Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1961, Blaðsíða 16
MORGVNBLA01Ð 1« Föstudagur 20. Janúar 196r i — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. orðnlr 65 ára. Fjölskyldur líf- tryggðra verkamanna, sem látir ir eru, munu hljóta sams konar aðstoð — og gert er ráð fyrir sér stökum ráðstöfunum í öðrum til- fellum, þegar þörf er talin brýn. ★ Auk þessa er gert ráð fyrir auknum styrkveitingum til menntunar og þjálfunar lækna og fjárveitingum til Jæknisfræði legra ranrrsókna. Einnig til bygg- ingar sjúkrahúsa, heilsuverndar- stöðva o.s.frv. SKÓLAR OG MENNTAMÁL í kosningabaráttunni ræddi Kennedy ujn það„ að yejta þyrfti styrki til menntaskóla, er næmu sem svaraði 25 dölum árlega á hvern nemanda. Sérfræðingar hans vilja gera þetur og veita 30 dala styrk á hvern nerr.anda — og 20 dala aukagreiðslu á nemanda í stærri bæjum og á öðrum svæðum, þar sem tekjur maflná' eru langt undir meðallagi. Gert er. ráð fyrir slíku skipulagi í fjögur ár mundi samanlögð upphæð þess- ara skyrkveitinga nema um 1,5 milljörðum dala á ári — en fyrirhugað er að nota féð, éftir ástæðum,' til greíðslu kénhára- launa, þar. sem þau þykja of lág, og til byggingar nýrra skóla. Einnig skal veitt allmikið fé til byggingar minni háskóla í ,ýms- um ríkjum. HÚSNÆÐISMÁL Höfuðmarkmiðið er að koma fram lækkun vaxta á „Iöngum“ lánum til fólks með lágar tekjur — og jafnframt veita aukið fé til byggingar hentugs og ódýrs hús- næðis, sem ætlað er slíku fólki. — Einnig eru fyrirhugaðar fjár- veitingar til að hreinsa til í óþokkalegustu hverfum bæja og borga og útrýma lélegu og heilsu spillandi húsnæði. LANDBÚNAÐUR ‘ „Hugmyndamennirnir" hafa ekki enn gengið frá tillögum sín. um um landbúnaðarmál, en búizt er við, að þeir skili skýrslum sín. um hinn 26. þ.m. — Talið er, að þeir muni m. a. leggja til, að aí- gangsframleiðsla landbúnaðarins Ódýrt skraut Á útsölunni hjá Meninu í Kjörgarði, fáið þér allt hugsanlegt skraut fyrir mjög lágt verð. Eyrnarlokkar, hálsmen, festar, hringar, nælur, herra og dömu- armbandsúr auk skrautmuna í heímilið úr gulli, silfri, krystal, pletti, stáli. SKRAUTHUIVAIJTSALAN MEMÐ Kjörgarði Laugavegi 57. Nofrió MiM ONE-LATHER SHAMPOO . Sunsilk NÝJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hári yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt. því þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pen- ingum á hárgreiðslustofunni. Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Shampoo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glans- andi. — Aðeins ein umferð nauðsynleg. X-GSH 39/IC-6445-50 verði notuð að nokkru til þess að veita þurfandi fólki í landinu möguleika á ódýrum matvæla- kaupum. Þá er gert ráð fyrir, að komið verði á strangara eftir- liti en áður með framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða, einkum hveitis, maís og annarra kornteg unda. Loks mun gert ráð fyrir sérstakri áætlun um hagkvæm lán til byggingar sveitabæja. ELDFLAUGAR — GEIMRANNSÓKNIR Sérfræðingar Kennedys á þessu sviði vilja, að stjórnin geri ráð. stafanir til þess að samdar verði áætlanir um smíði nýrra eld- flaugagerða til vara, ef þær, sem nú eru í smíðum og reynslu, svo sem Atlas-Mer- cury, Centaur og Satúrnus, skyldu ekki uppfylla þær von- ir, sem við þær eru bundnar. Þá er lögð áherzla á, að Banda- ríkin haldi af auknum krafti áfram á þeirri braut að koma á Ioft gervitunglum til raunhæfr- ar, vísindalegrar þjónustu og rannsókna — en það er helzt á því sviði geimvísindanna, sem Bandaríkin virðast nú þegar standa Sovétríkjunum framar. ★ Kennedy hefur fengið aðvör- un um það, að nokkrar líkur séu til að Sovétríkin verði á undan Bandaríkjunum að senda mannað gervitungl eða geim- skip á braut um jörðu — og jafnframt, að varhugavert sé á þessu stigi málsins að leggja megináherzlu á það að komast jafnfætis Rússum að þessu leyti, þar sem það geti hindrað framgang Bandaríkjanna á öðr- um sviðum „geimkapphlaups- ins“, þar