Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. Janúar 1961 Tftánuðina í New York og ein- xnanalega söngvaleikför, fannst mér ég vera nýsloppinn fangi; ég var átta þúsund mílur frá öllum fjármálaáhyggjum, frá tor tryggnum Broadwayleikstjórum og vafasömum umboðsmönnum. Og ekki spillti það, þegar mér barst freistandi tilboð frá Prins essuleikhúsinu í Melbourne, þar sem okkur Bob var báðum boðið að leika aðalhlutverkin í uppá- haldsleikritinu mínu „Lýstu upp himininn“ — þegar ráðningu minni hjá klúbbnum væri lokið. Bob flaug tafarlaust til Mel- bourne til þess að semja um ráðninguna. í fyrsta sinn í ferðinni var ég ein. Þegar ég hafði ekki Bob lengur hjá mér, komst ég úr jafn vægi. Eg átti ekki að koma fram á fyrstu sýningu í klúbbnum fyrr en klukkan hálftíu, og hafði ekk ert við að vera þangað til. Eg fór snemma í klúbbinn og sett- ist þar við borð. Eg pantaði mér að drekka eins og allir aðrir. Gin og svo meira gin. Mér tókst riú sarnt að komast gegn um sýninguna mína. Svo settist ég aftur og pantaði meira. En þegar ég stóð upp til að fara að tjalda baki, til miðnætursýningarinnar, stóð Joe Talor allt í einu fyrir framan mig. — Svörtu horngler augun hans sýndust geysistór. — Diana, þú ferð ekkert í séinni sýninguna. Jæja, nú hefur mér orðið á aftur, hugsaði ég. —- Hvers vegna ekki? spurði ég, hátt. — Af því að þú getur það ekki. Þú ert drukkin. Eg rétti úr mér. — Sýndu mér þann, sem segir, að ég sé drukk- in. Joe leit fast á mig. — Það er sama hvað þú segir, ég leyfi þér ekki að koma fram. Eg fór inn í búningsherbergið og safnaði saman fötunum mín- um og fór. Eg vissi, að ég myndi aldrei koma þarna aftur. Bob kom þjótandi í klúbbinn jafnskjótt sem hann var lentur úr Melbourne-ferðinni, kvöldið eftir. Eg var þar ekki. Hann fann mig sitjandi í hótelherberginu, nákvæmlega eins og forðum eftir Ansonia-hneykslið — úti við gluggann^ starandi út í myrkrið, og hugsandi um ekki neitt. — Það er búið að vera með klúbbinn, er það ekki? Eg kinkaði kolli. — Hversvegna? — O, þú veizt vel, hversvegna. — Hefðirðu ekki getað staðið við samninginn við Joe Taylor? spurði hann reiðilega. — Hann hefur komið konunglega fram við þig, og svo svíkur þú hann. Hversvegna gerðirðu þetta? Nú sleppti ég mér alveg. — Æ, góði, farðu nú ekki að leika neinn andskotans siðameistara! öskraði ég framan í hann. Eg leit æðisgengin kring um mig, greip svo glas og kastaði því til hans af öllum kröftum. Það lenti í veggnum og fór í þúsund mola. Innihaldið úr því gerði stóran ijósrauðan blett á dökkt veggfóðrið. — Eg veit ekki sjálf hversvegna! grenjaði ég. Ég veit það ekki! Eg ætlaði ekki að gera það, ég ætlaði ekki að særa hann, særa þig, særa sjálfa mig, en ég gerði það samt. Eg settist niður. Eg vil ekki tala um það. Láttu mig í friði. Seinna sættumst við, yfir flösku. — Vertu ekki áhyggju- full, Muzzy, sagði hann aftur og aftur. Leikurinn byrjar eftir fáa daga. Ef út í það er farið, hef- urðu aldrei átt heima í nætur- klúbb. Mér fannst — að svo miklu leyti sem ég gat hugsað — að hann hefði á réttu að standa. Ef ég hefði verið góður skemmti kraftur — gott og vel, en það var ég bara alls ekki. Og átti ekki þarna heima. Eg vaknaði fyrir dögun, morg uninn eftir. Bob steinsvaf. Eitt hvað hafði vakið mig. Eitthvað, tOSPÉR <^*V~ '1 [u — Hér er ökuskírteinið. En ég verð að fá það strax aftur. Ég hef það nefnilega að láni! sem var hægra megin við rúmið. Eg leit hægt til hliðar — og ég fann, að hárin risu á höfðinu á mér. Mamma stóð þarna, ijós- lifandi. Hún var í hvíta prest- kjólnum sem ég hafði jarðað hana í. Eg fann ilminn af ilm- efninu, sem hún notaði alltaf í hárið á sér. Hún leit niður á mig og sagði: — O, kisa mín, kisa mín, hvernig er komið fyrir þér? Athugaðu á hvaða vegi þú ert! — Eg hef ekkert rangt gert, mamma, sagði ég. — Rangt? Röddin hljómaði eins og hljóðdeyfð fiðla, eins og ég kannaðist svo vel við hana. — Það er skammarlegt. Að gera svona lítið úr sjálfri þér! Eg blygðaðist mín. — Eg veit það, mamma, og mér þykir svo leitt að hafa brugðizt þér. Eg ætlaði þó ekki að gera það. En þegar ég heyrði