Morgunblaðið - 18.01.1961, Side 20

Morgunblaðið - 18.01.1961, Side 20
Utanríkisviðskiptin Sjá bls. 11. 13. tbl. — Miðvikudag*r 18. janúar 1961 Þeir viSja stoppa Sjá bls. 13. ísl. stúlka lézt í slysi í Danmörku I FYRRADAG varð það slys í Danmörku að ung, íslenzk stúlka beið bana í bílslysi. Stúlkan hét María Hjaltalín, Stutt sumtal vio foður Guðmundur Þórðursonur MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að taka fram, að Guðmundur Þórðarson hefur aldrei af sjálfsdáðum sótt um vist á Bláa bandinu. Á laugar- dagsmorguninn fór hann þangað í fylgd með föður sínum og fyrir orð móður sinnar. Það er því ekki rétt tilgáta að hann hafi reynt að leynast á Bláa bandinu. Ennfremur er það á mis skilningi byggt að hann hafi drepið á vindlingum á hendi sér. Brunasárin, sem minnzt er á í frétt blaðsins, hlaut hann af rakettusprengingu kvöldið fyrir gamlárskvöld. Þess má að lokum geta að Guðmundur Þórðarson lenti fyrir nokkrum árum í bílslysi á Keflavíkur- flugvelli og fékk þá slæmt höfuðhögg og nokkru síðar snert af mænuveiki. Sagði Þórður, faðir hans, í stuttu samtali við Mbl. í gær, að þá hefði farið að bera á því að Guðmundur þyldi illa áfengi — „eins og hann færi úr sam- bandi“, svo notuð séu orð föður hans. En hann bætti við: „Ég er ekki að biðja um mildari dóm en hann á skilið, mig langar aðeins að þetta komi fram“. Morgunblaðið sér enga ástæðu til þess að verða ekki við þeirri beiðni. Kona varð fyrir bíl ÞAB slys varð á horni Rauðarár stígs og Flókagötu í gærdag að Guðrún B. Berndsen varð fyrir bifreið. Var hún flutt á Slysa- varðstofuna og síðan heim til sín. Meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg. dóttir Steindórs og Svövu Hjaltalín. Átti hún heima að Flókagötu 15 í Reykjavík, en hafði að undanförnu starfað í Danmörku. María var 20 ára að aldri. Hún var far- þegi í bifreið, sem rakst á vörubíl í þoku á þjóðvegin- um milli Silkiborgar og Ár- ósa. Sá bifreiðastjórinn ekki vörubílinn, sem stóð kyrr. María lézt samstundis. Jón Kjartansson tekur sæti á þingi JÖN . Kjartansson, sýslumaður, tók sæti á Alþingi í gær í for- föllum Alfreðs Gíslasonar, átt- unda landkjörins þingmanns. Er Jón annar varamaður landskjör- inna þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, en fyrsti varamaður, Sigurður Bjarnason, situr á þingi sem varamaður Kjartans J. Jó- hannssonar. Kjörbréf Jóns Kjartanssonar var rannsakað á fundi sameinaðs þings í gær og samþykkt sam- hljóða. Jón Kjartansson sat á þingi frá 1923 til 1927 og aftur frá 1953 til 1959. Stað, Hrútafirði, 17. jan. I GÆRKVÖLDI tefldi Freysteinn Þorbergsson, skákmeistari í Reykjaskóla á 49 borðum. Frey- steinn vann 37 skákir, gerði 9 jafntefli og tapaði 3 skákum. — Magnús Skœð hálsbólga ónœm fyrir sumum fúkkalyfjum í HAUST og vetur hefur gengið hér illkynjuð háls- bólga og hefur hún verið útbreyddari en venjulega, þótt segja megi að hálsbólga gangi hér að öllum jafnaði árið um kring. Tilfellin hafa verið mis- jafnlega mörg einstakar vik- ur og ekki munu þau öll hafa komið fram á skýrslum til borgarlæknis. í júlímán- uði í sumar eru eina vikuna Jóhannes Áskels- son látinn 1 FYRRINÖTT lézt að helmili sínu hér í bænum Jóhannes As- kelsson menntaskólakennari, 58 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Jóhannes Askelsson var fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín á sviði náttúrufræði. I þeim efnum liggur mikið eftir hann af allskonar ritgerðum þó einkum hafi hann feng- izt við rannsóknir á plöntu steingervingum. Hann var einn af framámönnurn Hins íslenzka náttúrufræðifélags og formaður þess um árabil. Hann var aðal- náttúrufræðikennari menntaskól ans og þar hefur hann verið kennari um 30 ára skeið og samtímis í Kennaraskólanum. Kennsla féll niður í báðum þess- um skólum í gær. skráð 70—80 tilfelli. 