sem þau hafi meiri möguleika. Þá er mælt með því, að stjórn og eftirlit hinna ýmsu geimrannsóknaáætlana verði færð á færri hendur en nú er og samræmd til hins ýtr- asta. VARNARMÁL Mikil aukning útgjalda til framleiðslu og endurbóta á flugskeytum er fyrirhuguð — og sérstök áherzla lögð á Pol- arisflugskeytin, sem nú er byrj- að að útbúa kjarnorkukafbáta Bandaríkjanna með. Þá er lögð áherzla á viðvörunar- og varn- arkerfi gegn eldflaugaárásum — og framleiðslu sprengjuþota, sem farið geti hraðar en hljóð- ið. Þá skal búa landherinn sem bezt á allan hátt — og þjálfa all- ar deildir landhers, flughers og flota með sérstöku tilliti til „tak- markaðra styrjalda". UTANRÍKISMÁL Þær skýrslur „hugmynda- manna“ Kennedys um utanríkis- mál, sem hingað til hafa verið birtar, greina ekki frá því, hver verða skuli meginstefna Banda- ríkjanna gagnvart bandamönn- um sínum eða kommúnistaríkj- unum á komandi árum. — Kn hér eru nokkur atriði úr þeim skýrslum, sem þegar hafa kom- ið fram: £ • Tvöfalda skal lán og fjár- framlög til vanþróaðra rlkja á næstu fjórum á.rum, úr 2,5 millj. öðrum dala á ári upp í 5 millj- arða. • Hætt verði að krefjast greiðslu lána í erlendum gjald- eyri — en leyfa, að öll lán verði endurgreidd með Banda- ríkjadölum — og halda vöxtum mjög lágum. • Nota skal 5 milljarða, sem fyrir hendi eru nú í erlendum gjaldeyri til þess að reisa al- menna skóla og háskóla erlend- is. Jafnframt þessu skal fjölga styrkveitingum til erlendra stúdenta til náms í Bandaríkj- unum. • Senda skal meira en áður af umfram-framleiðslu landbún- aðarins til þeirra erlendra ríkja, sem hafa brýnasta þörf fyrir slíkar vörur. Einnig er gert ráð fyrir að reyna að koma á al« þjóðlegri áætlun í þessu efni. • Setja skal á fót sérstaka síofnun, er hafi með höndum skipulagningu sérstæðrar þegn- skylduvinnu ungs fólks — og tala ýmsir um „friðarher1* Kennedys í þessu sambandi. Fyrir hugað er, að á hverju ári verði valin nokkur hundruð ungmenni úr hópi hinna „allra hæfustu“, er nýlokið hafa háskólaprófi, og skal þetta fók þjóna erlendis um tveggja ára skeið sem kennarar, læknar, hjúkrunarkonur, tækni* ráðunautar, ráðgjafar ríkis- stjórna o.s.frv. Laun þessa fólka skal greiða í gjaldeyri viðkom- andi lands og í samræmi við launakjör þau, er þar tíðk. ast, nema þau séu lág — þá má greiða hinum banrdarísku þegnum eitthvað hærri Iaun. — Enga undanþágu skal veita frá þessum þegnskyldustörfum, nema alveg sérstakar ástæður séu fyrir hendi. KJARNI STJÓRNARSTEFNUNNAR Hér hefir aðeins verið drepið lauslega á nokkur brot úr þeim tillögum um margháttaðar breyt- ingar, sem sérfræðingar- Kenne- dys hafa lagt til að gerðar verði. Ósennilegt, er, að hann nýi for. seti fallist umsvifalaust á þær all ar. Fáar einar munu verða stað- festar á þingi á þessu ári — og þótt sumar þeirra verði e. t.v. sam þykktar að meginefni, verður væntanlega farið varlega af stað við framkvæmd þeirra. — Eigi að síður vísa þær tillögur, sem hér hefur verið drepið á, og aðr- ar, sem fyrir liggja, til þess marks, sem ráðgjafar Kennedys mun hvetja hann til að keppa að, og því eru líkindi til, að í þeim sé að finna kjarna þeirrar stjórn arstefnu, sem ríkja mun í Banda ríkjunum næstu fjögur árin — og e.t.v. lengur. Raðhús — fiííl Stórt og glæsilegt raðhús í byggingu fæst i skipt- um fyrir góðan nýlegan bíl (helzt ekki stóran, Austurstræti 10, 5. hæð símar 13428 og 24850. Verksntiðju útsalan ■ Eymundsson kjallaranum — ný/or vörur í dag auk alls sem við auglýstum í gœr — Hvítar herraskyrtur frá, kr. 125.00. Mislitar herraskyrtur frá kr. 65.00. Herranærbolir m/hlýrum kr. 18.00. Herranærbolir með y2 ermum kr. 29.00. Síðar nærbuxur fyrir unglinga kr. 29;80. Telpna nærföt kr. 10.00. Kvenpeysur, alull kr. 120.00. Dömu- og unglinga crepe sokkabuxur kr. 125.00. Slæður kr.25.00. Frystihúsa- og garðbuxur fyrir kvenfólk kr. 60.00. daglega nýjar vörur — kjallarinn hjá Eymundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.