sjálfa mig segja þetta, varð ég vond. — Það er alls ekki mér að kenna. Eftir það uppeldi, sem ég fékk. Eg hef aldrei átt neitt fjölskyldu- eða heimilislíf. Eg hef ekki átt ann að en stjúpa, allt mitt líf. Þú stíaðir mér frá sjálfri þér og frá mínum eigin föður, og gafst mér ekki annað en fölsk verðmæti. Svei þér! öskraði ég. — Þú varst mér vond móðir! Þú lézt mig vera í gömlum, úreltum görmum til þess að kyelja mig, þegar hinar stelpurnar voru í falleg- um kjólum á dansleikjum. Þú kúgaðir mig alltaf og hafði mig undir hælnum. Þú lofaðir mér aldrei að vaxa upp . . . — Nei, Diana, þetta er ekki rétt. Nú varð andlitið á henni að kvalda andlitinu á Heilagri Jóhönnu. — Þetta er ekki satt... það er ekki satt! — Og hvernig var það í Atl- anta forðum? æpti ég. — Bob bað þig að koma í samkvæmið. Hann gerði sér ferð til þín. Þú vildir ekki koma. Þú varst a.fbrýðis- söm gagnvart þinni eigin dóttur! Nú heyrðist rödd Bobs gegn um þessa þoku: — Hvað gengur að þér Diana? Hann var seztur upp í rúminu. Við hvern ertu að tala? Eg leit á mömmu. Hún var horfin. Eg fór að gráta. Bob tók mig í fang sér. — Hvað, gengur að þér, Muzzy? — Það vair hún mamma . . . hún mamma. Eg sá hana. Eg grét. — Hún stóð þarna og ég sá hana eins greinilega og ég sé þig. Bob tók þessu með hægðinni. — Þú ættir að reyna að sofa, sagði hann og tók mig í fang sér. Smámsaman stöðvaðist grát urinn og ég sofnaði. Og þegar ég vaknaði aftur, vair ég enn að spyrja sjálfa mig: — Var þetta draumur? Það var eins og ég gæti enn fundið þennan ilm í herberginu . . . Síðari hluta dagsins gófum við Joe Taylor blöðunum skýringu á því, að ég hætti svona snögglega. Við lýstum því yfir, að við hefð um ógilf samninginn okkar með bezta samkomulagi. Eg væri slæm í hálsinum og stafaði það af uppistöðum og miklum reyk í húsakynnunum. Eg sagði: — Eg fæ alltaf ilit í hálsinn ef ég vinn í næturklúbbum. Eg hef alltaf tekið leikhúsin fram yfir þá, en það er nú svona, að maður þarf að vinna fyrir sér. Of hr. Taylor sagði: — Eg gat efcki farið fram á það við Diönu, að hún eyði legði röddina í sér, kannske fyr ir fullt og allt, með því að láta hana syngja, þegar henni er illt í hálsinum. í Melbourne hafði fregnin um það, að ég ætti að leika þar, með Bob í aðalhlutverkinu á móti mér, nægt til þess að leikhúsið hafði uppselt þrem vikum fyrir frumsýningu. Eg batnaði í skap- inu. Við höfðum sjö hundruð og fimmtíu dali á viku og það var meira en Vivian Leigh og Lawr- ence Oliver höfðu fengið, þegar þau léku í Ástralíu. Við lékum fyrir fullu húsi. Garnett H. Carroll, eigandi leikhússins, stakk upp á því, að við reyndum annað leikrit. Og meðan við vor um enn að leikað það fyrra, fór um við að æfa „The Marquise“ eftir Noel Coward, en svo hætt- um við við það, viku fyrir frum sýningu, er það vitnaðist, að höf undurinn ætlaði að breyta því í söngvaleik. Þá höfðum við að- eins viku til að æfa nýtt leikrit. Og svo fórum við að þræla í að æfa annað leikrit eftir Coward, „Fallna Engla“. Á frumsýningunni feildu allir úr textanum, eins og við var að búast. Daphne Winslow, sem var mikilsmetin leikkona þar í álfu, og ég, lékum tvær kvensur, sem biðu eftir gömlum elskhuga, sem þær höfðu einu sinni átt í félagi. Eg bætti inn í og bölvaði, enda var ég að leika fullan kvenmann. | Eg ýkti blótsyrðin og skaut inn ' í. Áhorfendur klöppuðu, en leik stjórinn, Eric Reiman, varð fok vondur. Næsta morgun á æfingu, skammaði hann mig, og það þrátt fyrir blaðaummælin, sem hljóð- uðu upp á „snilldarleg fylliríis- læti“. — í kvöld leikið þér það eins og ég segi fyrir, sagði hann. — Það geri ég ekki, sagði ég. Hann sló til mín og ég sló á móti. — Svona hræmontinn tík arsonur, þú ert bara vondur af því að ég fer ekki eftir því sem þú vilt hafa. Eg gerði það á minn hátt og við þurfum ekki annað en sjá blaðaummælin. Hann fleygði handritinu á gólf ið. — Eg kalla á Garnett, sagði hann. — Það er alveg óþarfi, sagði ég og fór. Eg sagði Bob frá því, sem gerzt hafði. — Það var rétt hjá þér. Maður er dæmdur eftir því, sem maður sýnir á sviðinu. Ef maður gerir það illa, af því að leikstjórinn