1 ágúst 60—70. Fyrri hluta sept. 100 og um miðjan mánuðinn 150. Síðari hluta október eru dæmin komin upp í 190, um mánaðamót nóv.-des. 230, í des. 240 og um miðjan des. 270. Síðan nokkru færri fyr- ir jólin. • Tvenns konar hálsbólga Blaðið sneri sér til Arinbjarn- ar Kolbeinssonar læknis og spurð ist fyrir um hverskyns sýklar væru hér að verki. Hann kvað hálsbólgu geta staf að af allmörgum tegundum bæði baktería og vírusa. Hér væri nú álitið, að gengju tvær tegundir hálsbólgu. Önnur stafaði senni- lega af vírus, hann væri þó ekki hægt að rækta hér, væri sú háls- bólga mildari. Hin stafaði af sýkl- um er nefndust „hæmolytiskir streptókokkar" og væri hún þyngri, ylli m. a. hærri hita. Arinbjörn lét þess getið að komið hefði í ljós að sum hinna nýrri fúkkalyfja, þau sem til- heyra tetracyklinflokknum verk- uðu ekki á þessa tegund sýkla, væru þeir orðnir ónæmir fyrir þessum lyfjum. Hins vegar hefðu þeir reynst næmir fyrir penic- illini. Samskonar niðurstöður hefðu fengizt erlendis. Kvað Ar- inbjörn ástæðu til að geta þess, því allmikil brögð væru að því að fólk. ættu lyf sem þessi og not- uðu þau án árangurs, eða þeir bæðu lækna sína um þau. Ekki kváðu læknar sérstaka ástæðu til að óttast þessa háls- bólgu. Hún tæki fljótt af ef fólk gætti þess að fara vel með sig og fara ekki of ljótt á fætur. Þótt hún væri nú meiri en venjulega, væri ekki hægt að segja að hér væri um faraldur að ræða. Ekkert ókveðið um togskipið EKKERT er enn ákveðið hvað gert verður við togskip ið Marie Jose Rosette, sem strandaði við hafnargarðinn í Vestmannaeyjum fyrir viku síðan. Það er nú mjög skemmt orðið og heldur áfram að brjóta úr hafnargarðinum. Jón Sigurðsson hafnsögu- maður tjáði fréttamanni blaðs ins í Eyjum í gær, að nauð- syn bæri til að f jarlægja skip ið vegna skemmda þeirra er það ylli. Hafnarnefnd hefir hins vegar ekki tekið ákvörð- un um málið enn sem komið er og mun að nokkru valda að beðið er eftir umsögn vá- tryggjenda skipsins. TVEIR Fossar voru í höfn í gær: Fjallfoss og Selfoss. Voru þeir fánum prýddir * stafna á milli, í tilefni af því að í gær voru liðin 47 ár frá því Eimskipafé- lag Islands var stofnað. Ekki róið vegna veðurs Akureyri, 17. jan. BKKI róa síldarbátarnir i kvöld og hæpið að þeir rói á morgun, því hann spáir hvassvirði. Farið verður út strax og gefur. i Hingað kom m.s. Dettifoss s.d. og lestar hér 50 tonn af fiskimjöli og heldur síðan til Englands. j j 1 morgun kom saltskipið Thorai Frellsen, sem veltist 16 sólarw hringa í hafi, sem kunnugt er aí fréttum, áður en það náði Vest- mannaeyjum. Farmurinn er 500 tonn af salti og losar það 330 tonn hér. Saltskipið var þraut- hlaðið og síst að undra þótt skips höfnin yrði að taka á öllu sínu til að verja það áföllum. — Oddur Sáttafundir SÁTTAFUNDIR stóðu í alla fyrrinótt í vinnudeilu sjó- manna og útvegsmanna. —• Sáttasemjari boðaði til fund-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.