum þættu hinir þungu rifflar sínir aðeins vera sér til trafala — a.m.k. fleygðu þeir frá sér byssunum og létu hendur skipta. — Vegna þessa eðlis átakanna í Kongó er ekki hægt að tala um, að þar sé um raun. verulega borgarastyrjöld að ræða. Reyndar getur sú stund enn komið, að til eiginlegra hern aðarátaka komi í landinu milli innborinna manna, þar sem orrustur tapast og sigrar vinnast vegna mismunar á hern- aðarlegum styrk og herstjórn, eins og gerist í vopnaviðskipt- um annars staðar í heiminum. En hingað til hafa „sigrarnir" í valdastreitunni í Kongó einkum unnizt vegna þess, að ýmsir hóp. ar hins sundurleita og marg- skipta landslýðs hafa verið trúir einum leiðtoganum í gær — og öðrum í dag. Þannig hefir ýms- um veitt betur, án hernaðarátaka í venjulegum skilningi. ★ Utanríkisráðherrann „eini“ Ljóst dæmi um þetta er afstað- an til hins, vægast sagt, óvenju- lega stjórnmálamanns, Patrice Lumumba, forsætisráðherrans, sem Mobutu herstjóri lét fang- elsa hinn 2. des. sl. — Um skeið virtist svo sem Lumumba væri endanlega horfinn af sjónarsvið inu með fangelsuninni, hermenn- imir hefðu gerzt honum fráhverf ir og styddu Möbutu fyllilega. Af fréttunum undanfarna daga má mns vegar ljóslega sjá, að Lum- umba er engan veginn gleymd. ur — og margir spá nýrri valda- töku hans á næstunni. — Það er eins á hinu pólitíska sviði og á hernaðarsviðinu, að ekki virðist unnt að leggja neinn venjulegan mælikvarða á atburðina í Kongó. — Nægir þar t. d. að benda á þá furðulegu staðreynd, að í „Lum- umbista-stjórninni", sem nýlega var sett á laggirnar í Stanley- ville í Orientalhéraði og er þar kölluð hin eina, löglega stjórn landsins alls, er Justin nokkur Bomboko talinn utanríkisráð- herra — en Bomboko fer einnig með utanríkismál í stjórnarnefnd þeirri, sem Mobutu skipaði í Leo poldville, þegar hann hrifsaði til sín völdin—og rak þingið heim! Þessi sami Bomboko var svo líka utanríkisráðherra í hinni upphaf legu ríkisstjórn Lumumba — svo og í Ileo-stjórninni, sem Kasa- vubu skipaði á sínum tíma, en Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.