vill hafa það þannig, fær maður sjálfur alla skömmina. Þú fórst alveg rétt að. Garnett var ósveigjanlegur, og sagði, að ég yrði að hlýða leik- stjóranum. En nú var ég búin að eiga þessa sennu við hann, framan í öll.um, svo að ég gat ekki snúið við. — Því miiður get ég það ekki, sagði ég. Það var nú það. Eg hætti við leikritið eftir eina sýningu, og þessi líka dásamlegu blaðaummæli! Við slæptumst og skemmtum okkur í nokkrar vikur. Flugum til Brisbane, þar sem ég réðist í stelpnasýningu í skrípaleikhúsi. Eg hafði nú séð betri dansskó a r h á á Meðan Markús dáist að fegurð | — Nú fer ég til baka og segi | -— Hunt, viltu koma og líta á Inni hjá Leynivötnum, fylgist ] McClune frá ferðum Markúsar. | King litla . . . Hann er eirðar- Guli-Björn með ferðum hans. laus og ég held hann sé með hita. í ómerkilegustu leikhúsum í Atl- antic City, en við þörfnuðumst peninganna, sem þetta gaf af sér. Eg samdi atriði til að leika í með Bob, sem hataði svona leik starfsemi engu síður en ég. Ame rísku brandararnir hans féllu gjörsamlega til jarðar, því að áhorfendur vildu eitthvað miklu kröftugra, og yfirleitt fannst mér, að starfsemin þarna innan um svona lélegt fólk, væri það lægsta, sem ég hefði enn komizt, Og Bob var niðurdreginn. Þetta Ástralíu-ævintýri okkar, sem byrjaði svo vel... Við drukkum. Þriðja daginn komum við til síð degissýningarinnar, og urðum þá þess vör, að myndirnar af okkur höfðu verið teknar niður. Leik- hússtjórinn sagði: — Eg get ekki talað neitt við yður, ungfrú Barrymore. — Hvernig á að skilja það? spurði ég. — Brisbane er ekki eins og Melbourne, þar sem þér voruð í gfllitvarpiö Miðvikudagur 18. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til« kynningar — 16.05 Tónleik^r. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný sagar „Átta börn og amma þeirra í skóginum" eftir Önnu Cath. West ly; V. (Stefán Sigurðsson kenn* ari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box; XII. og síðasti kafli. Þýð* andi: Áslaug Árnadóttir. — Leik stjóri: Lárus Pálsson. Leikendur; Helga Valtýsdóttir, Rúrik Har« aldsson, Jóhanna Norðfjörð, Her dís Þorvaldsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Inga Þórðardóttir, Jón Sigurbjörnsson o. fl. 20.30 Tónleikar: Andrés Segovia leik« ur á gítar. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn« ólfur Thorlacius fil. kand. ræðir við forstöðumenn efnarannsókna stofnunar Atvinnudeildar háskóU ans. 21.15 Tónleikar: ,,Te deum" eftir Verdi. Robert Shaw kórinn syng- ur með NBC-sinfóníuhljómsveit-* inni- undir stjórn Arturos Tosc* aninis. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk« as" esftir Taylor Caldwell. Ragn« heiður Hafstein. XXXI. lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: ,,Að eiga skáld", smá* saga eftir Björn Sveinsson Bjarm an (Höfundur les). 22.30 Harmonikuþáttur: Henry J. Ey-* land og Högni Jónsson stjórna þættinum. 23.00 Dagskrárlok. f Fimmtudagur 19. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. - 9.20 Tónleikar. — _ k 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynnlngar). 12.50 ,,Á frívaktinni", Sjómannaþátt# ur í umsjá Kristínar Önnu Þór« arinsdóttur. 14.40 ,,Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar, — 16.00 Fréttir og tLU kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrír yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna". Þjóð* lagaþættir frá UNESCO, menn* ingar- og vísindastofnun Sam* einuðu þjóðanna; V; Sítar, lúta og gítar. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentlusaí saga; IX. (Andrés Björnsson), b) íslenzk tónlist: Ýmis vetrarlög sungin. c) Upplestur: Magnús Guðmundi son les kvæði eftir Matthíaa Jochumsson. d) Frásöguþáttur: Fótgangandt um fjall og dal; fyrri hluti (Rósberg G. Snædal rithöfund« ur). 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Bl. Magnús* son cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar an leikari 22.30 Kammertónleikar: Kvintett í A- dúr eftir Schubert (Píanóleikar« inn Georges Solchany og Vegh« kvartettinn leika), 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.